Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Bnxu&/c5 cj~ oréii Shorfiio e/ kad! Ljóska And when Spike saw hismom.he immediaíely felt better. “ I brought you some tapioca pudding,’’she said.“You’re thebest mom in the world,” said Spike. f ' lm1 that's the dumbest 5T0RY l'VE EVER READ! H0U) DID 5HE EVER 6ET H0ME? Q jáHHBlHL 7-u /n? YÍSSátfSi MOM STAYEP IN PARI5 AFTER THE WAR..BUT THAT'S ANOTHER 5T0RY.. Og þegar Sámur sá mömmu „Ég kem með dálítinn búð- Þetta er asnalegasta Mamma dvaldi í París sína leið honum strax bet- ing handa þér,“ sagði hún. saga sem ég hef eftir stríðið... en það ur... ,jÞú ert besta mamma í nokkru sinni lesið! er nú önnur saga. heimi,“ sagði Sámur. Hvernig komst hún eiginlega heim? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Leiðsögubókin góða Frá Reyni Eyjólfssyni: FYRIR skömmu las ég í blaði að Islendingar hefðu uppgötvað göngu- ferðamátann árið 1990. Fyrir mann sem hefur stundað útivist og göngu- ferðir meira og minna áratugum saman kemur þessi staðhæfing nokkuð spánskt fyrir sjónir. Svo mikið er þó víst að útivist og gönguferðir hafa aukist geysilega á síðari árum og er það vel. Island er stór- fenglegasta land jarðar bæði hvað snertir náttúrufeg- urð og fjölbreytni. Ekki þarf að fara langt til að komast i kyrrlátt og ósnortið umhverfi. En veður eru oft válynd á íslandi, landið er víða ógreiðfært gangandi manni og hætt- ur leynast sums staðar. Því er þörf góðra leiðbeinenda til þess að vísa veginn um landið. Einn þeirra var Einar Þ. Guðjohnsen, sem var kom- inn vel á veg með bókaflokkinn Gönguieiðir á Islandi þegar hann lést. Eftirtalin fimm hefti voru komin út þegar Einar lést: Suðvesturhornið (1988), Suðvesturhornið - Reykja- nesskagi (1989), Frá Þingvöllum til Rangárvalla (1993), Frá Hvalfirði til Búða (1993) og Frá Arnarstapa til Kleifaheiðar (1993), öll útgefin af Almenna bókafélaginu. Bótin er að maður kemur í manns stað. Sjötta heftið, Vestfirðir - Frá Rauðasandi til ísaijarðardjúps, er nýkomið út fyrir atbeina Bjöms og Sigurðar, sona Einars, og útgefand- inn er fyrirtæki þeirra, Víkingur. Heftið er 95 bls. og skiptist í 6 kafla: 1. Vestasti hlutinn. 2. Vesturfirðir. 3. Um Dýrafjörð til Súgandafjarðar. 4. Við utanvert Djúp. 5. Nágrenni ísafjarðar. 6. Við innanvert Djúp. 94 gönguleiðum er lýst, sem er ekkert smáræði, en að sjálfsögðu era mögu- leikarnir nærri óendanlega margir í þessu tilliti. Hverri leið er lýst stutt- lega; kort fylgja til glöggvunar og eru leiðirnar markaðar á þau. Heftið er í broti, sem hentar vel í bakpoka eða göngujakka. Letrið er stórt og greinilegt, sem er mikili kostur þegar dimmt er yfir. Fjölmargar ágætar litmyndir prýða verkið og eru þær allar teknar af Einari. Textinn er skorinorður og grein- argóður. Mörg örnefni eru nefnd, fjallað um dýralíf, gróðurfar, sögu- leg atriði og hvernig landið er yfir- ferðar. Segja má, að flest það sem máli skiptir fyrir ferðamanninn sé tínt til. Öll framsetning er einkar skilmerkileg og efnið kemst því mjög vel til skila. Agæt örnefnaskrá er aftast í heftinu. Eg hef lítið gengið um Vestfirði og get því ekki metið leiðarlýsing- arnar í þessari nýútkomnu bók svo neinu nemi. Hins vegar hef ég mik- ið notað hin heftin. Má heita að ég hafi farið allar þær gönguleiðir, sem lýst er fyrir Suðvesturland og Reykjanesskaga (fyrstu tvö heftin). Langflestar þeirra hef ég gengið einsamall, sumpart á skíðum. Eg get sagt með sanni, að heftin hafa reynst mér hinn ágætasti förunautur. Þau svara öllum spurningum fljótt og örugglega. Séu þau með í bakpokan- um ásamt áttavita og nokkrum öðr- um hlutum eru manni allir vegir færir. Sérstök ástæða er til að benda á að kortin í þessu síðasta hefti era vandaðri en í fyrri útgáfum. Lág- lendi (að 200 m) er í grænleitum litum en hálendi (frá 200 m) í brún- leitum, sem dökknar eftir því sem ofar dregur. Klettar og hamrar eru skilmerkilega afmarkaðir, en auð- kenningar á þeim voru reyndar tekn- ar upp frá og með þriðja hefti. Þess- ar merkingar skipta auðvitað miklu máli og eru að mínu mati forsenda þess að kort séu nothæf fyrir göngu- menn. Stílfæring kortanna er gerð af Sigurði Guðjohnsen og eru þau byggð á gögnum frá Landmælingum íslands. Hér mun átt við staðfræði- kortin í mælikvarðanum 1:50.000; kort sem ég tel vera lítt nothæf fyr- ir göngumenn, m.a. vegna þess að hamramerkingar vantar. Hins vegar gefur stofnunin líka út Atlaskort í mælikvarðanum 1:100.000, sem eru með þessum merkingum. Þau eru hreinustu listaverk að allri gerð og henta vel til gönguferða. Bókaflokkurinn Gönguleiðir á ís- landi er langbesta leiðsöguritið, sem völ er á í dag fyrir göngumenn og er vandséð að hægt sé að gera það betur úr garði en nú er án þess að það yrði of þungt í vöfum. Það er mikið ánægjuefni að þeir bræður, Björn og Sigurður Guðjohnsen, skuli hafa tekið upp merki föður síns með þeim ásetningi að ljúka bókaflokknum fyrir allt landið. Þeim er óskað velfarnaðar og út- komu næstu hefta beðið með eftir- væntingu og tilhlökkun. REYNIR EYJÓLFSSON, Eyrarholti 6. EinarÞ. Guðjohnsen Frábært efni frá OL — frábærir fréttamenn Frá Vilhjálmi Sigurðssyni: RÍKISSJÓNVARPIÐ á miklarþakkir skilið fyrir að færa glæsilega Ólymp- íuleika í Atlanta inn í stofu til manns, einnig ber að þakka þeim sem styrktu þessar frábæru sendingar. Frábærir íþróttafréttamenn lýstu öllu svo stór- kostlega. Manni fannst stundum að maður væri þarna á staðnum. Eg er viss um að fáar sjónvarpsstöðvar í Evrópu éiga jafn færa íþróttafrétta- menn og þá íslensku er lýstu Ólymp- íuleikunum í Atlanta, þeir lýstu öllu svo vel, að betur verður ekki á kosið. Kærar þakkir til ykkar allra, og ég veit að tugir þúsunda taka undir orð mín. Eg efa að nokkur sjónvarps- stöð í Evrópu hafi gert Ólympíuleik- unum jafn góð skil og okkar frábæra Ríkissjónvarp. Einnig má bæta við, að fréttir Ríkisútvarpsins eru öragg- lega þær allra bestu í Evrópu og veröldinni. Virðingarfyllst, VILHJALMUR SIGURÐSSON, Njálsgötu 48A, Reykjavik. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavlkr-SIMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriflir: 669 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, [þróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETKANG: MBixSJCENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.