Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Háskólabíó sýnir spennumyndina Eye for An Eye sem John Schlesinger leikstýrir. Myndin fjallar um konu sem hyggst hefna fyrír nauðgun og morð sautján ára dóttur sinnar, og með aðalhlutverkin fara Sally Field, Kiefer Sutherland og Ed Harris. KIEFER Sutherland leikur morðingjann sem sleppt er úr haldi vegna tæknilegs galla á málsmeðferð hans. Globe verðlaunin. Meðal annarra mynda sem Saily Field hefur leik- ið í eru Absence of Malice (1981), Kiss Me Goodbye (1982), Punch- line (1988), Steel Magnolias (1989), Not Without My Daughter (1991), Mrs Doubtfire (1993) og Forrest Gump (1994). Ed Harris hefur upp á síðkastið verið að klífa hröðum skrefum upp á stjörnuhimininn, en leikarinn fór með sitt fyrsta hlutverk í mynd- inni Coma sem gerð var árið 1977. Harris er fæddur 28. nóvember 1950 og stundaði hann í fyrstu nám við Columbia-háskóla, en flutti sig svo yfir í Oklahoma- háskólann þar sem hann hóf leik- listarnám. Árið 1973 fluttist Harris til Kaliforníu þar sem hann stundaði nám við California Instit- ute of the Arts og næstu árin lék hann svo til eingöngu á sviði og aflaði sér virðingar sem fjölhæfur KAREN McCann fyllist hefndarþorsta og einsetur sér að réttlætið nái fram. leikari. Fyrsta aðalhlutverkið á hvíta tjaldinu var í myndinni Knightriders (1980), en Harris vakti þó ekki almenna athygli fyrr en hann lék geimfarann John Glenn í myndinni The Right Stuff (1983), og tveimur árum síðar lék hann eiginmann söngkonunnar Patsy Kline í Sweet Dreams. Næstu myndir hans voru Walker (1987), The Abyss (1989) og Glengarry Glen Ross (1992), og árið 1993 lék Harris með þeim Tom Cruise og Gene Hackman í The Firm. Harris fór með aðal- hlutverkið í myndinni Needful Things, sem gerð var 1993 eftir sögu Stephen King og ári síðar lék hann á móti Melanie Griffith í gamanmyndinni Milk Money. í fyrra lék hann fjöldamorðingja í myndinni Just Cause og sama ár lék hann með Tom Hanks í Apollo 13 og einnig fór hann með hlut- verk í Nixon sem Oliver Stone leikstýrði. Nýjasta mynd Ed Harr- is er The Rock þar sem hann leik- ur á móti þeim Sean Connery og Nicholas Cage, og um þessar mundir er hann að leika í tryllin- um Going West in America með þeim Dennis Quaid, Paul Newman og Danny Clover. SALLY Field og Ed Harris í hlutverki hjónanna sem missa dóttur sína fyrir hendi kaldrifjaðs morðingja. Hefndarþorsti KAREN McCann (Sally Field) er tveggja barna móðir í farsælu hjónabandi og góðri stöðu, og vinahópurinn er traust- ur. Líf hennar og eiginmannsins (Ed Harris) er fullnægjandi í hví- vetna og allt er í föstum skorðum, en Karen hefur alla tíð farið eftir settum reglum og hún er þess fullviss að alltaf rætist úr hlutun- um á besta mögulega hátt. En skyndilega verður breyting á þessu og örugg og traust tilvera hennar splundrast þegar ókunnur maður (Kiefer Sutherland) brýst inn á heimili hennar og nauðgar sautján ára gamalli dóttur hennar og myrðir hana síðan. Þrátt fyrir §ölda sannana fyrir sekt hans er maðurinn látinn laus vegna tækni- legra galla á málsmeðferð hans, og hin harmi slegna Karen sem ofbýður þessi þróun mála fyllist hefndarþorsta. Hún leggur því ein síns liðs upp í hættulega ferð til að fá réttlætinu fullnægt, en jafn- vel henni sjálfri er ókunnugt um hversu langt hún reynist reiðubú- in að ganga til að öðlast frið í sálu sinni. Sally Field fæddist í Pasadena í Kalifomíu 6. nóvember 1946, en foreldrar hennar störfuðu bæði í skemmtanaiðnaðinum þar. Tæp- lega tvítug var hún valin til að fara með hlutverk í sjónvarps- þáttaröð sem hét Gidget, og eftir það fór hún með hlutverk í sjón- varpsþáttunum The Flying Nun og The Girl With Something Extra. Fyrir utan smáhlutverk í myndinni The Way West (1967) starfaði Sally nánast eingöngu í sjónvarpi næstu árin, en árið 1976 fékk hún hlutverk í myndinni Stay Hungry með þeim Jeff Bridges og Arnold Schwarzenegger, sem þar var að stíga sín fyrstu spor í Hollywood. Um 25 kvikmyndir hafa svo fylgt í kjölfarið og tvisv- ar hefur leikkonan hampað ósk- arsverðlaunum fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Það var fyrir mynd- irnar Norma Rae (1979) og Plac- es in the Heart (1984), en fyrir þær hlaut hún einnig Golden JOHN Schlesinger leiksljóri Eye for An Eye er hvað þekkt- astur fyrir að beina sjónum að flóknum samböndum fólks og leit einstaklinganna að öryggi og hamingju í lifinu, en við- fangsefni hans eiga sér gjarnan rætur í myrkari hliðum samfé- lagsins. Þá þykir hann hafa ein- staka hæfileika til að festa á filmu grípandi smáatriði í bak- grunninum og laða fram það besta í hæfileikum leikaranna sem hann sljórnar. John Schlesinger fæddist 16. febrúar 1926 í London, en faðir hans sem var gyðingur starfaði þar sem barnalæknir. Fyrstu kynni Schlesingers af skemmt- anaiðnaðinum voru þegar hann gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöldinni, en hann skemmti hermönnum með því að sýna þeim alls kyns töfra- brögð. Að lokinni herþjón- ustunni kom hann fram í skóla- leikritum í Oxford-háskóla, og á sjötta áratugnum lék hann í fjölda leikrita hingað ogþang- að og einnig fór hann með smáhlutverk í nokkrum kvik- myndum. Eftir að hafa gert nokkrar sjálfstæðar tilraunir í kvikmyndagerð réðst Schlesin- ger sem leikstjóri til sjónvarps- stöðvar BBC árið 1957 og þar leikstýrði hann m.a. nokkrum þáttum í myndaflokki um Wins- ton Churchill. Árið 1961 vann Schlesinger fyrstu verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum fyrir 45 mínútna heimildarmynd um daglegt líf á Waterloo brautar- stöðinni í London, en velgengni þeirra myndar opnaði honum leið að gerð leikinna mynda í fullri lengd. Reynsla Schlesin- gers sem leikara og leikstjóra heimildarmynda leyndi sér ekki í fyrstu leiknu mynd hans, A Kind of Loving, sem hann gerði 1962, en þar beindi hann kast- ljósinu að lífi hjóna í verka- mannastétt í iðnaðarhéraði í N-Englandi. Raunsæi myndar- innar og stórgóður leikur (Alan Bates í öðru aðalhlutverkinu) leiddu til þess að myndin vann Gullbjörnin á kvikmyndahátíð- inni í Berlín. Næsta mynd Schlesingers, Billy Liar (1963), var líka lofuð fyrir nákvæmni og góðan leik, Könnuður hins myrka en myndin olli straumhvörfum á ferli aðalleikaranna, Tom Courteney og Julie Christie. Christie varð stórsljarna eftir að hafa leikið í næstu mynd Schlesingers, en það var Darl- ing sem hann gerði 1965. Leik- konan hampaði óskarsverð- launum fyrir bestan leik í aðal- hlutverki, og myndin vann til fjölda verðlauna og var hún til- nefnd til óskarsverðlauna sem besta mynd ársins og einnig hlaut Schlesinger tilnefningu sem besti leikstjórinn. Síðan hefur þessi mynd ítrekað verið valin á lista sem ein af bestu myndum sjöunda áratugarins. Þau Schlesinger og Christie unnu enn saman við gerð mynd- arinnar Far From the Madding Crowd, sem gerð var 1967, og naut sú mynd mikillar aðsókn- ar. En það var I Hollywood sem Schlesinger náði hátindi frægð- ar sinnar þegar hann gerði sina fyrstu mynd í Bandaríkjunum. Það var stórmyndin Midnight Cowboy sem Schlesinger gerði 1969, en með aðalhlutverk í myndinni fóru þeir Jon Voight og Dustin Hoffman. Þessi áhrifamikla mynd um vonir, örvæntingu og vináttu hlaut óskarsverðlaunin sem besta mynd og Schlesinger hreppti verðlaunin sem besti leiksljór- inn, en að auki féll fjöldi ann- arra verðlauna myndinni í skaut. Schlesinger sló svo aftur í gegn með Sunday Bloody Sunday (1971) og sömu sögu er að segja um myndirnar The Day of the Locust (1975) og tryllinn Marathon Man (1976). En næstu myndir Schlesingers höfðuðu ekki að sama skapi til áhorfenda. Það var ekki fyrr en með myndinni Pacific Heights (1990) sem honum tókst aftur að gera mynd sem sló verulega í gegn, en á þessu 14 ára tímabili gerði hann fimm aðrar myndir. Síðan hefur Schlesinger gert myndirnar A Question of Attribution (1992), The Innocent (1993) og Án Eye for an Eye (1995), sem Háskóla- bíó sýnir, og um þessar mundir er hann að vinna að gerð mynd- arinnar The Normal Heart eftir samnefndu leikriti Larry Kra- mers um eyðni. Barbara Strei- sand keypti kvikmyndaréttinn að leikritinu árið 1986, en hún gerði hins vegar ekkert í því að koma efninu til skila á hvita Ijaldið og seldi hún réttinn á þessu ári. Schlesinger hefur jöfnum höndum leikstýrt myndum fyr- ir hvita tjaldið og sjónvarp, og hafa sjónvarpsmyndirnar jafn- an unnið til verðlauna. Hann hefur einnig verið iðinn við að leikstýra á sviði, t.d. hjá breska þjóðleikhúsinu og Royal Shake- speare Company, og þá hefur hann fært upp nokkrar óperur, en þar reið hann á vaðið með Ævintýri Hoffmans og var Placido Domingo í aðalhlut- verkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.