Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 11 FRÆÐSLURAÐ REYKJAVIKUR ( Umboðsmaður ( foreldra og skóla ! \Ás!aug BrynjólfsdóttirJ_ I Fræðslustjóri Gerður G. Óskarsdóttir 29 grunnskólar (Reykjavík 5 sérskólar 5 einkaskólar Forstöðumaður m Forstöðumaður 1 Forstöðumaður þjónustusviðs I þróunarsviðs 1 rekstrarsviðs Arthur Morthens Guðbjorg Andrea Jónsd. 1 Ólafur Darri Andrason Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri tekur við lykli að Fræðsl- umiðstöð úr hendir fráfarandi fræðslustjóra Aslaugar Brynjólfs- dóttur. Úttekt verður gerð með reglubundnum hætti á því hvernig grunnskólalögum er framfylgt í borginni Hugmynd Gerðar er að borginni sé skipt í hverfi, sem listaskólarnir skipta með sér eða verða með útibú ars vegna ráðherraskipta. Einnig höfum við hugsað okkur að innan þróunarsviðs yrði gerð úttekt með reglubundnum hætti á því hvernig grunnskólalögum er framfylgt í borginni." Hröð tækniþróun Tæknideild Fræðslumiðstöðvar er ennþá í mótun og segir Gerður að líklega muni hún flytjast undir þróunarsvið. „Það verður spenn- andi, því tölvur eru að verða æ stærri þáttur í daglegu skólastarfi og stutt er í að hver nemandi verði með einhvers konar tölvuborð. Nú þegar er komið takkaborð með ör- litlu minni til að kenna ritvinnslu og ég sé fyrir mér hraða þróun í þeim efnum.“ Gerður líkir þjónustusviði við þá starfsemi sem fram fór á Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur. „Hún verð- ur svipuð en þó verðum við með áherslubreytingar hvað varðar sál- fræðiþjónustu og sérkennsluráð- gjöf. Þær eru í mótun einmitt núna og ég legg áherslu á samvinnu við skólana. Eg get þó sagt að breytt form verður á teymisvinnu. Við erum að reyna að gera starfið áhrifa- og árangursríkara og við viljum auka samstarfið á milli deilda.“ - Sálfræðideild skóla hefur ekki getað sinnt öllum þeim sem á hafa þurft að halda á undanförnum árum. Kennarar segja að töluvert sé um að stór hluti barna í hveijum bekk hafi upplifað skilnað foreldra. Danir hafa meðal annars komið til móts við þennan hóp og gefið út kennsluefni um sorg og sorgarvið- brögð. Er ekki orðið tímabært að huga nánar að þessum hópi og fylgja fordæmi Dana? „Jú, það getur verið rétt. Ég á ekki von á að sálfræðideildin stækki mikið á næstu árum þannig að mér finnst mjög mikilvægt að sálfræðiþjónustan beinist fyrst og fremst að því að aðstoða kennara í daglegu starfi. Við getum ekki sinnt meðferð eða fjölskyldum vegna skorts á mannafla, en sorg og sorgarviðbrögð eru dæmi um það sem sálfræðingar geta mjög vel miðlað til kennara, sem síðan geta nýtt sér þá þekkingu frá ári til árs.“ Reynst illa í Finnlandi Gerður bendir á að ákvörðun um breytingar á rekstri grunnskólans hafi verið mjög umdeild. Áhugi stjórnmála- og sveitarstjórna- manna var mjög mikill en kennara- samtökin vöruðu við yfirfærslunni. Þau óttuðust að lítil sveitarfélög réðu illa við umfangið og því myndi draga úr þeim jöfnuði sem hefur verið í skólasókn grunnskólabarna. „Þar miðuðu þau við reynslu ann- arra Norðurlandaþjóða, sem hafa gengið í gegnum þetta allt að 10 árum á undan okkur,“ segir Gerð- ur, sem var gestakennari við há- skólann í Oulu i Finnlandi í vetur og leitaði víða eftir viðbrögðum um hvernig til hefði tekist. „Þar hefur þetta reynst mjög illa. Mörg lítil sveitarfélög úti um landið hafa ekki ráðið við rekstur skólanna," segir hún, en bætir við að Finnar hafi ekki haft Jöfnunarsjóð, sem hún væntir mikils af. - Voru Finnar með virkt eftirlit eins og gert er ráð fyrir af hálfu menntamálaráðuneytis hér? „Já, en þó að eftirlitið sé virkt og gott nægir það ekki. Eftirlitið getur bent á að eitthvað sé að, sem sveitarfélagið viðurkennir að sé rétt en hefur ekki fjármagn til að leysa. Þar með breytist ekkert. Þarna er ég fyrst og fremst að hugsa um sálfræðiþjónustu, kennslufræðilega ráðgjöf, ráðgjöf um þróunarstarf og mat á skóla- starfi, sem skólaskrifstofurnar gátu sinnt þó að þær hefðu ekki mikinn mannafla. Nú er mun erfið- ara fyrir lítil sveitarfélög að vera með starfsmann í 'h starfi eða 'U hluta starfs, það verður aldrei það sama.“ Hún segir ennfremur að fyrir Reykjavík komi breytingin sér vel, enda sé borgin stór og sterk og bendir á að stærðarmunur milli Fræðslumiðstöðvar og annarra skólaskrifstofa á landinu aukist verulega. „Ég sé ábyrgð Reykjavík- ur enn meiri en áður, því ég ímynda mér að hún verði meira forystuafl en hún hefur verið á undanförnum árum.“ - Er ekki um að ræða aftur- hvarf til miðbiks aldarinnar með því að færa fræðsluskrifstofu aftur til borgarinnar? „Á vissan hátt er það rétt. Þegar fyrsti fræðslustjóri Reykjavíkur, Jónas B. Jónsson, hóf störf 1943 var starfsemin öll á einni hendi, en þó með þeim hætti að ríkið greiddi borginni ákveðna upphæð á ári. Þetta fyrirkomulag hélst um landið allt fram að grunnskólalög- um 1974, en þá var ákveðið að skipta landinu í átta fræðsluum- dæmi og í hverju umdæmi skyldu verða reknar fræðsluskrifstofur af ríkinu. Nú hafa þessi fræðsluum- dæmi verið lögð niður en sveitar- stjórnir komið sér saman um skóla- umdæmi eða skólaskrifstofur sem eru um 20 á landinu öllu. Ný verka- skiptalög hafa nokkrum sinnum verið gerð þannig að í tímans rás hafa ýmsar breytingar orðið eins og verkaskiptalögin frá 1988 þegar rekstur allra skólabygginga og stofnkostnaður grunnskóla var al- farið færður til sveitarfélaganna." Betri nýting fjár Gerður reiknar ekki með auknu fé til reksturs skóla að svo komnu en vonar að hægt verði að hagræða og nýta þannig fjármagn betur. „Það sem ég sé strax og finnst vera okkar stærsta verkefni er að móta heilsdagsskóla, þ.e. frá morgni og fram á miðjan dag, fyr- ir alla nemendur á grunnskóla- aldri. Núna er alveg sérstakt tæki- færi þegar allt er á einni hendi. Ég vil stuðla að því að viðbótar- tímar sem koma í skólana fari í verk- og listgreinar og að með sveigjanlegri stundaskrám megi blanda nemendum saman innan valgreina, þótt það sé þvert á ár- ganga.“ Hún lýsir hins vegar áhyggjum sínum yfir því, að erfítt verði að fá sérmenntaða kennara í listgreinum til starfa. Nú þegar sé erfítt að fá tómenntakennara og því þurfí að mennta fleiri slíka. „Þar horfi ég til Listaháskólans, þannig að þeir sem þangað fara geti bætt við sig kennaramenntun eins og fólk gerir núna sem lýkur Myndlista- og handíðaskólanum og sækir uppeldis- og kennslufræði í HÍ.“ Þá segir Gerður ekki síður mikil- vægt verkefni að þróa hvernig hægt sé að skipuleggja vinnudag nemenda eftir einsetningu. Tengja þurfi allt það sem hefur verið utan hefðbundins skólatima eins og tón- list og dans, íþrótta- og félagsstarf- semi og fleira inn í vinnudag nem- enda. „Ekki er hægt að manna tónlistarskóla ef þeir eiga aðeins að starfa síðari hluta dags. Verði ekkert að gert er hætta á að þeir deyi út. Menn verða að koma að þessu máli með opnum hug og þá er ég einnig að tala um foreldra, því þeir velja listaskólana, sem geta verið langt frá skólahverfínu.“ Nýstárleg stundaskrá Hún er með hugmyndir um að borginni sé skipt í hverfi og annað- hvort verði listaskólarnir að skipta með sér hverfum eða vera með útibú. „Grunnskólarnir þurfa líka að upphugsa nýja stundaskrá. Þar gæti stundatöflum verið skipt í ákveðnar blokkir og hver þeirra væri með 2-3 kennslustundir. Síðan hefðu sumir nemendur lausar blokkir kl. 8-10 einhveija daga, aðrir frá 10-12 o.s.frv. Skólinn yrði síðan að sjá þeim nemendum fyrir tómstundastarfí, sem ekki sækja slíkt utan skóla. Allt krefst þetta óhemju mikillar skipulagsvinnu og samhæfingar innan hverfanna og auðvitað verður Fræðslumiðstöð Reykjavíkur að hafa forystu og leiða alla saman. Nú þegar er byij- að mikið samstarf skólanna við íþrótta- og tómstundaráð og við félagasamtök, en til dæmis eru tónlistarskólar ekki komnir inn með þeim hætti sem ég vildi sjá þá.“ Helmingur skólanna í borginni er þegar einsetinn og segir Gerður að einsetningin gangi hratt, þrír skólar verði einsetnir í vetur og aðrir þrír þarnæsta vetur. Hún tel- ur ennfremur raunhæft að reikna með að allir skólar borgarinnar verði orðnir einsetnir árið 2003 eins og áætlanir gera ráð fyrir. - Með einsetningu og lengri skóladegi breytist vinnutími kenn- ara væntanlega, en kjarasamning- ar gera skólastjórum ekki kleift að fara fram á að kennarar séu í skól- anum nema þijár stundir á viku umfram kennsluskyldu. Hvernig fer þetta saman? „Ég er hrædd um að þetta verði vandamál sem þarf að taka á og auðvitað þarf að vinna í mjög nánu sambandi við kennarasamtökin. Kennarar eru þegar farnir að gegna störfum í lengdri viðveru. Ég sé þá koma í meira mæli inn í umsjón með annars konar starfi nemenda. Samkvæmt núverandi kjarasamningum fá þeir greitt öðru vísi fyrir þetta starf og það hefur ekki verið vandamál." - Nú borga foreldrar fyrir lengda viðveru og er reyndar ætlað að standa að mestu undir skólaat- hvarfí. Er hugmyndin þá sú að foreldrar greiði að hluta fyrir heils- dagsskólann, sem þú talar um? „Nei, ég sé fyrir mér að foreldr- ar borgi fyrir tómstundastarf utan skóla eins og þeir gera nú. Við reiknum með skólamáltíðum sem foreldrar greiða fyrir og í það fer ákveðinn tími. Mér finnst til dæmis skemmtileg tilraun í Ölduselsskóla, sem kölluð er næðisstund. Börnin hafa hálftíma til að borða og leika sér og auðvitað þarf að greiða ein- hveijum fyrir að hafa umsjón með þessu. Þannig hefur borgin lagt fram fé til að lengja skóladaginn hjá ákveðnum árgöngum. Ég tel að þegar ríkisframlagið sem verður að fullu komið inn árið 2003 muni viðbót borgarinnar fara í ýmisleg störf sem tengjast heilsdagsskóla." Hvað með námsráðgjafa? - Reykvískir skólastjórar álykt- uðu í vor um að fá námsráðgjafa til starfa í öllum skólum. Verður orðið við því? „Ég trúi því að skólastarfí sé til farsældar að hafa námsráðgjafa. Ég sé þó ekki að við getum bætt við stöðugildum en við getum hugs- anlega fært til fé. Ég veit að hluti af því sem nú er notað af sér- kennslukvóta fer til verkefna sem væru kannski betur komin í hönd- um námsráðgjafa. Ég veit að sál- fræðiþjónusta nýtist betur í skólum þar sem eru námsráðgjafar. Fræðslumiðstöðin er að auglýsa eftir tímabundinni stöðu námsráð- gjafa til að skoða hvernig hægt er að koma upp hlutastöðum í náms- ráðgjöf með því að nýta kvóta sem fyrir eru. Ég veit að sérkennarar verða ekki glaðir með að heyra þessi orð og vil auðvitað gera þetta í náinni samvinnu við skólastjórn- endur, kennara og sérkennara." - Nú hefur þú lagt mikla áherslu á starfsnám og verkmennt- un og rannsakað tengsl atvinnulífs og skóla. Sjá Reykvíkingar breyttar áherslur í þessum málum? „Ég styð allt það góða sem ver- ið er að gera í borginni bæði á vegum fyrrverandi Fræðsluskrif- stofu og í skólunum. Til dæmis er verið að stofna starfsdeildir í tveim- ur skólum í haust. Menn hafa ver- ið að tala um starfsmenntun alla þessa öld og margoft hefur verið reynt að gera átak en aldrei tek- ist. Ef við lítum á heilan árgang þeirra sem útskrifast úr grunnskóla reyna 90% við framhaldsskóla, 40% ljúka stúdentsprófi, 15% iðnnámi og hinir detta út. Iðnnám vex ekki og mun aldrei gera eins og það er nú byggt upp, því fjölda nemenda er stýrt af atvinnulífinu. Til þess að ljúka iðnnámi þarf að komast á samning og plássin eru alltaf tak- mörkuð, sem von er.“ - Byrjar ekki áherslan strax í grunnskóla þar sem samræmdu prófin eru öll í bóklegum greinum? Þeim sem ná ekki tilskilinni eink- unn er ráðlagt að fara í iðnskóla í 0-áfanga til að geta haldið áfram. Væri ekki eðlilegt að hefja iðnnám til vegs með því að hafa samræmt próf einnig í verklegum greinum? „Það er alveg rétt að auðvitað hefur þetta áhrif á viðhorf til verk- legs náms. Það er líka rétt að kenn- arar hvetja meira til bóklegs náms og nota þá gjarnan þau rök að stúd- entspróf þurfí til alls frekara náms. Það er hins vegar ekki rétt og ég vil ítreka að aðeins 40% nemenda í árgangi ljúka stúdentsprófi. Okk- ar vandi er sá að við höfum ekkert námsframboð í framhaldsskólum fyrir 50% nemenda, Ég vildi sjá stóraukið framboð á alls kyns starfsmenntun á sviðum sem ekki er til neitt_ starfsnám nú,“ segir Gerður G. Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.