Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
é
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MIKILL mannfjöldi safnaðist saman á Austurvelli í bliðskaparveðri í gær til að fylgjast með embættistöku Olafs Ragnars Grímssonar og hylla hann og eiginkonu
hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, þegar þau gengu út á svalir Alþingishússins. Lögregla telur að þar hafi verið saman komin milli fimm og sex þúsund manns.
LÚÐRASVEIT lék ættjarðarlög á Austurvelli
frá kl. 15 þar sem saman var kominn mikill
mannfjöldi til að fylgjast með embættistök-
unni. Lögregla telur að á milli fimm og sex
þúsund manns hafi verið á Austurvelli þegar
flest var.
Embættistakan hófst kl. 15.30 þegar ný-
kjörinn forseti gekk ásamt forseta Hæstarétt-
ar, Haraldi Henrýssyni, frá Aiþingishúsinu
yfir í Dómkirkjuna. Á eftir þeim gengu biskup
Islands, hr. Olafur Skúlason, og eiginkona
Ólafs Ragnars, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir.
Þá komu Davíð Oddsson forsætisráðherra og
Vigdís Finnbogadóttir, fráfarandi forseti ís-
lands, forseti Alþingis, Ólafur G. Einarsson,
ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis, Ólafur
Davíðsson, forsetaritari, Komelíus Sigmunds-
son, skrifstofustjóri Alþingis, Friðrik Olafsson,
og hæstaréttarritari, Erla Jónsdóttir.
Marteinn H. Friðriksson lék forspil, Ost-
inato eftir Pál ísólfsson, og Dómkórinn söng
sálm eftir Steingrím Thorsteinsson. Séra Hjalti
Guðmundsson fór með kollektubæn og las
guðspjall síðasta sunnudags. Þá fóru viðstadd-
ir með trúarjátningu og sálmur Kolbeins
Tumasonar, Heyr himna smiður, var sunginn.
Hátíð allra íslendinga
í prédikun sinni sagði biskup Islands að
dagurinn væri hátíðisdagur og upphaf þess
sem á eftir skyldi koma. Hann sagði að hátíð-
in skipti miklu og væri þess virði að vera
gaumgæfð af alvöru. Þá sagði hann að ekki
gerðust allir hlutir með þeim hætti að sjálf-
sagt þætti öllum og sinn tíma tæki að átta
sig á breytingum. Hann spurði að því hvort
þeir, sem ekki hefðu stuðlað að því að Ólafur
Ragnar og ijölskylda hans flyttust af einu
nesi á annað, héldu hátíð í gær. „Værum við
svo þröngsýn eða í svo aðskornum flíkum
að ekki gleddust aðrir en þeir sem stuðluðu
að vali með stuðningni, þá væri vá fyrir dyr-
um. [... ] Ætti hver og einn að láta eigin
hug ráða, eigin óskir einar stjórna, lúta að-
eins eigin vilja en vera annars afskiptur, þá
þýðir varla að hafa uppi stór orð um þjóð,“
sagði Ólafur.
Trúin var til staðar
Biskup sagði að oftar hefði verið spurt um
trú þegar þessi dagur færðist nær en við
ættum annars að venjast og spurningu beint
til þeirra sem boðist höfðu til þess að leiða
þjóð úr tignarsæti. „Og vitanlega gladdi það
alla þá, sem ekk,i er sama um slíkt, að ekki
heyrðist hjáróma rödd. Trúin var til staðar.
Þau trúa öll á guð.“
Herra Ólafur sagði sérstakt þakkarefni fyr-
ir forsetahjónin nýju að í kór skyldu sitja tveir
forverar hans í biskupsembætti, hr. Sigurbjörn
Mannfjöldi hyllti
forsetahjónin
á AusturveUi
Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti fímmta for-
*
seta lýðveldisins Islands í gær. Gréta Ingþórsdóttir
fylgdist með helgistund í Dómkirkjunni og athöfn í
Alþingishúsinu þar sem embættistakan fór fram.
Morgunblaðið/Golli
ATHÖFNIN í Alþingishúsinu var hátíðleg. Meðai gesta var Halldóra Elcyárn,
fyrrverandi forsetafrú, alþingismenn, ýmsir embættismenn, hæstaréttardómarar,
fulltrúar erlendra ríkja, og forsvarsmenn stofnana, félagasamtaka og atvinnulífs.
Einarsson og hr. Pétur Sigurgeirsson, því
báðir hefðu þeir með sérstökum hætti tengst
ævi þeirra Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrín-
ar á viðkvæmum stundum uppvaxtar þeirra á
þann veg að þakkir byggju í huga vegna þeirra
og vegna kirkjunnar sem þeir hefðu þjónað
og leitt.
Þá minnti Ólafur á innihald guðspjallsins
sem lesið hafði verið frá altarinu þar sem
Jesús varaði við orðagjálfri og falsspámönn-
um. Þar segði að aðeins einn mælikvarði fynd-
ist til að sannreyna það sem mælt væri og
hann væri sá að skoða ávextina, þá er spretta
af trúnni. „Streymi hatur frá þeli, er ekki um
trú á sannan guð að ræða. Fylgi voðaverk,
þá er það ekki góður guð sem kallar slíkt .
fram eða réttlætir það. Eigi að útiloka suma
fyrir þær sakir einar að þeir eru frábrugðnir I
fjöldanum og þessvegna útskúfað er ekki stað- |
ið að verki í þeim anda sem guði er þóknanleg-
ur. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá,
segir sjálfur Jesú og heldur svo áfram: Hvort
lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistl-
um, þannig ber sérhvert gott tré góðan ávöxt
og slæmt tré vondan. Gott tré getur ekki
borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré
góða ávöxtu.“
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng Sjá, dagar koma .
eftir Sigurð Þórðarson og Davíð Stefánsson >
og síðan flutti séra Jakob Ágúst Hjálmarsson )
fyrirbæn. Viðstaddir fóru með Faðir vor, bisk- k
up íslands blessaði samkomuna og sungið var "
ísland ögrum skorið eftir Eggert Ólafsson.
Meðan viðstaddir gengu úr kirkju og yfir í
Alþingishúsið lék Marteinn H. Friðriksson
Tokkötu eftir Jón Nordal.
Drengskaparheit undirritað
í Alþingishúsinu hófst athöfnin á því að
Kristinn Sigmundsson söng Þótt þú langför-
ull legðir eftir Sigvalda Kaldalóns og Stephan
G. Stephansson við undirleik Jónasar Ingi-
mundarsonar. Þá lýsti Haraldur Henrýsson,
forseti Hæstaréttar, forsetakjörinu og útgáfu
kjörbréfs. Ólafur Ragnar Grímsson vann
drengskaparheit að stjórnarskránni og tók við
árnaðaróskum og kjörbréfinu úr hendi Harald-
ar Henrýssonar.
Að þessu loknu gengu herra Ólafur Ragnar
og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir út á svalir
Alþingishússins. Mannfjöldinn, sem var sam-
ankominn á Austurvelli, fagnaði forsetahjón-
unum með lófataki og tók undir af krafti þeg-
ar Ólafur Ragnar bað viðstadda að minnast
fósturjarðarinnar með ferföldu húrrahrópi.
Þau hjónin gengu síðan aftur inn í þingsalinn
þar sem Ólafur Ragnar flutti ávarp. Athöfn-
inni lauk síðan með því að viðstaddir sungu
Þjóðsöng Islendinga undir forsöng Dómkórs-
ins. v
Forsetahjónin gengu út í kringlu Alþing-
ishússins og tóku þar við hamingjuóskum
boðsgesta. Boðið var upp á kampavín og
kransaköku. Síðan óku þau ásamt dætrum
sínum, Tinnu og Döllu, til Bessastaða þar sem
þau hittu m.a. starfsfólk forsetasetursins og
forsvarsmenn Bessastaðahrepps og ýmissa
félagasamtaka í hreppnum.
>