Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ______________LISTIR___________ Með gæfuna sem veganesti TONLIST Listasafn íslands Flautu- og píanótónlist. Elizaveta Kopelman og Stefán Ragnar Hös- kuldsson fluttu verk eftir J.S. Bach, Schubert, Schumann, Skriabin og Prokfiev. Fimmtudagurinn 8. ágúst, 1996. ÞAÐ TELJAST ávallt tíðindi, er ungir tónlistarmenn kveða sér hljóðs eftir að hafa lokið námi bæði hér og að heiman. Nú er það Stefán Ragnar Höskuldsson, sem ásamt Elizaveta Kopelman sýnir okkur afrakstur síðustu ára, eftir stranga og krefjandi þjálfun í list- inni að „leika fyrir fólk“. Stefán þekkja þeir sem fylgst hafa með efnilegum nemendum og vita að þar fer efni í góðan tónlistarmann. Elisaveta Kopelman er tónlistar- gestum nokkurt nýnæmi, en tón- leikarnir hófust á es-dúr flautu- sónötunni, sem vitað er að J.S. Bach samdi fyrir 9. september 1734. Verk þetta, ásamt örðum, hefur sögulega þýðingu, því þarna er „continuo" hlutverk sembalsins brotið upp og gert að jafningja gagnvart einleiksröddinni. Stefán lék verkið af miklu ör- yggi, utan að og svo vel, að hvergi var að heyra óöryggi nemandans, heldur flutning listamanns. Eliza- veta Kopelman er frábær píanisti og þrátt fyrir að píanóið væri á köflum nokkuð hljómfrekt, sem að hluta til er vegna sterkrar endur- ómunar salarins, mátti heyra „músikantískt“ samspil sem þeir einir eiga, er hafa til þess góða tækni. Sónata „arpeggione" eftir Franz Schubert var næst á efnisskránni, en verkið er samið 1824 og fyrir sex strengja „selló“, er vinur Schu- berts, Vincenz Schuster, lék á. Fyrsti kaflinn er góð tónsmíð en seinni kaflarnir þykja ekki með því besta sem Schubert gerði, hvað snertir forskipan og úrvinnslu hug- myndanna, sem þó eru ávallt geisl- andi snjallar. Leikur Stefáns var glæsilegur og þar mátti heyra margar frábærlega fallega mótaðar tónlínur bæði hjá Stefáni og Eliza- vetu Kopelman. Eftir hlé lék Elizaveta Kopelman kafla úr Fantasiestucke op. 12 eft- ir Schumann, og þar mátti heyra að Kop- elman er efni í stór- píanista hvað tækni og túlkun snertir. Það var þó í sónötu nr. 4 eftir Skriabin, sem Elizaveta sýndi hvers hún er megn- ug, því þó sónatan sé í styttra lagi, mið- að við aðrar sónötur meistarans, er hún glæsilegt tónverk, verkið hefst á við- kvæmum andante kafla er leiðir síðan í hraðan miðþátt, er nær hámarki í tæknilega erfiðri umritun á and- ante stefinu. Allur leikur Elizaveta Kopelman var hinn glæsilegasti og er ljóst að þarna er á ferðinni stór efnilegur píanóleikari. Tónleikunum lauk með D-dúr sónötunni eftir Prokofiev og var t.d. fyrsti kaflinn sérlega fallega „músiseraður". Skersóið var glæsi- lega flutt, allt til enda og fallega sungið í andante kaflanum. Loka- kaflinn var mjög góður og af frammistöðu ungu listamannanna á þessum tónleikum, er ljóst, að hér eru á ferðinni efnilegir lista- menn, sem framtíðin vonandi leikur við og gefur þeim gæfuna og guðs- gefna hæfíleikana, sem veganesti til ferðar um refilstigu listabrautar- innar. Jón Ásgeirsson SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 15 YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, S. 5B8 5V11 sumarnámskeið íHATHA-yoga. Kennt verður mánud, fimmtud og laugad. Sértími fyrir barnshafnandi konur. |%Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15. Sími 588 5711. 'Ttrn í $€ te ísland, Danmörk og Þýskaland 2.-11. sept. Ekið verður frá Reykjavík norður um land til Mývatns þar sem gist verður fyrstu nóttina. Þaðan er ekið til Seyðisfjarðar og siglt, með viðkomu í Færeyjum til Danmerkur, ekið inn í Þýskaland og dvalið þar á sumardvalarstaðnum Damp við Eystrasalt næstu fimm daga og farnar dagsferðir þaðan. Þann 10. september er síðan ekið til Hamborgar og gist þar eina nótt og flogið þaðan þann 11. september klukkan 17:40. Verð á mann 59.860 Innifalið er sigling, flug, allur akstur, gisting i tveggja manna herbergjum með baði, flugvallarskattur og íslensk fararstjórn. <3 Ferðaskrifstafa GUÐMUNDAR JÓNSSONAR HF. Borgartúni 34, sími 511 1515 áfáéadkkzdnÁodmr ew leiÁ tc/aÚftaAÁcij tc/cccí <ý/e<Jýaátocý (ý/eðýa, a/f ö/Za/m-j/n oJc/oœk d áomÁoouc l li/efínó cc^/ 00 ',etwc, áedrc cwec 'uewu, c/c/cew /i/k. /ýóf /l aÁ/c/œÓí Öi/a/&aýceówasj ew /iccj(cc áewt ó/c/cick /cve/ýtoV'j 6/ómij /ceýtíj cýýM/fiw ocý yiýwto/c/oœk ýMmóttic cc mAúmuvuMcc/c /ccctt. St. Jósefssystur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.