Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 9 FRÉTTIR Fjárhagsvandi sjúkrahússins í Stykkishólmi 6 milljóna úthlut- un samkvæmt fjár- aukalögrim 1995 Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra mótmæla fyrirhugaðri lokun Grensásdeildar HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákvarðað að St. Fransiskusspítal- inn í Stykkishólmi fái 6 milljónir króna til að bæta úr fjárhagsvanda sjúkrahússins, en féð er hluti af 75 milljóna króna aukafjárveitingu til að mæta rekstrarvanda nokkurra sjúkrahúsa utan Reykjavíkur, þ.á m. St. Fransiskusspítalans, sem Al- þingi samþykkti við afgreiðslu fjáraukalaga 1995 í lok síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur heilbrigðisráðu- neytið jafnframt ákvarðað að St. Jósefsspítali í Hafnarfirði fái úthlut- að 15 milljónum króna af aukafjár- veitingunni og Sjúkrahús Suður- nesja 25 milljónir. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari úthlutun, en í ráðuneytinu munu fjármál Sjúkrahúss Suðumesja og Sjúkra- húss Akraness vera til sérstakrar skoðunar, og gerir ráðuneytið innan tíðar tillögu um skiptingu þess sem eftir stendur af aukafjárveitingunni milli þessara tveggja sjúkrahúsa. í Morgunblaðinu 21. júlí síðastlið- LA BAGUETTE Nýtt bragð! bakarí Nýjar hugmyndir FRY STIV ÖRUVERSLUN Nýtt Mjög ódýrar tilbúnar máltíðir - minni tími í eldhúsinu, meiri frítími. FRÁBÆRT í FRÍIÐ 10% afsláttur af ís í ágúst Verið velkomin! LA BAGUETTE inn var haft eftir Þóri Haraldssyni, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra, að í Stykkishólmi hefði þurft að lag- færa húsnæði sjúkrahússins, og á meðan að á þeim lagfæringum hefði staðið hefði reksturinn verið mjög óhagkvæmur. Hjá sjúkrahúsinu hefði hins vegar verið tekið mjög hraustlega á útgjöldum og sýnt fram á verulegar aðgerðir til spamaðar. Vilji fyrir viðbótarfé Sagði Þórir að að líklegt væri að sjúkrahúsinu yrði gert kleift að losa sig við skuldir sem það hefði sett sig í vegna framkvæmdanna, 6-7 milljónir króna. Heilbrigðisráðherra hefði lýst vilja til að það fengi við- bótarfjármagn, en ekki væri ljóst hvort það rúmaðist innan fjárveit- inga næsta árs eða hvort leitað yrði heimilda í fjáraukalögum. Eins og fram kemur hér að fram- an hafði Alþingi þegar gert ráð fyr- ir aukafjárveitingu til sjúkrahússins í Stykkishólmi í fjáraukalögum 1995 sem samþykkt vom í lok síðasta árs. Mikið að gera á útsölunum SUMARÚTSÖLUR hafa staðið yfir að undanförnu og hefur verið mjög mikið að gera, að sögn Svövu Johansen, kaup- manns í versluninni Sautján. Svava sagði að mikil sala hafi verið í öllum vörutegundum. Viðskiptavinirnir væru á öllum aldri en í þessari viku hefði mik- ið borið á unglingum sem væru að fara í útilegur um helgina. Aldarfjórðungs Verslun og heildsölubirgðir GLÆSIBÆ, SIMI 588 2759. OPIÐ MÁNUD. -FIMMTUD. 12 -18. FÖSTUD. 12 -19. LAUGARD. 10 -14. uppbyggingu fórnað Morgunblaðið/Ámi Sæberg FÉLAGAR í Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra mótmæltu fyrirhugaðri lokun Grensásdeildar í gær._Á myndinni ræða tveir félagar í SEM-samtökunum við Kristínu Á. Ólafsdóttur, formann stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur. FYRIRHUGAÐRI lokun Grensás- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur var harðlega mótmælt á fundi sem Samtök endurhæfðra mænuskadd- aðra (SEM) héldu í húsnæði deildar- innar í gær. Áform um að loka annarri af tveimur göngudeildum deildarinnar og að flytja hina í aðalbyggingu Sjúkrahúss Reykjavíkur er hluti af tillögum stjórnar sjúkrahússins um niðurskurð til að jafna halla í rekstri sjúkrahússins. Á fundinum fullyrtu félagar í samtökunum og starfsfólk deildarinnar að með aðgerðunum væri fórnað aldarfjórðungs upp- byggingarstarfi sérhæfðrar endur- hæfingardeildar fyrir einstaklinga með mænuskaða eða heilaskaða, heilablóðfallssjúklinga eða fólk með fjöláverka eftir slys. Á fundinn var boðið þingmönnum Reykjavíkur, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra. Fimm þingmenn úr öllum flokkum nema Alþýðu- flokki og Samtökum um kvennalista mættu en hvorugur ráðherrann. Guðmundur Magnússon, talsmaður SEM, kvaðst vera mjög ósáttur með mætinguna og tók fram að ráðherr- arnir hafi ekki boðað forföll. Endurhæfing borgar sig í ályktun SEM er ráðamönnum bent á að þrátt fyrir sparnað í heil- brigðismálum í nágrannalöndunum hafi verið talið rétt að leggja meira fé í endurhæfinguna enda skili það sér nær samstundis í færri innlögn- um á bráðamóttökur. Guðmundur lýsti því að SEM-fólk hefði einkum áhyggjur af tvennu ef til lokunar kæmi. í fyrsta lagi væri ekki lengur hægt að leita á einn stað um endurhæfingu þar sem væri saman komið fólk með reynslu og þjálfun. í annan stað væri mjög slæmt að búa ekki við hvetjandi, félagslegt umhverfi. Að komast á sérhæfða endurhæfingardeild væri mikilvægt skref úr sjúkrahúsunum yfir í samfélagið. Ásgeir B. Ellertsson, yfírlæknir deildarinnar, og Sigrún Knútsdóttir yfirsjúkraþjálfari tóku undir mót- mæli samtakanna og sögðu að með því að leggja niður deildina væri verið að bijóta niður áralangt upp- byggingarstarf. Afbragðs húsnæði væri yfirgefið og sérhæfð menntun og þjálfun starfsmanna myndi dreifast og ekki nýtast sem skildi. Ásgeir kveðst óttast að margt sérhæft starfsfólk neyðist til að hætta vegna breytinganna. Mikil- vægt hópastarf starfsmanna með sjúklingum og aðstandendum sem þróað hafi verið væri í hættu. „Mik- ill árangur hefur náðst með því að mynda hópa sérhæfðs starfsfólks með sjúklingahópum. Þessi sérhæf- ing starfsmanna hefur skilað mikl- um árangri og stytt legutíma veru- lega. Ef við styttum legutíma um allt að helming munar það óstjórn- lega miklu í sparnaði. Einnig hefur það sýnt sig að með hópastarfi næst árangur fyrr og auk þess virð- ast sjúklingar betur á sig komnir eftir þessa meðferð." Kristín Á. Ólafsdóttir, formaður stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, lagði á fundinum áherslu á að stjórnin hefði átt engra annarra kosta völ en að leggja fram tillögur til sparnaðar, að öðrum kosti hefði sjúkrahúsið stefnt í greiðsluþrot. Hún sagði hið eina sem gæti forðað lokun deildarinnar vera að fjárveit- ingarvaldið veitti meira fé til rekst- ursins. Forsenda hagræðingar Kristín segir að flutningur Grens- ásdeildar sé hluti af stærri aðgerð- um sem miða að því að ná fullri hagræðingu og sparnaði með sam- einingu Borgarspítala og Landa- kotsspítala. „í þessu skyni þarf m.a. að flytja alla skurðstarfsemi úr Landakoti í Fossvog. Samhliða því er geðdeildum, sem áður voru á þremur stöðum, ætlað vera í hús- næði Grensásdeildar," segir Kristín. Hún segir ljóst að á nýjum stað verði unnið á þeim forsendum að um endurhæfingu sé að ræða en ekki bráðaþjónustu og að þar muni starfa stærstur hluti af núverandi starfsliði Grensásdeildar. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 61 milljón Vikuna 25. - 31. júlí voru samtals 61.187.429 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 26. júlí HardRockCafé................. 139.959 26. júlí Keisarinn.................... 174.146 29. júlí Kringlukráin................. 266.561 30. júlí Catalina, Kópavogi........... 149.064 Staöa Gullpottsins 31. júlí, kl. 23.30 var 3.310.000 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.