Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.08.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Hraðlestrarnámskeið Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og afköst í námi? + Vilt þú stórauka aflcöst þín í starfi? Svarir þú játandi skaltu skrá þig strax á næsta námskeið j í hraðlestri sem hefst 13. ágúst n.k. Lestrarhraði þátt- takenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst árangur! Skráning er í síma 564-2100. '^Sí HRAÐUESnnRARSKÖJLJrMN Munid langan Laugavegi 89, s. 511 1750 - Kringlunni, s. 553 1717 laugardag UTSALA - UTSALA Veröhrun vou Allar peysur 1.900 aður 5.900—4.900 Allar skyrtur 1.900 áður 3.900—4.300 Öllvesti 1.900 áður 4.900 Stakir jakkar 4.900 áður 12.900-11.900 Jakkaföt frá 6.900 áður 13.900 Stakar buxur frá 990 áður 5.900 Laugavegi 51, s. 551 8840 Munið langan laugardag IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Frábær þjónusta hjá Canada 3000 flugfélaginu AUÐUNN S. Einarsson skrifaði eftirfarandi bréf: „Það vakti athygli fyrir nokkrum mánuðum að flugfélagið Canada 3000 ákvað að taka farþega frá íslandi á leið þeirra frá Glasgow til vesturstrandar Kanada og skrif og frétta- flutningur útvarps og sjón- varps var á þá leið að Flug- leiðir væri að gera þeim lífið leitt með okurgjald- töku fyrir þjónustu. Ég ferðaðist með þessu flugfélagi í byijun júlí til Kanada og kom aftur til baka fyrir nokkrum dög- um. Því verður ekki neitað að stutt er milli sætaraða í vélunum en ekki verra en í Flugleiðavélunum. Það er pakkað inn í þær. Þjónusta hjá þeim er sérlega góð, brosandi starfsfólk og indælt í alla staði og vonandi sjá þeir sér fært að veita íslending- um framvegis þennan möguleika á flugi til Vancouver þar sem stutt er til kyrrahafsfylkja Bandaríkjanna, Washing- ton, Oregon og Kaliforníu. Ég mun tvímælalaust ferð- ast með þessu flugfélagi aftur ef slíkt verður áfram í boði.“ Gæludýr Kettling vantar heimili VEGNA ofnæmis á heimili hér í bæ, þarf tíu vikna kettlingur að eignast gott heimili. Kettlingurinn sem er hvítur er kassavanur og mjög gæfur. Áhugasamir hringi í síma 587-1675. Kettlinga vantar heimili ÞRÍR fallegir níu vikna kettlingar þurfa að eignast góð heimili. Uppl. í síma 587-2529. Elenóra er týnd ELENÓRA sem er ellefu ára gömul svört læða með hvítt á löppum og bringu hvarf frá Áusturgötu 34, Hafnarfirði sl. föstudag. Hún er mjög gæf og var með rauða ól. Geti einhver gefíð upplýsingar um hana er hann beðinn að hringja í síma 555-0677 eða 552-2095 og er fundar- launum heitið. Páfagaukur tapaðist LÍTILL blár páfagaukur flaug út um glugga á heim- ili sínu við Vesturberg fyr- ir u.þ.b. þremur vikum. Geti einhver gefíð upplýs- ingar um afdrif hans er hann beðinn að hringja í síma 567-9468 eftir kl. 18. Ernu vantar heimili TINNUSVÖRT og blíð læða, þriggja og háifs mánaða gömul og heitir Ema, þarf að eignast heimili hjá góðu fólki sem allra fyrst. Uppl. veittar í s. 551-9651. Nintendo tölvu saknað NINTENDO Game Boy leikjatölva í glæru hulstri með leikjum hvarf úr bíl sem stóð ólæstur á bíla- stæði Hótel Eddu á Akur- eyri um verslunarmanna- helgina. Eigandinn er sjö ára drengur og saknar þessara hluta sárt og biður skilvísan finnanda að hafa samband í síma 565-6939. Göngustafur tapaðist JÁRNSTAFUR frá Hjálp- artækjabankanum tapað- ist fyrir rúmlega viku á planinu við Glæsibæ, Álf- heimum 74. Skilvís finnandi vinsamlega hafí samband í sima 553-3472. Myndavél tapaðist MILLI Loðmundarfjarðar og Borgarfjarðar eystri tapaðist myndavél af gerð- inni Canon-Eos 600 föstu- daginn 2. ágúst. Skilvís fínnandi vinsamlega hringi í Sigurgeir Siguijónsson í síma 552-2690 og er fund- arlaunum heitið. Giftingarhringur tapaðist LÍTILL, nettur en efnis- mikill giftingarhringur, tapaðist mánudaginn 5. ágúst í eða við Stjörnubíó. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 557-4749 eða 89-26760. Sessa fannst SESSA, mjög líklega úr sófasetti, fannst á Laugar- nesvegi sl. föstudag. Eig- andinn má vitja hennar í síma 557-4625. Seðlaveski tapaðist VÍNRAUTT seðlaveski merkt Sparisjóðnum í Keflavík tapaðist fyrir framan Sundlaugina í Laugardal sl. fímmtudag. Skilvís fínnandi vinsam- lega hafi samband í síma 421-3399. SKAK Umsjón Margcir Fétursson SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í skák tveggja stórmeistara á alþjóðlegu móti í Bad Homburg í Þýskalandi sem er nýlokið. Þjóðveijinn Markus Stangl (2.565) var með hvítt, en Boris Alter- man (2.590), ísrael, hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 17. Kfl-gl, en nauð- synlegt var 17. Bg2. Svart- ur fann nú leið til að not- færa sér klaufalega stöðu hvíta kóngsins og hróksins í horninu. 17. - Hxd4! 18. exd4 - Hxb2 19. Bg2 - Bf5 20. Bf3 - c3 21. Kg2 - c2 22. Bc6 - Bc3 23. Hacl - Bd2 og Jivítur gafst upp. Úrslit á mótinu: 1.-2. Alterman og Gabriel, Þýskalandi, 6 v. af 9 mögu- legum, 3.-5. Soffía Polgar, Slobodjan, Þýskalandi, og Movsesian, Armeníu, 4 'A v. 6.-9. Bönsch, Bezold og Stangl, Þýskalandi, og Hug, Sviss, 4 v. 10. Unzicker, Þýskalandi, 3 ’/z v. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu nýlega hlutaveltu við Melabúðina v/Hagamel til styrktar Krabbameinsfélags íslands. Þau heita frá vinstri Guðbjörg Tómasdóttir, Þórunn Friðriksdóttir, Tryggvi Tómasson og Kristinn Páll Teitsson. Þau eiga öll heima á Grenimel nema Kristinn sem býr á Hagamel. Víkveiji skrifar... VIÐHORF til barna er breytilegt milli ríkja, menningarheima og einstaklinga. Sumir líta á börn sem guðsgjöf og tilgang lífsins, aðrir sem byrði er torveldar foreldr- unum að uppfylla sínar ítrustu sjálf- hverfu þarfir. Þessi breytilegu viðhorf koma fram á ýmsa vegu. Á fáum stöðum er viðhorfið til barna líklega eðli- Iegra og jákvæðara en í evrópsku Miðjarðarhafslöndunum. Þar ráða börnin ennþá ríkjum og taka þátt í hinu daglega lífi fjölskyldunnar af fullu kappi. Þetta kemur mörgum Norður- Evrópubúum spánskt fyrir sjónir, enda eiga menn á okkar slóðum ekki að venjast því að sjá smábörn á reiki síðla kvölds, hvað þá á kaffi- húsum eða veitingastöðum. XXX SUÐUR-EVRÓPSKA fjölskyldu- mynstrið er vissulega frá- brugðið því sem við þekkjum. Sam- heldni fjölskyldunnar er meiri og tengsl milli kynslóða sterkari. Sam- eiginlegar máltíðir tengjast ekki einvörðungu helstu hátíðis- og helgidögum heldur eru fastur hluti hins daglega lífs. Þrátt fyrir annríki gefur fólk sér tíma til samveru og samræðna. Víkverji hefur lengi dáðst af þessu viðhorfi til fjölskyldunnar og barna sérstaklega. Það var hins vegar ekki fyrr en nú í sumar, er hann ferðaðist með ungri dóttur sinni til Spánar, að hann átti þess kost að upplifa þetta frá fyrstu hendi. Skyndilega var litia konan í aðal- hlutverki, hvert sem komið var, og ekkert þótti sjálfsagðara en að hún tæki þátt í hveiju sem var. Það er algeng sjón á Spáni, jafnt sem Ítalíu og Grikklandi, að sjá börn leika sér fyrir utan kaffihús eða veitingastaði. Borðsiðir yngstu kynslóðarinnar geta verið ansi skrautlegir á köflum, þrátt fyrir tilraunir foreldra til að kenna góða siði. Það þykir hins vegar ekki til- tökumál á Spáni og viðbrögðin eru bros en ekki fýlusvipur hjá öðrum gestum og starfsfólki. Sérstakar upphækkanir á stóla eða barnastól- ar eru til á nær öllum stöðum, jafnt einföldum veitingastöðum sem sælkerastöðum. xxx JÖLSKYLDA Víkveija lenti hins vegar í nokkrum vandræð- um eitt kvöldið á fínum veitingastað við höfnina í Barcelona. Litla konan heimtaði „kókómjólk" með matn- um, sem ekki var fáanleg, þrátt fyrir boð um flesta aðra óáfenga drykki sem hægt er að ímynda sér. Vínþjónn staðarins, er varð vitni að þessum samningaviðræðum, leysti hins vegar málið með því að bjóðast til að hlaupa út og finna kókómjólk á einhverjum öðrum veit- ingastað í nágrenninu og birtist hún á borðinu skömmu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.