Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ I- ERLENT 120 prósentum. Jafnvel þó það sé tekið fram í ítölskum lögum að ekki megi fara fram úr fjárlögum, hefur enginn tekið mark á því. Nýlega sagði Carlo Aziglio Ciampi fyrrum forsætisráðherra og núver- andi efnahagsráðherra í viðtali, að þeim miðaði í rétta átt ojg til dæmis væri skammt í að Italir greiddu upp allar erlendar skuldir sínar. Það hljómar óneitanlega vel, en málið er bara að erlendar skuldir eru ekki meginn vandi ít- ala, heldur innlendu skuldirnar og aðeins tíu prósent af skuldunum eru erlendar. Afgangurinn er að megninu til hávaxta ríkisskulda- bréf, sem ríkið hefur notað til að afla fjár á léttúðugan hátt. Og það versta er kannski að vegna spill- ingar, þá hefur allt þetta fé ekki einu sinni nýst ríkinu og þegnum þess sérlega vel. Allar hreyfingar stjórnarinnar hafa umsvifalaust áhrif á þennan markað. Ef reynt er að lækka verðbólguna með aðhaldssömum aðgerðum til að uppfylla forsendur myntsambandsins má búast við að vextir hækki. Um leið vex skuldabyrðin. Þessi lánastefna fýrri áratuga hefur líka haft afger- andi áhrif á ítalskt atvinnulíf, sem vantar sárlega áhættuíjármagn og verðbréfaviðskipti eru í lágmarki, því ríkið hefur sogað allt sparifé til sín af óseðjandi og fyrirhyggju- lausri græðgi. Ef einhver heldur að Norður- löndin slái skattametið þá er það ekki rétt, því það gerir Italía með 53 prósentum og 200 ólíkum sköttum. Það skók ítali nokkuð þegar því var varpað fram af hag- þenkjandi stjórnmálamanni að It- alir væru að vinna fyrir sköttunum sínum fram í júlílok ár hvert, en tækju fyrst þá að vinna fyrir tekj- um sínum. Spaugilegur útreikn- ingur, en ekki algalinn. En þessi háa skattaprósenta bitnar mjög misjafnlega á landsmönnum. Búð- ardrengurinn borgar iðulega hærri skatt en búðareigandinn, því í einkareknum atvinnugreinum er enginn vandi að stinga undan. Nú ætlar stjórnin að reyna að herða skattheimtuna til að auka tekjur ríkisins, en það er meira en að segja það að takast á við svo gam- algróna ósiði. Áður en að myntsambandsaðild kemur þarf viðkomandi land að hafa átt aðild að Evrópska gengis- samstarfinu í tvö ár. Italía féll þar úr skaptinu í september 1992, en nú vonast stjórnin til að komast í það aftur á næsta ári. Hingað til hafa ítalskar efnahagsáætlanir fremur verið í ætt við draumsýnir, svo enn er of snemmt að segja hversu raunsæ áætlunin er í þetta skiptið. Ofangreind dæmi um glímu ít- ala við forsendur myntsambands- ins eru aðeins lítill hluti af öllu því dæmi og ítalir eru ekki þeir einu sem glíma við þennan vanda. Munurinn er bara sá að ítalir hafa aldrei ætlað sér að sitja í öðrum flokki innan ESB. Jafngildir Maastricht gulu eða rauðu korti? Öxulshugmyndir de Michelis urðu að engu þegar staðreyndir Maastricht-sáttmálans fóru að renna upp fyrir mönnum og það er kaldhæðni örlaganna að einn sá fyrsti, sem hafði orð á þessu, var Ciampi þáverandi forsætisráð- herra á leiðtogafundi ESB í Kaup- mannahöfn 1993. Þar sagði hann að kannski yrðu ekki öll löndin jafnfljót að uppfylla forsendur sáttmálans, en þeir síðbúnu fengju ekki að tefja framkvæmdina. Hann tók sem dæmi hús í bygg- ingu, þar sem sumir flyttu inn á undan öðrum, en mikilvægast væri að þeir sem síðar kæmu gætu gengið að því sem vísu að fyrir þá giltu sömu reglur og þá sem fyrst hefðu flutt inn, en auð- vitað þyrftu allir að standa jafnt við greiðsluskuldbindingar sínar. ÍTALIR hafa löngum tekið þátt í sljórnmálabaráttu og Evrópuumræðu af miklum þrótti. Spillingarmál og félagslegur óróleiki hefur hins vegar sett svip sinn á þjóðfélagið undanfarin ár og margir efast um að ítalskt efnahagslíf sé reiðubúið undir hinn peningalega samruna Evrópuríkja. Eyrópuvæðist Italía eða Italíuvæðist Evrópa? í ríkisstjórn árið 1990 undir for- ystu Giulio Andreottis eru horfnir af sjónarsviðinu vegna botnlausra spillingarmála. Andreotti situr á sakabekk, meðal annars sakaður um mafíutengsl og morðaðild. Gianni De Michelis þáverandi ut- anríkisráðherra hvarf af sjónar- sviðinu vegna mútumála líkt og nánast allir leiðtogar flokks hans, Sósíalistaflokksins, sem leystist upp líkt og kristilegir demókratar, flokkur Andreottis. De Michelis þótti annars mjög hugsandi stjórn- málamaður, þó fjölmiðlar væru uppteknari af heimsóknum hans á diskótek og tilþrifum hans þar við dans og dömur. Utanríksráðherr- ann talaði um adríatíska Dónáröx- ulinn í Evrópu. Ítalía sat jafn- tryggilega og Frakkar og Þjóðvetj- ar í Evrópuhraðlestinni, er stefndi í átt að samruna. Ríkisstjórn í sjálfheldu milli Maastricht og Afríku Nú er áðurnefndur öxul gleymd- ur, en í staðinn rætt um innsta kjarna ESB, sem Þýskaland á vísa aðild að og sennilega Frakkland, þar sem skilyrði Maastricht-sátt- málans fyrir þátttöku í hinum pen- ingalega samruna eru aðgöngum- iðinn. Enginn telur Ítalíu með lengur í þeim hópi. Áður voru ít- alskir stjórnmálamenn brosleitir og fjálgmæltir er Evrópusamstarf- ið bar á góma, en nú tala þeir um það hrelldir á svip. Það vantar óskaplega mikið upp á að ríkisbú- skapurinn uppfylli forsendurnar og þegar möguleikar stjórnarinn- ar, til að uppfylla þær, eru skoðað- ir, kemur í ljós að stjórnin situr í hálfgerðri sjálfheldu. Miðað við forsendur Maastricht-sáttmálans líkist ítalskt efnahagslíf meira Afríkuríki en Evrópuríki. Samkvæmt forsendunum mega skuldir þjóðarbúsins ekki nema meira en 60 prósentum af þjóðar- framleiðslu, en skuldir ítala nema Hugmyndin um sameinaða Evrópu á sér djúpar rætur á Italíu, en einskorðaðist lengi vel við orðin ein. Með peningalegum sam- runa Evrópuríkja reynir á hvað Italía vill leggja á sig til að taka þátt og hvað Evrópa vill gera til að fá hana með, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir, um leið og --------------jp---—--------------------- hún spyr hvort Italía Evrópuvæðist eða hvort Evrópa lagi sig að Italíu um árabil talað af sannfæringu um Evrópusamstarfið. Evrópu- málin hafa því hvorki verið deilu- mál á Ítalíu né rædd þar af miklum ákafa. Maastricht-sáttmálinn var samþykktur í ítalska þinginu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en eftir Iitlar umræður. Líkt og Frakkar og Þjóðverjar, driffjaðrir samstarfsins, hafa Italir haft aug- un á evrópsku sambandsríki sem lokamarkmiði samrunans og aldrei þjáðst af norrænni og breskri tor- tryggni hvað það varðar. Italir fóru með formennsku í Evrópusamstarfinu fyrri hluta árs- ins, en síðast gerðu þeir það seinni hiuta árs 1990. Á þessu tímabili hefur Evrópa tekið stakkaskipt- um, en utan Austur-Evrópu hafa kollsteypurnar hvergi orðið jafn- miklar og á Italíu. Þeir sem sátu * Uiiitá, diDiPietro ms . B. æ . ITALÍA ÆTTI einkum að stefna að því að sameinast Evrópu og ekki að rækta aðra þjóðartilfinningu en þá að eiga virka aðild að félagi Evr- ópu og heimsins." Þessi setning ítalska stjórnspekingsins Carlo Cattaneo gæti litið út fyrir að vera skrifuð upp úr 1945 með lærdóm seinni heimstyrjaldarinnar í huga. í raun var hún skrifuð árið 1848, áður en Garibaldi hafði sameinað Ítalíu í eitt ríki 1860. Það er því engin ný bóla að ítalir einblíni á Evrópu og stöðu sína í álfunni. Strax í fyrri heimstyijöldinni veltu ýmsir hugsandi ítalir fyrir sér þeim möguleika að sameina Evrópu til að hindra aldalöng átök í álfunni. Árið 1941 skrifuðu Gio- vanni Agnelli og Attilio Cabiati yfirlýsingu, kennda við eyjuna Ventotene, þar sem þeir sátu í fangelsi fyrir andóf gegn fasista- stjóminni. Þetta voru ein fyrstu skrifín um lýðræðislegt evrópskt sambandsríki. Þá má nefna að ít- alski stjórnmálamaðurinn Alcide De Gasperi er talinn einn af ætt- feðrum Evrópusamstarfsins ásamt Þjóðveijanum Konrad Adenauer og Frakkanum Robert Schuman. Líkt og Þjóðveijar höfðu Italir þörf á nýrri ímynd eftir fasista- stjómina. En þrátt fyrir gamal- gróna ítalska Evrópuhyggju velta ýmsir því fyrir sér hvort hún sé að breytast úr löngun til að taka þátt í að styrkja Evrópu í leið til að leysa mál, sem ítalskir stjórn- málamenn séu ófærir um að leysa heima fyrir. Með því að skjóta „ít- alska vandanum" til Evrópu muni hann gufa upp. Og ef Ítalía Evr- ópuvæðist ekki, mun þá Evrópa ekki „Ítalíuvæðast"? spyija marg- ir. Flestir sannfærðir ítalskir stjórnmálamenn í öllum flokkum, nema þeir sem hrærast enn í hugarheimi fasismans, hafa k l I I t » I ! I $ I i ( t i I ( e f * 6 i ú fl -l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.