Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 13 U ngmennahreyfing Rauða krossins á Húsavík Vekja athygli á neyð víða um heim Húsavík - Ungmennahreyfing Rauða krossins ásamt félögum frá Gambíu og Þýskalandi gera nú víð- reist um landið undir kjörorðinu „Ungt fólk gegn fordómum" og vill með því vekja athygli á ómannúð- legu ástandi víða um heim. Hópurinn var á Húsavík nýlega og setti þar upp götuleikhús, þar sem sviðsett voru ýmis atriði úr neyðar- hjálp Rauða krossins víða um heim; með orðum vakin athygli á mörgu, sem betur mætti fara í heiminum. Þetta unga fólk virðist hafa áhuga fyrir að úr verði bætt með þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi. Málflutningur ungmennanna fræddi viðstadda um margt sem betur má fara og vekur vonandi umhugsun og umræðu og minnkar fordóma, sem ýmsir hafa á sumum vandamálum mannkyns. Því miður nutu færri en skyldi stundarinnar með ungmennunum og segja má að það sýni aðeins hve lít- 'ið við viljum hugleiða það forvam- arstarf, sem Rauði krossinn vinnur að, eða gefum því gaum, þó við vökn- um þegar stórkostlegar hörmungar dynja yfir. GÖMLU íslensku leikföngin sem margir kannast við úr æsku sinni eru aftur komin í notkun. Morgunblaðið/Friðrik Helgason ÞÓREY Sigríður Jónsdóttir handverkskona. Baraagull og spænir úr kindabeinum og hornum HANDVERKSKONA í Skagafirði framleiðir gömlu íslensku leik- föngin úr kindabeinum og spæni úr hrútshornum, auk fjölda ann- arra muna af ýmsu tagi. Leik- föngin nefnast Barnagull. Þórey Sigríður Jónsdóttir í Keflavík í Hegranesi hefur síð- ustu árin notað hugvit sitt og hendur til að framleiða fjölbreytt úrval minjagripa og skartgripa. Hún fékk fljótlega sérstakan áhuga á að vinna hluti úr hornum og þar sem erfitt var að útvega sér kýrhorn þróaði hún aðferð til að tálga spæni úr lambshorn- um. Það telur hún að hafi ekki verið gert áður, enda er það vandasamt verk því homin vilja rýraa og hlutirnar aflagast. Hún sker ýmsa aðra hluti út úr hora- unum, til dæmis bókamerki, bréfahnífa og ýmsa skartgripi, meðal annars hringi. „Eg reyni að láta efnið njóta sína sem mest og láta náttúrulegu litina halda sér. Góðar leiðbeiningar fylgja Barnagullunum sem höfð eru í litlum leðurslqóðum. Þar eru öll helstu leikföngin sem margir kannast við, svo sem horn, leggja- bein, lambsleggir, kjálkar, völur og margt fleira. Heimafengin leikföng „Fyrr á tímum og fram á þessa öld voru leikföng barna nær öll heimafengin. Þó áttu sum börn dýrgripi gerða úr tré, fiskbeinum og hornum. Algengast var að finna eitthvað úr náttúrunni og daglega lifinu sem hægt var að breyta í leikföng með aðstoð ímyndunaraflsins. Þá lá beinast við að böra við sjávarsíðuna nýttu sér skeljar, kvarnir og fiskbein til leikja. í hugum baraa urðu þetta verðmætari leikföng því lengra sem þau áttu heima frá sjó og hlutirair vandfengnari. En öll böra áttu aðgang að hornum og beinum sem með hjálp ímynd- unaraflsins urðu að þeim dýrum sem þau þekktu úr sínu um- hverfi,“ segir meðal annars í leið- beiningunum. Þórey hefur ekki undan að framleiða. Segist hafa talið sig vera vel birga eftir veturinn en það sé nú svo til alit farið. Hún segist hafa mikla ánægju af þess- ari vinnu, það sé aðalkosturinn við hana þvi kaupið sé ekki hátt miðað við tímann sem fer í hlut- ina. Á ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegtta! DRÍFÐU ÞICÁVÍBON 06NÝTTUÞÉR HELCARTILBODID: ELDSTEIKFUR HAMBORCARI, FRANSKAR OC MIÓLKURHRISTINCURÁADEINS é% é

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.