Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 33 Vímulaus útihátíð á Snæfellsnesi FERÐAKLÚBBURINN Flakk höfðar til þeirra sem vilja renna sér á skíðum og snjóbrettum hátt uppi á Snæfellsjökli i stað þess að liggja sauðdrukknir í tjaldi um verslunarmannahelgina. Flakkarar halda vímuefnalausa útihátíð á Snæfellsnesi í samvinnu við reiðhjólabúðina Týnda hlekkinn. Ferðaklúbburinn Flakk er samstarfsverkefni Samvinnuferða-Landsýnar og Jafningjafræðslu framhaldsskólanema. Skilyrði fyrir þátttöku í klúbbnum er að vera vimulaus í ferðunum. Meðal ferða sem farnar hafa verið í sumar eru kajakferð- ir, Hvitárferðir og ein Grænlandsferð, stokkið hef- ur verið í fallhlíf, farið til Benidorm og margt fleira. Síðar í sumar verður farið til London og í vetur verður haldið áfram með fjölbreytta dagskrá. I Snæfellsnesferðinni um helgina verður gist á Arnarstapa. Þar verður komið upp tveimur stórum danstjöldum og plötusnúðar og fleiri skemmtikraft- ar halda uppi fjörinu á kvöldin. Ferðin kostar 5.750 krónur og innifaldar eru ferðir báðar leiðir, tjald- stæði, ferð upp á Jökul, grillveisla og dansleikur. Morgunblaðið/Bára Kristinsdóttir ÚR Grænlandsferð flakkara. Sjóminjasafnið Netabæt- ingsýnd SUNNUDAGINN 4. ágúst sýnir gamall sjómaður netabætingu í Sjó- minjasafni íslands, Hafnarfirði, frá kl. 13—17, en verkleg sjóvinna hefur verið fastur liður í starfsemi safnsins í sumar. Sunnudaginn 11. ágúst verður sýnd vinna við lóðir. Landheigisbáturinn Ingjaldur, sem Hannes Hafstein fékk lánaðan árið 1899 til að fara á að breskum land- helgisbijót á Dýrafirði, er nú aftur kominn á safnið eftir að hafa verið á sýningu í Hafnarhúsinu í Reykja- vík. í forsal Sjóminjasafnsins stendur nú yfir sýning á 15 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson listmálara. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrir daga vélvæðingar. A TVINNUAUGL YSINGAR Vélstjóra vantar Vélstjóra með réttindi vantar á Andenes RE, sem fer á rækjuveiðar á Flæmingjagrunni. Upplýsingar um borð í skipinu, sem liggur við Grandagarð, og í síma 565 5668 á kvöldin. Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki Kennara vatnar nk. skólaár. Almenn kennsla, myndmennt og sérkennsla. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Upplýsingargefa Björn Sigurbjörnsson, skóla- stjóri, hs. 453 6622, vs. 453 5382 og Óskar Björnsson, atstoðarskólastjóri hs. 453 5745, vs. 453 5385. Framkvæmdaaðilar athugið Byggingameistari, sem var að Ijúka verkefni úti á landi, getur tekið að sér allskonar verk- efni á sviði byggingastarfsemi. Áratuga reynsla. Upplýsingar í síma 985 39825. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Boðaslóð 7, neðri hæð, Vestmannaeyjum, þingl. eig. Svavar Guðna- son og Elsa Guðbjörg Jónsdóttir, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., miðvikudaginn 7. ágúst 1996 kl. 16.30. Heiðarvegur 1, 2., 3., 4. hæð (66,25%), Vestmannaeyjum, þingl. eig. Ástþór Rafn Pálsson, gerðarbeiðandi Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands, miðvikudaginn 7. ágúst 1996 kl. 16.00. Sýslumaöurinn í Vestmannaeyjum, 1. ágúst 1996. Fiskiskiptilsölu Vélskipið Óskar Halldórsson RE 157, sem er 250 brúttórúmlesta togskip, smíðað í Hollandi árið 1964. Aðalvél Stork 1000 hö, 1981. Skipió selst með veiðileyfi og aflahlutdeild- um, sem heimiluðu eftirfarandi aflamark fisk- veiðiárið 1995/1996: Þorskur kg 223.898, grálúða kg 2.384, ýsa kg 144.410, skarkoli kg 66.758, ufsi kg 48.572, karfi kg 67.954, úthafsrækja kg 226.972. Fiskiskip - skipasala, Hafnarhvoli víTryggvagötu, símar 552 2475/552 3340. Skarphéðinn Bjarnason, sölustjóri. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl. Magnús Helgi Árnason, hdl. /singor SÍMnhjólp Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina: Laugardagur 3. ágúst: Opið hús í Þríbúðum kl. 14-17. Lítið inn og rabbið um daginn og veginn. Dorkas-konur sjá um kaffið og meðlætiö. Gunnbjörg Óladóttir leiðir almennan söng. Takiö með ykkur gesti. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfip Sunnudagur 4. ágúst: Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Gunnbjörg Óladóttir leiðir almennan söng. Samhjálp- arvinir gefa vitnisburði. Barna- gæsla. Ræðumaður Óli Ágústs- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir þeir, sem ekki ætla í ferða- lag, eru velkomnir í Þríbúðir um verslunarmannahelgina. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Nú um verslunarmannahelgina er Landsmót hvítasunnumanna haldið í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð. Mótið var sett í gærkuöldi og stendur fram á mánudag. Samhliða mótinu er bamapiót fyrir börn 1 árs til 12 ára. Það eru allir velkomnir að koma austur og njóta helgarinnar með okkur. Vegna mótsins falla samkopaur helgarinnar niður í Reykjavík en við viljum vekja athygli á sam- komum Samhjálpar. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Gestur frá Singapore talar. Sunnudagur 11. ágúst: Brauðsbrotning kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Guð gefi okkur öilum ánægju- lega og slysalausa hlegi. Dagsferð 5. ágúst kl. 10.30 Kaupstaðarferð; frá Hólmi að Hólmakaupstað (Ör- firisey). Fylgt áætlaðri leið sem ábúandi í Hólmi [ Seltjarnarnes- hreppi fór um aldamótin 1700 niður í Reykjavík þar sem gamli Hólmakaupstaður var áður. Hægt er að koma inn í ferðina við Árbæjarsafn kl. 12.30 og Öskjuhlíð austanverða kl. 14.00. Verð 300/400. 3.-5. ágúst Básar kl. 09.00 Fjölskylduparadís þar sem rólegt er um verslupar- mannahelgi. Gönguferðir við allra hæfi og náttúran er ein- stök. Verð 4.300/4.900. Netfang: http://www.centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Fjölbreyttar Ferða- félagsferðir um verslun- armannahelgina 2.-5. ágústkl. 20.00: Landmannalaugar - Eldgjá -Skælingar M.a. verður ökuferð í Eldgjá og hún skoðuð og gengið að sér- stæðu gervigígasvæði við Skaftá er nefnist Skælingar. Góð gist- ing er í sæluhúsinu Laugum, m.a. er nýuppgerður svefnsalur og eldhúsið hefur verið stækkað um meira en helming og ný eld- unaraðstaða hefur batnað að mun. 2.-5. ágústkl. 20.00: Þórsmörk og Fimmvörðuháls Gist í Skagfjörðsskála Langadal. Hægt er að dvelja í Mörkinni við gönguferðir eða fara í dags- göngu yfir Fimmvörðuháls á laugardeginum. Heimkoma er á sunnudegi eða mánudegi eftir vali. Næg tjaldstæði eru á svæðum Ferðafélagsins, bæði í Langa- dal sem er aðalsvæðið og í Stóra- og Litlaenda, en á öllum stöðum er mjög góð hreinlætis- aðstaða. Af dagsferðum eru á sunnudag- inn 4. ágúst kl. 13.00 Djúpavatn - Spákonuvatn - Grænavatn og mánudaginn 5. ágúst er göngu- ferð á Esju kl. 10.30 og kl. 13.00 farið um Haukafjöll og að Trölla- fossi. í dagsferðirnar þarf ekki að panta en upplýsingar og far- miðar í aðrar ferðir fást á skrif- stofunni f Mörkinni 6. Við minnum á fjölbreyttar sum- arleyfisferðir í ágúst m.a. Horn- strandaferð 10.-16. ágúst (Hlöðuvík-Hesteyri), ferð á Ár- bókarslóðir 16.-18. ágúst (brottför kl. 18.00, gist í Kisu- botnum og Leppistungum). Margar ferðir um „Laugaveg" og Kjalveg hinn forna, ennfrem- ur er gönguferð frá Snæfelli til Lónsöræfa 10.-16. ágúst. Grænlandsferð er frestað. Fær- eyjaferð verður í september. Ferðafélag (slands. Þingvellir - þjóðgarður Föstudagur 2. ágúst Kl. 21.00 Kvöldrölt. Gönguferð um Spöngina og næsta nágrenni Þingvallabæjar. Farið frá Þeningagjá. Lýkur í kirkju. Tekur 110 klst. Laugardagur 3. ágúst Kl. 13.00 Barnastund í Hvannagjá. Leikum, litum og skoðum náttúr- una. Kl. 13.30 Á slóðir Hraunfólksins í fylgd Helgu K. Einarsdóttur, landvarðar. Farið frá Þingvallakirkju og geng- ið í Skógarkot, eyðibýli í Þing- vallahrauni. Mælst er til þess að menn taki með sér nesti. Ferðin tekur 2'h - 2'h klst. Kl. 16.00 Þinghelgarganga. Gengið um hinn forna þingstað og hugað að minjum og sögu. Hefst við kirkju og tekur um 1V4 klst. Kl. 21.00 Kvöldrölt. Gönguferö um Spöngina og næsta nágrenni Þingvallabæjar. Fariðfrá Flosagjá. Lýkur íkirkju. Tekur 114 klst. Sunnudagur 4. ágúst Kl. 11.00 Helgistund fyrir börn við Þingvallakirkju. Ki. 13.30 Gönguferð íHrauntún. Róleg og auðveld gönguferð að hinu gamla eyðibýli norðan til í Þingvallahrauni. Einungis um 20 mín. gangur hvora leið. Hefst á bílastæði við Sleðaás fyrir ofan Bolabás. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Kl. 15.05 Þinghelgarganga. Rölt um hinn forna þingstað. Farið frá kirkju eftir messu. Tekur H/2 klst. Kl. 21.00 Kvöldrölt. Gönguferð um Spöngina og næsta nágrenni Þingvallabæjar. Farið frá Flosagjá, endar í kirkju. Tekur 1Í4 klst. Mánudagur 5. ágúst Kl. 13.30 Lambhagi-Vatnskot. Létt gönguferð með vatnsbakka Þingvallavatns. Hugað að lífríki, gróðri og búsetu við vatnið að fornu og nýju. Hefst á bílastæði við Lambhaga. Tekur um 3 klst. Kl. 14.00 Skógarkot. Gönguferð í eyðibýlið Skógarkot í Þingvallahrauni. Hefst við þjón- ustumiðstöð og tekur um 3 klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.