Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 41 IffiHgÍFöRD SIMI 553 - 2075 DIGITAL Frábær spennumynd í anda Chinatown með úrvalsliöi leikara. Mulholland Falls er mynd sem enginn unnandi bestu sakamálamynda má láta fram hjá sér fara. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Melanie Griffith, Chazz Palminteri, Michael Madsen, Chris Penn, Treat Williams, Daniel Baldwin, Andrew McCarthy og John Malcovich. Leikstjóri: Lee Tamahori (Once Were Warriors). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B.i. 16 ára. STÓRMYNDIN PERSÓNUR í NÆRMYND 0FTIME Aðalhlutverk: Johnny Depp og Christopher Wlaken Leikstjóri: John Badhani. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Persónur i nærmynd er einfaldlega stórkostleg kvikmyndaleg upplifun Robert Redford og Michelle Peiffer eru frábær i stórkostlegri mynd leikstjórans Jon Avnet (Steiktir grænir tómatar). fiöt FRUMSÝMD Johnny Rotten Rotten með súrefnisgrímu í Denver GAMLA. pönkhljómsveitin Sex Pistols, sem kom saman að nýju nýlega og er á tónleika- ferðalagi um heiminn, lék fyrir 8500 manns í Denver í Colorado í vikunni. Áhorfendur voru flestir ungir og þekktu því lítið til frægð- ardaga hljómsveitarinnar þegar hún sló í gegn árið 1978. Aldur þeirra virðist vera farinn að segja til sín og hinn gul-, rauð- og gaddhærði söngv- ari Johnny Rotten kvartaði ítrekað yfir þunnu loftslagi Denverborgar sem er í 1615 metra hæð yfir sjávarmáli. Hann hafði við hlið sér súrefnistank og grímu sem hann andaði reglu- lega í gegnum. „Ég get ekki sungið i þessu loftslagi“ tilkynnti hann áhorfendum. Pistols, sem hafa mátt þola það á tónleika- ferðinni að vera baulaðir niður og grýttir á sviðinu af vonsviknum áhorfendum, reyndu að ausa mátulegum skammti af svívirðingum yfír áhorfendur sem létu sér vel líka þó ekki SID Vicius bassaleikari og Johnny Rott- en á hátindi ferils síns. Sid dó árið 1979 en Rotten og féjagar eru á tónleikaferð um heiminn. „Ég veit ekki hvort fólk áttar sig á að Sid var gjörsamlega gagnslaus. Hann hvorki gat spilað né samið lög. Kannski er þetta hið eina rétta pönk,“ sagði Rotten um Vicius sem var dáðasti maður sveitarinnar. hafí þeir náð að hneyksla líkt og þegar þeir voru upp á sitt besta. Þeir léku öll sín bestu lög eins og „Stjórnleysi i Bretlandi" og „Guð blessi drottninguna" við sérstök fagnaðarlæti áhorfenda. Hljómsveitin hefur nýlokið við tónleikaferð um Evrópu og mun leika í 19 borgum í Banda- ríkjunum áður en þeir halda ferðinni sem ber yfirskriftina „Illa fenginn gróði“ áfram til Nýja-Sjálands, Ástralíu og Japans. FRUMSYIUD I DAG RÓMANTÍSKA GAMANMYNDIN SANNLEIKURINN UM HUNDA OG KETTI TANfANf UMA C, A R 0 F A t ö THURMAN Abby er beinskeittur og orðheppin stjórnandi útvarpsþáttar. Noelle er gulifalleg fyrirsæta með takmarkað andlegt atgervi. Ljósmyndarinn Ben verður ástfanginn af persónutöfrum Abby en útliti Noelle, en gallinn er sá að hann heldur að þær séu ein og sama manneskjan. Aðalhlutverk: Uma Thurman (Pulp Fiction), Janeane Garofalo, Ben Chaplin. Leikstjóri: Michael Lehmann. Sýnd í kvöld kl. 5, 7, 9 og 11. STRIFTEASE s&psf DEMI MOORE KEANU REEVES DENZEL WASHINGTON MORGAN FREEMAN MEG RYAN Nýtt í kvikmyndahúsunum Sannleikurinn um hunda o g ketti í Regnboganum KVIKMYNDAHÚSIÐ Regnboginn frumsýnir myndina „Sannleikurinn um hunda og ketti“ í dag, föstudaginn 2. ágúst. Myndinni er svo lýst í fréttatilkynningu frá Skífunni: „Myndin íjallar um vinkonumar Abby (Janeane Garofalo) og Noelle (Uma Thur- man). Abby er beinskeyttur og orðheppinn stjómandi útvarpsþáttar fyrir gæludýraeig- endur. Hún býr yfír miklum persónutöfmm en í einkalífinu er hún frekar feitlaginn einfari sem líður best heima með kettinum sínum. Noelle er aftur á móti gullfalleg fyrirsæta sem hefur frekar takmarkað andlegt atgervi. Dag einn hringir ljósmyndarinn og hunda- eigandinn Ben í útvarpsþátt Abby og fellur kylliflatur fyrir hinum orðheppna og skemmti- lega stjórnanda þáttarins. Hann býður henni á stefnumót og biður hana að týsa sjálfri sér í gegnum símann. Hún byrjar að stríða honum með því að lýsa vinkonu sinni Noelle. Ben strengir þess heit að hitta þessa draumadrottn- ingu sína og smyglar sér inn í stúdíóið meðan Abby er í beinni útsendingu en fyrir hreina tilviljun er Noelle stödd hjá henni. BEN Chaplin, Uma Thurman og Jane- ane Garofold leika aðalhlutverkin á rómantísku gamanmyndinni Sannleik- urinn um hunda og ketti. Abby biður Noelle að blekkja Ben og látast vera hún. Ben er því orðinn yfir sig ástfang- inn af persónu Abby og útliti Noelle, en gall- inn er sá að hann heldur að þær séu ein og sama manneskjan. Myndin er eins og áður sagði rómantísk gamanmynd og skartar úrvals leikurum jafnt þekktum sem óþekktum. Tónlistin skipar sterkan sess í myndinni og er hún fáanleg á geisladiski í hljómplötuverslunum." Leikstjóri er Michael Lehmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.