Morgunblaðið - 11.08.1996, Page 14
14 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sinnulaust óráð
LEIKLIST
Lcikhópurinn Ljóshæróa
kcnnslukonan í Bctri
stofunni í risi Kaffi
Rcykjavíkur
SKÖLLÓTTASÖNGKONAN
Höfundur: Eugéne Ionesco. Þýðandi: Karl
Guðmundsson. Leikstjóri: Melkorka Tekla
Ólafsdóttir. Lýsing: Sigurður Kaiser. Förðun:
Elín J. Ólafsdóttir. Leikmynd og búningar:
Leikhópurinn með aðstoð Kristínu Berman.
Leikendur: Birna Ósk Einarsdóttir, Fióki
Guðmundsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,
Ólafur Egill Egilsson, Páll Sigþór Pálsson
og Unnur Ósp Stefánsdóttir.
Föstudagur 9. ágúst.
ABSÚRDLEIKLIST einblínir á fárán-
leika og tilgangsleysi lífsins með því að
einblína á orðræðu persóna sem gegna
gæsunum sem í gær flugu. Slík verk benda
á að lífið er dularfull og óráðanleg gáta
og er í raun tilgangslaus og ruglandi ringul-
reið.
Sköllótta söngkonan er eitt af grundvall-
arverkum absúrdleikhúss, skrifað 1948 og
fyrst sett á svið í Frakklandi 1950. Það
skilur við áhorfandann ráðþrota gagnvart
inntaki verksins, sem er eins og kippt úr
liði. Samræður og einræður eru óljósar eða
í merkingarlausu samhengi, hegðun per-
sónanna er óskiljanleg og þráðurinn í verk-
inu órökrænn og óraunsær. En Sköllótta
söngkonan nýdir sér alla þessa þætti til
að benda á hve veröldin er í raun og veru
bráðfyndin einmitt vegna merkingarleysis-
ins.
Absúrdleiklist sækir mikið til ritgerðar
Alberts Camus um goðsögnina um Sisifos,
konung í Korinþu, sem í undirheimum verð-
ur að velta á undan sér bjargi nokkru upp
á brún þverhníptrar hlíðar, sem veltur svo
óðara niður á jafnsléttu og gengur þetta
þannig til eilífðar. Saga þessi, er til í nýrri
búningi hér á landi er greinir frá vistmönn-
um á hæli nokkru fyrir geðveika við sand-
mokstur, eins og sumir kannast við. Hvoru-
tveggja gerðin undirstrikar tilgangsleysi
þess sem maðurinn tekur sér fyrir hendur,
því allt endar jú í óumflýjanlegum dauða.
Textinn vísar í samhengislausustu bók-
menntir allra tíma, tungumálakennslubæk-
ur (hér á landi helst stafsetningaræfing-
ar). Sú staðreynd að Ionesco, rúmenskur
höfundur sem skrifar á franska tungu,
velur enskt baksvið, á greinilega rót til
þessa að rekja. Enskt millistéttarlíf er einn-
ig í svo föstum skorðum að áhorfendur
eiga auðvelt með að greina frávikin.
Textinn er tilviljanakenndur og áhorf-
endur reyna af fremsta megni að skeyta
saman brotunum og fá úr þeim merkingu.
Undirrituðum fannst merkilegt að í túlkun
hans sjálfs fær biskupinn fastari skot frá
hendi Ionescos en frá nokkrum af andmæl-
endum hans hérlendum. Einnig voru tilvís-
anir í skóburstun merkilegar þar sem í
fyrradag lagði maður nokkur það fyrir sig
að bursta skó vegfarenda á Lækjartorgi.
Leikstjóra verksins hefur tekist vel að
gæða textann lífi og nýta hann til að
skemmta áhorfendum. Sviðið, leikmunir
og búningar eru vel til þess fallnir að undir-
strika og leggja áhersiu á viss atriði (til-
gangslaus að sjálfsögðu) og leikstjórinn
fellur ekki í þá gryfju að reyna að finna
sinnu í óráðinu.
Hver persóna er skýrum dráttum dregin
í uppfærslunni, stuðst er jöfnum höndum
við einstaklingseinkenni hvers leikanda og
drætti persónunnar frá höfundarins hendi.
Búningar og förðun setja svo punktinn
yfir i-ið við sköpun sex séreiginlegra ein-
stæðinga. Leikurinn var vandaður og
þaulæfður. Þetta var sérstaklega áberandi
í samræðum tvenndanna, hvorra tveggja
hjónanna eða kærustuparsins.
Leikendurnir fengu hver um sig að sýna
hvar þeir voru sterkastir. Œafur Egill Ól-
afsson í farsaleik, Birna Ósk Einarsdóttir
í ljóðrænum einfaldleika, Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir í hófstilltri kómík, Flóki Guð-
mundsson sem bjargfastur fulltrúi _ mið-
stéttarhefðanna, Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir sem uppstökk kona hans og Páll
Sigþór Pálsson sem hinn grínaktugi en
heillandi dælustjóri. Leikstjóranum tekst
vel að halda utan um hópinn, halda þeim
við textann og skapa úr þessu ósamræmda
heild.
Þó að einstaka hnökrar séu á uppsetn-
ingunni: kæfandi hiti í áhorfendarýminu,
óskýr framsögn á stundum, átök sem kom-
ast nálægt því að fara úr böndum og ljós
sem skortir hnitmiðun, þá verður að segj-
ast að þessi sýning er óneitanlega sérstak-
Morgunblaðið/Ásdís
Sköllótta söngkonan er nútímaklassík
sem stendur fyrir sínu ef hún er ekki
kæfð í hátíðleika og vettlingatökum.
Hér er hún í hæfilegum búningi sem
dregur fram það besta í verkinu.
lega skemmtileg, og ber það helst að þakka
styrkri leikstjórn og trúnaði við textann,
sem er frábærlega þýddur af Karli Guð-
mundssyni. Sköllótta söngkonan er nútíma-
klassík sem stendur fyrir sínu ef hún er
ekki kæfð í hátíðleika og vettlingatökum.
Hér er hún í hæfilegum búningi sem dreg-
ur fram það besta í verkinu.
Sveinn Haraldsson
Þórunn Guð-
mundsdóttir
••
og Kristinn Orn
á þriðjudags-
tónleikum
Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í
Listasafni Siguijóns Ólafssonar
þann 13. ágúst kl. 20.30 mun söng-
konan Þórunn Guðmundsdóttir
koma fram ásamt Kristni Erni
Kristinssyni píanóleikara. Þau flytja
verk eftrí Henry
Purcell, Karl 0.
Runólfsson, Sigfús
Einarsson, Sig-
valda Kaldalóns,
Sigurð Þórðarson,
Jón Leifs og
Hjálmar H. Ragn-
arsson.
Þórunn Guð-
mundsdóttir út-
skrifaðist frá Tón-
listarskólanum í
Reykjavík og
stundaði síðan
framhaldsnám í
söng í Bandaríkj-
unum og lauk
meistaragráðu frá
Tónlsitarháskólan-
um í Bloomington,
Indiana. Eftir að
hún kom heim frá námi hefur hún
stundað margvísleg tónlistarstörf.
Hún hefur komið víða fram sem
einsöngvari meðal annars með
Kammersveit Reykjavíkur og í kon-
sertuppfærslu á Orfeo eftir Monte-
verdi. Þá hefur hún sungið einsöng
með ýmsum kórum og haldið fjölda
einsöngstónleika.
Kristinn Öm Kristinsson píanó-
leikari stundaði nám við Tónlistar-
skólann á Akureyri og Tónlistar-
skólann í Reykjavík. Hann fór síðan
í framhaldsnám tjl Bandaríkjanna
og lauk B.M. prófi frá Southern
Illinois University, Edwardsville.
Hann var auk þess í tvö ár við St.
Louis Conservatory of Music.
Kristinn er skólastjóri Tónlistar-
skóla íslenska Suzukisambandsins
og kennir við Tónlistarskólann í
Reykjavík.
Landslags- o g
sjávarmyndir
ÓLAFUR Oddsson heldur sýningu
í Eden í Hveragerði og verður hún
opnuð mánudaginn 12. ágúst.
Myndirnar eru olíumálverk, akríl-
og vatnslitamyndir og ein mynd-
anna, andlitsmynd, er unnin í kol.
Verkin eru frá árunum 1994-1996
og eru mest landslags- og sjávar-
myndir, þar með taldir bátar, að
sögn listamannsins.
Ólafur Oddsson er fæddur 1947.
Hann er verkfæra- og mótasmiður
og hefur einnig numið myndlist.
LítiUega breytt Fjallamál
BRESKA leikskáldið Harold Pinter
var fyrir skömmu viðstatt einstaka
uppsetningu á verki þess „Fjalla-
máli“ (Mountain Language). Pinter
fékk hugmyndina að því eftir heim-
sókn til Tyrklands á síðasta áratug
þar sem hann kynnti sér stöðu
Kúrda, sem eru kallaðir „Fjallafólk"
eða „Fjalla-Tyrkir“ þar í landi og
er með því reynt að draga upp þá
mynd af Kúrdum að þeir séu vanþró-
aðir og hálfgerðir villimenn. Verkið
var frumflutt árið 1988 en sýningin
nú er sú fyrsta sem Kúrdar setja
upp, að því er segir í The European.
Pinter hélt í fyrsta sinn til Tyrk-
lands árið 1985 á vegum PEN-sam-
takanna, sem beijast fyrir lausn rit-
höfunda sem sitja í fangelsi fyrir
skrif sín. Pinter kveðst hafa talað
opinberlega gegn pyntingum er hann
var í Tyrklandi og það hafi orðið til
þess að hann geti ekki heimsótt land-
ið aftur því gefin hafi verið út hand-
tökuskipun á hann.
Nafn verksins, Fjallamál, vísar til
kúrdískunnar, og tilrauna tyrk-
neskra stjórnvalda til að útrýma
henni. Þrátt fyrir að hugmyndin að
verkinu sé barátta Kúrda, hefur það
breiðari tilvísun, segir Pinter, því það
fjalli um málfrelsi. Hann hefur verið
virkur í baráttunni fyrir því að vekja
athygli á hlutskipti Kúrda og hefur
verið ólatur við að gagnrýna breska
fjölmiðla og stjórnmálamenn um
sinnuleysi gagnvart þeim. Hann er
ekki laus við stolt þegar hann sér
HAROLD Pinter kemur til
leiksýningar Kúrdanna.
af hversu miklum innblæstri leik-
flokkur Kúrdanna hefur sett verk
hans upp.
Það er kaldhæðnislegt, ekki síst
í ljósi gagnrýni Pinters, að breska
lögreglan skyldi ryðjast vopnuð inn
á æfingu á verkinu fyrir rúmum
mánuði og voru aðfarir hennar sagð-
ar hafa minnt á tyrkneska starfs-
bræður lögreglunnar. Lögreglan
stöðvaði æfinguna í atriði þar sem
tyrkneskur hermaður gerir líkams-
leit á Kúrda. Að sögn leikstjórans
var leikarinn sem lék hermanninn
tekinn höndum. Ástæða þess að lög-
reglan ruddist inn, var sú að íbúi í
nálægu húsi hafði séðtil „vopnaðra"
leikara, hélt að vopnin væru raun-
veruleg og hafði þegar samband við
lögreglu. Hún ruddist inn á sýning-
una með svo miklum látum að senda
þurfti einn mann á. slysavarðstofu
og gera við brotnar hurðir og stóla.
„Mörkin á milli skáldskapar og raun-
veruleika eru á stundum býsna
óskýr,“ sagði Pinter um þetta atvik.
Það varð til þess að uppsetning-
unni var breytt og hefst leikritið
þegar leikhúsgestir koma í hús. Þar
veita vopnaðir verðir þeim heldur
harkalegar móttökur. Verkið gerist
að mestu í tyrknesku fangelsi og
íjallar um það hvernig einstaklingur
í uppreisn gegn ríkinu er brotinn
niður á hrottalegan hátt. Verkið er
nokkuð breytt í meðförum Kúrd-
anna, persónur Pinters bera engin
nöfn en leikararnir segja nöfn sín
með stolti í sýningunni. Og í lok
hennar hníga fangaverðirnir grimmu
til jarðar og hafa látið í minni pok-
ann fyrir friði, sem táknaður er með
skærlitum dúkum sem hópur dans-
ara svífur með um sviðið; ólíkt
drungalegum endinum sem Pinter
skrifaði.
En hann kveðst ekki ósáttur við
breytingarnar. Segir að sýningin
hafi haft geysileg áhrif á sig vegna
þess að margir sem þátt tóku í henni,
hafi sjálfir upplifað það sem fjallað
er um. „Þeir bættu við eigin orðum
vegna þess að þeir sáu sjálfa sig í
leikritinu. Þeir brugðust við með því
að tala eigið mál, eins og segir í
verkinu."
Fjögur þekkt
orgelverk
LENKA Mátéová organisti Fella-
og Hólakiriqu leikur í kvöld,
sunnudagskvöld, á tónleikum í
sumartónleikaröð Hallgríms-
kirkju, sem hefjast klukkan 20:30
Á efnisskránni er Tokkata,
adagio ogfúga í C-dúr eftir Bach,
Meyerbeer - Fantasía ogfúga eft-
ir Franz Lizst,
Combat de la mort
et de la vie eftir
Messiaen og Moto
ostinato eftir Petr
Eben.
í Tokkötu
Bachs, sem telst til
veglegri verka
hans, er eitt stór-
fenglegasta pedal-
sóló orgelbók-
menntanna. Adagio-kaflinn er með
ítölsku yfirbragði og fúgan hefst
á hefðbundinn hátt og leysist upp
í tokkötuform upphafsins.
Verkið eftir Lizst var frumflutt
árið 1855 af nemanda hans og er
eitt af lengri orgelverkum, en það
tekur 30 mínútur í flutningi. Lizst
samdi þrjú stór verk fyrir orgel,
enda var hann alla tíð hrifinn af
möguleikum hljóðfærisins
Messiaen er án efa merkasta
trúartónskáld 20. aldarinnar.
Verkið sem Lenka leikur eftir
hann er miðkafli og jafnframt
viðamesti kaflinn í Les corps
glorieux, en það eru sjö stuttar
hugleiðingar um líf hinna upp-
risnu, samdar árið 1939.
Petr Eben er af sumum nefndur
höfundur nútíma orgeltónlistar og
eru verk hans n\jög bundin í takti
og full af tæknibrellum.
Lenka er tékknesk að uppruna
en hefur starfað hérlendis síðustu
sex árin. Hún stundaði píanónám
í níu ár við Tónlistarskólann í
Olmouc og lærði síðan þjá organ-
istanum Karel Pokora í Kromerits.
Eftir sex ára nám útskrifaðist hún
frá Tónmenntaskóla þar í borg. Á
námsárum sinum vann hún til
nokkurra verðlauna, m.a. í orgel-
keppni ungmenna í Opava 1982
og 1984. Lenka hefur komið fram
sem einleikari á tónleikum í
Tékkóslóvakíu, Rússlandi, Þýska-
landi ogá íslandi.
Lenka
Mátéová
V
I
>
V
t
I
I
I
>
f.
I
I
I
»
l
t
r
9
I
L
I