Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Orkaog fagmennska TONIJSI J azz Fredrik Norén Band. Flytjendur: Magnus Broo trompet, Fredrik Ljungkvist tenór- og sópransaxófón- ar, Daniel Karlsson píanó, Filip Aug- ustson kontrabassi og Fredrik Norén trommur. Leikhúskjallarinn 30. júlí, 1996. HLJÓMSVEIT trommuleikar- ans Fredrik Norén fór á kostum í Leikhúskjallaranum síðastliðið þriðjudagskvöld. Langt er síðan svo kraftmikill kvintett hefur leik- ið hér á landi, spilagleðin geislaði af mönnum og það sem meira er, klisjumar voru flestar fjarri og frumleiki í sólóum allsráðandi. A efnisskránni vom að mestu fmms- amin verk eftir Norén, Broo og Ljungkvist, flest allt glerhart bíbopp og á köflum stutt í fijálsan djass hjá yngri mönnunum en öllu hefðbundnari form hjá foringjan- um. Hljómsveit Fredrik Norén hef- ur verið líkt við Jazz Messengers Art Blakeys og ekki að ófyrir- synju. Norén, sem hóf sinn feril 1960, hefur sankað að sér geysi- lega hæfileikaríkum og frumleg- um spilurum. Hljómsveitin var í fyrra kosin besta djasssveit Sví- þjóðar og er nú á leið til tónleika- halds í Texas og New York. Nor- én kann líka að setja saman skemmtilega efnisskrá og sýnir þar á sér hlið sem margir djass- tónlistarmenn vanrækja. Djass á líka að vera skemmtilegur. Fyrri hluti tónleikanna átti að ljúka á glerhörðu bíboppi Broos, Cosmo- tology en Norén læddi inn litlu fönknúmeri svo allir fóra í hléið með bros á vör. Ljungkvist er frábær tenóristi og meira en liðtækur á sópraninn. Hann er skrifaður fyrir Topsy the Teaser, hröðu bíboppi, en ekkert sérstaklega minnistæðu. Mönnum óx ásmegin í næsta númeri sem var latínskotin melodía eftir Nor- én, Helena’s Song. Broo virkaði í fyrstu fremur undarlega, spilaði mikið stakkato og ofboðslega háa tóna, eins og hluti af slagverki á köflum. í Iceman og ekki síður Nail Soup eftir Broo sem, eins og önnur lög eftir hann, er hreinrækt- að og hratt bíbopp, raku allar efa- semdir um hann sem trompetleik- ara út í veður og vind og það sem virkaði undarlega í fyrstu reyndist þegar til kom næsti bær við hrein- ustu snilld. Hinn ungi píanisti Daniel Karls- son komst mjög vel frá sínu og nafn hans er vert að leggja á minnið. Filip Augustson er lipur og tæknilegur bassaleikari. Undir öllu saman var svo foringinn, Fredrik Norén, og gaf ungu mönn- unum ekkert eftir. Guðjón Guðmundsson Vals eftir Liszt úr glat- kistunni London. The Daily Telegraph. ÁÐUR óþekkt verk eftir tón- skáldið og píanósnillinginn Franz Liszt kom nýlega í leitirn- ir í Bretlandi. Um er að ræða vals sem Algernon Percy kaup- sýsiumaður fann uppi á skáp í húsi sínu í Norðymbralandi. Verkið er samið fyrir Georginu Smythe, sem var langa-langa- langamma Percys og er um tvær mínútur í flutningi. Verkið fann Percy inn á milli rissbóka, mynda og uppskrifta úr eigu foreldra sinna en þau höfðu erft „þetta gamla drasl“ eftir ömmu hans, Helen, her- togaypju af Norðymbralandi. Foreldrar Percys höfðu aldrei farið í gegnum bunkann. „Þeg- ar ég var að fletta í gegnum pappírana rakst ég á nóturnar. Svo sá ég undirskriftina svo ekki lék nokkur vafi á; F. Liszt. Ég reyndi að leika verkið á píanóið en gafst upp eftir tvo takta, hugsaði með mér að þetta væri allt of erfitt,“ segir Percy. Hann sendi afrit af nótunum til Leslie Howard, sem er helsti sérfræðingur Breta í verkum Liszt. „Howard staðfesti að verkið væri óþekkt útgáfa af Bravuravalsinum og lék hana fyrir mig í símann. Lagið er ákaflega fallegt og ég gerði mér skyndilega grein fyrir því að við værum fyrstu mennirnir sem heyra það af þeim sem nú eru uppi.“ Kvennagullið og yngismeyjan Georgina Smythe, kölluð Cou, var frænka frú Fitzher- bert, hjákonu Georgs IV kon- ungs. Cou var eins og hetjunum er lýst í verkum Jane Austin; yós yfirlitum með liðað hár, glaðlynd og með ágæta kímnig- áfu. Hún heillaði flesta þá sem henni kynntust og var henni m.a. lýst sem „fallegustu stúlku Englands". Ekki er vitað nákvæmlega hversu náin kynni hún hafði af ungverska tónskáldinu. Talið er nær fullvíst að hann hafi kennt henni á hljóðfæri og líklega hitt hana allnokkrum sinnum þegar hann var á tónleikaferð um Bretland árið 1841. Howard tel- ur engan vafa leika á því að Cou og Liszt hafi átt í ástarsam- bandi. Tónskáldið hafi vafið konum um fingur sér. „Hann var eins og poppstjarna, hvert sem hann kom, flykktust konur að honum.“ En það var ekki aðeins verk eftir Liszt sem Percy fann upp á skápnum sínum, heldur einnig nótur eftir Johann Strauss, sem hafði samið polka sem tileinkað- ur var Georginu Smythe. Percy segist enga hugmynd hafa um hver tengsl hennar við Strauss hafi verið, ef til vill hafi hann kennt henni líkt og Liszt. Þakklætisvottur? Verk Liszt er samið um svip- að leyti og fyrstu valsar hans en það var áður en hann sló í gegn með hljómsveitarverkum sínum. Fjöldi handrita að verk- um Liszt eru til en hann samdi töluvert á ferðum sínum. Hafa uppboðshaldarar metið nóturn- ar að valsinum á um 500.000 ísl. kr. Að sögn Howard var Liszt ákaflega gjafmildur á verk sín. „Hann var afar kærulaus, hafði engan áhuga á að halda til haga öllu því sem hann samdi og þvi eru enn að finnast verk eftir hann út um allt. Ég get vel ímyndað mér að valsinn hafi verið þakklætisvottur til Georg- ínu fyrir ánægjulega kvöld- stund, ef svo má að orði kom- ast. Það er erfítt að geta sér til um hversu lengi hann hefur verið að semja valsinn... kannski hálftíma?" Mestu skáldsagnahöfundarnir Könnun svissnesks tímarits um hver sé mesti skáldsagna- höfundur samtímans sýnir yfírburði Gabriels García Márquez og Milans Kundera. Jóhann Hjálmarsson víkur að niðurstöðum gagnrýnenda frá 18 þjóðlöndum. SVISSNESKA tímaritið L’Hebdo sem gefið er út í Lausanne hefur birt niðurstöðu könnunar sem snerist um að velja mesta núlifandi skáld- sagnahöfundinn. Gagnrýnendur frá 18 þjóðum máttu greiða tíu rithöfundum atkvæði hver. Niðurstaðan kemur ekki beinlínis á óvart, en er að ýmsu leyti athyglisverð. Gabriel García Márquez fékk 13 atkvæði; Milan Kundera 9; Umberto Eco og John Upd- ike 6; Salman Rushdie 5; Mario Vargas Llosa, Alexander Solsenitsín, Paul Auster, V. S. Naip- Gabriel García Milan Márquez Kundera aul, Giinter Grass og Saul Bellow 4; Don DeL- illo, Carlos Fuentes, Patrick Modiano, Antonio Tabucchi, Toni Morrison, Naguib Mahfuz og Norman Mailer 3. Spænskumælandi rithöfundar geta ekki kvartað yfír tómlæti, enda er hljóðið gott í dagblaðinu E1 País í Madríd sem hér er stuðst við. Camilo José Cela fékk tvö atkvæði og meðal annarra voru Juan Goytisolo, Antonio Munos Molina og Francisco Umbral. Meðal höfunda sem tímaritið svissneska telur vanta era Tékkinn Bohumil Hrabal, Afr- íkumaðurinn Ahmadou Kourouma frá Fíla- beinsströndinni og Svíinn Per Olov Enquist og nefndir eru einnig til sögu Portúgalinn José Saramango og Argentínumaðurinn Er- nesto Sabato. Fáir íslendingar munu kannast við Banda- ríkjamanninn Don DeLiIlo og Frakkann Patrick Modiano. ítalinn Antonio Tabucchi er einnig svo til ókunnur hér á landi. Gagnrýnendur og lesendur sammála Gagnrýnendurnir átján virðast sama sinnis og bókmenntalesendur yfirleitt, að minnsta kosti hvað varðar efstu sætin. Gabriel García Márquez og Milan Kundera eru í miklum metum og mikið lesnir. Ekki virðist draga úr dálæti á þeim þótt líftími flestra rithöfunda sé alltaf að styttast. Þeir hafa báðir gott lag á því að höfða til lesenda og á þeim sjást engin þreytumerki. García Márquez sendi nýlega frá sér heimildarskáldsögu um mann- rán í Kólumbíu þar sem blaðamennskuhæfi- leikar hans njóta sín til fullnustu og Milan Kundera bætti við nýrri eftirtektarverðri skáldsögu, Með hægð. Á heimaslóð Á SUNNUDAGINN lýkur sýn- ingunni „Á heimaslóð“ í Lista- setrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Þar sýna 11 brottfluttir listamenn af Skaganum verk sín. Þeir sýna m.a. olíuverk, leir- listaverk, veflist, vatnslita- myndir og skúlptúra. Þau sem sýna era: Arndís Guðmundsdóttir, Auður Vé- steinsdóttir, Erla Sigurðar- dóttir, Gyða L. Jónsdóttir, Hjálmar Þorsteinsson, Jónína Guðnadóttir, Sara Björnsdótt- ir, Sesselja Björnsdóttir, Sig- ríður Rut Hreinsdóttir, Sigríð- ur Jónsdóttir og Vignir Jó- hannsson. Listasetrið er opið daglega frá kl. 14.00-16.30. Ólöf Birna sýnir á Egils- stöðum ÞESSA dagana sýnir Ólöf Bima Blöndal myndlistarkona verk sín í Café Nielsen á Egils- stöðum. Sýningin var opnuð 20. júlí um leið og rekstur kaffihússins hófst í einu elsta húsi bæjarins eftir gagngerar breytingar. Þetta er fimmta einkasýning Ólafar Bimu. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Verkin eru öll unnin með olíukrít á pappir. Myndefnið er sótt í litbrigði árstíðaskipta og birtu í íslenskri náttúru. Ólöf Bima stundaði nám í listadeild Stephens College, Columbia, Mo. USA auk náms í Myndlistaskólanum í Reykja- vík um árabil. Sýningu Kees Visser að ljúka SÝNINGU á málverkum Kees Visser í Ingólfsstræti 8 lýkur i dag, en hann sýnir tvær sam- hliða litalínur, akrýl á pappír. Sýningin í Ingólfsstræti 8 er sextánda einkasýning Kees hérlendis en 20 ár era liðin frá fyrstu sýningu hans í Galleríi SÚM. Næst sýnir í Jngólfsstræti 8 ljósmyndarinn ívar Brynjólfs- son. Sýningin, sem ber heitið Myndir frá forsetaframboði 1996, verður opnuð 8. ágúst. Ingólfsstræti 8 er opið frá 14-18 alla daga nema mánu- daga. Síðasta sýn- ingarhelgi NÚ FER í hönd síðasta sýning- arhelgi hjá Ingu Sólveigu í Galleríi Horninu að Hafnar- stræti 15. Inga Sólveig sýnir á þriðja tug handlitaðra ljós- mynda af steinum í íslenskri náttúru. Sýningin stendur til 7. ágúst og er opin alla daga, einnig frídag verslunarmanna, á milli kl. 11 og 23.30. Frá kl. 14 til 18 er gengið inn um sérinngang gallerísins en ann- ars í gegnum veitingastaðinn Hornið. Tónleikum aflýst TÓNLEIKUM Roskilde musik- skolens harmonieorkester frá tónlistarskóla Hróarskeldu í Danmörku, sem auglýstir hafa verið í Norræna húsinu í dag hefur verið aflýst vegna óvið- ráðanlegra ástæðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.