Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Verulegur niöurskuröur ákveðinn hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur: lllskástu neyöarúrræöin - segir Kristín Ólafsdóttir, stjómarformaöur sjúkrahússins Þetta er eini limurinn sem er óhöggvinn af, góða... Reykjavíkiirárnar standa fyrir sínu NÆGUR lax virðist vera í Reykja- víkuránum Elliðaám og Úlfarsá og veiði hefur gengið furðu vel miðað við hversu vatnslitlar þær hafa löngum verið í hlýindunum og þurrkunum. Þó rignt hafi dag og dag kemur fátt í stað snjóforða á fjöllum. Þá hefur lax verið að ganga og mikið virðist enn vera af fiski í salta vatninu, því menn hafa séð mikla hreyfingu á flóðinu í vaxandi straumi undanfarna daga. Meiri veiði - svipuð ganga Samkvæmt samantekt veiði- varða við Eiliðaár, var veiðin í ánum komin í 639 laxa að kvöldi síðasta dags júlímánaðar sem var, nánar tiltekið, á miðvikudagskvöld. Á sama tíma í fyrra höfðu hins vegar aðeins veiðst 455 laxar. Það kynduga er að þrátt fyrir mikinn mun er gangan að því er virðist mjög áþekk, var 1700 laxar fyrir ofan teljara í fyrra, en 1723 laxar nú. Tæplega er skýringa að leita í kýlaveikismitinu í fyrra, því það gaus einmitt upp um þetta leyti. Þá hafa skilyrði til veiða ekki verið betri í sumar en í fyrra, utan að það voraði betur í ár og fiskur var genginn fyrr og skiptir það auðvit- að einhverju máli þótt ekki væri gangan burðug í byijun. Flugan hefur verið afgerandi agn í sumar, einkum er fiskur fór að ganga af krafti upp fyrir teljar- ann. Mest eru menn sem fyrr að nota ýmsar flugur hnýttar á smáar þríkrækjur og míkrótúpur og fram- reiða góðgætið með flotlínu. Franc- GARÐAR H. Svavarsson með tvo boltafiska, 15 og 16 punda, úr Hofsá. es-túpur gefa einnig sinn skammt og snjallir sjónrennslismenn fá einnig góða veiði með maðki. Marg- ar flugur eru bókfærðar, en áber- andi að undanfömu hafa verið auk Frances, Hairy Mary og Black Bra- han. Tveggja ára fiskur úr sjó virðist vart vera til í ánum í sumar, einn 12,5 punda fiskur hefur veiðst á maðk og einn 10,5 punda á flugu. Þá hafa þrír 10 punda verið skráð- ir, en annars er fiskurinn allur smærri og mikið af 3-5 punda. Úlfarsá full af fiski „Þetta gengur alveg þokkalega vel. Ég frétti síðast af veiðimönnum snemma í vikunni, tveimur bræðr- um af Selfossi, og þeir fengu 11 laxa yfir daginn og höfðu þá sögu að segja að mikill lax væri í ánni. Þeir sögðu sérstaklega mikið á svæðinu frá Homhyl og um Leyn- inga. Einnig sáu þeir mikinn físk í Brúarhyl og í fossunum niður frá, að ekki sé minnst á sjóinn sjálfan, en á flóðinu varð allt snarvitlaust með stökkvandi laxi um allt. Þeir sögðust einnig hafa lent í því að fylgja göngu á milli hylja og það hafí verið ógleymanleg sjón, 60-70 laxar að troða sér upp ána á grunnu vatni,“ sagði Jón Aðalsteinn Jóns- son, einn leigutaka Úlfarsár í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Jón sagði að með afla umræddra manna hefði veiðin á tvær dags- stangir verið komin í rúmlega 160 laxa og væru menn mjög sáttir við það. „Við berum okkur gjarnan saman við Elliðaámar, þar hefur gengið vel, en mér sýnist að Úlf- arsá standist vel þann samanburð,“ bætti Jón við. Til þessa hefur laxa- stiginn fyrir neðan Vesturlandsveg verið lokaður, en um verslunar- mannahelgina verður hann opnað- ur og má þá búast við því að lax- inn renni fram á efri svæðin. Þar veiða menn mun meira á flugu. Gengur vel á Lýsusvæðinu Það hefur veiðst nokkuð vel á vatnasvæði Lýsu að undanfönru samkvæmt upplýsingum frá Símoni Sigurmonssyni á Görðum í Staðar- sveit. Fiskur hefur komið nokkuð reglulega á svæðið sem saman- stendur af nokkrum vötnum og árstubbum á milli þeirra. Eru veiði- staðirnir bæði í vötnunum og straumvatninu. Hafa í besta falli verið að veiðast 5-10 laxar á vakt og þykir það gott. Það hefur rignt nokkrum sinnum fyrir vestan í sumar, þannig að þokkalegt vatn er á svæðinu. Þá hefur bleikjan gefíð sig vel það sem af er, en hún er fremur smá. Unglingar og verslunarmannahelgin Því blandaðri hópur því betra fyrir unglinga Ólöf Helga Þór Reynsla okkar hér er að það breytist mjög margt í kringum verslunarmanna- helgi. Það er t.d. mun al- gengara að unglingsstúlk- ur hringi inn til okkar vegna þungunar eða grun- semda um þungun í sept- ember en aðra mánuði. Þær hafa þá orðið þungað- ar á útihátíð eða í útilegu um verslunarmananhelg- ina.“ Þetta segir Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakrosshússins, en þangað geta unglingar sótt sér stuðning og ijöl- skyldur þeirra ráðgjöf. Morgunblaðið tók Ólöfu Helgu tali til þess að ræða málefni unglinga og spumingar sem vakna um ferðalög unglinga um verslunarmannahelgar. - Hvað finnst þér að ungling- ar geti verið gamiir þegar þeir fara á hátíðir eða í útilegur á eigin vegum? „Varðandi t.d. 16-18 ára ungl- inga þá geri ég í þessu sambandi mikinn greinarmun á samkom- um. í ljósi þeirrar reynslu sem verið hefur á síðustu árum þá finnst mér að aldurinn skipti mjög miklu máli og einnig það hvað blandaður hópurinn er — því blandaðri, því betra. Mér finnst t.d. munur á annars vegar úti- samkomu þar sem eingöngu eru ungt fólk og varla nokkur maður eldri en 25 ára og hins vegar fjöl- skylduskemmtun. 16-18 ára unglinga vil ég heldur sjá á fjöl- skylduskemmtunum. - Það virðist talsvert um að unglingar undir 16 ára aldri sæki í að fara í útilegur saman um verslunarmannahelgina. Hvernig fímnst þér að foreldrar eigi að taka á slíku? „Lög og reglur um sjálfræði og útivistartíma draga mörkin við 16 ára aldur. Þá er miðað við 16 ára afmælisdaginn, en ekki skóla- ár. En burtséð frá því þá finnst mér að unglingur undir 16 ára aldri hafí ekkert að gera á úti- samkomu, og ekki í útilegu al- mennt án þess að vera í umsjón foreldra eða ábyrgs fullorðins fólks. Ég held þess vegna að það sé mjög mikilvægt að foreldrar setji mörkin þar og segi: „Þetta færðu að gera þegar þú verður 16 ára, og ekki fyrr,“ jafnvel þótt unglingurinn kunni að hafa vanist fijálsræði. Þetta er hlutur sem er gott að vera búinn að hugsa út í með góðum fyrirvara og ákveða hvað eigi að gera í staðinn, það er best að eitthvað komi í staðinn fyrir bannið. Ég get skilið að unglingar séu ósáttir við að vera skyldaðir til að vera einir heima í aðgerðar- leysi. Ef t.d. er mögu- legt að taka sumarfrí á þessum tíma eða fara í fjöl- skylduferð þá er gott að velja þennan tíma fyrir ijölskyldu- ferðalög. Unglingurinn verður oft ósáttur í upphafi og fínnst til- hugsunin erfið að fara með fjöl- skyldunni en ekki félögum sínum en það lagast yfírleitt eftir að farið er að heiman. En þegar allt kemur til alls þá hefst uppeldið miklu fyrr. Að- dragandinn að því sem gerist í samskiptum foreldra og unglinga ►Ólöf Helga Þór er 39 ára. Hún lauk stúdentsprófi frá MR, kennaraprófi frá KHÍ og fram- haldsnámi í fjölskylduráðgjöf, með megináherslu á uppeldi barna og unglinga frá háskóla í Kanada. Hún hefur starfað sem námsráðgjafi og kennari en hefur verið forstöðumaður Rauðakross-hússins síðan árið 1992. Ólöf Helga er í sambúð með Birni Marteinssyni. Hún á 18 ára gamlan ungling. um þessa verslunarmannahelgi er langur." - Ætli það sé ekki séríslenskt fyrirbæri að 16-18 ára unglingar fari þúsundum saman einir í úti- legur á samkomur þar sem ölvun er almenn. Hvað segir það um uppeldisviðhorfín í þjóðfélaginu? „Þetta tengist m.a. því hvað við erum ósamkvæm sjálfum okk- ur í því sem snýr að stöðu fólks á þessum aldri gagnvart lögum. 16 ára unglingur telst sjálfráða og 17 ára má hann taka bílpróf. 18 ára afmælið er mikill áfangi, þá verða unglingamir fjárráða, mega gifta sig og kjósa og mörg- um þykir þess vegna ekki tiltöku- mál þótt 18 ára unglingur, sem má bera svona mikla ábyrgð, lyfti glasi. En þá er verið að bijóta lög. Við vitum að því fyrr sem unglingurinn byija að nota áfengi því meiri hætta er á því að hann fari að nota önnur vímuefni. En meðan þetta er allt tvist og bast, og við erum með sjálfræðisaldur og ijárræðisaldur aðskilinn, þá er foreldrum gert erfiðara að fínna einhveija samræmda veg- vísa til þess að fara eftir í uppeld- inu þegar komið er á þennan ald- ur. Mér fínnst að við ættum að samræma þessi réttindi við 18 ára aldur. Það hefur margt breyst í þjóðfélaginu frá því að þessar regl- ur voru ákveðnar, þar á meðal er það að for- eldrar bera miklu meiri íjárhagslega ábyrgð á 16 og 17 ára unglingum en áður. Bæði eru unglingar lengur í skóla og eins eru atvinnumöguleikar þess hóps miklu minni en áður. Sumartekjur 17 ára unglings eru nú kannski 70-80 þúsund krónur en voru talsvert hærri fyrir nokkrum árum. Mér finnst eðli- legt að foreldrar geti skipt sér af því ef unglingur ætlar að nota 20 þúsund krónur af þeim tekjum yfir eina verslunarmananhelgi." 16-18 áravil ég heldur sjá á fjölskyldu- skemmfun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.