Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ISAFOLD _ KRISTJÁNSDÓTTIR + ísafoId Krist- jánsdóttir fædd- ist í Álfsnesi á Kjalarnesi 22. maí 1907. Hún lézt í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 27. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Þor- kelsson (1861-1934), bóndi þar, síðast í Víðinesi og hrepp- - stjóri í Kjalarnes- hreppi, og kona hans Sigríður Guðný Þorláksdótt- ir (1871-1945) frá Varmadal. Sigríður var dóttir Þorláks Jónssonar bónda í Varmadal og konu hans Geirlaugar Gunn- arsdóttur frá Efri-Brú í Gríms- nesi, en Kristján var sonur Þor- kels, sem síðast bjó í Helgadal í Mosfellssveit, Krisljánssonar í Skógarkoti í Þingvallasveit, og konu hans Birgittu Þor- steinsdóttur Einarssonar bónda i Stíflisdal. Börn þeirra hjóna voru 15 talsins og komust 14 þeirra til fullorðinsára. Af þeim systkinum er nú Benedikt einn á lífi. ísafold giftist 28. febrúar 1943 Jóhanni Ingvari Péturs- syni, f. 4. ágúst 1918, d. 26. septem- ber 1990, vélfræði- kennara við Vél- skóla Islands og síðar tæknilegum eftirlitsmanni hjá Olíufélaginu hf. Þau eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) María, f. 18. júlí 1943, skrif- stofusljóri heim- spekideildar Há- skóla íslands. Hún er gift Sigurði Líndal, f. 2. júli 1931, prófessor. Dóttir hennar er Kristín Vilhjálmsdóttir, f. 31. janúar 1973, háskólanemi, en dóttir þeirra er Þórhildur, f. 10. marz 1980, menntaskóla- nemi. 2) Sigríður Gréta, f. 27. sept- ember 1948, vefari. Hún er gift Leifi Breiðfjörð, f. 24. júní 1945, myndlistarmanni. Synir þeirra eru: Jóhann Guðmundur, f. 26. júní 1974, hönnuður hjá Lego í Danmörku, og Ólafur Agnar, f. 28. júlí 1977, mennta- skólanemi. ísafold verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða töivusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Systir okkar, AÐALBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR, lést 21. júlí. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fanney Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir og aðstandendur. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BJÖRNS KRISTJÁIMSSONAR frá Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Dætur hins látna, Snjólaug Baldvinsdóttir og aðrir vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og Jóhannes Árnason, Guðmunda Kjartansdóttir, Helena Albertsdóttir, Stella Hjörleifsdóttir, Sigurður S. Pálsson, Finnur Jóhannsson, Guðmundur Vignir Hauksson, Andrea Guðrún Guðmundsdóttir, Eysteinn Sigurðsson, Helga Guðmundsdóttir, Ævar Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. langalangömmu, ANDREUGUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Snorrabraut 56. Guðrún Sveinjónsdóttir, Guðmundur Sveinjónsson, Sveinjón Jóhannesson, Árni Jóhannesson, Kristm Andrea Jóhannesdóttir, Halldóra S. Guðmundsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, MIIMNIIMGAR Heimilið í Álfsnesi, þar sem ísa- fold ólst upp, var fjölmennt og umsvif mikil, enda var Kristján, faðir hennar, athafnamaður sem færði jörð sína til þeirra búskapar- hátta sem þá gerðust beztir. Áþekk skil gerði hann Víðinesi. Auk þess hlóðust á hann trúnaðarstörf og til hans var jafnan leitað þegar vanda bar að höndum. Ekki var hlutur Sigríðar konu hans minni við bús- forráð. Hún var orðlagður dýravin- ur og ávallt glöð í anda. ísafold naut hefðbundinnar barnafræðslu í heimahúsum, en ekki varð formleg skólaganga lengri. Það sem á vantaði var hún að bæta sér upp alla ævi með námi í skóla lífsins, með miklum bók- lestri og með því að hlusta á fræð- andi efni í útvarpi. Tilsagnarlaust lærði hún Norðurlandamálin og las mikið á þeim. Ásamt eldri systkinunum vann hún heimili foreldra sinna þar til hún var nítján ára gömul. Þá hleypti hún heimdraganum og fékk vinnu úti í Viðey, en fluttist síðan til Reykjavíkur og var í vist sem kallað var á nokkrum góðum heimilum í bænum. Þar kynntist hún heimilis- haldi sem var á ýmsan annan veg háttað en hún átti að venjast í sveit- inni. Um skeið starfaði hún hjá Slát- urfélagi Suðurlands og síðar Mjólk- ursamsölunni í Reykjavík. Eftir að hún giftist varð húsmóð- urstarfíð aðalstarf hennar. Heimili þeirra Jóhanns stóð að Laugavegi 159A og þar bjó hún til dánardags. Á heimilinu var einnig amma Jó- hanns, María Ámundadóttir, unz hún lézt 94 ára að aldri árið 1958. í húsinu bjó tengdafaðir ísafoldar, Pétur Þórðarson togarasjómaður, ásamt síðari konu sinni Halldóru Guðjónsdóttur, en fyrri kona hans, Jóhanna Jóhannsdóttir, móðir Jó- hanns og dóttir Maríu, lézt 1918. Þegar dætur þeirra ísafoldar og Jóhanns fæddust voru þarna um skeið fjórar kynslóðir undir sama þaki. Auk uppeldis eigin dætra tók hún dijúgan þátt í uppeldi Kristín- ar, dótturdóttur sinnar, fyrstu árin og voru tengsl þeirra einkar náin. ísafold var fríð kona sýnum og hélt sér vel þótt aldurinn færðist yfír þannig að ókunnugir gátu hald- ið að hún væri mörgum árum yngri en raunin var. Án efa átti skap- lyndi hennar dijúgan þátt í því. Hún var jafnlynd og glaðlynd og ekki annað að sjá en hún væri alltaf í góðu skapi. Þessu fylgdi sérstakur hæfileiki til að tala við fólk og hlusta á það, enda lögðu margir leið sína til hennar, jafnt ungir sem aldnir. Var stundum engu líkara en hún gegndi eins konar sálusorg- arahlutverki. Þegar eitthvað bjátaði á sýndi hún styrk og æðruleysi sem birtist svo að ekki varð um villzt þegar Jóhann, maður hennar veikt- ist. Annaðist hún hann með stakri kostgæfni á heimili þeirra meðan stætt var án þess að kvartað væri eða æðruorð heyrðist. Eins og flestir af hennar kynslóð hafði hún lifað tímana tvenna; sveitastúlka sem aðlagaði sig nýrri borgarmenningu í mótun. Vissulega hélt hún tryggð við uppruna sinn, en lét það ekki skyggja á þær breyt- ingar sem óhjákvæmilega hlutu að fylgja nýjum lífsháttum. Uppvaxt- arárin í sveitinni urðu henni þó kærara umræðuefni eftir því sem árin liðu og þar kunni hún frá mörgu að segja. Skammt er síðan dótturdætur hennar höfðu orð á því hversu skemmtilegt væri að hlýða á frásagnir hennar af mannlífinu í æsku hennar. _ Sjálf naut ísafold þeirrar gæfu að vera heilsugóð nær alla ævi. Þegar hún var komin nokkuð á ní- ræðisaldur tók hún að kenna hjarta- sjúkdóms sem ágerðist mjög á þessu ári og dró hana að lokum til dauða. Eigi að síður gat hún lifað sjálfstæðu lífí á heimili sínu allt til hinztu stundar með nokkurri aðstoð heimilishjálpar hin síðari ár. Undir lokin varð hún þó öðru hverju að dveljast á sjúkrastofnunum þar sem hún naut hinnar beztu aðhlynningar og minntist oft á með einlægu þakk- læti. Með Ísafoldu Kristjánsdóttur er gengin góð kona sem lifði farsælu lífí og kvaddi það með rósemi og frið í sálu sinni. Sigurður Líndal. Þær eru hlýjar og notalegar minningarnar um móðursystur mína Isafold Kristjánsdóttur, eða Foldu eins og hún var ávallt kölluð í fjölskyldunni. Ég minnist hennar sérstaklega, þegar ég bjó á Egils- götunni, lítil stúlka. Þá vann hún hjá Sláturfélagi Suðurlands, sem var til húsa við Skúlagötu. Hún bjó þá hjá okkur um tíma og gekk auðvitað til og frá vinnu. Mér fannst hún mikil dama. Við tengdumst mjög náið og það hélst alla tíð. Við vorum ekki aðeins náskyldar, við urðum góðar vinkonur, þó að ald- ursmunur væri. Folda er sú síðasta af Álfsnes- systrunum, sem kveður þetta jarð- neska líf. Systkinin frá Álfsnesi á Kjalarnesi voru 14 sem upp kom- ust, 7 systur og 7 bræður. Benedikt er sá eini sem er eftirlifandi, 92 ára að aldri og dvelur nú á Dvalarheim- ilinu Hlaðhömrum í Mosfellsbæ við sæmilega heilsu. Það var ætíð náið samband milli systranna, þótt ólíkar væru. Jóna bjó lengst af í Borgarfirði, Guðrún í Smárahvammi í Kópavogi, Folda alla tíð við Laugaveginn, Fanney og Helga á Grettisgötunni og Gréta í Mávahlíð. Svanlaug bjó líka í Reykjavík og á Kjalarnesinu. Hún lést um aldur fram fyrst af systrun- um. Þegar við börn þeirra vorum að alast upp, hittust þær nær daglega. Það voru margar gönguferðirnar sem voru farnar niður Laugaveg- inn. Þær áttu því láni að fagna að geta verið heima og fylgst með uppeldi barna sinna. Eiginmennirn- ir komu yfirleitt heim í hádegismat og þá þótti sjálfsagt að vera með heitan mat, jafnvel man ég eftir því að þær voru í heimsókn hjá móður minni og þá varð ein af þeim að flýta sér heim og taka til eftir- miðdagskaffi fyrir bónda sinn. Um flestar stórhátíðir hittust fjölskyld- urnar. Þá var mikið sungið og leik- ið á hljóðfæri. Allt var þetta söng- elskt fólk og svo bættust allir mág- arnir við. Þar á meðal var eitt af okkar ástsælustu tónskáldum, Karl Ó. Runólfsson, sem lék af fingrum fram á fiðlu, píanó eða trompet. Hún frænka mín var ætíð uppá- haldsgestur á heimili okkar hjón- anna og sona. Ég man þegar yngsti sonur okkar, Kristján, varð stúd- ent, þá átti hún 80 ára afmæli þann sama dag og geislaði af fögnuði og gleði. Síðasta heimsókn hennar til okkar var núna um síðustu jól. Þá var elsti sonur okkar, Jónas sem býr í Kaupmannahöfn, í heimsókn með Ijölskyldu sína og urðu þær mjög hændar hvor að annarri barnabarn okkar Laura Kristín og Folda. Folda var svo lánsöm og þær allar systurnar að þær gátu búið á sínum gömlu og góðu heimilum til æviloka. Folda var stálminnug og kunni ógrynni af ljóðum og vísum. Ættfróð var hún með afbrigðum, fylgdist vel með þjóðmálum fram til dauðadags. Mikil hannyrðakona, sat við eldhúsborðið með stækkun- arlampa fyrir síðustu jól og bróder- aði jólagjafir. Hún naut þess ætíð að klæða sig fallega. Alltaf var hún í góðu skapi, röddin tær og ekki má gleyma brosinu hennar blíða. Nú kveð ég elskulega frænku með söknuði. Hjartans þökk fyrir allar góðu samverustundirnar. Blessuð sé minning hennar. Kristín Jónasdóttir. Sumir eru síungir, aðrir virðast fæddir gamlir. Mágkona mín, ísa- fold Kristjánsdóttir, eða Folda eins og hún var jafnan kölluð, var svo sannarlega í hópi þeirra síungu, bæði í anda og útliti. Ef ég var spurð um aldur henn- ar, varð ég að leita í heimildum, því ég hélt satt að segja alltaf að ég hlyti að vera að villast á tug. Það var hreint ótrúlegt að hún væri komin á 90. aldursárið. Folda var einstaklega glöð og jákvæð manneskja með mikla út- geislun. Hún var heilsteypt og hreinlynd. Aldrei heyrði ég hana kvarta, þótt erfíðleikar steðjuðu að eða þegar heilsan var farin að gefa sig. Slíkt var alls ekki til umræðu. Það var þá helst að hún gerði góð- látlegt gaman að, því hún sá gjarn- an spaugilegu hliðarnar á tilver- unni, og augu hennar leiftruðu þá af lífí og glettni. Það var mannbæt- andi að hitta hana. - Hún hafði yndi af ljóðum og bóklestri. Stund- um gaukaði hún að mér ljóði og ljóði, sem hún hafði klippt úr blöð- um og höfðu hrifið hana. Folda var mikil ræktunarkona. Var oft gaman í kartöfluræktinni í Smárahvammi í gamla daga og nokkur keppni á milli þeirra systk- ina. En það var sama þótt við „þjóf- störtuðum" - alltaf var Folda með bestu uppskeruna. Blómin á fallegu heimili hennar báru líka vitni um „græna fingur", alúð og umhyggju. Það voru sólskinsstundir, þegar mágkonur mínar, þær Álfsness- systur og þeirra fólk, komu á heim- ili okkar hjónanna. Þar ríkti gleði og kátína, rifjuð upp gömul atvik, hlegið og mikið sungið. Það var góður hópur. Það er ómetanlegt að hafa gifst inn í þessa yndislegu fjöl- skyldu. Hef ég oft sagt við dætur mínar að þær væru lánsamar að vera af sama meiði og þetta hlýja, góða og heilbrigða fólk sem Álfs- ness-fólkið er allt. En kynslóðir koma og kynslóðir fara. Nú hefur sjöunda og síðasta mágkona mín kvatt og lagt upp í ferðina miklu. Ég og dætur mínar kveðjum hana með söknuði og þökk fyrir alla vin- áttuna - minnugar þess góða for- dæmis, sem hún gaf með bjartsýni sinni og jákvæðu hugarfari. Við sendum dætrum hennar, tengda- sonum og barnabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning ísafoldar Kristjánsdóttur. Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Minnmgargremar og aðrar greinar Eins og kunnugt er birtist jafnan Framvegis verður við það mið- mikill fjöldi minningargreina í Morgunblaðinu. Á einum og hálf- um mánuði í byijun árs birti biað- ið 890 minningargreinar um 235 einstaklinga. Ef miðað er við síðu- íjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. Vegna mikillar fjölgunar að- sendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birt- ingar bæði á minningargreinum og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skiln- ing enda er um hófsama takmörk- un á lengd greina að ræða. að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálk- sentimetra í blaðinu. I mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.