Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR V eltempraða hljómborðið Þótt algengt sé að heyra hluta úr Veltempraða hljóm- borðinu á tónleikum eða í heimahúsum er sjaldgæft að heyra verkið, sem skiptist í tvær „bækur“, fiutt í heild. Anna Margrét Magnús- dóttir segir að það hljóti því að teljast merkur tónlistar- viðburður að William Heiles mun leika alla fyrri bókina á sembal í Skálholtskirkju á morgun, laugardag. WILLIAM Heiles mun leika alla fyrri bók Veltempraða hljómborðsins eftir Johann Sebastian Bach á sembal í Skálholtskirkju á laugardaginn. AÐ ER að því best er vitað, í fyrsta sinn sem bókin er flutt í heild á ís- landi. Hún tekur tvær klukkustundir í flutningi, og verður leikin á tvennum tónleikum, fyrri helmingurinn klukkan 17 og seinni helmingurinn klukkan 21. Ef leita ætti að einu tónverki sem hefur haft hvað mest áhrif á tónlistarmenn, bæði tónskáld og flytjendur, þá kemur fyrst í hugann Das wohltemperierte Klavier - Veltempraða hljóm- borðið - eftir Johann Sebastian Bach, „verk allra verka“, eins og Robert Schumann kallaði það. Hvergi birtist tónsmíðatækni Bachs með öllum sínum fjölbreytileika og fullkomleika í jafnhnitmiðuðu formi. Þetta safn af prelúdíum og fúgum í öllum tóntegundum hefur ævinlega höfðað jafnt til lærðra sem leikra. Vitað er að þýska skáldið Johann Wolfgang von Goethe lét um tíma leika fyrir sig úr Veltempraða hljóm- borðinu nær daglega. Spænski sellóleikarinn Pablo Casals hóf hvern dag með því að leika eina prelúdíu og fúgu úr safninu. Tónskáld hafa ævinlega litið á Bach sem fyrirmynd vegna ótrúlegrar tæknilegrar fullkomnunar og anda- giftar, og ekki aðeins tónskáld, því að Halldór Laxness hefur til dæmis þetta að segja: „Sjálfur skal ég viðurkenna að þó ég hafi verið að reyna að spila Bach næstum alla ævi, hef ég ekki komist það lángt að mér hafi tekist að spila heila laglínu svo vel að fullnægði fátæk- legum kröfum mín sjálfs á þessu sviði. Samt hefur einginn listskapari í nokkru formi aukið mér meira yndi né örvað skyn mitt og skilníng á mannleg verðmæti, og einginn heldur agað mig betur í að skrifa skáldsögur en þessi þýsk- ari, né vakið hjá mér harðari kröfur um góðan texta.“ Tvö sjálfstæð söfn Allir hljómborðsleikarar þurfa að glíma við einhverja hluta Veltempraða hljómborðsins ein- hvern tíma í námi sínu, en það hefur alltaf verið talið merki um umtalsverðan þroska að ná fullkomnu valdi á því öllu. í mars 1783 birt- ist tímaritsgrein þar sem umtalsefnið er meðal annars „Louis van Beethoven [svo], [...] ellefu ára piltur, með hæfileika sem við eru bundnar mikl- ar vonir. Hann leikur reiprennandi og af krafti, les frábærlega af blaði, og - til að segja allt í einu orði - leikur mestallt Veltempraða hljóm- borðið eftir Sebastian Bach, sem hr. Neefe fékk honum í hendur. Hver sá sem þekkir þetta safn af prelúdíum og fúgum í öllum tóntegundum (sem mætti næstum segja að sé öllu æðra) veit hvað það þýðir.“ Veltempraða hijómborðið er í raun tvö sjálf- stæð söfn af prelúdíum og fúgum, sem eru venjulega kölluð fyrri og seinni bók þess. í hvorri bók um sig er eitt par af prelúdíu og fúgu í hverri af tóntegundunum tuttugu og fjórum. Með fullri vissu má einungis segja að Bach hafi gefið fyrri bókinni þetta heiti, en eiginhand- arrit Bachs að seinni bókinni hefur ekkert titil- blað. Titill fyrri er þannig í heild: „ Vel tempraða hijómborðið, eða preiúdíur og fúgur á öiium tónum og hálftónum, bæði með stórri þríund eða Ut Re Mi sem og lítilli þríund eða Re Mi Fa, til nytsemi og brúks fyrir nám- fúsa tónelska æsku sem og til sérlegrar dægra- styttingar þeim sem eru þegar orðnir Ieiknir í þessum lærdómi, fram borið og tilreitt af Jo- hanni Sebastian Bach, núverandi hirðtónlistar- meistara ogyfirmanni kammertónlistar háfurst- ans af Anhalt-Cöthen. Anno 1722.“ Hvað felst í þessum sérkennilega titli? Orðið „veltempraður" vísar til stillingar hljóðfærisins. Nú eru hljóðfæri stillt í Jafnri stillingu". Það þýðir að þrepin tólf í tónstiganum eru jafnstór. Ókostur hennar er að engin tónbil eru fullkom- lega hrein nema áttundir. Fyrr á öldum voru hins vegar notaðar stillingar með mörgum hrein- um tónbilum. En hvenær sem eitt tónbil er stillt alveg hreint hefur það í för með sér að önnur tónbil verða mjög óhrein. Mjög óhrein tónbil gefa frá sér óþægilegan titring, sem þótti minna á úlfagól, og því voru þau kölluð „úlfar“. Ef hljóðfæri er stillt þannig að ein tóntegund hafi sem flest hrein tónbil, þá er það á kostnað þess að aðrar tóntegundir hafa marga úlfa og verði því ónothæfar. Venjulegar stillingar sem notað- ar voru á 16. öld voru þannig að um það bil tíu af tóntegundunum tuttugu og fjórum voru not- hæfar. Margir leituðu hins vegar að stillingum sem gerðu allar tóntegundir nothæfar. Þær voru kallaðar vel tempraðar, því að þær voru búnar til með því að gera sum hreinu tónbilin dálítið óhrein - tempra þau, eins og sagt var - en þó ekki um of; tilgangurinn var að „troða dálít- ið upp í ginið á úlfunum“, eins og Johann Ge- org Neidhardt orðaði það árið 1706. Jafna still- ingin sem nú er notuð er vel tempruð í þessum skilningi. Það er útbreiddur misskilningur að hún sé eina vel tempraða stillingin og að Bach hafi samið Veltempraða hljómborðið fyrir þessa stillingu. Þvert á móti voru fjölmargar veltempr- aðar stillingar í notkun, kannski 30 eða 40 tals- ins. Ekki er vitað hvaða stillingu Bach hafði í huga fyrir Veltempraða hljómborðið, en það má leiða sterkar líkur að því að það hafi ekki verið jöfn stilling. Jafna stillingin hafði vissu- lega verið þekkt allt frá endurreisnartímanum, en henni var hafnað af fagurfræðilegum ástæð- um, því að í henni hljóma allar dúr-tóntegundirn- ar eins og sömuleiðis allar moll-tóntegundir. Það var hins vegar mikilvægur hluti af fagur- fræði tónlistar á 17. og 18. öld að tóntegundir ættu hver að hafa sinn sérstaka hljóm svo að þær væru betur fallnar til að túlka ólíkar tilfínn- ingar, og í öllum vel tempruðu stillingunum nema þeirri jöfnu verður töluverður munur á tóntegundunum. Neidhardt sagði um jöfnu still- inguna: „Flestir finna ekki í þessari stillingu það sem þeir leita að. Hana skortir, segja þeir, fjölbreytni í titringi stóru þríundanna og þar með einnig í eflingu tilfinninganna.“ Banvænn aðskilnaður líkama og sálar í riti frá 1713 gefur Johann Mattheson lýs- ingu á sautján af tóntegundunum tuttugu og fjórum. Hér eru þijú dæmi úr lýsingum Matthe- sons: c-moll er sérlega ljúfleg, en jafnframt rauna- leg tóntegund; en þar sem fyrri eiginleikinn FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 19 hefur tilhneigingu til að ná yfirhöndinni og menn fá sig auðveldlega fullsadda af sætindum, þá er ekki úr vegi að lífga hana dálítið með frekar fjörlegu eða reglulegu hljómfalli, annars gætu menn hæglega orðið syfjaðir af þýðleika hennar. Ef á hinn bóginn er um að ræða verk sem á að ýta undir svefn, þá má spara sér þessa athugasemd og náttúrlega ná markmiðinu skjótt. E-dúr túlkar örvæntingarfullan eða alveg dauðvona dapurleika óviðjafnanlega vel; hentar best til ofurmáta ástþrunginna, hjálpar- og von- lausra hluta, og hefur þá við vissar aðstæður eitthvað svo skerandi, þjakandi og nístandi að ekki verður við annað jafnað en banvænan að- skilnað líkama og sálar. h-moll er afkáraleg, gleðisnauð og þunglynd- isleg tóntegund; þessvegna ber hana sjaldan fyrir eyru, og slíkt kann að vera orsök þess að þeir gömlu gerðu hana burtræka úr klaustrum sínum. í upptalningu Matthesons kemur As-dúr alls ekki fyrir, enda var hann áður fyrr hálfgert úlfabæli. Það skýrir þessa frásögn af Bach og orgelsmiðnum víðfræga, Silbermann: „Sagan segir að hvenær sem Sebastian Bach tók eftir að Silbermann var meðal útvalins áheyrendahóps síns hafi hann sagt við hann léttur í lund: „Þér stillið orgelið með hvaða hætti sem yður þóknast, og ég leik á orgelið í hvaða tóntegund sem mér þóknast," og að svo búnu hafí hann tekið að leika Fantasíu í As- dúr; viðureignin endaði ávallt með því að Silber- mann dró sig í hlé til að komast hjá að heyra sinn eigin ,,úlf“'. Sjö tóntegundum treystir Mattheson sér ekki til að lýsa vegna þess að þær séu svo að segja aldrei notaðar og segist eftirláta þær komandi kynslóðum. Nánast ótrúleg fjölbreytni Líklegt er að Bach hafi fyrst og fremst ætlað safn sitt til æfinga fyrir nemendur sína. En því má ekki gleyma að Bach leit á það sem hlut- verk sitt að mennta nemendur sína ekki einung- is í fingrafimi, heldur einnig í tónsmíðum, og bestu aðferðina til þess áleit hann vera að gefa þeim fyrirmyndir sem þeir gætu lært af. Og Bach kastaði ekki til höndunum í kennarahlut- verki sínu frekar en endranær. Fjölbreytnin í Veltempraða hljómborðinu er nánast ótrúleg. Engar tvær af þessum 48 prelúdíum og fúgum eru eins að formi til. Þótt tónlist Bachs hafi lítið verið flutt almenningi marga áratugi eftir dauða hans var hann þó aldrei fullkomlega gleymdur. Það voru nemendur Bachs og síðar þeirra nemendur sem varðveittu minningu hans og líka verk hans í upphaflegum handritum og fjölmörgum afskriftum handa síðari kynslóðum. Eins og lækur sem líður áfram neðanjarðar lifði tónlist hans meðal þeirra sem þekkingu höfðu þar til hún braust fram á yfirborðið eins og óstöðvandi fljót í upphafi nítjándu aldar. Sendiherra Austurríkis í Berlín, Gottfried von Swieten barón, kynntist þar verkum Bachs, hreifst mjög af þeim og hafði nokkur þeirra með sér til Vínarborgar. Hjá Swieten í Vín voru mörg tónskáld heimagangar. Haydn var þeirra á meðal og einnig Mozart, sem lék þar verk Bachs og Hándels upp úr handritum Swietens snemma ársins 1782 og fékk þau síðan lánuð heim með sér. Mozart setti nokkrar fúgur úr Veltempraða hljómborðinu út fyrir strengja- kvartett til að leika í salarkynnum barónsins. Síðar var það Beethoven sem þurfti að leika Bach-fúgur fyrir baróninn, sem þá var orðinn gamall maður, oft langt_ fram á nótt, og stund- um varð hann að gista. í bréfasafni Beethovens fannst miði frá Swieten með þessum skilaboð- um: „Ef þú hefur tíma á miðvikudaginn, þá þætti mér vænt um að sjá þig hér klukkan hálf níu um kvöldið með nátthúfuna í vasanum.“ Bein og óbein fyrirmynd Veltempraða hljómborðið var fyrsta verk Bachs sem var prentað, ef frá eru talin þau sem hann bjó sjálfur til útgáfu. Það kom út árið 1801, rúmri hálfri öld eftir dauða hans, nær samtímis hjá þremur útgefendum. Ugáfan markaði tímamót, og eflaust má telja hana upphafið að þeirri Bach-vakningu sem ekkert lát hefur orðið á. Áhrif Bachs og Veltempraða hljómborðsins á seinni tíma tónskáld væru efni í margar bækur. Síðustu verk Beethovens væru óhugsandi án Bachs, og Schumann hafði örugg- lega rétt fyrir sér þegar hann sagði að „róman- tíski skólinn" í tónlist stæði Bach miklu nær en Mozart gerði. Og á tuttugustu öld hefur Veltempraða hljómborðið haldið áfram að vera fyrirmynd, bæði óbein eins og í fjölmörgum verkum sem engin leið er að telja upp eða bein eins og í Ludus tonalis eftir Hindemith eða í 24 prelúdíum og fúgum fyrir píanó eftir Shos- takovítsj. Hver kynslóð hefur túlkað tónlist Bachs með sínum hætti og fundið í honum sinn sannleika. Stór og bjartur fjögut ta tinu skját' fyrir tölur, tákn og bökstati Innbvggðui diktafónn 20 numera endurvalsminni Orkuinælir fyiit rafhlöðu a skja 230 g með rafhlöðu PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármula 27, simi 550 7800 Þjónustumidstöð Kringlurmi. suni 550 6690 ÞjófHistuniiðstöð i Kíikjustræti, simi 5506670 a póst og Mmstik'vum um land allt. , Höfundur er tónlistarkennnrí og semballeikari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.