Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 17
Mótmæli við breskar læknastofur
Eyðing mörg þúsund
fósturvísa hafin
London. Reuter.
HAFIST var handa við að eyða
þúsundum fósturvísa á fjölmörg-
um lækna- eða fijósemisaðgerða-
stofum í Bretlandi í gær. Safnað-
ist víða fólk saman við stofurnar
í fyrrinótt til að mótmæla þessari
„útrýmingu mannlegs lífs“ eins
og fólkið kallaði það.
Margir læknar höfðu vonað, að
meiri tími gæfist til að hafa uppi
á foreldrum fósturvísanna en sam-
kvæmt breskum lögum skal þeim
eytt eftir fimm ár nema foreldr-
arnir biðji um, að þeir verði
geymdir lengur eða þeir „ættleidd-
ir“. Á sínum tíma var stofnað til
þeirra með því að fijóvga egg með
sæði á tilraunastofu með það fyrir
augum, að þeim yrði síðar komið
fyrir í legi kvenna, sem ekki gætu
orðið ófrískar með öðrum hætti.
Páfagarður mótmælti
Til stendur að eyða 3.000
fósturvísum vegna þess, að for-
eldrarnir hafa ekki svarað bréfum
frá læknastofunum og meira en
2.000 verður eytt vegna þess, að
foreldrarnir vilja þá ekki lengur.
Aðgerðin fer þannig fram, að fóst-
urvísarnir, sem eru aðeins fjórar
frumur, verða teknir úr frysti og
þíddir og síðan deyddir með einum
alkóhóldropa.
Raunar gerist það á hveiju ári,
að fósturvísum er eytt í Bretlandi
en það hefur ekki vakið neina at-
hygli fyrr en nú. í tilkynningu
Páfagarðs var talað um „fjölda-
morð fyrir fæðingu“ og andstæð-
ingar fóstureyðinga hafa barist
hatrammlega gegn eyðingunni.
Segja þeir, að 25 bresk hjón, tvenn
í Þýskalandi og Bandaríkjunum
og 100 á Ítalíu auk tveggja aldr-
aðra nunna hafi boðist til ættleiða
fósturvísi.
Rétti frestað vegna tannpínu
FRESTA varð í gær réttarhöldum
í máli, sem stjórnarandstöðuleiðtog-
inn Megawati Sukarnoputri hefur
höfðað gegn stjórn Indónesíu,
vegna tannpínu aðaldómarans í
málinu. Tannverkurinn kann að
hafa afstýrt óeirðum í Jakarta því
hundruð stuðningsmanna Megaw-
ati söfnuðust saman við dómhúsið
þótt stjórnvöld hefðu hótað að beitt
yrði skotvopnum til að hindra mót-
mæli. Fólkið fór frá dómhúsinu án
þess að til átaka kæmi eftir að til-
kynnt var að réttarhöldunum yrði
frestað til 22. ágúst og á myndinni
ganga óeirðalögreglumenn á eftir
fólkinu. Megawati höfðaði málið
vegna stuðnings stjórnarinnar við
félaga í Lýðræðisflokknum sem
steyptu henni sem flokksleiðtoga í
síðasta mánuði.
Israelar bera
til baka fregnir
um leynifund
Jerúsalem. Reuter.
Nýtt afbrigði
alnæmisveiru
Ilættulegra
gagnkyn-
hneigðum
London. The Daily Telegraph.
NÝTT afbrigði alnæmisveir-
unnar, sem sagt er að sé gagn-
kynhneigðu fólki sérlega hættu-
legt, breiðist nú út frá Tælandi
um Bandaríkin og Bretland. Frá
þessu er greint í nýrri skýrslu
vísindamanna, sem birt var í
brezka vísindaritinu New Sci-
entist í gær.
Nýja afbrigðið, sem kallað
er „E-afbrigði“ alnæmisveir-
unnar, er landlægt í SA-Asíu,
þar sem flest alnæmisýkt fólk
er gagnkynhneigt. Vísinda-
menn álykta því, að nýja veiru-
afbrigðið smitist fyrst og fremst
við mök gagnkynhneigðra. I
maí greindist fyrsta „E“-
afbrigðið í Bretlandi og hafa
72 tilfelli bætzt við síðan þá.
Talið er að þetta fólk hafi allt
smitast við kynmök í Tælandi
eða af rekkjunautum sem höfðu
heimsótt Tæland.
ÍSRAELSK stjómvöld báru í gær
til baka fregnir þess efnis að sendi-
maður Sýrlandsstjórnar hefði á laun
farið til fundar við Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra ísraels, í
Jerúsalem til þess að heyra hvaða
hugmyndir Netanyahu hefði um
friðarumleitanir.
ísraelska dagblaðið Haaretz
greindi frá því að sendimaðurinn
hefði komið til Jerúsalem í síðasta
mánuði í því augnamiði að komast
að því hvort forsætisráðherrann
hefði nýjar hugmyndir um friðar-
samninga við Sýrlendinga sem hann
hefði ekki greint frá opinberlega.
Fulltrúi Israelsstjórnar neitaði í
fyrstu í gær að gefa nokkuð út á
frétt blaðsins um þennan leyni-
fund, en ísraelar og Sýrlendingar
eiga opinberlega í stríði. Nokkru
síðar gaf forsætisráðuneytið út
yfirlýsingu þar sem sagði: „Við
vísum þessu til föðurhúsanna.“
Sýrlendingar hafa ekkert látið
frá sér heyra vegna fréttarinnar.
Blaðamaðurinn, sem skrifaði
fréttina, Zeev Schiff, er reyndur í
starfi. Hann sagði í viðtali við ísra-
elska útvarpið að hann væri ekki
viss um að sendimaðurinn hefði
bein tengsl við Assad Sýrlandsfor-
seta, en væri „örugglega í tengsl-
um við hæst settu menn.“
Schiff sagði að Sýrlendingar
hefðu sent mann „til þess að at-
huga [...] hver er þessi [Netanya-
hu], hvað ætlast hann fyrir, er
eitthvað nýtt á seyði [...] Þeir hafa
áhuga á því að vita hvað er að
gerast hér,“ sagði hann í útvarps-
viðtalinu.
Reuter
Fellibylur og flóð
ÍBÚI í Tapei á Tævan veður
vatnselginn á mótorhjóli sínu.
Gífurlegt úrhelli er nú víða í
Suðaustur-Asíu en í gær gekk
fellibylurinn Herb yfir Tævan og
Suður-Kína. Mikil flóð eru víða
á Indlandi, Bangladesh, Tælandi
og Norður-Kóreu. Að sögn vest-
rænna hjálparstarfsmanna hafa
yfirvöld í Norður-Kóreu sagt að
mörg hundruð manns hafi farist
i flóðum þar í landi.
Að minnsta kosti fjórtán
manns fórust er fellibylurinn
gekk yfir Tævan og auk þess er
tíu manns er saknað. Var því
spáð að nýög myndi draga úr
Herb er hann gengi yfir Kína.
Varex er lyf við veirusýkingu sem vinnur gegn
frunsumyndun með virka efninu acíklóvír.
Mikilvwgt er að byrja að nota kremið um leið
ogfyrstu einkenni koma í Ijós, þ.e.a.s. strax
og þú finnur sting, fiðring eða kldða. Berið kremið
d sýkt svxði fimm sinnum á dag í 5 daga.
Varex, krem 2 g, fæst í apótekum dn lyfseðils.
Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Hafðu varann á með Varex!