Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 31 „Fáein orð um fram- burð“ Frá Kjartani Ragnars: MEÐ ofangreindri fyrirsögn birti Mbl. 26. f.m. greinarkorn Baldurs Pálmasonar, þar sem hann mælir með ísl. framburði (þ.e. áherslu á fyrsta atkvæði orðs), t.d. í heiti borg- arinnar Atlanta, þar sem Olymps- leikir voru háðir á dögunum; beri þessa að gæta í erlendum heitum yfirleitt. Ég tel þetta viðhorf hreint ekki fráleitt, öðru nær; en hætt er þó við það kynni að þykja ærið koll- ótt stöku sinnum, einkum í frönskum nöfnum þar sem áhersla er ávallt á síðasta atkvæði), - t.d. Boulogne, Lorraine, Toulouse, svo örfá dæmi séu nefnd af handahófi. Annað var þó tilefni þess að mér datt í hug að pára þessar línur, og ég tel skipta meira máli en ofan- greint atriði; á ég þar við raddfram- burð. Raddframburður Flestir íslendingar munu enn bera „Olympos" fram með rödduðu m, en ekki er því að heilsa um n-ið í Atlanta; það hverfur að mestu, svo úr verður einatt Atlatta, eða því sem næst, - og þætti ekki við hæfi þar á bæ. - A þetta við um þorra er- lendra heita, þar sem heimamenn beita raddböndum sínum, en það er mjög á undanhaldi hér heima. Kunna flestir raddleysinu vel - aðrir miður, einkum þeir sem varðveitt hafa forn- an raddframburð íslenskan. Fróðir menn telja að fyrir um 200 árum hafi allir íslendingar sagt mjólk (raddað 1), puntur (raddað n), hempa (raddað m), o.s.frv. Síðan berst einhvers konar tor- kennileg nálarstunga í þjóðarsálina, og menn fara að spara raddböndin. Ég held þetta sé al-íslenskt fyrir- bæri, en hefur þó heyrst í Færeyjum, og stöku sinnum í nyrstu héruðuð Noregs og Svíþjóðar. Allar þjóðtungur breytast í rás tímans, enda má enginn skilja orð mín svo að ég sé að gagnrýna þessa þróun í ísl. máli. Hún er jafn eðlileg og hvers konar breytingar í öðrum þjóðtungum fyrr og síðar. En ég tel ekki við hæfi að beita órödduðum nútímaframburði Islendinga til þess að misþyrma erlendum nöfnum. KJARTAN RAGNARS (eldri), Bólstaðarhlíð 15, Reykjavík. Uið stefnum hátt og gerum hröfur tll hess að tryggja hagnýta menntun og góða startshrafta. Uið bjóðum upp á almennt shrifstofunám. maphaðs- og söiunám, fjármála og rehstrarnám og aihli ða töiuunám. Stjórnunarfélag íslands NYHERJI I Sflil 569 7/ VT> VIÐSKtPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Ánaitaustumis ioiRevh]auiH Sími569 7840 simbrét5S28583 sKoii@noherii.is /#p$\ Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun # Markaðs- og útflutningsnám - eins árs nám með starfi Þátttaka í náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þjónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnulífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þau Gfsli S. Arason lektor, Birna Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og þjónustudeildar íslandsbanka, Jón Björnsson framkvæmdastjóri Ferskra kjótvara hf., Þorgeir Þálsson deildarstjóri sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs íslands, Ágúst Einarsson alþingismaður og Ingjaldur Hannibalsson dósent. Námsgreinar: Framsetning ritaðs máls, munnleg tjáning og upplýsingaöflun 6 klst. Rekstrarhagfræði 20 klst. Markaðsfræði 50 klst. Markaðsathuganir 30 klst. Sölustjórnun og sölutækni 30 klst. Flutningafræði 20 klst. Fjármál milliríkjaviðskipta 40 klst. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur 50 klst. - hefst í september 1996 Valnámskeið í viðskiptatungumálum: Enska, þýska, franska 50-70 klst. Kynnisferð. Stjórn markaðs- og útflutningsnámsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson dósent, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endur- menntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræðing og markaðsráðgjafa úr stjórn ÍMARK og Helga Gestsson deildarstjóra í Tækniskóla íslands. Kennslutími, kennslufyrirkomulag og verð: Kennslustundir verða 246 klst. auk tungumálanámskeiðs fyrir þá sem það velja. Námið hefstf september 1996, stendur í eitt ár og er kennslutími kl. 16.00-20.00 einu sinni í viku, auk þess sem kennt er samtals þrisvar í mánuði ýmist eftir hádegi á föstudögum kl. 14.00-18.00 eða f.h. á laugardögum kl. 9.00-13.00. í lok námsins verður skipulögð kynnisferð til Evrópu til að kynnast nýjungum í markaðssetningu og milliríkjaverslun. Þá ferð greiða nemendur sérstaklega. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 19. ágúst 1996) fást hjá: Verð 145.000. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík. Sími: 525 4923. Fax 525 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.