Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREIIMAR
Breytingar á leiðakerfi S VR:
Breiðholt
ÞANN 15. ágúst nk.
taka gildi breytingar á
leiðakerfi SVR. í
fyrstu grein til kynn-
ingar á breytingunum
var fjallað um almenn-
ar áherslubreytingar
og breytingar í Graf-
arvogi og Árbæ. í
þessari grein verður
fjallað um þær breyt-
ingar sem verða gerð-
ar í Breiðholtshverf-
um. I borgarhlutanum
búa nú u.þ.b. 23 þús.
manns og ef frá er
talið Árbæjarhverfi, er
hlutfallsleg notkun á
þjónustu SVR mest í
Breiðholti. Kannanir benda til þess
að 15-20% íbúa noti strætisvagn
til að komast til og frá vinnu eða
skóla.
Skiptistöðin í Mjódd
Skiptistöðin í Mjódd verður ein
stærsta skiptistöðin eftir breyting-
arnar. Allar leiðir, sem þjóna hverf-
unum, hafa viðkomu á skiptistöð-
inni.
Ef tekið er dæmi um einstakling
sem þarf að komast á Lækjartorg
úr Seljahverfi, þá hefur hann
nokkra möguleika til að komast á
áfangastað. Hann gæti tekið leið
111, sem fer beina leiða á Lælqar-
torg og er 25 mín. á leiðinni frá
endastöð við Skógarsel. Hann
gæti einnig tekið leið 11 sem fer
frá Skógarseli 5 mín. fyrr og skipt
þá yfir í leið 112 í Mjódd. Þrátt
fyrir þessa skiptingu verður hann
innan við 20 mín. á leiðinni, enda
í raun aðeins um það að ræða að
ganga á milli vagna. Hér er gott
dæmi um það þegar ferð með skipt-
ingu er hagstæðari kostur en
„beina“ ferðin ef tekið
er tillit til ferðatíma.
Ástæðan er fyrst og
fremst hringakstur í
hverfinu og skiptir þá
máli hvar í hringnum
vagninn er tekinn (sjá
kort í símaskrá). Við-
komandi gæti einnig
valið það að sitja í leið
11 alla leið að Hlemm-
torgi og tekið þaðan
t.d. leið 2 og er þannig
27 mín. á leiðinni. Með
þessu skipulagi er
hægt að bjóða upp á
aukna tíðni á fjárhags-
lega hagkvæman hátt.
íbúar í öðrum hverfum
Breiðholts hafa samskonar mögu-
leika á ferðum. Þetta dæmi sýnir
þann mikla sveigjanleika sem
breytt leiðakerfi býður upp á.
Skiptistöðinni er einnig ætlað
að tryggja innri tengsl í hverfum.
Frá skiptistöðinni má fara í öll
hverfi Breiðholts og því oftast fljót-
legast og einfaldast að fara að
skiptistöð og skipta í leið sem fer
í það hverfi sem viðkomandi óskar
eftir að fara í. Tengsl við Árbæ
og Grafarvog stórbatna einnig.
Þær leiðir sem þjóna Breiðholti eru
leiðir 3, 4, 6, 8,11, 12, 111 og 112.
Leið 3
Leiðin heldur áfram að þjóna
Seltjamarnesi en fer Hringbraut -
Suðurgötu í stað Hringbraut -
Túngötu að Lækjartorgi. Með
þessari breytingu batnar þjónustan
við Háskóla íslands verulega og
verða nú íbúar á Seltjarnarnesi, í
vesturbæ og í Bústaðahverfi komn-
ir með bein tengsl við Háskóla ís-
lands. Leiðin mun hætta akstri
niður að Borgarspítala og hefur
Þórhallur Örn
Guðlaugsson
viðkomustað í báðum leiðum á
Bústaðavegi við spítalann. Þessi
breyting er forsenda fyrir því að
leiðin geti þjónað Bakkahverfi en
leið 3 verður hverfisbíll í því hverfi.
Þetta þýðir verulega bætta þjón-
ustu fyrir marga. íbúar í vesturbæ
og á Seltjarnarnesi fá bætta þjón-
ustu vegna tengsla við Háskóla
íslands. íbúar í Bústaðahverfi fá
bætta þjónustu vegna greiðfærari
leiðar og tengsla við Háskóla ís-
lands. íbúar í Seljahverfi fá betri
þjónustu þar sem leið 11, sem er
í Breiðholti, segir Þór-
••
hallur Orn Guðlaugs-
son, verða í allt 24
vagnar á klukkutímann
þegar mest er.
hverfisbíll í Seljahverfi, hættir að
þjóna Bakkahverfi en í núverandi
Íeiðakerfi þurfa íbúar í Seljahverfi
að taka á sig krók í Bakkahverfi
hvort sem um er að ræða ferð úr
hverfi eða í hverfi. Ekið verður í
Mjódd kvöld og helgar en í núver-
andi kerfi er það ekki gert. Ekur
með 20 mín. tíðni á dagtíma og á
30 mín. tíðni kvöld og helgar.
Leið 4
Ekki er um breytingar á akst-
ursleið að ræða. Ekur í Mjódd kvöld
og helgar en í núverandi leiðakerfi
er það ekki gert. Ekið með 20
mín. tíðni á dagtíma og 30 mín.
tíðni kvöld og helgar.
Leið 6
Leið 6 mun sinna hlutverki leiðar
1 í Vesturbæ en leið 1 mun leggj-
ast niður í núverandi mynd. Fer
um Lönguhlíð - Hamrahlíð - Lista-
braut og tengir saman skólana sem
þar eru. Fer Bústaðaveg og verður
með endastöð í Mjódd. Með þessari
breytingu er komið á beinum
tengslum milli Mjóddar, Kringlu,
Verslunarskóla og Hamrahliðar-
skóla en þessi tengsl eru ekki fyrir
hendi í núverandi leiðakerfí. Ekur
með 20 mín. tíðni á dagtíma og á
30 mín. tíðni kvöld og helgar.
Leið 8
Leið 8 er ætlað að skapa tengsl
milli Grafarvogs, Árbæjar og Breið-
holts og tekur við hlutverki núver-
andi leiðar 16. Um verulegar breyt-
ingar er að ræða. Gert er ráð fyrir
að leiðin aki með 20 mín. tíðni en
í núverandi leiðakerfi er leið 16 á
60 mín. tíðni. Leið 8 gegnir í raun
margvíslegu hlutverki. í fyrsta lagi
sem hverfabíll í Grafarvogi þar sem
lögð er áhersla á að styrkja innri
tengsl milli hverfa. í öðru lagi er
leið 8 ætlað að vera tengibíll milli
skiptistöðva í Mjódd og við Ártún.
í þriðja lagi er leiðin hverfabíll í
Breiðholti þar sem lögð er áhersla
á að skapa tengsl við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti. Einnig er akst-
ursleið mun einfaldari en nú er, en
mörgum hefur þótt núverandi leið
16 flókin. Hér er því um verulega
bætta þjónustu að ræða.
Leið 11
Leið 11 hættir akstri um Bakka-
hverfi þar sem leið 3 mun sinna
því hlutverki. Við þessar breyting-
ar bætir leiðin hlutverk sitt sem
hverfisbíll í Seljahverfi sem bætir
þjónustuna. Ekur á 20 mín. tíðni
á dagtíma og 30 mín tíðni kl. 11-17
laugardaga. Ekur ekki kvöld og
helgar þar fyrir utan.
Leið 12
Leið 12 fer Suðurhóla - Norður-
hóla - Vesturhóla en við þá breyt-
ingu batnar þjónustan við norður-
hluta Efra-Breiðholts verulega.
Jafnframt er lögð áhersla á að leið-
in verði fyrst og fremst hverfabíll
í Efra Breiðholti og því hættir leið-
in akstri um Seljabraut. Leiðin
gegnir betur hlutverki sínu sem
hverfabíll og því um bætta þjón-
ustu að ræða. Ekur á 20 mín. tíðni
á dagtíma og 30 mín tíðni kvöld
og helgar.
Leið 111
Akstursleið nánast sú sama en
þó er gert ráð fyrir að vagnar
hætti að fara að Breiðholtskjöri
en fari þess í stað Stekkjarbakka.
Til að gefa kost á hraðleið í sunn-
anverðu Bakkahverfi verður farið
niður Arnarbakka í stað Miðskóga
á leið að miðborg. Tíðni breytist
verulega frá því sem nú er, en
vagnar aka með 20 mín. tíðni á
dagtíma og 30 mín. tíðni kvöld og
helgar. Fyrir íbúa í Seljahverfi
batnar því þjónustan verulega frá
því sem nú er og jafnframt verða
hraðleiðir á 20 mín. fresti frá
Mjódd og því komin góð tenging
fyrir íbúa í öðrum hverfum Breið-
holts. Örari og jafnari tíðni hrað-
leiða um Miklubraut bæta verulega
tengslin milli Breiðholts og versl-
unarkjarna í Kringlu og við Lækj-
artorg.
Leið 112
Akstursleið verður sú sama.
Tíðni breytist verulega frá því sem
nú er, en gert er ráð fyrir að vagn-
ar aki á 20 mín. tíðni á annatíma
og á 60 mín. tíðni utan hans. Ekki
er gert ráð fyrir akstri kvöld og
helgar.
Á flestum leiðum breytast tíma-
setningar eitthvað. íbúar í Breið-
holti eru því hvattir til að kynna
sér vel breytingarnar í símaskránni
eða hafa samband í þjónustu- og
upplýsingasíma SVR, 551- 2700.
Ný leiðabók verður fáanleg í byijun
ágústmánaðar.
í Breiðholti verða í allt 24 vagn-
ar á klukkutíma þegar mest er en
í núverandi leiðakerfi eru þeir 18.
Af þessu má sjá að verið er að
bæta þjónustuna umtalsvert og
gefa íbúum í Breiðholti mun fleiri
möguleika á að sinna ferðaþörfum
sínum en gert er með núverandi
kerfi. Um leið og við hjá SVR ósk-
um íbúum í Breiðholti til hamingju
með þá bættu þjónustu sem breyt-
ingarnar hafa í för með sér, viljum
við hvetja íbúa til að nýta sér þessa
íjárhagslega hagkvæmu og lipru
þjónustu.
Höfundur er forstöðumaður
markaðs- og þróunarsviðs SVR.
Reimleikar á fjöllum
Ágreiningur og togstreita ríkir um yfir-
ráð sveitarfélaga á öræfum landsins
EINS og við mátti
búast vakti sá úr-
skurður umhverfisráð-
herra frá 2. júlí s.l.,
að Svínavatnshreppur
í Austur-Húnavatns-
sýslu skyldi hafa
stjómsýsluvöld á
Hveravöllum, umtals-
verða athygli og um-
ræðu manna á meðal.
Pjölmargir eru þeir,
sem eiga örðugt með
að skilja úrskurðinn
eða þær stuttorðu rök-
semdir, sem hann
byggist á. Er úrskurð-
urinn m.a. torskiljan-
legur af þeirri ástæðu, að þegar
þáverandi umhverfísráðherra stað-
festi aðalskipulag Hveravallasvæð-
isins síðla árs 1993 - þ.e. það sama
skipulag og Ferðafélag íslands
kærði síðan til Umhverfisráðuneyt-
is í vetur sem leið - var sérstaklega
tekið fram á staðfestingarskjali
ráðherrans, að staðfestingin næði
ekki til marka hreppsins inn til
hálendisins. Samkvæmt orðanna
hljóðan gaf því staðfestingin ekki
ástæðu til annars skilnings en þess,
að hún tæki ekki til Hveravalla,
sem hlutu a.m.k. að liggja nærri
þeim mörkum - jafnvel skv. ýtmstu
kröfum Svínvetninga sjálfra.
Annað vekur einnig sérstaka
athygli og réttlætir umfjöllun í fjöl-
miðlum: Þessi úrskurður ráðuneyt-
isins nú er í fullkomnu ósamræmi
við fyrri álitsgerð þess
sama ráðuneytis, sem
þáverandi umhverfis-
ráðherra lagði fyrir
sjálft Alþingi fyrir
mjög fáum árum. Að
þessari staðreynd er
að sjálfsögðu ekki vik-
ið í rökstuðningi fyrir
úrskurðinum - enda er
sá rökstuðningur
fremur fátæklegur -
heldur er tekin af-
staða, sem vægast
sagt er umdeilanleg í
ljósi hinnar fyrri yfir-
lýsingar og greinar-
gerðar ráðuneytisins,
sem á sínum tíma þótti þó nægi-
lega vönduð til að hana mætti
kynna löggjafarsamkundu þjóðar-
innar með formlegum hætti.
Hér skal vísað orðrétt til kafla
úr skýrslu umhverfisráðherra „um
undirbúning að löggjöf um stjóm-
sýslu á miðhálendi Islands að því
er tekur til skipulags- og bygging-
armála", er lögð var fyrir Alþingi
íslendinga á 113. löggjafarþingi
1990-1991, en formaður þeirrar
nefndar, er skýrsluna samdi á veg-
um umhverfisráðuneytis, var Páll
Líndal, ráðuneytisstjóri þess ráðu-
neytis, sem nú er látinn. Hygg ég
að á engan sé hallað þótt fullyrt
sé, að fáir sem engir hafi staðið
honum á sporði um kunnáttu í og
reynslu af íslenskri umhverfislög-
gjöf, sem og annarri stjórnsýslu-
Páll Sigurðsson
Margt er á huldu um
landfræðileg mörk
sveitarfélaga, segir Páll
Sigurðsson í þessari
annarri grein af fjórum,
einkum þegar fjær
dregur byggð.
löggjöf, en hann var jafnframt
nafnkunnur umhverfisvemdar-
maður. í skýrslunni segir m.a. (á
bls. 3-4):
„í 1. mgr. 1. gr. sveitarstjórnar-
laga, nr. 8/1986, segir að „byggð-
in í landinu skiptist í staðbundin
sveitarfélög“. Og í 1. mgr. 3. gr.
segir að hvert sveitarfélag hafí
„ákveðin staðarmörk“. Gert er ráð
fyrir í 3. mgr. að ef íbúar í til-
teknu sveitarfélagi eiga upprekstr-
arrétt í tiltekinn afrétt, sem „ekki
hefur verið skipað innan staðar-
marka neins sveitarféiags, skuli
hann þá teljast innan þess sveitar-
félags o.s.frv.". Meðan ekki hefur
verið gengið formlega frá slíkum
málum, virðist rétt að miða við
mörk byggðar eins og áður hefur
verið bent á og þá eðlilega að jafn-
aði við mörk heimalanda, nema
sérstök rök komi gegn. Menn virð-
ast nokkuð sammála um, að ör-
æfa- og jöklasvæði svo og almenn-
ingar séu utan sveitarfélaga. Sama
virðist eiga almennt við um af-
rétti . . .“
Þessi skynsamlega ályktun ráðu-
neytisstjórans, sem er byggð á lær-
dómi og langri reynslu, er í sam-
ræmi við álit fjölmargra þeirra
manna, sem mest hafa hugleitt
málefni miðhálendisins. Ummæli
skýrslunnar um, að óbyggðir og
afréttir séu almennt utan sveitarfé-
laga, eiga í fyllsta mæli við um
Hveravallasvæðið, en þaðan munu
vera um 70 kílómetrar til byggða
norðanlands. Niðurstaða í dómi
Hæstaréttar frá 28. september
1995 í máli nr. 296/1994: Fljóts-
hlíðarhreppur gegn Vestur-Eyja-
fjallahreppi, styður og mjög þetta
álit ráðuneytisstjórans, en í dómi
þessum var staðfest að Þórsmörk
væri utan sveitarfélaga - og er hún
þó miklum mun nær byggð en
Hveravellir.
Þessa skyldu menn m.a. minn-
ast, þegar lesinn er hinn nýlegi
úrskurður ráðuneytisins, sem ber
með sér þá miklu stefnubreytingu,
sem raun ber vitni um. Má sannar-
lega færa fyrir því margvísleg rök,
að óheppilegt sé fyrir stjómsýslu-
framkvæmd ráðuneytanna - sem
verður að byggjast á festu og sam-
ræmi - að hvarflað sé snögglega
frá fyrri stefnuyfírlýsingum, eink-
um sé það gert án fullnægjandi
röksemda.
Sannleikurinn er sá, að margt
er enn á huldu um landfræðileg
mörk sveitarfélaga, einkum þegar
fjær dregur byggð og við taka víð-
áttur hálendisins. Þetta hafa t.d.
landmælinga- og kortagerðarmenn
vitað um langan aldur. Þetta hefur
oft valdið togstreitu og úlfúð
manna á milli, stundum með sorg-
legum afleiðingum. Úrskurður
umhverfisráðherra frá 2. júlí s.l.
vekur að þessu leyti ffeiri spurning-
ar en hann svarar.
Fyrr á tíð kvörtuðu ferðamenn,
sem lögðu leið sína um miðhálend-
ið, oft um aðsókn og reimleika
þar, m.a. í áningarstöðum og
sæluhúsum. Má vænta þess, að
sá óhugnaður, sem þessu gat
fylgt, hafi dregið ferðahug og
ferðadug úr ýmsum en á hinn
bóginn aukið á þá dulúð öræf-
anna, sem lengi eimdi eftir af. í
hugarheimi margra manna, allt
frá fyrstu tíð byggðar í landinu
og fram til síðari tíma, lifðu í
óbyggðum forynjur og tröll. Aft-
urgöngur glímdu þar við menn,
Skotta glennti sig í ljósaskiptum
og skuggabaldur ýldi í gjótu.
Kveldriður og myrkriður gægðust
um skjái sæluhúsanna en nykur
gneggjaði við heiðarvatn. Enn er
ekki laust við reimleika á fjöllum
þrátt fyrir alla „upplýsinguna".
Enn reika andar fortíðarinnar um
hraun og sanda, andar sem frá
öndverðu voru nærðir af hrepparíg
og nágrannakryt byggðamanna.
Enn deila menn um mörk sveit-
arfélaga inn til óbyggða, mörk,
sem að réttu Iagi ættu einvörð-
ungu að ná til byggðanna sjálfra.
Enn lifir grá forneskja í hugum
sumra þeirra manna, sem kallaðir
hafa verið til ábyrgðar í skipulags-
málum þjóðarinnar. Enn hefur
sumum mönnum ekki auðnast að
skilja, að markvissri stjórn í mál-
efnum miðhálendisins - þ.á m. í
byggingar- og skipulagsmálum
þar - verður ekki framfylgt nema
nýrri skipan verði komið á um
þetta svæði, nýrri stjórnsýsluskip-
an, sem tekur mið af nútímalegum
hugmyndum um samræmda yfir-
stjórn þeirrar mikilvægu auðlind-
ar, sem felst í hálendi okkar og
óbyggðum, í stað úreltra stjórn-
sýsluhátta sem ýmislegt óhreint
loðir við.
Höfundur er forseti Ferðafélags
íslands.