Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Svandís Elln Eyjólfsdóttir fæddist í Hafnar- fiði 29. apríl 1953. Hún lést í sjúkra- húsi í Aarhus í Danmörku 17. júlí 1996. Foreldrar hennar eru Ásta Guðriður Lárus- dóttir, f. 21. jan. 1930 og Eyjólfur Einarsson, f. 3. ág- - úst 1927. Systir hennar er Fríða Guðbjörg Eyjólfs- dóttir f. 2. des. 1957, maki Guðmundur Þórð- arson. Svandís giftist Ágústi Þór Finnssyni, f. 9 des 1952. Börn þeirra eru: 1. Elín Þóra, f. 1. sept. 1972. 2. Eyrún Ásta, f. 23. sept. 1976. 3. Ágúst Finn- ur f. 15. jan. 1991. Svandís bjó í Hafnarfirði þar til í jan. 1996 er hún flutti ásamt fjölskyldu sinni til Aarhus í Danmörku. Útför Svandísar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag 2. ágúst. kl. 10.30. Loksins, eftir óvenju harðan vet- ur, er sumarið komið í Danmörku. Sólin skín og náttúran skartar sínu fegursta, blómstrandi tijám og runnum í þeim yndislegu litum sem náttúran ein megnar að skapa. Víst er þetta fallegt og unan á að horfa, en nú er sem augun líti án þess að sjá, vegna táranna í augun- um og tregans í hjartanu. Því veld- ur ótímabær dauði kærrar vin- konu. Konu sem átti svo stórt hlut- verk hér á jörðu, hlutverk móður, eiginkonu, dóttur, systur og vinar. Mig hefði síst órað fyrir því að ég ætti eftir að sitja í litla húsinu mínu í bænum sem tímabundið hýsti ijölskyldur okkar Svandísar og skrifa um hana minningarorð. Fremur hefði ég trúað því að ég sæti með hinum stelpunum úr saumaklúbbnum þar sem við vær- um að semja smáleikþátt eða ræðu til að skemmta henni og okkur með í afmælinu hennar. Alveg eins og þegar við urðum fertugar. Raunveruleikinn er hins vegar oft annar en óskað er og nú gráta þær á íslandi og ég í Danmörku. Við söknum sárt kærrar vin- konu, vinkonu sem gaf okkur svo mikið og sem við eigum svo ótal- margar minningar um, allt frá því að við vorum unglingar í Flens- borg. Saumaklúbburinn hefur ver- ið okkur öllum mikils virði í þessa tæpa þijá áratugi. Við höfum fylgst að í gegnum helstu mann- dóms- og mótunarárin í lífinu og tekið þátt í gleði og sorgum hverr- ar annarrar. Samheldnin og vænt- umþykjan hefur aukist með hverju árinu og tengslin á milli okkar hafa styrkst, jafnvel þó nokkrar okkar hafi dvalið langdvölum er- lendis. Vináttan hefur svo mörg andlit og sé hún sönn, þolir hún allan aðskilnað, stuttan sem lang- an. En nú er skarð fyrir skildi, ein okkar er horfín yfir í annað líf og við hinar vitum að ekkert verður aftur eins og áður, janvel þó hún verði örugglega með okkur áfram, bara á annan hátt. Þegar ég frétti það um síðastlið- in áramót að Svandís og fjölskylda hennar ætlaði að setjast að í Skads- trup, þar sem ég er búsett, þá var það mér afar mikils virði. Við átt- um saman góðar stundir og við og fjölskyldur okkar tengdust enn frekari vináttuböndum en áður. Við gerðum stundum grín að því hvað við, þessir tveir ,ekta Gaflar- ar“ væru að gera í útlöndum. En við vissum báðar að það var ein- ungis tímabundið, fyrr eða síðar færum við heim í Hafnarfjörð, sem var okkur báðum svo kær. Nú hefur Svandís lagt upp í aðra ferð, í annan fjörð, svo allt of fljótt. Ég er sannfærð um að sá fjörður tekur vel á móti henni og brosir líkt og Hafnarfjörður á móti sól, með hijós- trug hraun, sem veita henni skjól. Vertu sæl að sinni, elsku Svandís mín, og guð fylgi þér á nýjum leiðum. Hafðu þökk fyrir allt. Við Katrín Guð- björg sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Gústa, Þóru, Eyrúnar og Gústa litla, Eyjólfs, Ástu, Fríðu og annarra aðstandenda. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í ykk- ar miklu sorg. Guðný Þ. Magnúsdóttir. Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hurfu sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. Ó, æska, æska. Þegar dagarnir komu eins og undarlegt, heillandi ævintýri, og þeir báru allan fógnuð og fegurð lífsins í faðmi sínum. Þegar við bömin gengum í gróandi túninu, og grasið og blómin og lækimir vom leiksystkin okkar. Þegar rökkrið vafðist um vötnin og heiðamar eins og vinarfaðmur, og vindurinn söng í sefinu, unz við sofnuðum. Ó, minning. Þú hvíslar svo hljótt, svo hljótt, að það heyrist varla. (Steinn Steinar) Það er komið að kveðjustund, missirinn er mikill og sorgin nístir. Við biðjum um styrk til handa fjöl- skyldu Svandísar frænku okkar og öðrum aðstandendum. Við vottum þeim okkar dýpstu og innilegustu samúð. Blessuð sé minning Svandísar. Elín, Hólmfríður og Lárus Jón Guðmundarbörn. Þegar við kvöddum Svandísi í janúar sl. er hún fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni til Danmerkur, hvarfi- aði ekki að okkur að við myndum setjast niður nú örfáum mánuðum seinna til að rita kveðjuorð um okkar góðu vinkonu. Stórt skarð er nú höggvið í okkar vinahóp, skarð sem ekki verður fyllt. Við vorum ekki háar í loftinu stelpurnar í Bröttukinninni þegar við stofnuðum saumaklúbbinn „Servéttubrotið" og höfum við haldið hópinn ætíð síðan. Sauma- klúbburinn saman stóð af þrennum systrum og einum „hálfsystrum" eins og við kölluðum það. Æskuminningamar eru margar og alltaf þegar við hittumst gátum við riljað upp bemskubrekin og hlegið hátt svo að undir tók, s.s. þegar Svandís hugðist leggja fyrir sig hárgreiðslu og klippti Erlu mjög fagmannlega við lítinn fögn- uð foreldra þeirra, þá voru þær aðeins 5 ára. En Svandís lagði ekki fyrir sig hárgreiðslu, en við sögðum alltaf að hún ætti að læra innanhúsarki- tektúr. Bar heimili hennar og Gústa þess glöggt merki að þar hefði hún verið á réttri hillu, slík var smekkvísi hennar. Svandís var mikil fjölskyldu- manneskja og sást það best á því að allt hennar líf snerist um Gústa og bömin þeirra þijú og er missir þeirra því mikill. Ekki er hægt að minnast Svan- dísar án þess að nefna nafn Fríðu systur hennar svo samrýndar voru þær og var hún mjög stolt af „litlu systur“ sinni og var sama hvað hún gerði eða hvert prakkarastrik- ið var, þá var viðkvæðið hjá Svand- ísi „Ekki Fríða systir mín“ en í gegnum tíðina hafa þær systur vakað yfir velferð hvor annarrar í blíðu og stríðu. „Þú skal ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins ogfjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.“ (Ka- hill Gibran). Minningarnar leita endalaust fram, perlur, sem erfitt er að setja á blað en verða geymdar í huga okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gústi, Elín Þóra, Eyrún, Gústi litli, Ásta, Eyvi, Fríða og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Hvíl í friði, kæra vinkona. Anna Björg, Erla, Sigga, Katrín, Sigrún, Lára og fjölskyldur. Ekki datt mér í hug í janúar síðastliðnum er við fjölskyldan fylgdum Svandísi, Eyrúnu og Gústa suður á Keflavíkurflugvöll að það yrði í síðasta sinn sem við myndum sjá Svandísi. Margar góðar minningar á ég um Svandísi og ekki síst um sam- band hennar og Fríðu systur henn- ar. Þær voru ótrúlega samrýndar og miklar vinkonur, sem dæmi um það er ekki ofsagt að þær hafi talast við í gegnum síma eða hist að minsta kosti þrisvar á dag eftir að þær fluttu úr foreldrahúsum og þar til Daddý, eins og Fríða kall- aði hana, flutti til Danmerkur. Daddý og Fríða voru saman í saumaklúbbi með æskuvinkonum sínum úr Bröttukinn, við eigin- menn þessara kvenna munum ailir að ekki þýddi fyrir okkur að reyna að sofna í þeirri íbúð sem klúbbur- inn var haldinn hveiju sinni vegna þess fundimir stóðu oft lengi, allt- af var mikið hlegið og það hátt. Daddý átti þar stóran hlut að máli hversu fjörugir þessir fundir voru. Ég er ekki viss um ad þessir saumafundir verði jafnfjörugir hér eftir. Daddý hafði miklp, trú á Fríðu systur sinni og taldi hana oft vera til fyrirmyndar. Eitt sinn fyrir mörgum árum þegar við Fríða vor- um nýbyijuð saman þá spurðu vin- konurnar í saumaklúbbnum Daddý hvort Fríða væri bytjuð með strák. Svarið kom fljótt „nei, það getur ekki verið, ekki hún Fríða systir mín“. Oft er búið að hlæja að þessu og öðrum skemmtilegum uppá- komum í sambandi þeirra og á eflaust eftir að gera oftar þegar tíminn mun hjálpa okkur að vinna á sorginni. Kæra fjölskylda, Gústi, Þóra, Eyrún og Gústi yngri, á svona stund gætir mikils tómleika, en mörgum reynist það hugarléttir að upplifa viðkomandi í sem mestri nálægð. Með það fyrir augum eru þessar línur settar á blað. G.uð veri með ykkur og hjálpi ykkur í ykkar miklu sorg. Guðmundur Þórðarson. í dag kveðjum við kæra vinkonu úr saumaklúbbnum okkar. Þú geislaðir af gleði og tilhlökk- un þegar við komum saman til að kveðja þig í janúar, áður en þú fluttir til Danmerkur. Við áttum þá síst af öllu von á að það yrðu okkar síðustu stundir saman. En fljótt skipast veður í lofti! Það eru 28 ár síðan við bekkjar- systumar úr Flensborg ákváðum að stofna saumaklúbb. í upphafí voru veisluföngin aðeins kók og prins póló. í klúbbnum myndaðist vinátta og gagnkvæm virðing í áranna rás, einnig hjá mökum okkar. Við minnumst nú allra góðu stundanna sem við áttum saman, hvort heldur var í saumaklúbb, útilegu, Amst- erdam eða í 40 ára afmælum okk- ar. Vísumar sem þú samdir um hveija okkar og skrifaðir í afmæl- iskortin, verða varðveittar ásamt öðmm kærum minningum um ókomin ár. Elsku Svandís, Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma til þín. Heimili þitt bar glöggt merki íistrænna hæfíleika þinna. Það var sama hvort heldur var matargerð, handavinna eða föndur, allt varð að list í höndum þínum. Fjölskyldan var þér allt og nú á þessum erfiða tíma sendum við ykkur, elsku Gústi, Þóra, Eyrún, Gústi yngri, foreldrar, systir og fjölskylda, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur. Hvíl í friði elsku Svandís. Saumaklúbburinn og fjölskyldur. Elsku Daddý mín. Á þessari sorgarstund streyma um hug minn allar góðu minning- arnar um þig og allt sem þú gerð- ir fyrir mig. Mig langar að skrifa svo margt en ég get ekkert sagt nema mér þykir svo vænt um þig. Thehna. Kær frænka er látin. Fyrirvaralaust er Svandís ekki lengur meðal okkar. Sú sem við hin systkinabömin ásamt móður- systur hennar, móður minni, heim- sóttum og kvöddum eina kvöld- stund í vetur á heimili þeirra Ág- ústs í Hafnarfirði. Þau voru að flytjast búferlum til Danmerkur og var Ágúst þegar farinn út til að undirbúa komu fjölskyldu sinnar. Eins og alltaf var Svandís svo glæsileg og hress, geislandi af hlýju og gestrisni. Nú er mikils virði að eiga þá mynd í minni, en jafnframt sárt að við skyldum ekki hafa haft meira samband en við þó höfðum gegnum árin. Til framtíðar í öðru landi leit Svandís björtum augum en var skiljanlega kvíðin að þurfa að yfir- gefa ættmenni og vini hér heima. Sérstaklega foreldra sína, Ástu og Eyjólf, sem hún bar mikla um- hyggju fyrir og síðast en ekki síst yngri systur sína Fríðu. Samband þeirra systra var mjög náið, þær voru alveg einstaklega samrýndar, svo missir Fríðu er því mikill. Einn- ig vegna þess að nú hefur hún séð á eftir sínu eina systkini. Svandís vakti ætíð yfir velferð fjölskyldu sinnar. Hún stóð sem klettur við hlið manns síns á erfið- um tímum og bjó þeim sérlega smekklegt heimili, allt virtist Ieika í höndum hennar hvort sem það tengdist eldhúsi eða handavinnu. Móðurhjarta hennar var einnig stórt. Það var alltaf svo yndislegt að hlusta á hana segja frá börnum sínum. Sjá hvað hún var ánægð með dætur sínar Þóru og Eyrúnu og hafði ósvikinn áhuga á hugðar- efnum þeirra, gaf þeim stuðning sinn og hvatningu. Svo fyrir tæp- um 6 árum eignuðust þau hjónin óskaprinsinn, hann Ágúst Finn. Hafði þá tveim mánuðum áður Fríða systir hennar alið Guðmundi manni sínum þeirra óskabarn, Eyjólf, en þau eiga einnig fyrir tvær eldri dætur, Thelmu og Huldu. Þannig voru þær systur ætíð ótrúlega samstíga á lífs- brautinni og studdu hvor aðra í gleði og sorg. Svandís átti sína erfiðu tíma fjarri heimahögum, í Danmörku. Hún hafði heimþrá eins og svo margir sem yfirgefa ættjörðina um SVANDIS ELIN EYJÓLFSDÓTTIR einhvern tíma. En tíminn græðir og hún var farin að una sér vel. Lífið virtist farið að brosa við þeim Ágústi er syrti að. Hún veiktist skyndilega og lífsljós hennar slokknaði á sjúkrahúsi í Árhus í Danmörku. Sú dánarfregn var mikið reiðarslag fyrir okkur öll sem þekktum hana. Ég og foreldrar mínir, Guðrún og Jóhannes, sendum Ágústi, Þóru, Eyrúnu og Ágústi Finni, Ástu og Eyjólfi, og Fríðu og fjölskyldu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vonum að með tímanum, er sárasta sorgin hefur mildast, muni góðar minningar um hana og þann kærleik sem hún umvafði ykkur með, hugga ykkur um ókomin ár. Megi Guð styrkja ykkur öll í ykkar þungu sorg. Jóhanna G. Jóhannesdóttir. Elsku mamma mín, er ég minnist þín mér finnst ég verða lítil um sinn af því um stund ég undi mér þá ást og hlýju enn ég fmn. Ég hugar kveðju sendi, mamma mín þig man ég alla stund og Guð ég bið um að gæta þín uns geng ég á þinn fund. í hjarta sárt ég kenni saknaðar er hugsa ég til þín af því ég man er ég lítil var hver kyssti tárin mín. (Gylfi Ægisson) Elsku besta mamma okkar. Nú skilja leiðir okkar í bili. Við vitum að þú hefur fengið góða heimferð og að þér líður vel. Það er með miklum tárum og söknuði að við kveðjum þig. Öll áttum við með þér ljúfar og dýrmætar stund- ir sem aldrei gleymast. Þú varst alltaf svo góð við okkur, passaðir okkur alltaf vel og kenndir okkur svo ótrúlega margt sem við munum búa að alla tíð. Við þökkum guði fyrir að hafa fengið að eiga svo yndislega góða mömmu. Elsku mamma, við geym- um minninguna um þig í hjarta okkar. Guð geymi þig. Þín, Þóra, Eyrún og Gústi. Hún Svandís mín dáin? Þvílík harmafregn. Ég get ekki með nokkrum orð- um lýst þeim tilfinningum sem bærast með mér núna. Það er trú mín að elsku hennar hafi verið þörf, á æðri stöðum. Því hún var einstök. Þetta er allt svo óraun- verulegt. Svo stutt er síðan við Sædís og Herdís áttum með henni stund, síðasta kvöldið hennar á Islandi, í þessu lífi. Að sitja hér á Miðvanginum og reyna af veikum mætti að skrifa minningarorð um vinu mína. Svandís og Gústi bjuggu hér á Miðvangi 10 með börnum sínum, Þóru, Eyrúnu og litla Gústa, um 16 ára skeið. Þau voru góðir og litríkir grannar. Það var aldrei nein lognmolla í kringum þau. Ef eitthvað var um að vera á Miðvanginum, þorrablótin í gamla daga, og/eða grillpartýin. Þá var Gústi alltaf hrókur alls fagnaðar, með skemmtilegu tilsvörin sín. En hann er mikill húmoristi, og ein- staklega orðheppinn. Þar stenst honum enginn snúning. Já. Það voru yndislegir tímar. Og þá var Jóhanna okkar með, en hún lést í maí fyrir rúmu ári. Þannig að skammt er stórra högga á milli á Miðvanginum. Minningarnar streyma um hug- ann. Það virðist svo stutt síðan litli Gústi fæddist. Þó eru liðin rúm 6 ár. Við Eggert sitjum niðri hjá þeim og fögnum heimkomu nýja fjölskyldumeðlimsins. Nýbökuðu foreldrarnir og stóru systurnar þá 14 og 18 ára. Gleðin er mikil. Enda drengurinn heilbrigður og fallegur. Sá litli varð strax auga- steinn allra. Þegar Gústi litli stækkaði, fannst okkur stundum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.