Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 2
] 2 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Alvarleg líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur Sparkað í höfuð 16 ára stúlku SEXTÁN ára stúlka hlaut alvarlega áverka á höfði þegar sparkað var í hana í Hafnarstræti í Reykjavík í gærmorgun. Stúlkan var á gangi í Hafnar- stræti við Eimskipafélagshúsið ásamt fimm piltum á líkum aldri, eða 16 til 18 ára. Að sögn lögreglu ber vitni að þau hafi eitthvað verið að þrátta og hafi það endað með því að einn strákanna sparkaði „karatesparki" í höfuðið á henni. Vitni gerði lögreglu á miðbæjar- stöð viðvart. Lögregla fór á staðinn og kallaði til sjúkrabíl sem flutti stúlkuna á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Samkvæmt upplýs- ingum læknis þar er stúlkan með alvarlega áverka. Hún þurfti þó ekki að gangast undir aðgerð og er að öllum líkindum ekki í lífs- hættu. Líðan hennar er eftir atvik- um. Piltamir fimm náðust fljótlega eftir ábendingum vitnis, þ.á m. meintur árásarmaður, og hafði lög- regla þá í haldi þegar síðast fréttist. Unnið að úrbótum í miðborginni Borgarstjóri skipaði fram- kvæmdahóp í september sl. til að vinna að úrbótum í málefnum mið- bæjarins í samráði við lögreglu. Hópurinn var skipaður í kjölfar til- lagna starfshóps um málefni mið- borgarinnar frá því í maí á síðasta ári. Tillögur starfshópsins fólust m.a. í uppsetningu eftirlitsmynda- véla, aðgerðum löggæslu og félags- málayfirvalda til að halda börnum og unglingum yngri en 15 ára frá miðborginni að næturlagi, að draga úr fjölda ungs fólks á aldrinum 16-19 ára á svæðinu á þeim tíma og unnið var méð hugmyndir um breyttan afgreiðslutíma vínveit- ingahúsa og sölustaða. Boðið í Vigur VIGURBÆNDUR og Ferðaþjón- usta Konráðs Eggertssonar og sona, buðu nýju Isfirðingunum frá fyrrverandi Júgóslavíu í skemmti- siglingu út í Vigur. Farið var með bátnum Halldóri Sigurðssyni en hann er sérstaklega útbúinn fyrir ferðamenn, með yfirbyggingu úr gleri sem tekur um 50 manns. Ferðin þótti takast með afbrigðum vel. Yngri kynslóðin lék við hvern sinn fingur og klappaði húsdýrun- um og lét vel að þeim. Sautján herskip heimsækja Reykjavík innan skamms Yerslanir opnar lengur VERSLUNAREIGENDUR við Laugaveg munu lengja afgreiðslu- tíma meðan á heimsókn sautján her- skipa frá aðildarlöndum Atlants- hafsbandalagsins stendur síðar í mánuðinum. Um borð í skipunum verða rúmlega 4.800 sjóliðar. Skipin koma i tveimur hópum. í fyrsta hópnum eru sjö skip frá Bret- landi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku og Spáni sem koma 21. og 22. ágúst og dvelja til hins 24. Seinni hópur- inn, sem í eru tíu skip frá Bandaríkj- unum og Kanada, kemur 27. ágúst og fer hinn 30. Vamarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins hefur undirbúið komu skipanna um nokkurt skeið. Verslun- areigendur við Laugaveg hafa verið beðnarum að lengja afgreiðslutíma sinn meðan á heimsóknunum stend- ur til þess að hópurinn dreifist um miðbæinn í stað þess að safnast á skemmtistaðina. Opið til miðnættis Guðbrandur Jónsson, varafor- maður Laugavegssamtakanna, segir að verslanir í miðbænum verði opnar til tíu, ellefu eða tólf, þau kvöld sem sjóliðarnir eru í bænum. Meðan á seinni heimsókninni stendur munu hafnaryfirvöld starfrækja upplýs- ingamiðstöð við Miðbakka fyrir sjól- iðana og þangað munu rútur og strætisvagnar sækja þá. Skipin munu liggja við Reykjavík- urhöfn og Sundahöfn og þegar seinni hópurinn kemur mun jafnframt eitt skipanna liggja úti fyrir höfninni og eitt olíuskip verður í Helguvík. Strætisvagnar Reykjavíkur verða með sérstakar ferðir í miðbæinn fyr- ir þá sjóliðanna sem staðsettir verða í Sundahöfn. Sjóliðarnir verða ekki í einkennisbúningum sínum meðan þeir dveljast í bænum. Þeim verður ekki leyft að dveljast næturlangt í landi og þriðjungur áhafna verður ávallt um borð í skipum sínum á hveijum tíma. Þó má gera ráð fyrir að bæjarlífið verði meira eða minna undirlagt af sjóliðunum. Þegar mest verður má búast við að um tvö þús- und sjóliðar verði í landi í einu. Morgunblaðið/RAX Borðar þú kjöt? Hve oft? Hvaða tegundir? Daglega Q1,6% 4-5 s. í viku 2-3 s. í viku Vikulega 2-3 s. í mán. 5,7% Sjaldnar |1,6% Aldrei Q 1,0% 53,5% Nei, 1,0% Lambakjöt Kjúklingar Nautakjöt Nýtt svínakjöt Reykt svínakjöt Annað fuglakjöt Annað kjöt NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendinaar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu lil. Hvert prósentustig i könnuninni samsvarar þvl um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niöurstööum I könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umrelknuð I mannfjölda. Tyrft við Geysi VERIÐ var að laga til í kringum söluskálann við Geysi í vikulokin og menn voru önnum kafnir við að leggja túnþökur þegar yós- myndari Morgunblaðsins leit við. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson íslandsmót í hestaíþróttum Einkunna- met í fjór- gangi Á íslandsmótinu í hestaíþróttum sem nú fer fram á Varmárbökkum í Mos- fellsdai, fékk íslandsmeistarinn í fjór- gangi, Ásgeir S. Herbertsson, 8 í einkunn í forkeppni fjórgangs á Far- sæli frá Arnarhóli. Er það af fróðum mönnum talin hæsta einkunn sem gefin hefur verið í þessari grein og þykja þeir félagar líklegir til að vetja titilinn í úrslitum á sunnudag. Sigurbjörn Bárðarson er nú þegar farinn að safna titlum á mótinu. Á föstudagskvöldið sigraði hann í hindrunarstökkskeppninni á Hær- ingi og virðist kominn með aðra höndina á titilinn í stigakeppninni. Þá er hann efstur í fimikeppninni að lokinni forkeppni. ♦ ♦ ♦----- Ódýr fargjöld til Bandaríkjanna Haustferðir fyrir 24.500 FLUGLEIÐIR munu á næstu dögum bjóða ferðir til Boston og Baltimore á 24.500 krónur fyrir fullorðna og 16.420 fyrir börn 12 ára og yngri. Tilboðið gildir fyrir tímabilið 7. októ- ber til 12. desember. Verða ferðirnar til sölu á öllum ferðaskrifstofum. Að sögn Einars Sigðurðssonar, aðstoðarmanns forstjóra, er greini- legt að Isiendingar ferðast mikið um þessar mundir. Því hafí verið ákveðið að bjóða ferðir til Bandaríkjanna á fargjöldum sem ekki hafa áður verið á þeim markaði. Ferðirnar verða seldar í skamman tíma eða frá næst- komandi mánudegi fram til miðviku- dags og gilda eins og áður segir á tímabilinu 7. október til 12. desem- ber. Miðað er við að dvöl erlendis vari allt frá einni viku upp f mánuð. Ekki fékkst uppgefið hversu mörg sæti eru í boði en að sögn Einars er um töluverðan fjölda að ræða. „Við gerum ráð fyrir að þeir sem sækja í þetta séu fyrst og fremst ís- lendingar sem gefst kostur á að heim- sækja vini og ættingja," sagði Einar. Gróf líkamsárás í V estmannaeyjum ÞRIR ungir menn veittu tvítugum manni talsverða áverka í andliti í Vestmannaeyjum á fyrsta tímanum í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Vestmannaeyjum höfðu piltarnir, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, manninn grunaðan um dreifingu fíkniefna. Þeir voru ósáttir við það og ætluðu að taka lögin í sínar hend- ur. Þeir bönkuðu upp á hjá mannin- um sem opnaði fyrir þeim og þeir ruddust inn. Þeir veittu honum tals- vert mikla áverka í andliti og unnu skemmdir á innanstokksmunum. Piltarnir voru undir áhrifum áfengis. Vitni að árásinni lét lögreglu vita, sem kom á staðinn og kom mannin- um undir læknishendur. Hann var lagður inn á Sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum, mikið bólginn í andliti og með skurði en óbrotinn. Hann kærði árásina og voru tveir hinna þriggja pilta handteknir strax og yfirheyrðir í gærmorgun. Þriðji maðurinn náðist skömmu eftir há- degið. ► 1-44 Einsetning og heils- dagsskóli viðamestu verkefnin ►Fræðslumiðstöð Reykjavíkur veltir 5 milljörðum króna á ári eða þriðjungi fjárhagsáætlunar borg- arinnar. Gerður G. Óskarsdóttir er fræðslustjóri þessa stórfyrir- tækis. /10 Evrópuvæðist Ítalía — Ítalíuvæðist Evrópa? ►Hugmyndin um sameinaða Evr- ópu á sér djúpar rætur á Ítalíu, en einskorðaðist lengi vel við orðin ein. /12 Trjálundurinn harði ►Stór græn spilda í gráu hijóstr- inu í hlíð Grimmannsfells. Þarna er skógur með tijám af ýmsum gerðum og stærðum. Enda heitir garðyrkjustöð Björns Sigurbjörns- sonar Gróandi á Grásteinum. /16 Merkisberar SAS ►í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Bryndísi Torfadóttur, framkvæmdastjóra Scandinavina Airlines System á íslandi. /18 B ► 1-28 Þurrkur, solera og sherrí ►Sérrí hefur átt undir högg að sækja í heiminum síðustu árin. Steingrímur Sigurgeirsson var ný- lega á ferð um sérríslóðirnar. /1&14-15 Lífið í kirkjugörðunum ►Unga fólkið sem starfar í Kirkjugörðum Reykjavíkurpróf- astsdæma býr yfir björtu brosi og mikilli glaðværð. /2 Harmonikkan andar ►Hrólfur Vagnsson, einn fremsti harmonikkuleikari og jafnframt einn sá umdeildasti, í viðtali. /28 C FERÐALOG ► 1-4 Fimmvörðuháls ►Vinsæl en varhugaverð leið. /2 Caymaneyjar í Karíbahafi ►Öfugt við mynd John Grisham af Caymaneyjum í bókinni Fyrir- tækið eru eyjarnar friðsælar. /3 D BILAR ► 1-4 Reyna fyrir sér í Bandaríkjunum ►impetus, sem rekið er af Guð- laugi Búa Þórðarsyni og Hákoni Halldórssyni, er nú að hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði með vindskeiðar á Honda Civic. /2 Reynsluakstur ►Ódýrari Volkswagen Vento með nýrri 1,61 vél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Skák 32 Leiðari 22 Fólkífréttum 34 Helgispjall 22 Bió/dans 36 Reykjavíkurbréf 22 Útvarp/sjónvarp 40 Minningar 24 Dagbók/veður 43 Myndasögur 30 Mannlífsstr. 6b Bréf til blaðsins 30 Gárur 6b ídag 32 Dægurtónlist 4b Brids 32 Kvikmyndir 8b Stjömuspá 32 Skoðun 26b INNLENDAR FF „ÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRETTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.