Morgunblaðið - 11.08.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 9
Reuter
JACK KEMP og kona hans,
Joanne, stilltu sér upp fyrir
ljósmyndara þar sem þau
voru á ferð í Orlando í Flórída
á föstudag.
Kemp tekur
boði Doles
Russell í Kansas. Reuter.
JACK KEMP, fyrrverandi hús-
næðismálaráðherra í Bandaríkj-
unum, hefur tekið boði Bobs
Doles, forsetaframbjóðanda
Repúblikanaflokksins, um að
verða varaforsetaefni í kosning-
unum 5. nóvember. Hefur heim-
ildamaður í flokknum staðfest
þetta.
Fréttafulltrúi Doles, Nelson
Warfield, sagði á föstudagskvöld
að Dole hefði hringt í þann sem
hefði orðið fyrir valinu og sá
hefði tekið boðinu. En Warfield
vildi ekki segja i hvern Dole hefði
hringt.
Heimildamenn úr röðum repú-
blikana fullyrtu hins vegar að
Dole hefði hringt í Kemp. Var
búist við að Dole myndi tilkynna
opinberlega um valið á tröppum
dómhússins í bænum Russell í
Kansas, þar sem Dole ólst upp,
síðdegis í gær.
------♦ » ♦-----
PLO hætti
starf-
semií
Jerúsalem
Jerúsalem. Reuter.
ÍSRAELAR kröfðust þess á föstu-
dag að Frelsissamtök Palestínu
(PLO) hættu allri starfsemi í aust-
urhluta Jerúsalem, og sögðu að ella
væru litlar líkur á að friðarumleit-
anir í Mið-Austurlöndum bæru
árangur. Haft var eftir Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra ísra-
els, að enginn árangur myndi verða
af friðarviðræðum „á meðan efndir
eru engar í Jerúsalem".
í Likudbandalaginu, flokki Net-
anyahus, hafa menn löngum verið
þeirrar skoðunar, að starfsemin í
höfuðstöðvum PLO í Jerúsalem,
Austurlandahúsinu svonefnda, sé í
raun á vegum yfirvalda sjálfstjórn-
arsvæðis Palestínumanna. Bráða-
birgðasamkomulag við Palestínu-
menn kveði hins vegar á um, að
starfsemi yfirvaldanna megi ein-
ungis fara fram á sjálfstjórnar-
svæðum á Vesturbakkanum og
Gazaströndinni.
ísraelar hertóku Austur-Jerúsal-
em, þar sem íbúar eru langflestir
arabar, 1967 og innlimuðu hana
skömmu síðar og lýstu því yfir að
báðir hlutar borgarinnar væru að
eilífu höfuðborg Israelsríkis. Palest-
ínumenn líta svo á, að Austur-Jerú-
salem eigi að verða höfuðborg fram-
tíðarríkis þeirra.
ERLEMT_____________________
Tóbaks-
framleiðandi
sakfelldur
Jacksonville. Reuter.
KVIÐDÓMUR í Jacksonville í
Flórída í Bandaríkjunum olli
skjálfta meðal tóbaksframleiðenda
á föstudag með því að dæma tób-
aksfyrirtækið Brown & Willamson
til þess að greiða sem svarar rúm-
lega 50 milljónum íslenskra króna
í skaðabætur fyrir að hafa gefið
neytendum villandi upplýsingar
um þær hættur er stafa af sígar-
ettureykingum.
Málið var höfðað af Grady Cart-
er, 66 ára flugumferðarstjóra í
Flórída, sem reykti í tæp 50 ár
og greindist með lungnakrabba
1991. Samkvæmt dómnum er
framleiðandinn sekur um van-
rækslu og framleiðslu á hættuleg-
um og gölluðum vörum.
Verð á hlutabréfum í tóbaks-
fyrirtækjum snarlækkaði á hluta-
bréfamörkuðum á Wall Street í
New York þegar fregnir bárust
af úrskurðinum.
Tóbaksframleiðendur hafa unn-
ið á annan tug skaðabótamála,
sem höfðuð hafa verið gegn þeim
á undanförnum árum, og aðeins
einu sinni áður tapað máli. Það
var 1988, en úrskurðinum var
hnekkt af áfrýjunardómstóli.
„Ég er mjög sáttur,“ sagði Cart-
er. „Þetta var réttlátur dómur.“
Fulltrúar Brown & Williamson
sögðu strax og dómurinn var fall-
inn að þeir myndu að öllum líkind-
um áfrýja honum til áfrýjunar-
dómstóls Flórídaríkis í Talla-
hassee. Lögmaður Brown & Will-
amson, Thomas Benzanson, sagði
að þetta mál hefði einungis snúist
um tilvik Carters og atvik sem
orðið hefðu fyrir mörgum áratug-
um
í yfirlýsingu sem annað tóbaks-
fyrirtæki, Philip Morris, gaf út á
föstudag sagði að dómurinn væri
„frávik“ og myndi ekki hafa for-
dæmisgildi.
Fréttaskýrendur sögðu að fjár-
hæðin, sem framleiðandanum var
gert að greiða, væri ekki sérlega
mikil, en dómurinn gæti orðið til
þess, að fjöldi skaðabótamála yrði
höfðaður á hendur tóbaksfyrir-
tækjum.
TIL SÖLU - TOPPEINTAK
Mercedes Benz 200E, blágrár, ekinn 50.000
Bók fylgir, Topplúga, ABS,
Sjálfskiptur, Central,
Hleðslujafnari, Álfelgur,
CD-kraftmagnari,
Hlífðarpanna og margt fleira.
Upplýsingar hjá Toyota,
notaðir bílar, í síma 563-4400
Simdbolír kr. 4-900
Stakír jakkar kr. 6.900
Blússur kr. 6.900
Hverfísgötu 50, sími 551 5222
Gæða flísefni í fatnað fyrir alla fjölskylduna, 6 litir,
br. 160 cm, 100% polyester.
Vérð kr. 990 pr. meter.
Handofnir indverskir borðdúkar með kögri í 6 litum.
Stærð 90x90 cm kr. 299
Stærð 140x180 cm kr. 990
Stærð 150x220 cm kr. 1.190
Skeifunni 13, 108 Reykjavík, sími 568 7499.
Reykjavíkurvegi 72, 220 Hafnarfjörður, sími 565 5560.
Norðurtanga 3, 600 Akureyri, simi 462 6662.
Holtagörður v/Holtaveg, 104 Reykjavík, 588 7499.
Tilboðssætin
seldust upp
200 viðbótarsæti
fíBm fíugalla
wmtudagaog I
JJjtoudaga fré I
£L?ePtemher 1
London
kr.
19.930
Flug og hótel
24.930 kr.
Ferðirnar sem slógu í gegn í fyrra
Heimsferbir kynna nú í vetur glæsilega helgarrispu til
London, mestu heimsborgar Evrópu, á hreint ótrúlegu
verði. Glæsilegir gististaðir í boði, spennandi kynnisferðir,
besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar
Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni,
sem á þriðja þúsund íslendinga heimsóttu á vegum
Heimsferða síðasta vetur.
Bókaðu strax og tryggðu þér tilboðsverðið.
Verð kr. 19.930
Flugsæti til London með
flugvallarsköttum. 3 nætur, mán.-fim.
Verðfrákr. 24.930
M.v. 2 í herbergi, Butlins Grand,
30. sept., 14. og 21. okt.
3 nætur, mán.-fim.
Odýrastaði
versla
I könnun
^wópusambands/ns
Var Lond°n ódýrasta
VerS,unarborgEvrópu
íslenski*
fararstiórar^
Fáðu
bæklinginn
sendan.
VISA
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 562 4600