Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBIAÐIÐ FRETTIR m 'i'/ i'fivy ..iiiiMi // '■ iiii. _/jiot i, e/ ... '<• N\/|}í>, sW// \\/r, 1—ÍZ------- s/rtcto.''i</ '|y/' \l/u .. ,11// - Mí// -MN -?3S/-£ 96 Keppendum okkar gengur ekkert betur að krækja sér í gullið á heimavelli en í Atlanta., Senda gamlan her- trukk til Úkraínu með hjálpargögn HVÍTASUNNUHREYFINGIN á íslandi stendur nú fyrir söfnun á hjálpargögnum, fatnaði, leikföngum og öðrum daglegum nauðsynjum sem á að senda til Kiev í Ukraínu. Til flutninganna hefur Hvítasunnuhreyfingin fengið gamlan austur-þýskan hertrukk og á að senda hann með skipi til Rotterdam í Hollandi þann 15. ágúst. Þar mun Snorri Óskarsson í Betel taka við honum ásamt öðrum manni og keyra hann til Kiev. Ferðin mun taka þrjá daga, ef allt gengur að óskum. I Kiev taka Hvítasunnusöfnuðir við sendingunni og sjá um dreifingu hennar. Hafliði Kristinsson, forstöðumaður Filadelfíusafn- aðarins í Reykjavík, segir að ástandið í Kiev sé mjög slæmt vegna fátæktar og atvinnuleysis. Einnig hafi afleiðingar kjarnorkuslyssins í Tsjernóbýl haft sín áhrif á heilsufar íbúanna. Tíðir þjófnaðir Hertrukkurinn sem notaður er til verksins er á vegum Hvítasunnusafnaðanna á Norðurlöndum. Haf- Iiði segir hagra'ðingu í því að þurfa aðeins að hlaða einu sinni í bílinn og geta keyrt hann alla leið, í stað- inn fyrir að hlaða og umhlaða í gáma. „Heyrst hefur að þjófnaður á bílum sé tíður á leið- inni til Ukraínu, svo að ferðalangar þurfi áð gæta farartækja sinna mjög vel. En Snorri hefur fengið góðar leiðbeiningar frá vönum mönnum, þannig að ég óttast ekki að að neinu verði stolið á leiðinni," segir Hafliði. Hafliði segir að mikið hjálparsamstarf sé unnið á vegum Hvítasunnusafnaða á Norðurlöndum í Ukra- ínu, Póllandi og víðar. „Islendingurinn, Sam Daniel Glad, sem nú er bú- settur á Alandseyjum hefur haldið utan um þetta hjálparstarf í tengslum við söfnuði í Kiev. Undanfar- in ár höfum við verið að vinna hjálparstarf í Ukra- ínu og er þetta í annað sinn sem við sendum hjálpar- Morgunblaðið/Halldór DANIEL Glad, faðir Sam Daníel Glad sem skipu- leggur hjálparstarfið og Hafliði Krisljánsson, forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Reykja- vík gera hertrukkinn kláran í langferð. sendingu til Kiev. Við höfum einnig sent heilmikið til Póllands þegar erfiðleikar voru þar mestir. Enn er nóg pláss í bilnum og við höfum tíma til miðvikudags að fylla hann. Vetur eru mjög kaldir í Kiev og hlífðarfatnaður er þar af skornum skammti. Oll hversdagsleg tæki, fatnaður og sérstaklega skjól- fatnaður, eru vel þegin.“ ID4 frumsýnd í fimm kvikmyndahúsum samtímis GEIMVERUHRYLLINGURINN, In- dependence Day, eða ID4, verður frumsýnd í fimm kvikmyndahúsum samtímis á föstudaginn og hefur kvikmynd ekki verið sýnd í fleiri kvikmyndahúsum hérlendis samtím- is. Á miðnætti á fimmtudagskvöld verður forsýning á myndinni í öllum kvikmyndahúsunum. Birgir Sigfússon, markaðsfulltrúi hjá Skífunni hf. sem sér um dreifingu á myndinni, segir að verið sé að fylgja bandarískri markaðssetningu myndarinnar og sýna hana í sem flestum kvikmyndahúsum fyrstu vik- umar og laða að sem flesta áhorfend- ur. Þannig hafi komið inn yfir 200 milljónir dollara á fyrstu vikunum í Bandaríkjunum, en kvikmyndin var frumsýnd 3. júlí sl., daginn fyrir þjóð- hátíðardag Bandaríkjamanna, sem myndin dregur nafn sitt af. Myndin verður sýnd í Regnbog- anum, Háskólabíó, Stjörnubíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akur- eyri. Þegar áhorfendum fækkar er ætlunin að meta hvaða kvikmynda- hús haldi áfram sýningum. Regnbog- inn mun sýna myndina lengst kvik- myndahúsanna. Einnig mun Regn- boginn bæta við tveimur sýningar- tímum á myndinni, kl.13 eftir hádegi og kl. 1 eftir miðnætti. Rannsóknir í sjónrænni mannfræði Líkmyndir létta syrgjendum missi sinna nánustu Ahugi mannfræðinga á sjónrænni mann- fræði hefur aukist á síðastliðnum 10 árum en þar er leitast við að útskýra sýnilega þætti svo sem listaverk, skipulagsfræði, kvikmyndir og ljósmyndir í mismunandi menningar- heimum. Dr. Ray Ruby hefur und- anfarin 30 ár einbeitt sér að rannsóknum á tengslum menningar og mynda í samfélögum. Hann er frumkvöðull í rannsóknum á tengslum dauða og ljós- mynda en líkmyndir segir Dr. Ruby vera mjög al- gengar m.a. í Bandaríkjun- um og á Norðurlöndum til að létta syrgjendum missj nánustu aðstandenda. I fyrra skrifaði hann bók um efnið, Secure the Shadow: Death and Photography in America. Dr. Jay Ruby Á safni á hann um 5000 líkmynd- um m.a. af látnu fólki í kistum, og af andvana börnum. Annað sérsvið hans eru heim- ildarkvikmyndir, en hann hefur borið saman aðferðir kvikmynda- gerðarmanna og mannfræðinga við gerð slíkra mynda og komist að því að starfsaðferðir þeirra og markmið eru oft á tíðum mjög ólík. Dr. Ruby dvaldi hérlendis í nokkra daga, til að halda erindi um hugðarefni sín og heimsækja gamlan nemanda, Sigurjón Bald- ur Hafsteinsson, sem undanfarin tvö ár hefur kennt sjónræna mannfræði í Háskóla íslands. Morgunblaðið fékk Dr. Ruby til að útskýra nánar viðfangsefni sín. - Hver er munur á heimildar- myndum mannfræðinga og kvik- myndagerðarmanna? „Mannfræðingar reyna að setja sig inn í hugarheim viðfangsefnis- ins, hversu flókinn og torskilinn sem hann kann að vera. Höfðað er því iðulega til mjög afmarkaðs hóps. Kvikmyndagerðarmenn hafa hins vegar tilhneigingu til að einfalda hlutina og nota oft sama formið, með inngangi, miðju og niðurstöðum, svipað og um ritgerðarsmíð væri að ræða. Myndir þeirra eiga að vera arð- bærar, og höfða til fjöldans. Skemmtanagildið er því stundum látið víkja fyrir sannleiksgildinu. Veruleikinn er hins vegar svo margbreytilegur að vafasamt er að setja hann alltaf í sama formið. Kvikmyndagerðarmenn líta á myndina sé lokaðan_ heim sem veitir ákveðin svör. Áhorfandinn stendur því sjaldnast upp að sýn- ingu lokinni með leitandi spurn- ingar á vörunum." - Hvað vakir fyrir syrgjendum sem taka Ijósmyndir af látnum ættingjum? --------- „Slíkar myndir eru Hefur safnað ein leið til að yfirstíga um qqqq sorgina sem fylgir því að missa barn, maka eða ► Dr. Jay Ruby er fæddur 25. október árið 1935 í Chicago. Hann lauk doktorsnámi í mann- fræði árið 1969 frá University of California. Undanfarin ár hefur hann starfað sem prófess- or í mannfræði við Temple há- skólann í Fíladelfíu og er deild- arstjóri í sjónrænni mannfræði fyrir nemendur í framhalds- námi. Hann hefur skrifað ótal fræðigreinar um heimildar- myndir, m.a. um tengsl dauða og ljósmynda, myndir og sið- ferði, hugmyndafræði heimild- armynda á Vesturlöndum og um kvikmyndagerð frum- byggja. Einnig hefur hann rit- stýrt fjölda bóka er fjalla um sjónræna mannfræði. Nýlega var hann staddur hér á landi á vegum Kvikmynda- fræðifélags Islands og hélt fyr- irlestra um heimildarkvik- myndir og tengsl dauða og Ijós- mynda. Dr. Ruby er kvæntur og á þrjú börn. líkmyndum foreldri. Ástvinur- ““ inn er látinn en myndin heldur minningunni á Iofti. Landspítalinn hefur meðal annars látið taka myndir af börnum sem hafa fæðst andvana og boðið foreldrum ljós- myndirnar. Mannfræðinga skoða meðal annars hugmyndir ólíkra menningarheima um dauðann og hvaða hlutverki líkmyndir gegna innan mismunandi fjölskyldna. Ég reyni að svara slíkum spurn- ingum í bók minni. “ - Um hvað fjalla greinar þínar um siðferði í heimildarmyndum? „ímyndir fólks eru afar ólíkar eftir því hvaða menningarheimi það tilheyrir. Oft koma því upp siðferðisleg vandamál við mynda- tökur. Blökkumenn í Banda- ríkjunum kvarta til dæmis undan því að fjölmiðlar gefi almenningi ranga mynd af þeirra menningu og segja skýringuna vera fólgna í því að of fáir blökkumenn starfa við blaðamennsku. Samar í Finniandi eru af sömu ástæðu farnir að gera sínar eigin heimildarmyndir í stað þess að láta aðra um það. íslenskt samfélag er einlitt og því er þetta vandamál ekki eins áþreifanlegt og til að mynda í Bandaríkjunum. Þó get ég ímyndað mér að dreifbýlisfólki finnist stundum sem þeirra sjónarmið séu rangt kynnt í fjölmiðlum og þeir sitji því ekki við sama borð og höfuðborgarbúar." - Við hvað ertu að fást um þessar mundir? „Ég er að skrifa ævisögu Francis Cooper sem var banda- rískur ljósmyndari, uppi um síð- ustu aldamót, en þá voru ljós- myndir fyrst að öðlast viðurkenn- ingu sem listgrein. Ég rannsaka hvernig myndir hans sýna þjóðfé- lagið, menninguna og söguna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.