Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 180. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 11. AGUST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vann veð- mál um „Marsbúa" BRETI nokkur vann sem svarar 100 þús. ísl. krónum í veðmáli sem hann stofnaði til í fyrra um að líf myndi finnast á öðrum hnöttum innan árs. Veðmangarinn var síst viðbúinn því að bandaríska geimferðastofnunin myndi tilkynna í síðustu viku að fund- ist hefðu vísbendingar um að líf hefði að líkindum þrifist á Mars í fyrndinni og voru vinningslikurnar í veðmálinu, sem stofnað var til 21. ágúsl í fyrra, taldar hverfandi. „Eg ætla að eyða vinningnum í frábært ferðalag, en ætli verði úr því að maður fari til Mars," sagði vinningshafinn. Powell vinsæll borðnautur FYRRUM yfirmaður bandariska herráðsins, Colin Powell, er eftirsótt- ari borðnautur en bæði Bill Clinton forseti og Bob Dole, forsetaframbjóð- andi Repúblikanaflokksins, sam- kvæmt skoðanakönnun sem gerð var vestra. Þrjátíu og þrír af hundraði þeirra er spurðir voru með hverjum þeir myndu helst vilja snæða kvöld- verð nefndu Powell, en næstflestir, eða 24%, nefndu Clinton. Forsetafrú- in, Hillary, skaut Dole ref fyrir rass, því 16% sögðust helst vilja snæða með henni en ellefu af hundraði með Dole. Elizabeth, kona Doles, rak lestina, hana nefndu sex prósent. Skáru eyru af fyllibyttum ÓÞEKKTIR illvirkjar skáru eyru af 12 drykkjumönnum í borginni Santa Rosa de Copan í vesturhluta Hondúr- as, að því er blaðið La Prensa grein- ir frá. Lögregla hefur málið til rann- sóknar. Fórnarlömbin Iágu flest í öl- æðisöngviti á götu úti þegar ódæðin voru framin og hafði annað eyrað verið skorið af hverju þeirra. Gallaðar bjór- flöskurslasal5 AÐ minnsta kosti fimmtán manns hafa slasast og fjórir hlotið varanleg- an skaða af bjórflöskum sem hafa splundrast í Kína síðastliðinn rúman mánuð. Ekki hafa borist samanburð- artölur frá fyrri árum. Neytenda- stofnanir í ellefu héruðum og borgum hafa skráð 147 slys vegna galla í neysluvörum á tímabilinu apríl til júní, þar af 16 banaslys. Hrossahlátur í Biskupstungum Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Jeltsín útnefnir Lebed sem fuUtrúa sinn í Tsjetsjníju Moskvu, Grosní. Reuter. VIKTOR TSJERNOMYRDÍN, forsætisráð- herra Rússlands, sagði í gær að vopnavaldið eitt myndi aldrei duga til þess að leysa deilur í Tsjetsjníju og lét í ljósi samúð sína með þeim hundruðum manna sem ættu um sárt að binda vegna átakanna. Tsjernomyrdín ávarpaði neðri deild rúss- neska þingsins, Dúmuna, sem í gær sam- þykkti tilnefningu Tsjernomyrdíns í embætti forsætisráðherra næsta kjörtímabil með 314 atkvæðum gegn 85. Sagði hann, að ekki væri öll nótt úti um að diplómatísk lausn fyndist á deilunum, sem hafa orðið til þess, að átök hafa geisað í hérað- inu í hátt á annað ár. Sagðist forsætisráðherr- ann hafa samúð með aðstandendum þeirra sem fallið hafa frá því átök blossuðu upp á þriðju- dag, er aðskilnaðarsinnaðir skæruliðar hófu mestu sókn sína gegn rússneska hernum í fímm mánuði. Borís Jeltsín, Rússlandsforseti, útnefndi í gær Alexander Lebed sem fulltrúa sinn í Tsjetsjníju. Lebed var gerður að yfirmanni öryggisráðs forsetans, sem hefur mikil áhrif í stjórnkerfinu, í júní. Eftir að átökin í Tsjetsjníju blossuðu upp á þriðjudag sagði Lebed að fá yrði aila hagsmunaaðila að einu samningaborði og leita þyrfti nýrra leiða til lausnar deilunni. Lebed tekur við sem fulltrúi Jeltsíns af Oleg Lobov, aðstoðarforsætisráðherra, sem hafði sagt að ekki kæmi til greina að hefja samn- ingaviðræður við oddamann skæruliðanna, Aslan Maskhadov. Hörð átök geisuðu áfram í Grosní, höfuð- borg Tsjetsjníju, í gær, og hermdu fregnir að skæruliðar létu undan síga. Fréttamaður rúss- neska útvarpsins sagði að hersveitir skærulið- anna hefðu verið hraktar frá höfuðstöðvum yfirvalda og væru á leið út úr borginni. „Við teljum að þetta muni verða okkur til bjargar," sagði rússneskur sjónvarpsfrétta- maður, sem er einn 30 óbreyttra borgara og fréttamanna sem hafa verið innikróaðir vegna átakanna. „Það geisar skothríð alveg við hlið- ina á okkur. Veggir hótelsins nötra," sagði fréttamaðurinn. Talsmaður skæruliðanna sagði í viðtali við útvarpsstöðina Ekho Moskvy að miðborg Grosní væri enn á valdi uppreisnarmanna, sem berðust í návígi við rússneska hermenn. Einsetning og tieils- dagsskóli viðamestu verkefnin 10 Trjá- lund- urinn harði 16 Her hoidum við merki SAS á lofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.