Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 13

Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 13 „Ef forsendum Maastricht verður haldið til streitu og kraftaverkin láta á sér standa jafngild- ir sáttmálinn rauða kort- inu fyrir ítali.“ Ciampi hafði örugglega ekki annað í huga en að ítalir flyttu inn með þeim fyrstu. Þegar Wolfgang Scháuble, hugsanlegur arftaki Helmut Kohls kanslara Þýska- lands, setti fram hugmyndir 1994 um hinn harða kjarna Evrópu með Þýskalandi og Frakklandi, en án Ítalíu, voru þessar hugmyndir teknar óstinnt upp á Italíu. Ekki tók betra við þegar Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, orð- aði það sem augljóst var að ítalir gætu greinilega ekki orðið meðal stofnaðilja myntsambandsins. í hvert sinn sem slík ummæli heyr- ast frá útlöndum svara ítalskir stjórnmálamenn með særðu þjóð- arstolti og af þjósti. Eftir á að hyggja má segja að með undirskrift Maastricht-sátt- málans hafi ítalir í raun úthlutað sjálfum sér rauða kortinu í evr- ópska fótboltaleiknum. Sáttmálinn var nefnilega ekki bara viljayfir- lýsing til að gera eitthvað einhvern tímann, heldur var ferðin ná- kvæmlega tímasett í átt að mark- miði, sem Italir töluðu mikið um, en gerðu ekkert til að uppfylla. Og það var öldungis ekki þannig að Italir höngsuðu við byggingu Evrópuhússins, sem Ciampi talaði um. Andreotti þáverandi forsætis- ráðherra ýtti mjög á eftir við sátt- málagerðina og var óhræddur við hörðustu ákvæði hans. Þá er spurningin hvað fyrir hon- um hafi vakið. Sumir álíta að svar- ið felist í því að íhuga að eins og Andreotti hafi sjálfur undirstrikað þá séu allir fyrir einn og einn fyr- ir alla í myntsambandinu. Andre- otti hafi því séð fyrir sér, og það ekki að ástæðulausu, að ef þeim tækist að koma sér í myntsam- bandið myndu skuldir þeirra og annar ósómi jafnast á hina og ít- alskur efnahagsvandi væri ekki lengur höfuðverkur ítala einna. Afstaða Banca d’Italia, ítalska seðlabankans, til myntsambands- ins segir nokkuð um ítalskan þankagang. Þar á bæ hafa menn gjarnan álitið sem svo að mynt- sambandið leiddi sjálfkrafa til samræmingar aðildarlandanna, meðan Bundesbank, þýski seðla- bankinn, vildi hafa vaðið fyrir neð- an sig, láta hugsanleg aðildarlönd samræma aðstöðu sína áður en til myntsambandsins kæmi og því ættu þau að uppfylla forsendur Maastricht-sáttmálann upp á hár áður en til myntsambands geti komið. En myntsambandið snýst ekki einungis um reikningsdæmi fyrir evrópska stjórnmálamenn heldur er þjóðarheiður að veði að flytja með þeim fyrstu inn í „Evrópuhús- ið“. Enn er ekki ljóst hvernig aðild- arforsendur Maastricht verða túlk- aðar, þegar þar að kemur. Meðal evrópskra stjórnmálamanna heyr- ist æ ofan í æ að myntsambandið sé ekki hægt að meta á efnahags- forsendunum einum saman, heldur þurfi að skoða það í pólitísku sam- hengi. Ef það verður álitinn póli- tískur akkur í að stofnaðilar mynt- sambandsins verði sem fiestir, svo það geti orðið traust undirstaða pólitísks samstarfs, verður slakað Mercedes Benz 300 É 4-matic, módel 1990 Litur grásans, einn eigandi, Benz skoðunarbók, ek. 120 þ.km, 180 hö., ssk., ABS, spólvöm, loftræstikerfi o.fl. Verð kr. 2.700.000 Uppl. í síma 471-2088 eða fax 471-2488 Á sama stað: MB jeppi, langur 300 GD dísel, '86, verð kr. 1.700.000 ERLENT á inngönguforsendum og hugsan- lega álitið nægilegt að land sé á réttri leið, þó það hafi ekki náð að uppfylla allar forsendurnar. Þá kemst Ítalía efalaust með, því sögulega séð er Ítalía þunga- vigtarland í Evrópusamstarfinu. Ef svo fer hafa margir hagfræð- ingar áhyggjur af því að efnahags- grundvöllurinn verði ærið veikur og efli þá hvorki hagsæld í Evrópu né pólitískan stöðugleika. Það verður fróðlegt að fylgjast með samdrætti Ítalíu og ESB, því sá samdráttur segir mikið um þró- un ESB. Þegar fótboltalandið Ital- ía er annars vegar liggur beint við að nota líkingar úr fótboltamálinu. Ef Ítalía tekur sig á og tekst með undraverðum hætti að ná tökum á efnahagsmálum sínum hefur Maastricht-sáttmálinn verið þeim holl viðvörun, líkt og gula kortið er knattspyrnumanni sem fer of- förum. Ef forsendunum verður haldið til streitu og kraftaverkin láta á sér standa jafngildir sáttmálinn rauða kortinu fyrir ítali og þeir verða að gjöra svo vel að húka utanvallar meðan þeir koma sínum málum í horf. Þriðji möguleikinn væri svo að ítalska liðið fengi bara að reka dómarann af vellinum og gæti spilað óhindrað á eigin for- sendum. Umræðurnar um Evrópusam- starfið hafa gjarnan snúist um hvort Þýskaland verði Evrópu- vætt, svo Evrópa verði ekki „ger- maníseruð“. Ef um of verður slak- að á forsendunum myntsambands- ins ítölum í hag þurfa ítalir heldur ekki að Evrópuvæðast. Þá gæti Evrópusamstarfið „Ítalíuvæðst", breyst í endalaust hrossaprang og baktjaldamakk líkt og ítölsk stjór“nmál hafa verið um árabil. Þá væru ítalir eins og fískur í vatni og framtíð þeirra kannski björt, en ekki framtíð Evrópu. % a 1 É •e « > 1 Skútfuskápui á tijálum 47x45x63 kr.11.500 Skrifborð 160x80x75 kr.10.S00 Kornborð 80x80x75 kr.8.050 SkiilboiS 120x80x75 ki. 9.500 Vélritunaiboið á hjólum 105x40x69 kt. 5.950 HSwLrjs Kommóður verð frá kr. 8.700 Svait / Hvítt / beyki Skrifborð verö fró kr. 8.600 Svatt / hvítt / beyki/fiaa Sjónvarpsskápar verð frá kr. 5.900 Svart / hvítt / beyki /fura / mahoni Hirzlan Auðbrekku 19 • 200 Kópavogur Sími 564 5040 ■ Fax 564 5041 Hirzlan á nýjum stað! 0PIÐ UM HELGINA LAU. kl.10-18 SUN.kl. 13-16 Auðbrekku 19 Kópavogi SJÁÐU hvernig Frá kr. 18.760,- Verð á mann aðra leið til Danmerkur í síðustu ferð með Norrænu 3. september. Bifreið kr 15.660,- Frá kr.29.560,- Fjögurra manna fjölskylda með eigin bíl til Danmerkur í ágúst og heim frá Danmörku 31. ágúst. Verð á mann, 2 fuilorðnir og tvö böm yngri en 15 ára. ÞUFERÐ ÞÍNAREldN ULIÐIR NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN Laugavegur 3, Sími: 562 6362 AUSTFAR H F Seyöisfirði, sími: 472 1111 Umboðsmenn um allt land rYRST&FRLMST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.