Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 17 ellilífeyrinn-. Hann var ekkert upp á sveit kominn.“ Hreggstaðir var réttnefni Med úrvalsræktun, sem tók mörg ár, var valinn úr hreggstaða- víðirinn, sem svo er kallaður, og er geysi- víða notaður. Hann er gott dæmi um plöntu sem er svo góð við erfiðar aðstæður hér uppfrá að hún stendur sig á flestum öðrum stöðum. Hann er kenndur við gamla nafnið á staðnum. með þeim ummælum að ég gæti gert við það það sem ég vildi.“ Björn var alinn upp í þessari ræktun, en var orðinn fullorðinn þegar hann varð garðyrkjumaður og útskrifaðist 1976. „Eg er fædd- ur inn í þetta og var alltaf að hjálpa þeim hérna og hafði áhuga þó ég væri í öðru starfi. Annars starfaði ég lengst af sem loftskeytamaður. Er sem sagt af útdauðri stétt. Ég var aðallega í stuttbylgjustöðinni Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á ÞESSUM veðrasama stað er með úrvalsræktun komið upp harðgerðum plöntum við óblíð skilyrði. Planta, sem er svo góð við erfiðar aðstæður þarna uppfrá, stendur sig við flest önnur og blíðari skilyrði. „GULU hættuna“ kalla menn í gamni þessa plöntu frá Kamt- sjatka, sem hefur svipaða eiginleika og alaskalúpínan. Hún virð- ist dugleg að vaxa á áburðarlausri jörðu og ber fræ. Björn er að prófa hana þarna. Plantan ber falleg gul blóm. Við rifjum upp Hákonarveðrið fræga 1963, sem þurrkaði næstum út grenið og öspina af Suðvestur- landinu. Þá höfðu verið hlýindi frá í mars um veturinn og trén voru farin að soga upp í sig vatnið. Þá varð skyndilega um 20 stiga hita- fall og trén beinlínis sprungu. Eft- ir það fór Haukur Ragnarsson til Alaska til að leita uppi harðgerð- ari plöntur. Aspirnar sem flestir nota eru einmitt afkomendur græðlinga og fræja þaðan. Þessar aspir eru það líka. Um 1970 fengu þeir feðgar það sem best reyndist þaðan og upp úr 1973 voru þeir farnir að rækta út frá þeim. En fyrst eftir áfallið vildi enginn kaupa aspir og greni. í Gróanda eru ræktuð tré, runn- ar og garðrósir, en ekki blóm. Allt er það útiræktun nema notuð eru köld plasthús undir uppeldið. Einn- ig má sjá til uppeldis vermireiti, sem setja má yfir hvítt plast yfir veturinn. Af hveiju hvítt? Til þess að sólin hiti það ekki of mikið og lífgi plönturnar, útskýrir Guðrún Helgadóttir, kona Björns, sem stendur þarna með tveimur ungl- ingum við að stinga niður græð- lingum. Guðrún er kennari í Menntaskólanum í Kópavogi og þau Bjöm eiga ung börn, svo þau búa þarna bara yfir sumarið. Björn ekur upp eftir þegar þarf að vetrin- um. Þau höfðu þar lítinn snotran bústað, en hafa verið að byggja við. Og hafa auðvitað flutt stórt tré á pallinn fyrir framan. Ekkert mál. Það stendur keikt upp úr ve- röndinni, þar sem er tappi í gólfi til að geta vökvað. í gamla húsinu býr móðir Björns, en faðir hans er látinn. Flytja stór tré Þegar við sitjum yfir kaffi er Björn spurður meira út í flutning á stóru trjánum. Hann segir tré þurfa að vera undir það búin frá upphafi. „Almennt eru trén færð með 2-3 ára millibili. Þegar þau eru orðin of stór til að færa þau, tökum við hring í kring um þau niður fyrir rótina og mokum svo að aftur. Þannig að alltaf er hnaus og inni í þessum hnaus eru rótar- kerfi plöntunnar. Svona undirbúin er hægt að flytja eins stór tré og maður ræður við. En með það í huga hefur þurft að rækta þau og undirbúa þau undir flutning. Þá hafa þau alveg sömu lífslíkur mið- að við stærð. „Þegar reistar eru stórbygging- ar á að planta dálítið stórum tijám við þær. Mér fínnst stundum ósam- ræmi þegar vesælar plöntur eru við stórhýsi, auk þess sem borin er minni virðing fyrir smáplöntum á opinberum stöðum og í götum og þau tré frekar eyðilögð," segir Björn. „Það er kannski ekki mikill markaður fyrir mjög stór tré, því bæði veit fólk þetta ekki og svo þarf að eiga svona tré vel undirbú- in. Ég ætlaði upphaflega að gera út á að vera með stór tré tilbúin til sölu. Hins vegar eyðilagðist sá markaður. Það voru komin hér um 5 metra tré sem þá kostuðu 9.000 krónur á markaðsverði. Við verð- lögðum þau á það, en við gáfum nú raunar meiri hlutann af þeim. Þá ruddi Skógræktarfélagið út úr stöðinni hjá sér háum tijám á 800 kr. stykkið. Það sér hver heilvita maður að maður ræktar ekki tré í mörg ár fyrir það, nema það sé mikið niðurgreitt eins og þar er. Núna hafa fleiri farið út í þetta. Markaðurinn vill geta fengið tré með hnaus líka á sumrin. Þau eru miklu betri vara með hnaus en berróta ef hnausinn er góður og vel upp byggður." Fæddur inn í garðyrlyuna í spjalli okkar kemur fram að aldrei hafi verið ætlunin að koma þarna upp garðyrkjustöð. „Pabbi var 65 ára gamall og það tekur 10-15 ár að byggja upp stöð. Hins vegar entist honum líf og heilsa, og þeim báðum hjónunum, til þess að planta geysilega miklu út. Þeg- ar hann svo gafst upp kallaði hann mig til og afhenti mér þetta land Þegar fjölskyldan kom þama upp eftir gaf hún staðnum nafnið Hreggstaðir, því að koma úr Foss- voginum og í þetta veðravíti var eins og úr hvítu í svart. „Hér var alltaf rok og rigning að manni fannst miðað við það sem var niðurfrá. Þegar við komum hingað fórum við að velja úr plöntur sem engin þörf var að huga að meðan við vorum í Fossvoginum. Miklu af víði var plantað út, við vomm með margar plöntur í takinu. Einn einstaklingur var álitinn standa sig langbest. Pabbi var að leita með hjálp Óla Vals, sem var ráðunautur hjá Búnaðarfélaginu. Hann var og er enn ráðgjafi á staðnum. Með úrvalsræktun, sem tók mörg ár, var valinn úr hreggstaðavíðirinn, sem svo er kallaður, og er geysivíða notaður. Hann er gott dæmi um plöntu sem er svo góð við erfiðar aðstæður hér uppfrá að hún stend- ur sig á flestum öðmm stöðum. Hann er semsagt kenndur við gamla nafnið á staðnum." En því var ekki haldið í það? Björn útskýrir að Örnefnastofnun hafi ekki verið sátt við það þegar þetta var gert að nýbýli, vegna þess að á Barðaströnd em til Hreggsstaðir, sem þeim fannst of líkt. Nýbýlaleyfi er háð samþykki Ömefnastofnunar. En þegar Þór- hallur Vilmundarson heyrði að þarna væri til örnefnið Grásteinar kom ekkert annað nafn til greina á landið.“ í skóginum má sjá stóra fallega steina, sem heita grásteinar frá fornu fari og era einkennandi fyrir landið. Bjöm segir að alltaf séu margar tilraunir í gangi með ýmis tré, en auðvitað sé alltaf lögð mest áhersla á það sem mest selst, sem sé skiljanlegt. Hingað til hafi fólk alltaf verið að girða í kring um sig og búa til skjól. Byggðin er sífellt að færast utar og er þá alltaf jafn skjóllaust. Þetta skjól þarf að fá og til þess er víðirinn fljótastur og tiltölulega sterkastur. Fólk byijar því gjarnan ræktunina á honum. Sem dæmi um vindálagið þarna bendir Bjöm okkur á toppana á háu grenitijánum. Varla nokkurt tré er með heilan topp. Þessi stóru tré eiga erfitt þegar þau em kom- in upp í það mikinn vind að topp- arnir fjúka bara af. Þetta hefur gerst meira og minna alla tíð þó vindálagið hafi auðvitað hækkað BJÖRN Sigurbjörnsson garðyrkjubóndi ásamt konu sinni Guðrúnu Helgadóttur kennara fyrir framan hús þeirra í skóginum. í Gufunesi og inn á milli á Jökla- skipunum. Þegar ég tók við þessu fyrir 17 árum, var sáralítið í fram- leiðslu til sölu. Pabbi hafði framan af verið að éta upp bæturnar af Bústaðablettinum og löngu búinn með þær. Hann var af gömlu kyn- slóðinni. Þegar ég sótti fyrst um heitt vatn hérna fékk ég auðvitað ekkert svar. Einn góðan veðurdag klappaði maður á öxlina á mér og sagðkPabbi þinn er yfirlýstur kommi og þú ert gransamlegur. Þú færð aldrei neitt heitt vatn,“ segir Björn og hlær. „En þó hann væri svona mikill kommi að sagt var, þá var pabbi svo mikill sjálf- stæðismaður að hann sótti aldrei með tijánum. Það verður meira eftir því sem hærra kemur. En með öllum þessum gróðri hafa aðstæður breyst. Björn unir sér vel á þessum stað þótt hann sé með „ónýtt bak“ og var af læknum afskrifaður til erfið- isvinnu 25 ára gamall, ekkert væri hægt fyrir hann að gera. Þótt ein- hver „beinaréttari“ í Hull hafi losað hann við stöðugan bakverk á kort- eri fyrir 3 pund þegar hann var í siglingum, læknaði það ekki bakið og hann getur engu lyft. „Hann á nú konu,“ skýtur Guðrún sposk inn í. „Ef þyngdin er yfir 200 kg þá lyftir kerlingin.11 Björn bætir við að þessvegna hafi hann stundum sagt í sambandi við garðyrkjustöð- ina, að hún sé byggð upp af gamal- mennum, öryrkjum, börnum og þroskaheftum, sem var lengi vel uppistaðan í vinnuaflinu. Skýringin á því síðastnefnda er sú að 2-3 strákar úr Tjaldanesi koma á sumr- in til hans hluta úr degi og hjálpa til. Hann segir stundum í gamni að þeir séu bakið hans, því þeir geta rétt honum það sem hann ekki getur teygt sig í sjálfur. Að- spurður kveðst Bjöm aldrei hafa farið fram á neinn örorkustyrk, og yfirleitt ekki leitað til lækna, sem höfðu einfaldlega afskrifað hann. Þetta hafi allt gengið af því að aðrir em líka á staðnum. Ævintýri fremur en starf Hvaða væntingar hefur Björn til framtíðarinnar? „Eins og hjá öllum gróðrarstöðvum, þá er fram- tíðarsýnin að reyna að selja. Þetta er bara verðlaus eign. Ekki sölu- hæft. Allur landbúnaður er rekinn með tapi. Þarmeð era bújarðir inn- an landbúnaðarkerfísins lítils virði, nema til komi styrkir og þvílíkt. Sama gildir hér, nema hvað við erum miklu verr settir en bændur. Þeir fengu þó í gegn að ríkisbú- skapur var lagður niður. En ríkis- búskapur á tijáplöntum er ekki lagður niður. Þar af leiðandi eram við að rækta tré í samkeppni við ríkið, sem er ákaflega erfitt hlut- skipti. Ríkið hefur framleitt mest og síðan skógræktarfélögin, sem hvort tveggja er þrælstyrkt. Tök- um sem dæmi Skógræktarfélag Mosfellshrepps, af því að það er lítið fyrirtæki og maður nær utan um það í hugsun. Eins og öll skóg- ræktarfélög fær það styrk frá rík- inu, þótt hann sé ekki hár. Það fær styrk frá bænum, því það er í fé- lagsmálakerfinu. Svo fær það út- hlutað landi í miðjum bænum til að rækta plöntur á og síðan kemur vinnuskólinn til að búa til plöntum- ar, sem boðnar era bænum til kaups. Þánnig er þetta alls staðar og um allt landið. Svona er Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur byggt upp. Þetta var skiljanlegt í upp- hafi, þegar áhugamenn vora að reyna að troða tijám upp á þá sem ekki höfðu áhuga og varð að gefa plöntumar til að koma þeim út. Þá stendur stjórnmálamaðurinn andspænis því hvort hann vill styrkja þá sem vilja planta tijám svo hann geti' valið hvar hann kaupir trén eða á að styrkja ákveðnar stöðvar til að úthluta tijánum ókeypis. Það síðara hefur orðið ofan á, enda miklu einfald- ara. Þarf aðeins að styrkja 3-4 stöðvar á landinu. Þetta ætti að vera liðin tíð, því sömu stjórnmála- menn samþykktu fyrir nokkram árum svonefnd samkeppnislög, sem banna ríkisrekstur. Það er bara ekkert farið eftir þeim. Ef litið er til garðyrkjustöðva í ein- staklingseign, eru þetta bara pínu- litlar stöðvar með nokkur plasthús. Þær lifa í samkeppni við leifarnar af þessu ríkisrekna kerfi. Það væri því ekki hægt að losna við svona garðyrkjustöð þó maður vildi. Enginn getur keypt stöð sem tveir ættliðir era búnir að byggja upp til þess að fara að framleiða við hliðina á ríkinu. Þeir sem fara út í þetta byija á núlli og vinna svo ótæpilega við að byggja upp. Ég efast um að nokkur maður kaupi svona stöð í fullum rekstri. Ég lít miklu frekar á þetta sem ævintýri en starf,“ segir Björn undir lokin. „Maður veit frá upp- hafi hve þungur róður það er frá samkeppnissjónarmiði og hve stað- urinn er erfiður og afsíðis. Sá hlýt- ur að vera dálítið raglaður sem stofnar garðyrkjustöð svona langt frá markaðnum og ætlar að fá almenning til að kaupa. í raun er það ævintýri að nokkur skuli koma hingað, því í fyrsta lagi er það ekki í þjóðbraut og þarf að vita af staðnum og til að koma t.d. utan af Seltjamamesi verður að aka fram hjá 7 gróðrarstöðvum áður en komið er hingað. Er ekki óhætt að segja að það sé svolítið ævintýri að fólk skuli leggja þetta á sig og að þetta skuli yfírleitt ganga?"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.