Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Reykjavíkur tók til starfa 1. ágúst síðastliðinn þeg- ar sveitarfélögin tóku al- farið yfir rekstur grunnskólanna. Samhliða voru Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur og Skólaskrifstofa Reykjavíkur lagðar niður. Var öll- um starfsmönnum boðið starf á hinni nýju skrifstofu og þáðu það velflestir, að sögn Gerðar G. Ósk- arsdóttur fræðslustjóra og for- stöðumanns Fræðslumiðstöðvar- innar. Sú breyting varð einnig l.ágúst sl. að skólamálaráð, sem jafnframt gegndi hlutverki skólanefndar, var lagt niður og nýtt fræðsluráð tók til starfa. Fer það með yfirstjórn skólamála í Reykjavík í umboði borgarstjórnar, en formaður þess er Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi formaður Skólamálaráðs. Ráðið, sem gegnir jafnframt hlutverki skólanefndar, er skipað 5 borgar- fulltrúum og jafnmörgum til vara og er kjörtímabil þess hið sama og borgarstjórnar. Að sögn Gerðar eru uppi hugmyndir um að skipta borg- inni í skólahverfi sem hvert hefur sína skólanefnd. „Tilgangurinn er að færa starfsemina nær foreldrum og munu skólanefndirnar starfa undir fræðsluráði." Stofnunin er ein sú stærsta á landinu með 2.200 launþega og mun Sjúkrahús Reykjavíkur kom- ast hvað næst þeim starfsmanna- fjölda. Meðal launþega Fræðslum- iðstöðvar eru um 1.200 kennarar, rúmlega 900 starfsmenn við hina ýmsu skóla og 45 starfsmenn á skrifstofu. Um þriðjungur allra grunnskólabarna á landinu eða 14.000 stunda nám í Reykjavík. 4% af fjárlögum Fjárhagsleg umsvif Fræðslumið- stöðvarinnar eru veruleg, sem sést best á því að um hendur hennar fer þriðjungur af fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á næsta ári eða um fimm milljarðar króna, sem fara bæði í rekstur og stofnkostn- að. Samsvarar upphæðin rúmlega 4% af fjárlögum ríkisins. Stefnt er að því að gera Fræðslumiðstöðina fjárhagslega mjög sjálfstæða í framtíðinni, en fram að áramótum verður farið eftir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar auk ákveðins fjármagns frá ríkinu. Gerður býst ekki við miklum breytingum á tilfærslu fjármagns innan stofnunarinnar eða áherslu- breytingum fyrst um sinn, því sú ákvörðun var tekin að reka mið- stöðina sem næst óbreytta meðan menn væru að átta sig á við hvað væri að glíma. „Þó hefur orðið örlítil útþensla, því í vor var veitt aukafé til skólanna, en reynt var að halda því í lágmarki," segir hún. Konur í forystu Með ráðningu Gerðar í stöðu for- stöðumanns Fræðslumiðstöðvar er annarri konu á skömmum tíma fal- ið að bera ábyrgð á fjölmennum og mikilvægum vinnustað. Hin er Rannveig Rist verðandi forstjóri ÍSAL. Báðar hafa þær fjölbreytta menntun og starfsvettvang að baki hvor á sínu sviði. Gerður hefur víð- tæka reynslu af störfum innan menntakerfisins. Hún hefur verið kennari á grunn- og framhalds- skólastigi, í fullorðinsfræðslu og í háskóla. Auk þess var hún um ára- bil skólastjóri og skólameistari gagnfræða- og framhaldsskóla í Neskaupstað og nú síðast kennslu- stjóri í kennslufræði við Háskóla íslands. Hún var aðstoðarmaður menntamálaráðherra í þijú ár. Jafn- framt hefur hún stýrt eða setið í fjölda nefnda sem fjallað hafa um ýmsa þætti menntamála allt frá leikskólum til háskóla og fullorðins- fræðslu. Hún hefur einnig kennt á námskeiðum fyrir kennara, sinnt nýbreytni og þróunarstörfum í skól- um og mati á skólastarfi. Auk þess hefur hún stundað rannsóknir á sviði skólamála, til dæmis á tengsl- um menntunar og atvinnulífs. Gerður er ennfremur doktor í menntunarfræðum með sérsvið í stjórnun menntamála og stefnu- mörkun. Hún hefur masterspróf í námsráðgjöf og BA-próf í landa- Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Gerður G. Oskarsdóttir fræðslustjóri og forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur segir að mikið verk liggi í að samræma stundatöflur nemenda, eftir að skólamir verða einsetnir, og allt það starf sem þeir sækja utan skólatíma Hún hefur hins vegar komið fram með hugmynd að lausn þeirra mála. Einsetning og tieitsdags- skðli viðamestu verkefnin Fræðslumiðstöð Reykjavíkur veltir 5 millj- örðum króna á ári eða þriðjungi fjárhags- áætlunar borgarinnar. Hjá henni starfa 2.200 manns og 14.000 böm sækja gmnn- ---------------------------------------- skóla Reylqavíkur. Gerður G. Oskarsdóttir fræðslustjóri segir Hildi Friðriksdóttur hér frá undirbúningi að einsetningu, sem þýðir gjörbreytta stundaskrárgerð með aukinni áherslu á verk- og listgreinar og þar verður einnig að koma fyrir tómstundastarfi nem- enda. Til að færa skólastarf nær foreldmm verður stefnt að skiptingu borgarinnar í hverfí með skólanefndir í hverju hverfí. fræði og þýsku, auk þess að hafa kennsluréttindi á grunn- og fram- haldsskólastigi. „Já,“ segir hún þegar haft er orð á að hún hafi greinilega ekki skilið neinn anga menntakerfisins útundan á starfs- og námsferli sínum. „Það er eins og ég hafi verið að búa mig undir að taka við þessu starfi, en svo var nú ekki. Aftur á móti er ég mjög ánægð með að hafa fengið það og hlakka til að takast á við þau fjöl- mörgu verkefni sem bíða mín. Ég er auk þess svo heppin að hafa fengið með mér gífurlega hæft og vel menntað starfsfólk." Flutt um áramót Fræðslumiðstöðin er nú til húsa á tveimur stöðum meðan verið er að gera upp framtíðarhúsnæði 'í Miðbæjarskólanum. Fræðslustjóri, þjónustu- og þróunarsvið og hluti skrifstofu eru í Túngötu 14, en rekstrarsvið og almenn skrifstofa eru í Tjarnargötu 12. Vonast Gerð- ur til að flutningur hefjist um miðj- an október og að honum verði lok- ið um áramót. Skólasafnamiðstöð er einnig hluti af skrifstofunni en verður áfram á núverandi stað, á Lindargötu 46. Gerður er ánægð með að Mið- bæjarskólinn hafi orðið fyrir valinu og fínnst þessi gamla, merka stofn- un hafa fengið verðugt hlutverk. „Þetta er elsta skólahúsið í borg- inni og ljóst að það ber ekki skóla eða böm vegna mikillar umferðar og lítils leiksvæðis. Þetta er timbur- hús sem er ekki byggt með nútíma eldvörnum fyrir mörg hundruð manns. Auk þess eru nú gerðar ýmsar kröfur til skólahúsa sem aldrei yrði hægt að uppfylla þarna. Þá þyrfti að breyta því mikið og það vilja menn ekki.“ Húsið verður innréttað sem mest í sinni upprunalegu mynd eða alla- vega frá 1947 þegar það var gert mikið upp. Gerður leggur áherslu á að kostnaður sé fyrst og fremst vegna viðhalds og endurnýjunar en ekki vegna breytinga. Samkvæmt upplýsingum frá byggingadeild Borgarverkfræðings verður kostn- aður á þessu ári 83 milljónir króna en heildarkostnaður verður um 100 milljónir króna. „Það er einungis tvennt sem breytist," segir Gerður. „í fyrsta lagi er sett lyfta í húsið og einum inngangi breytt til þess að auðvelda hreyfihömluðum að- gang. I öðru lagi er húsinu skipt í eldvarnarhólf. Síðan verður einni kennslustofu breytt í upprunalegt horf og í henni verður afgreiðsla skrifstofunnar." Auk Fræðslumiðstöðvar verða Námsflokkar Reykjavíkur áfram starfandi í Miðbæjarskólanum og nemendur Kvennaskóla og Tjarnar- skóla munu einnig hafa aðgang að Ieikfimisal skólans. Nýjungar Eins og sést á meðfylgjandi skipuriti skiptist starfsemi Fræðslumiðstöðvar í þtjú svið, þjónustu-, þróunar- og rekstrarsvið auk almennrar skrifstofu og starfs- sviðs, sem nefnt hefur verið um- boðsmaður foreldra og skóla. Gerð- ur kveðst vera mjög stolt af tveim- ur nýjungum í starfseminni, þróun- arsviði og umboðsmanni, embætti sem Áslaug Brynjólfsdóttir fyrrver- andi fræðslustjóri gegnir. Starf umboðsmanns er mjög sjálfstætt og verður hlutverk Aslaugar að aðstoða foreldra við skipulagningu starfs í foreldraráðum, bera hug- myndir á milli manna og skóla. Einnig verður hún talsmaður for- eldra gagnvart skólum og fræðslu- yfírvöldum og talsmaður starfs- manna skólanna. Á þróunarsviði verða unnin verk sem fram til þessa hafa ekki verið unnin að neinu marki, hvorki á vegum ríkis né sveitarfélaga, að sögn Gerðar. Um er að ræða að vinna úr þeim fjölda tölfræðilegu gagna sem til eru um skóla og skólastarf eins og nemenda- og kennaraskrá, rýmisskrá, niður- stöður prófa og slíkt. Einnig mun nýrra upplýsinga verða aflað, sem verða notaðar sem grunnur í áætl- anagerð. „Ýmsar tillögur hafa ver- ið gerðar en áætlanagerð hefur aldrei verið notuð sem markvisst stjórntæki í skólakerfinu. Tilraun var gerð í menntamálaráðuneytinu árið 1991 með útkomu bókarinnar Til nýrrar aldar, sem átti að vera áætlun til aldamóta. Hún var ekki notuð sem stjórntæki, meðal ann-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.