Morgunblaðið - 08.08.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 08.08.1996, Síða 27
26 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 27 3K*¥$tni$lfiMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LEIFSSTOÐ STÆKKUÐ ÞEGAR Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var byggð á sínum tíma töldu margir að um allt of stóra byggingu væri að ræða miðað við þarfir íslendinga og hafði hún þó verið minnkuð frá upphaflegum áformum. Á undanförnum árum hefur hins vegar komið í Ijós að flug- stöðin annar ekki lengur með góðu móti þeim mikla fjölda farþega sem um hana fer á háannatímum. Ekki er óalgengt á álagstímum að rúmlega þúsund farþegar fari í gegnum flugstöðina á innan við klukkustund. Enginn leið hefur verið að sinna þessum mikla fjölda miðað við núverandi aðstæður og því hefur reglulega skapast ófremdarástand í flugstöðinni og farþegar orðið að bíða í löngum biðröðum áður en þeir komast í vegabréfaskoðun og vopnaleit. Erlendum ferðamönnum, sem hingað koma, fjölgar stöðugt og vonir standa til að á næstu árum muni ferðamannastraum- urinn halda áfram að vaxa. Flugvélastæðum verður fjölgað sem og innritunarborðum og vopnaleitarhliðum. Samhliða þessum framkvæmdum verður hægt að gera nauðsynlegar breytingar á flugstöðinni til að hún uppfylli þær kröfur sem gerðar eru vegna aukaaðildar íslendinga að Schengen-samkomulaginu, sem gildi tekur árið 1998. Ljóst var að gera þurfti veigamiklar breytingar á skipulagi flug- stöðvarinnar vegna Schengen. Kostnaði vegna þeirra breyt- inga er nú hægt að halda í algjöru lágmarki. Alls er áætlað að kostnaður vegna nýrrar viðbyggingar og endurbóta á núverandi byggingu muni nema 800 milljón- um króna. Það var tímabær ákvörðun hjá ríkisstjórn íslands að stækka Leifsstöð. SJÚKRAHÚSIN í REYKJAVÍK HUGLEIÐINGAR um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja- vík, hafa bersýnilega komið illa við marga, ekki sízt starfsmenn og talsmenn Sjúkrahúss Reykjavíkur. í Morgun- blaðinu í gær birtist grein eftir Árna Sigfússon, oddvita Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, þar sem hann mælir eindregið gegn slíkri sameiningu og telur, að einokun í þessum rekstri, eins og hann orðar það, sé engin lausn. Jafnframt telur Árni Sigfússon, að sameining Borgarspítala og Landakotsspítala hafi gefið góða raun, hafi sparað og muni spara mikla fjármuni. Það er vissulega rétt, að æskilegt er að hafa einhvern valkost í rekstri sjúkrahúsa. Þegar Landakotsspítali var gerð- ur að sjálfseignarstofnun fyrir u.þ.b. tveimur áratugum studdi Morgunblaðið þá ákvörðun eindregið, m.a. á þeirri forsendu, að rekstur Landakotsspítala mundi veita stóru sjúkrahúsunum tveimur akveðið aðhald og gefa kost á samanburði á ólíkum rekstrarformum. Sú afstaða byggðist hins vegar á því, að rekstrarfyrirkomu- lag á Landakotsspítala var gjörólíkt því, sem tíðkaðist á Landspítala og Borgarspítala. Sá samanburður, sem þá var til staðar er því miður ekki lengur fyrir hendi. Hins vegar hafa orðið örar framfarir í læknisþjónustu á þessum tveimur áratugum, sem m.a. byggist á svonefndri hátækni. Það eru ákaflega sterk efnisleg rök fyrir þeirri skoðun, sem fram kom hjá hinum erlendu ráðgjöfum, sem áður hefur verið vitnað til hér í blaðinu, að íslenzkt samfélag sé einfaldlega svo lítið, að hvorki hafi það þörf fyrir, né hafi efni á tvöföldum hátæknibúnaði. Það eru meginrökin fyrir því, að sjálfsagt og eðlilegt er að fram fari hagkvæmniathugun á því, að myndaður verði einn hátæknispítali á grundvelli Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Jafnframt er erfitt að skilja, hvers vegna ekki er hægt að ná umtalsverðum sparnaði með slíkum ráðstöfun- um, ef rétt er, sem fram kemur í grein Árna Sigfússonar, að sameining Borgarspítala og Landakotsspítala hafi haft í för með sér mikinn sparnað. Þótt hér yrði til einn fullkominn hátæknispítali er margt sem mælir með því, að jafnframt yrði byggður upp einkarek- inn valkostur, ekki á sviði hátækni, en sem mundi annast margvíslega aðra læknisþjónustu, sem sjúklingar yrðu þá að greiða fyrir. Morgunblaðið hefur áður bent á að æskilegt væri að byggja upp slíkan valkost og eitthvert form heilsu- trygginga á vegum tryggingafélaganna, þannig að fólk geti valið á milli ríkisrekins spítala og einkarekins. Landakotsspítali, fyrir sameiningu við Borgarspítala, hefði getað orðið sá einkarekni valkostur, ef rétt hefði verið á haldið. ELDFJALLARANNSÓKNIR Morgunblaðið/Sverrir DR. SVEINN Jakobsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, með sýni af útfellingum frá Surtsey, Eldfelli og Heklu. STEINDATEGUND sem fannst í Eldfelli í Heimaey og ekki hefur tekist að greina. Hún hefur sennilega ekki fundist áður í heiminum. OFT myndast litríkar útfell- ingar við eldgíga eða á hrauni, þar sem er mikið gufustreymi og verulegur hiti. Þessar útfellingar eru oft gul- ar, rauðar eða hvítar og myndast beint úr gufufasa, oftast við nokk- urra hundraða gráða hita. Þær setj- ast í sprunguveggi, hoiur og á yfir- borð hrauna og gjallgíga. „Meirihluti útfellinganna hverfur mjög fljótlega, eða nokkrum árum eftir að gosi lýkur, vegna þess að margar þessara steinda eru upp- leysanlegar í vatni og hverfa þegar dregur úr gufustreyminu og úrkoma nær yfirhöndinni. Þær útfellingar, sem ekki eru uppleysanlegar í vatni, veðrast einnig illa,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Óvæntar niðurstöður Útfellingar í eldfjöllum hafa ekki verið mikið rannsakaðar, hvorki hér á landi né annars staðar. Að sögn Sveins er ástæðan sennilega sú að þær eyðast mjög fljótt og oft er erfitt að nálgast þær. „Hér á Náttúrufræðistofnun hef- ur farið fram skipulögð rannsókn á útfellingum undanfarin sex ár í samvinnu við steindafræðinginn Erik Leonardsen frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Fyrsta þætti þess- arar rannsóknar er nú lokið, en hann fólst í nákvæmum röntgen- greiningum á sýnum úr Surtsey, Heklu og Eldfelli á Heimaey. Niðurstöður rannsóknanna hafa komið mjög á óvart. Fundist hefur ótrúlegur fjöldi steinda í þessum útfellingum og þá ekki síst töluvert af nýjum, óþekktum steindum. Eld- fjöllin þijú sem voru athuguð, Surts- ey, Eldfell og Hekla, voru valin með hliðsjón af öðrum rannsóknum sem hafa farið fram þar og vegna þess að aðstæður eru mjög ólíkar á þess- um þremur stöðum,“ segir Sveinn. Ólík eldfjöll Surtsey gaus árin 1963 til 1967. Gosið byijaði í sjó og bergið sem myndaðist þar er basískt. Eyjan er gegndrepa af sjó og því eru þar afar sérstakar aðstæður. Utfelling- um hefur aðallega verið safnað í hellum, sem eru fjölmargir þar, og hafa þær varðveist vel því úrkoma hefur ekki komist að þeim. Útfell- ingarnar bera mjög keim af nær- veru sjávarins, þar er til dæmis steinsalt mjög algengt. í sýnunum frá Surtsey hafa fund- ist 24 steindategundir og hafa 12 þeirra ekki fundist áður á Islandi. Auk þess fannst þar ein steind sem aldrei hefur fundist áður í heiminum og líklegt er að aðrar séu til stað- ar, þar sem ekki hefur enn tekist að greina 10 tegundir. Sex nýjar steinda- tegniidir fundnar Undanfarín ár hefur staðið yfir rannsókn á útfellingum sem verða til við eldgos. Þegar hafa greinst 6 steindategundir sem hafa ekki áður fundist í heiminum. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræddi við dr. Svein Jakobs- son á Náttúrufræðistofnun um rannsóknirnar. SÝNUM var safnað við gíginn á Eldfelli, en þar mælist enn um 600 gráða hiti, rúmlega tveimur áratugum eftir að gosi lauk. Eldfell gaus ísúru bergi árið 1973 og meirihluti hraunsins rann út í sjó. Útfellingum hefur verið safnað efst í norðaustur hprni gígsins og í umhverfi hans. í Eldfelli hafa fundist 14 steindategundir og þar af hafa tvær ekki fundist áður á íslandi. Ein ný steindategund fannst þar og mögulegt er að aðrar eigi eftir að finnast, því 6 tegundir eru enn ógreindar. 18 steindategundir sem hafa ekki sést áður á íslandi Hekla gaus ísúru bergi árið 1991, en hún er sem kunnugt er langt inni í landi og hátt yfir sjávar- máli. Útfellingum hefur verið safn- að í stóra gígnum í norðaustur- hluta fjallsins, en einnig hafa verið tekin sýni úr yfirborði hraunsins. Þessar útfellingar eru töluvert frá- brugðnar þeim sem fundust í Surts- ey og Eldfelli. Fundist hefur 21 steindategund og þar af eru þijár nýjar á Islandi, auk þeirra sem fundust einnig í Surtsey og Eld- felli. Fjórar nýjar steindir fundust, og líkur eru á að fimm aðrar séu einnig til staðar. „Þannig hafa í þessum útfellinga- sýnum frá Surtsey, Eldfelli og Heklu fundist alls 18 steindateg- undir sem hafa ekki sést áður á íslandi, 6 nýjar steindategundir hafa fundist og líkur eru á að 7 nýjar tegundir greinist til viðbótar. Auk þess eru rúmlega 20 tegundir enn ógreindar," segir Sveinn Jak- obsson. Menningarlegt atriði Hann segir að fundur hinna nýju steindategunda hafi sennilega ekki beina hagnýta þýðingu. „Hlutverk Náttúrufræðistofnun- ar er að afla upplýsinga um náttúru landsins. Það er í raun. hluti af menningarviðleitni okkar, því það er menningarlegt atriði að þekkja landið og geta lýst því. En þegar allt kemur til alls getur fundurinn haft hagnýta þýðingu sem ekki er augljós í upphafi. Um er að ræða mörg sjaldgæf frumefni og aukin þekking á þeim hjálpar okkur að skilja betur hringrás frumefnanna, t.d. hvað varðar kadmíum og önnur eitruð efni sem við vitum tiltölulega lítið um.“ 4.700 steindategundir STEIND ER minnsta eining steinaríkisins og kallast „min- eral“ á ýmsum erlendum mál- um, og er það fasta efni eða efnasamband sem finnst sjálf- stætt í náttúrunni. í heiminum eru taldar vera um 4.700 steindategundir og á hveiju ári finnast um 50 til 60 nýjar teg- undir, til dæmis við námugröft. Á íslandi hafa til þessa fundist 286 steindir, og því eru hinar nýfundnu tegundir mikil við- bót, samkvæmt upplýsingum Sveins Jakobssonar. Fyrirhuguð stofnun verslunarháskóla Verzlunarskóla íslands FYRIRHUGAÐ er að verslunarháskóli rísi á þessari lóð við hlið Verzlunarskóla íslands. Morgunblaðið/Golli Skólar með viðskiptabraut- ir fái sömu fyrirgreiðslu Farið hefur verið fram á stuðning ríkisins við rekstur verslunarháskóla Verzlunarskóla Is- lands. Þórmundur Jónatansson kannaði hvort eftirspum væri næg til að auka kennslu í viðskiptafræðum og ræddi við formann skóla- nefndar VTog skorarformann viðskiptafræði- ---------------------------->----------------- skorar í Háskóla Islands. MIKIL eftirspurn eftir stuttu en hagnýtu námi í við- skiptatengdum greinum er ein meginástæða þess að í undirbúningi er að stofna verslun- arháskóla Verzlunarskóla íslands sem starfa mun samhliða Tölvuháskóla VÍ. Árni Árnason, formaður skólanefndar Verzlunarskóla íslands, segir að stefnt sé að því að opnaður verði verslunar- háskóli haustið 1998 og þegar hafi margar fyrirspumir borist um það hvenær skólinn verði opnaður. Skólanefndarformaðurinn og Ingj- aldur Hannibalsson, skorarformaður viðskiptafræðiskorar í Háskóla ís- lands, eru sammála um að eftirspurn eftir viðskiptatengdu námi sé það mik- il að stofnun skólans eigi rétt á sér. Þeir telja báðir ákaflega mikilvægt að viðskiptabrautir í skólum á háskóla- stigi fái sömu fjárveitingu á nemanda en aðeins þannig verði samkeppnis- staða skólanna jöfn. Verslunarráð íslands, sem tilnefnir sameiginlega skólanefnd Verzlunar- skólans og Tölvuháskólans, hefur farið þess á leit við menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að verslun- arháskóla verði veittur sambærilegur stuðningur og Tölvuháskóli VÍ nýtur. Samkvæmt því tæki ríkið þátt í kostn- aði vegna launa og reksturs og yrði fjárveiting miðuð við fasta upphæð á hvern nemanda. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að sett verði í lög ákvæði sem feli í sér staðfestingu á að ríkinu sé heimilt að semja við fyrirtæki, félög eða stofnanir um rekstur skóla sem veita viðskiptamenntun á háskólastigi en slík ákvæði eru í gildi m.a. um list- menntun. Sátt um að ríkið styrki háskólastofnanir Árni telur eðlilegt að ríkið taki þátt í rekstri háskólans enda ríki nokkuð víðtæk sátt um það að ríkið standi straum af háskólanámi í landinu. Hann segir mikil- vægt að einkaaðilar hafi möguleika á að reka skóla á háskólastigi til að auka fjölbreytni í menntakerfinu. An sambærilegra fjárveitinga væri samkeppnisstaða við ríkisskóla mjög ójöfn. Samkvæmt skipulagsskrá Verzlun- arskóla íslands er honum ætlað að reka skóla bæði á framhalds- og há- skólastigi. Undanfarin ár hefur skólinn rekið tölvuháskóla og nú er fyrirhugað að víkka út starfsemi hans með því að bjóða upp á tveggja ára námsbraut- ir í stjómun og rekstrarfræðum. Stefnt er að því að nemendur geti lokið BA- eða BS-prófi frá verslunarháskólanum með mismunandi blöndu af tölvu- og viðskiptanámi. Stefnt er að því að bygging fyrir hinn nýja skóla verði fullbúin við Ofanleiti 2 við hliðina á Verzlunarskólanum haustið 1998. Gert er ráð fyrir að allt að 500 nem- endur verði í skólanum. Rekstur TVÍ hagkvæmur Verzlunarskólinn og Tölvuháskólinn eru reknir með stuðningi ríkisins sam- kvæmt samningi ríkisins og Verzlun- arskóla íslands. „Við höfum gert verk- takasamning um að veita ákveðna menntun gegn tiltekinni greiðslu," segir Árni. „Þetta er gert vegna þess að ríkið telur hagkvæmt að borga okkur ekki hærri upphæð en það kostar ríkið að framkvæma hlutina. Þeir samningar um fjárveitingar sem við höfum gert taka mið af öðrum skólum. Um fjár- veitingu til Verzlunarskólans er miðað við þá framhaldsskóla þar sem rekstur er hvað hagkvæmastur, þ.e. í MR og MS. Varðandi Tölvuháskólann er byggt á viðmiðun við framhaldsskóla- nám að teknu tilliti til þess að háskóla- nám er dýrara. Rekstur Tölvuháskól- ans gengur mjög vel og hann er ríkinu mjög hag- kvæmur.“ Árni segir að Tölvuhá- skólinn hafi átt mjög góðu gengi að fagna og aðsókn að skólanum hafi verið mjög mikil. „Námið hefur verið talið hagnýtt og nemendur hafa yfirleitt verið komnir með vinnu áður en þeir Ijúka námi. Við höfum síðan orðið vör við mikla þörf fyrir stutt og hagnýtt nám í við- skiptatengdum greinum sem geti nýst nemendum vel í starfi." Hann segir að áhersla verði lögð á að kennslan verði hagnýt og í því skyni hafa skólar erlendis verið heimsóttir. Hann segir að samstarf við erlenda háskóla hafi verið kannað en ekki sé hægt að greina frá því að svo stöddu í hveiju það verði fólgið. Frekari rök með verslunarháskóla hafa verið sett fram. Það er t.d. mat Verslunarráðs að stofnun skólans sé ávinningur fyrir atvinnulífið en einnig sé það kappsmál fyrir stjórnvöld að efla samskipti sín og samvinnu við atvinnulífið á sviði mennta- og menn- ingarmála. Skólar sitji við sama borð Ingjaldur Hannibalsson segir að það sé af hinu góða að nemendur hafi um nokkra kosti að velja. Hann segir að viðskiptafræðideild hafi ekkert á móti því að aðrir skólar á háskólastigi bjóði upp á nám á svipuðu sviði. Þegar bjóði þrír skólar upp á viðskiptafræðinám auk Háskóla Islands, Tækniskólinn, Samvinnuháskólinn á Bifröst og Há- skólinn á Akureyri. „Eftirspurn eftir þessu námi hefur verið mikil og nemendafjöldi hefur raunar ekkert minnkað eftir að aðrir skólar komu á sjónarsviðið," segir liann. Ingjaldur telur aftur á móti al- gjöra nauðsyn að fjárveitingar til skólastofnananna verði samræmdar. Hann segir það yrði mjög óeðlilegt ef verslunarháskól- inn fengi hærri krónutölu á hvern nemanda en Háskóli íslands. _ Árni Árnason segir æski- legast að fjárveitingar yrðu miðaðar við fjölda nemenda og að sama við- miðunartalan gilti fyrir alla skóla á háskólastigi, breytileg eftir námsgrein. Hann minnir á að þetta sé fyrirkomu- lag sem háskólamenn hafi lagt áherslu á síðustu misseri. Árni telur að með þessu móti verði komið í veg fyrir að skólum sem bjóði upp á sams konar eða svipað nám verði mismunað. Ingjaldur segir eðlilegt að fyrirhug- aður verslunarháskóli leggi megin- áherslu á nám til fyrstu háskólagráðu, BA- eða BS-prófs. „Að mínu mati getur skóli ekki boðið upp á nám til meistara- eða doktorsnám án þess að reka umtalsverða rannsóknarstarf- semi og ég á ekki von á að þessi skóli muni gera það, a.m.k. ekki í fyrstu," segir hann. Eflir viðskiptanám Aðspurður kveðst Ingjaldur telja að stofnun verslunarháskóla muni fremur efla viðskiptanám en hitt. Nám þar muni án efa verða hagnýtara en síður byggt á fræðilegum grunni. „Við teljum aftur á móti mikilvægt að byggja upp fræðilegan grunn sem nemendur geta síðan notað við lausn raunhæfra verkefna.“ Skorarformaðurinn segir að stefnt sé að því að bjóða upp á nám til MS-prófs í viðskiptadeild frá og með haustinu 1997. „Mér fínnst eðlilegt að Háskóli íslands leggi aukna áherslu á framhaldsnám sem er að sjálfsögðu opið nemendum sem lokið hafa BS- prófi annars staðar að því gefnu að þeir standist inntökuskilyrði um ein- kunnir.“ Ingjaldur telur ekki útilokað að lágmarkseinkunn til að komast að í meistaranám verði mismunandi eftir því úr hvaða skóla menn útskrifast. Traustari lagastoð skortir Bjöm Bjamason, menntamálaráð- herra, segir að af sinni hálfu sé fullur vilji til að skoða alla kosti stuðnings ríkisins við verslunarháskólann. Hann segir á hinn bóginn mjög brýnt að skjóta traustari stoðum undir fjárveit- ingar ríkisins til skóla sem þessa, áður en rætt er um fyrirkomulag íjárveit- inga til skóla á háskólastigi. Fyrsta verkefnið hlýtur, að mati Bjöms, að vera að kanna hvort lög- gjafinn sé reiðubúinn að veita ráð- herra heimild til að semja við einkaaðila, félög eða stofnanir um rekstur skóla sem annaðist viðskipta- menntun á háskólastigi til þess að þessir skólar hafi viðunandi starfsöryggi. „Við eigum fyrirmynd sem eru heimildarlög um listaháskóla. I þeim er heimilað að gerðir séu samninga við fyrirtæki, félög eða stofnanir um að annast listmenntun á háskólastigi. Viðræður hafa staðið yfir um hvernif koma eigi þessu af stað þannig ac menn em að fikra sig inn á þessa braut,“ sagði Björn að lokum. Ráðherra seg ir lagastoð skorta Meira fram- boð minnkar ekki aðsðkn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.