Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Velta Eimskips jókst um 12% fyrstu sex mánuði ársins Hagnaður nam 291 milljón króna HAGNAÐUR Eimskips og dótturfélaga nam 291 milljón króna á fyrri árshelmingi þessa árs og jókst hann um nær 19% miðað við sama tímabil í fyrra. Betri afkoma er fyrst og fremst rakin til hagstæðrar niðurstöðu fjármagnsliða sem og góðrar afkomu af starfsemi félagsins erlendis. Velta Eimskips og dótturfélaga jókst um 12% á fyrri hluta ársins saman- borið við fyrstu sex mánuði síðasta árs og er aukningin einkum rakin til aukinna umsvifa félagsins í flutningaþjónustu innanlands, meiri áætlana- flutninga til og frá landinu og aukinna umsvifa erlendis. Á meðfylgjandi korti gefur að líta helstu lykiltölur úr milliuppgjöri félagsins. Morgunblaðið/Golli Nýr sparisióðsstióri hjá SPRON Úr milliuppgjöri EIMSKIPS WMIIUMI JMIII 1 WVV Jan.-júní Jan.-júní | Rekstur Milljónir króna 1996 1995 Breyt. Rekstrartekjur Rekstrargjöld Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) Hagnaður af reglulegri starfsemi Söluhagnaður eigna Tekju- og eignarskattur 5.419 5.175 181 425 6 (140) 4.827 +12% 4.423 +17% (16) 388 +10% 3 +100% (1461 -4% Hagnaður Veltufá frá rekstri 291 944 245 +19% 844 +12% Efnahaqur Milljónir króna Eignir 14.790 11.204 +32% Skuldir 8.727 5.796 +50% Eigiö fé 6.063 5.408 +12% Eiginfjárhlutfall 41 % 48 % Veltufjárhlutfall 1,10 1,20 / í GUÐMUNDUR Hauksson tók við starfi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í gær af Baldvini Tryggvasyni, en hann varð sjötugur fyrr á árinu. Guðmundur er 47 ára að aldri og viðskiptafræðingur að mennt. Frá 1991 hefur hann starfað sem forstjóri Kaupþings hf. en áður hefur hann m.a. starfað sem sparisjóðssljóri Sparisjóðs Hafn- arfjarðar, bankastjóri Útvegs- banka íslands og framkvæmda- stjóri Islandsbanka. Baldvin hefur gegnt starfi sparisjóðsstjóra SPRON undan- farin 20 ár en áður hafði hann setið í stjórn SPRON frá árinu 1958 og verið stjórnarformaður SPRON fráárinu 1974 til 1976, þegar hann tók við starfi spari- sjóðsstjóra. í samtali við Morgunblaðið í gær sagðist Hörður Sigurgests- son, forstjóri Eimskips, telja þetta vera viðunandi afkomu. „Almennt stefnum við að því að arðsemi eigin fjár Eimskipafélagsins sé a.m.k. 10-12% af bókfærðu eig- infé þess eins og það er á hveijum tíma. Við náum því þessum mörk- um nú. Reikningarnir eru færðir með mjög hefðbundnum hætti og því endurspegla þeir ekki hækkandi mat á hlutabréfaeign eða öðrum slíkum hlutum þannig að við telj- um að við getum mjög vel við unað á þessum fyrri hluta árs- ins,“ sagði Hörður. Hann sagði þessa afkomu vera í samræmi við áætlanir félagsins í öllum aðal- atriðum. Samdráttur í stórflutningum Á fyrri hluta ársins námu heildarflutningar skipa Eimskips 569 þúsund tonnum, sem er lítils- háttar samdráttur frá því á sama tíma í fyrra er heildarflutningar skipa félagsins námu 581 þúsund tonnum. Hörður segir að hér sé fyrst og fremst um að ræða sam- drátt í stórflutningum frá landinu. „Hins vegar er staða okkar sterk- ari í áætlanaflutningum, bæði í inn- og útflutningi. Það eru þeir flutningar sem skipta okkar mestu máli.“ Fjárfestingar Eimskips á fyrri hluta þessa árs námu rúmum 2 milljörðum króna og bera þar hæst smíði Brúarfoss, gámakaup og kaup á hlutum í flutningafélög- um. Síðastnefndu fjárfestingarnar eru liður í þeirri stefnu félagsins að efla þjónustunet þess innan- lands, m.a. með eignaraðild að fyrirtækjum í iandflutningum og flutningsmiðlun. Starfsemi í Litháen að komast á skrið Hörður segir að þessum fjár- festingum sé að mestu lokið . „Það sem við erum að leggja áherslu á með þessum fjárfestingum er að búa til heildstætt net í innanlands- flutningum og vörudreifingu og tengja það nánar strandsiglingum heldur en verið hefur. Það er hag- kvæmara og auðveldara að reka hér flutninga á vegum vegna betra kerfis, þannig að landamæri hafa riðlast svolítið. Við höfum því ákveðið að fylgja því fast eftir og tengja þetta saman. Við erum að koma okkur betur fyrir á ísafirði og við erum líka að fjárfesta í betri aðstöðu á Akureyri." Reiknað með svipaðri afkomu síðari hluta ársins Þá hefur Eimskip einnig verið að auka umsvif sín erlendis og stóð það m.a. að stofnun lettneska fyrirtækisins Maras Linija Ltd, í samstarfi við þarlenda aðila. Hörð- ur segir að þar hafi verið tekinn yfír rekstur sem þurft hafí að endurskipuleggja nokkuð en mjög góður gangur sé í rekstri fyrirtæk- isins nú og það muni skila sér á síðari hluta ársins. Hörður kveðst bjartsýnn á framhaldið og segir að reiknað sé með því í rekstraráætlunum að afkoma félagsins á síðari hluta ársins verði svipuð og á þeim fyrri. „Við erum íhaldssamir en bjartsýn- ir,“ sagði Hörður. Gengi hlutabréfa hefur hækkað um 46% Miðað við þessar rekstrará- ætlanir stefnir hagnaður ársins hjá félaginu í um 600 milljónir króna, sem er svipuð afkoma og á síðasta ári er hagnaður félagsins nam 618 milljónum króna. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa í félaginu hækk- að um rúmlega 46%. Þetta er lítil- lega minni hækkun en varð á gengi bréfanna allt síðasta ár, þegar það hækkaði um 54%. Framkvæmdastjóri SÍF telur að ranglega sé alið á tortryggni í garð fyrirtækisins Asakanir fjarri öllum sanni GUNNAR Öm Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands ís- lenskra fískframleiðenda (SÍF), mótmælir harðlega ýmsum upplýs- ingum, sem fram komu í frétt Morgunblaðsins í gær um mikið framboð hlutabréfa í fyrirtækinu á Opna tilboðsmarkaðnum. Hann segir að ásakanir, sem hafðar eru eftir heimildarmanni í fréttinni, séu fjarri öllum sanni og tilgangur hans virðist vera sá að ala á tor- tryggni gagnvart fyrirtækinu, á sama tíma og hlutafjárútboð standi yfír. í fréttinni var fjallað um vax- andi framboð hlutabréfa í SÍF á Opna tilboðsmarkaðnum á sama tíma og hlutafjárútboð stæði fyrir dyrum hjá fyrirtækinu. Sagt var að nokkurrar óánægju gætti hjá sumum hluthöfum með gang mála hjá SÍF og þeir teldu að upplýs- ingar skorti um tilgang yfirstand- andi útboðs. Þá hefði SIF ekki vilj- að sækja um skráningu á Verð- bréfaþingi og fullnægja þannig skyldum um upplýsingagjöf. Engin óánægja Gunnar Öm sagðist ekki hafa orðið var við óánægju hluthafa með yfirstandandi hlutafjárútboð enda hefðu þeir, sem nú þegar hafa sent inn tilkynningar um for- kaupsrétt undantekningarlítið ósk- að eftir kaupum á hærri upphæð- um en þeir ættu rétt á. Það skal tekið fram að útboðstíminn stendur til 9. ágúst þannig að ekki hafa allir skilað sér. Varðandi þær ásakanir að upp- lýsingar um útboðið skorti segir Gunnar Örn að það sé stefna fyrir- tækisins að fjölyrða ekki um hugs- anlegar fjárfestingar eða fram- kvæmdir fyrr en þær hafi verið ákveðnar. Hins vegar hljóti menn að li'ta til fjárfestinga SÍF og dótturfyrirtækja þess á undanförn- um misserum, sem hafi skipt hundruðum milljóna og líti ákaf- lega vel út með eins og síhækk- andi gengi hlutabréfa endurspegli. „Vissulega eru fjárfestingar á döf- inni, sem er ekki rétt að greina frá nú, en fjárfestar líta auðvitað einn- ig til þeirra fjárfestinga, sem þegar hafa átt sér stað.“ Tíðar upplýsingar Gunnar segir að fá fyrirtæki veiti tíðari og betri upplýsingar um stöðu sína en SÍF og því sé furðu- legt að dylgjað sé um það í um- ræddri frétt að SÍF vilji ekki skrán- ingu á Verðbréfaþingi vegna þeirr- ar upplýsingaskyldu sem henni fylgi. „SÍF gefur út fréttabréf reglulega, sem sent er öllum fjöl- miðlum, hluthöfum og framleið- endum. Þar koma fram nýjustu upplýsingar um fjárhagsstöðu og rekstrarniðurstöður. Við gefum upplýsingar um rekstrarniðurstöð- ur á þriggja mánaða fresti en Verð- bréfaþing fer einungis fram á árs- uppgjör og sex mánaða uppgjör. Það hefur aldrei komið sérstaklega til tals innan SÍF hvort við eigum að sækja um skráningu á Verð- bréfaþingi eða ekki.“ Gunnar Örn segir það einnig vera alrangt að stjórnarformaður félagsins, Sighvatur Bjarnason, hafí selt sín bréf á genginu 3,45 daginn áður en tilkynnt var um hlutafjárútboðið. „Stjórnarformað- urinn hefur ekki verið skráður hlut- hafi í SÍF síðan í nóvember 1994. Faðir hans er hins vegar hluthafi og hefur á undanförnum mánuðum selt hluta þeirra en ekki nærri því öll eins og látið er liggja að í frétt- inni. Salan dreifðist yfir tímabilið maí til júlí en fór ekki öll fram daginn áður en tilkynnt var um útboðið. Á þessu tímabili seldi hann einungis tæp 33% af þeim bréfum, sem hann átti í félaginu, og þar með talið til Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyja, sem selt var 18. júlí. Því er alrangt að Sighvatur hafí selt öll sín bréf, eða aðili tengdur honum. Þá hefur Vinnslustöðin ekkert selt af sínum bréfum.“ Hann vísar því einnig á bug að SÍF hafi ekki gert hluthöfum grein fyrir þvýþegar keypt voru hluta- bréf í SÍF af Copesco Sefrisa og þau seld áður en útboðið hófst. „Á aðalfundi SÍF 26. apríl var sam- þykkt að heimila félaginu að kaupa eigin bréf 52,8 milljónir að nafn- virði. Þegar samningur var gerður milli SÍF og Copesco Sefrisa um slit á samstarfi 16. júlí var samið um að við keyptum bréf þeirra í SÍF. Við seldum þau bréf aftur til Lífeyrissjóðs verslunarmanna 23. júlí og það var tilkynnt á Verð- bréfaþingi samdægurs. Daginn eftir eða 24. júlí er greint frá söl- unni í Morgunblaðinu. Einnig send- um við inn viðbótarupplýsingar vegna sölunnar í útboðslýsinguna 25. júlí þar sem allir þessir hlutir eru tilkynntir nákvæmlega. Útboð- slýsing þessi hefur því legið frammi frá 19. júlí ásamt viðbótar- upplýsingum frá 25. júlí. Það er með hreinum ólíkindum að ákveðp- ir aðilar skuli reyna að skaða SÍF og ala á tortryggni gagnvart fyrir- tækinu með því að mata Morgun- blaðið á röngum upplýsingum þeg- ar staðreyndir málsins eru allt aðr- ar og liggja ljósar fyrir,“ segir Gunnar. Ríkisvíxlar með 6,5% ávöxtun RÍKISSJÓÐUR tók tilboðum frá 14 aðilum að upphæð 5.450 milljónir króna í útboði á 75 daga ríkisvíxlum sem lauk með opnun tilboða hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bárust 17 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 6.050 milljónir króna. Meðalávöxt- um samþykktra tilboða var 6,5% en var 7,45% 1. apríl og 6,52% í síðasta útboði 75 daga ríkisvíxla þann 3. júní sl. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á ríkisbréfum 7. ág- úst nk. Hlutabréf í Shell lækka London. Reuter. HLUTABRÉF í Royal Dutch- /Shell Group lækkuðu í verði þegar skýrt var frá minni hagnaði ensk-hollenzka olíu- risans á öðrum ársfjórðungi en búizt hafði verið við. Hagnaður minnkaði í 1.187 milljarða punda, eða 1.85 milljarða dollara, úr 1.227 milljörðum fyrir ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.