Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni MELLO? 15 TMI5 THE DOCTOR'S OFFICE? WELL.lVE BEEN HAVIN6 TROUBLE U/ITH tM ELBOU).. THE 5P0RTS MEDICINE PLACE 5AID I NEED TO GET A REFERRAL FROM /M PRIMARH' CARE PHY5ICIAN.. 50 MAY I MARE AN APPOINTMENT? RI6HT AFTER CHRISTMAS?. Halló, er þetta Ég er ekki góður í Þeir i íþróttasjúkra- Get ég þá pant- Strax eftir jól? skrifstofa læknis- olnboganum... skýlinu sögðu að ég að tíma? ins? þyrfti tilvísun frá skóla- lækninum. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Ódýr auglýsing með Morgunblaðinu? Frá Eggerti Ásgeirssyni: EIGINLEGA er þetta tilskrif mitt kvittun fyrir skrautauglýsingu sem fylgdi Morgunblaðinu 26. júlí. Þetta segir blaðið svo daginn eftir vera „nýstárlegt auglýsingablað" og vonar að falli í góðan jarðveg og marki upphaf nýrrar stefnu í auglýsingum blaðsins. Auglýsingin fór raunar ólesin í körfuna hjá mér. Hefði ég ekki sinnt málinu frekar ef blaðið gæfi ekki fyrirheit um framhald ef þetta mælist vel fyrir. Blaðið fær ekki ráðið í skoðan- ir lesenda sinna nema þeir tjái sig um málið. Hér var sennilega um 6 tonn af pappír og svertu að ræða, sem blað- ið fær borgað vel fyrir. Flókið flutn- ingakerfi dreifir þeim um landið og Stefanía Gústafsdóttir á Akureyri og Gunnlaugur Ingi á Ólafsfirði stinga blaðinu inn um bréfalúgum- ar til okkar. Hafíð þökk fyrir, allir blaðberar. Stöndum saman ungir og aldnir kollegar! Svo setjum við auglýsingabækl- inginn í tunnu eða pappírsgám og sorphreinsun safnar honum aftur saman fyrir ærið fé, til eyðingar og endurvinnslu, sem við greiðum sjálf fyrir í fasteignagjöldum. Þetta má sem sé kalla dýrt rusl. Almennt hefði ég ekki gefíð þessu gaum. Hér á borðinu hjá mér er límmiði sem póststjómin í Dan- mörku dreifír meðal almennings. Fólk getur, ef það vill, fest miðann á bréfalúgumar sínar: Engar aug- lýsingar - Takk! Þaðan í frá sendir pósturinn ekki óáritaðar auglýsing- ar þangað. Þetta er viðnám Dana við hvimleiðum, kostnaðarsömum, illviðráðanelgum og umhverfísó- vænum mslpósti. Fyrir mörgum áram óskaði ég INGEN REKLAMER eftir því á Hagstofunni að nafn mitt yrði tekið af listum sem notað- ir em til fjöldreifingar á pósti. Er léttir að vera síðan laus við slíkt efni. Góð og náttúruvæn þjónusta það. Síðan ég fékk danska límmiðann hef ég velt fyrir mér hvemig koma mætti hugmyndinni á framfæri og hrinda í framkvæmd. Ekki kemur mikið almennt aug- lýsingaefni með póstinum. Aftur á móti er miklu dreift af sérstökum fyrirtækjum, sængurfata-, sjón- varps- og eigna- og afsláttarauglýs- ingum. Stoðar að setja miða á lúg- una hjá mér? Ekki er það senni- legt. Það er sjálfsagt eftir þessum markaði sem blaðið er að slægjast með úrval fótfrárra og vel launaðra blaðbera í þjónustu sinni. Morgun- blaðið hefur gjarna skotið inn aug- lýsingablaðaukum, prentuðum á venjulegan blaðapa_ppír og prentuð- um með blaðinu. Eg tjái mig ekki um þá. En nú er meira í vændum! Spuming til blaðsins: Vill eða getur Morgunblaðið hlíft áskrifend- um við auglýsingablöðum ef þeir fara þess á leit eða setja nei takk- miða á bréfalúguna? EGGERT ÁSGEIRSSON, Bergstaðastræti 69, Reykjavík. Svart á hvítu Frá Birni Jónassyni: ÞANN 27. júlí síðastliðmn skrifa tveir ungir menn grein í Morgun- blaðið, þar sem þeir fara nokkrum orðum um endalok bókaútgáfunnar Svarst á hvítu. Flest af því sem þeir bera fram er sannanlega ósatt. Hið sanna er að Svart á hvítu hlaut að mörgu leyti verri meðferð en mörg önnur fyrirtæki hjá fjár- málaráðuneytinu, sem felldi oft niður heilu skuldirnar af fyrirtækj- um og dráttarvexti hjá öðrum, og það var ekki bundið við einn fjár- málaráðherra frekar en annan. Þannig hefur þetta gengið í gegn- um tíðina. Það er ástæða til að rannsaka þau mál í heild frekar en taka eitt fyrirtæki út úr og heija á það með ósönnum fullyrð- ingum. Ekki síst gildir það fyrir menn sem telja sig vera að veija sannleika og réttlæti. í umræddri grein er sagt að ábyrgðir hafi fallið niður með samn- ingnum við Svart á hvítu hf. Það er ósatt. Það vom engir ábyrgðar- menn á þessum kröfum. Þeir segja síðar: „Á þeim tíma var lögum um staðgreiðslu opin- berra gjalda og um virðisaukaskatt breytt þannig að ákvæði um for- gang þeirra skattakrafna, sem þau lög fjalla um, í þrotabúum og skuldafrágöngubúum, féllu út. Þ.e.a.s. ríkissjóður missti forgangs- kröfurétt sinn í búið og varð að sitja við sama borð og aðrir kröfu- hafar.“ Þetta er einnig ósatt, nefnd ákvæði um forgang tóku gildi 31. maí 1989, það er að segja löngu eftir að Svart á hvítu hafði samið um sína söluskattsskuld, þannig að ríkið missti einskis vegna þessara laga. Fram að þeim tíma hafði rík- ið engan sérstakan forgang í þrotabú með kröfur af þessu tagi. Slíkar rangfærslur flokkast ekki undir „rökstuddar ásakanir" að mínu mati. Þessir ungu menn tala í nafni réttlætis og sannleika og það er ágætt. Það er þó ekki síðra að vera réttlátur og segja satt. BJÖRN JÓNASSON, fv. forstjóri Svarts á hvítu. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ýJ 4 J « .1 € I . V ( í < < < ( ( ( I I I I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.