Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 4

Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 4
4 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/8-10/8. ► STARFSHÓPUR á veg- um borgarráðs leggur tll að borgin selji allan hlut sinn í Pípugerð Reykjavík- ur og Húsatryggingum Reykjavíkur og hluta af eign sinni í Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkur- borgar hf., Malbikunar- stöðinni og Grjótnáminu. Jafnframt er lagt til að starfsemi Ferðaþjónustu fatlaðra verði boðin út og eigur hennar seldar. Áætl- að er að þessar aðgerðir skili borgarsjóði um 1.600 milljónum. ► SAMNINGAVIÐRÆÐ- UR samninganefndar ríkis- ins og heilsugæslulækna hófust að nýju i gærdag eftir að hafa legið niðri i tæpa viku. ► VEIÐI glæddist i Smug- unni í vikunni en alger ör- deyða hefur verið þar frá því íslensku togaramir fóru að streyma þangað í byijun júlí. Síðustu daga hafa skipin fengið 5 til 12 tonn í flottroll eftir um sjö til tólf tima tog. Fiskurinn er góður og töluvert stærri en í fyrra. Hugsanleg sýndarviðskipti VERÐBRÉFAÞING íslands beindi í byijun vikunnar þeim tilmælum til tveggja verðbréfafyrirtækja, Fjárfest- ingarfélagsins Skandia og Verðbréfa- markaðar íslandsbanka, að þau breyttu skráningu á hlutabréfum í SÍF, sem skráð voru í þeirra nafni. Fyrir lá að umrædd bréf voru ekki í eigu verð- bréfafyrirtækjanna sjálfra heldur um- bjóðenda þeirra. Forstöðumaður bankaeftirlits Seðlabankans taldi hugs- anleg viðskipti gefa tilefni til að málið yrði kannað. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, áttu aðilar tengdir félaginu þann rúmlega 6% hlut í SÍF, sem skráður var á Fjárfestingafélagið Skandia. Félagið óskaði eftir því við bankaeftirlitið að það tæki til athugun- ar þátt Skandia f viðskiptum með hluta- bréf í SÍF. SÍF-bréfin seldust upp HLUTAFÉ seldist upp í hlutafjárútboði Sölusambands íslenskra fískframleið- enda í lok vikunnar á síðasta degi for- kaupsréttar. Engin bréf verða boðin til sölu á almennum markaði þar sem for- kaupsréttarhafar hafa óskað eftir kaupum á meira fé en boðið var í útboð- inu. Fjölmenni á útihátíðum ► KEPPINAUTAR Pósts og síma telja að fyrirtækið njóti aðstöðumunar við sölu á alnetsþjónustu. Þeir sem kaupi upphringisamband af öðrum endurseljendum og búa utan höfuðborgar- svæðisins þurfi að greiða utanbæjarskref en við- skiptavinir Pósts og síma greiði fyrir þau Iíkt og um staðarsímtöl sé að ræða, sama hvar er á landinu. YFTR 17.000 manns sóttu útihátíðir f Vestamannaeyjum og á Akureyri um verslunarmannahelgina. Fjórar nauðg- unarkærur bárust lögreglunni eftir helgina og á þriðja tug fíkniefnamála komu upp á Akureyri og sjö f Vest- mannaeyjum. í öllum tilvikum var um neyslu að ræða. Vitað er um fleiri kyn- ferðisbrot á Akureyri en kærð voru og leituðu sex stúlkur til neyðarmóttöku sjúkrahússins. Á tjaldstæðinu á Akur- eyri kom til átaka milli tveggja manna sem lauk með þvf að annar stakk hinn með hnífi í bijóstið. Miklar ófarir Rússa í Grosní MIKIL átök hafa verið milli skæruliða og rússneskra hermanna í Grosní, höf- uðborg Tsjetsjníju, og virðist sem þeir fyrrnefndu hafí borgina meira eða minna á valdi sínu. Á föstudag kváðust þeir vera búnir að ná á sitt vald tveim- ur stjómarbygging- um f miðborginni og hafa umkringt 7.000 rússneska hermenn. Þá höfðu þeir einnig umkringt Sevemf- flugvöllinn fyrir utan Grosnf en þar er rússnesk herbæki- stöð. Höfðu frétta- stofur það eftir heimildum í rússneska hemum, að hann væri alveg búinn að missa stjóm á ástandinu. Er þessi staða mikið áfall fyrir Borís Jeltsín en hann sór embættiseið sinn sem forseti á föstu- dag. Duldist engum viðstaddra, að hann er ekki heill heilsu og efasemdir um, að sitji í embætti út kjörtímabilið, hafa aukist Stórslys á ferða- mannastað á Spáni UM 100 manns fórust þegar aurskriða féll á tjaldsvæði við bæinn Biescas í Pýreneafjöllum á Spáni aðfaranótt fímmtudagsins og 180 manns slösuð- ust. Féll skriðan eftir gífurlegt úrfelli á þessum slóðum en tjaldsvæðið er undir brattri hlíð og voru gestir þar um 700 talsins. Sundurtættir bílar, húsvagnar og tjöld bárust með skrið- unni allt að kílómetra og björgunar- menn fundu lík í á, sem rennur um svæðið, í allt að 15 km fjarlægð. Flest- ir þeirra, sem forust, voru Spánveijar en einnig Þjóðverjar, Frakkar og Belg- ar. Þ- BANDARÍSKIR vísinda- menn skýrðu frá því á mið- vikudag, að þeir hefðu fund- ið ummerki um, að líf hefði þrifist á Mars fyrir milljón- um eða milljörðum ára. Hefur þessi uppgötvun ver- ið kölluð sú merkasta á þessari öld en efasemda gætir þó víða. Til dæmis sögðu Kínverjar, að menn væru famir að hafa allan vara á sér gagnvart vísinda- legum æsifréttum frá Bandaríkjunum. ► LEIÐTOGAR Júgóslav- íu, sambandsrikis Serba og Svartfellinga, og Króatíu sömdu í liðinni viku um gagnkvæma viðurkenningu ríkjanna og verður skipst á sendiherrum síðar í mánuð- inum. Höfðu Grikkir milli- göngu um þetta. í Júgóslav- íu hefur samkomulaginu verið tekið misjafnlega og sagt er, að Bosníustjórn eða múslimar hafi nokkrar áhyggjur. Óttast þeir, að Serbar og Króatar hyggist skipta Bosnfu á milli sfn. ► SVÖRTU kassamir úr Gulfstream III-flugvél danska hersins, sem fórst í Færeyjum laugardaginn 3. ágúst, hafa verið sendir til rannsóknar i Bretlandi. Með vélinni fórust nfu manns, þar á meðal yfirmaður danska hersins og eigin- kona hans. Frásagnir sjón- arvotta benda til, að vélin hafi lent í mikilli ókyrrð yfir Sorvágsfirði þegar hún kom inn til lendingar á flug- vellinum í Vogum. FRÉTTIR SÁLFRÆÐIN G ARNIR Evald Sæmundsen (t.v.) og Páll Magnússon. Morgunbiaðið/Ásdis Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar tveggja íslenskra sálfræðinga Tíðni einhverfu hefur tvöfaldast Öfremdarástand hefur skapast í málefnum einhverfra bama. Ástæða þessa er m.a. sú að tíðni einhverfu hefur tvöfaldast á undanfömum 15-20 árum án þess að þjónustukerfið hafí stækkað að sama skapi. Gréta Ingþórsdóttir ræddi við sálfræðing- ana Evald Sæmundsen og Pál Magnússon en rannsókn þeirra hefur leitt hina auknu tíðni einhverfu í ljós. EVALD, sem starfar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR), og Páll, sem starfar á Barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans (BUGL), hafa báðir unnið með einhverfum börnum um árabil en fyrir einu og hálfu ári hófu þeir að taka saman með formlegum hætti upplýsingar sem eru bakgrunnur rannsóknar þeirra. Guðmundur Tómas Magnússon birti 1977 niðurstöður rannsóknar sem hann gerði á börnum fæddum árin 1964-73. Þá kom í ljós að tíðni einhverfu var 4,4, þ.e. af hverjum 10.000 bömum eru 4,4 einhverf. Bráðabirgðaniðurstöður Páls og Evalds leiða hins vegar í ljós að tíðn- in er 8,8 og þeir telja að sú tala eigi eftir að hækka. Rannsóknin tekur til einhverfra barna sem fædd eru 1984-1992. Miðað við tíðnina 8,8 og árlegan Qölda fæðinga á íslandi þá má reikna með að a.m.k. 3,5 einhverf börn fæðist á ári að meðaltali. „Áð- ur var miðað við að innan við tvö einhverf börn fæddust á ári og þjón- ustan miðuð við það. Síðan hefur bömunum fjölgað en þjónustukerfíð ekki verið viðbúið að þróast með,“ segir Páll. Páll segir aðaliega þrennt valda þessari aukningu en hún hefur einn- ig komið fram í erlendum rannsókn- um. „í fyrsta lagi hafa skilgreining- ar á því hvað sé einhverfa verið að víkka. í öðru lagi hefur þekking á einhverfu aukist, bæði hjá fagfólki og almenningi, þ.a. að fleirum er vísað til greiningar. í þriðja lagi hafa áreiðanlegri tæki og aðferðir til greiningar komið til.“ Evald segir þessi börn hafa verið til áður og líklega hafí mörg þeirra fengið þjónustu innan þjónustukerfís fyrir þroskahefta. Önnur hafí hugs- anlega fengið aðra greiningu og því ekki fengið eins sérhæfða þjónustu og þau hefðu fengið ef þau hefðu verið greind einhverf. Tíðnin hefur tvöfaldast Evald segir alls kyns aðferða- fræðilegar vangaveltur liggja að baki rannsókninni. „Við þurftum að velja vandlega rannsóknir frá öðrum löndum til að bera saman við. Svo þurftum við líka að hafa einhvers konar viðmiðun við niðurstöður Guð- mundar og með samanburði við þær kemur fram þessi fullyrðing um tvö- földun. Hún er ekki úr lausu lofti gripin heldur er þetta raunveruleg tala greindra tilvika. Við erum að síga í sömu átt og niðurstöður er: lendra rannsókna sýna fram á. í stað þess að vera með 4 tilvik af 10.000 erum við að færast í 10-11 tilvik af 10.000.“ Forráðamenn BUGL gáfu út þá yfírlýsingu í byijun þessa árs að deildin gæti ekki tekið við nýjum einhverfutilvikum og þess vegna rík- ir mikil óvissa um framtíð barna sem hafa greinst einhverf á þessu ári. „Það hefur verið hefðbundið hlut- verk BUGL að sinna þessu máli al- veg frá því hún var stofnúð 1970, án þess þó að hún hafi haft til þess sérstakar stöðuheimildir. Því var samt sem áður sinnt en þegar þessi fjölgun varð réð stofnunin ekki við það lengur samhliða öðrum verkefn- um,“ segir Páll. Þörf fyrir fagteymi Meðal tillagna nefndar sem fjall- aði um málefni einhverfra og skilaði áliti í janúar sl. var stofnun fagteym- is sem gæti séð um öll mál ein- hverfra barna. „Það er ekkert sér- stakt fyrir einhverfu að þjónustan heyri undir mörg ráðuneyti og að samfellu vanti. Fagteymi myndi búa til farvegi í kerfinu og fjölskyldur einhverfa myndu njóta góðs af því beint. Við getum ekki endalaust komið upp sérhæfðum stofnunum eins og milljónaþjóðfélög heldur þurfum við að samstilla og nýta stofnanir og úrræði sem til eru. Auðvitað er miklu flóknara að skipu- leggja þjónustu sem heyrir undir þrjú ráðuneyti heldur en að búa til stofnun sem stjómsýslulega hefði alla þræði í sinni hendi en það er óraunhæft að mínu mati. Niðurstað- an er sú að við viljum nota Barna- og unglingageðdeildina eða Grein- ingarstöðina en ekki búa til nýtt apparat," segir Evald. Áhættuhópur greindur fyrr Aðspurðir um það hvað væri nýtt á döfinni í málefnum einhverfra sögðust þeir Evald og Páll helst vilja nefna möguleika á að greina ein- hverf böm yngri en nú er gert. Yfir- leitt uppgötvast einhverfa þegar börn em 2-4 ára og þó yfirleitt nær 4. Erlendar rannsóknir benda hins vegar til að hægt sé með nokkru öryggi að afmarka hóp barna um 18 mánaða aldurinn sem líklega komi til með að greinast einhverfur. „Þarna er áhugavert svið til að starfa á á íslandi. Búið er að þróa einfalda spurninga- og matslista, sem hægt er að nota, t.d. í ung- barnaeftirliti, og ekki tekur nema örfáar mínútur fyrir þjálfað fólk að fara yfir við almenna skoðun. Til mikils er að vinna því almennt er álitið að eftir því sem hægt er að byrja meðferð fyrr, því líklegri sé hún til að bera árangur. Grunur foreldra um að eitthvað sé að vakn- ar yfirleitt þegar barn byrjar ekki að tala og þá upphefst mikil þrauta- ganga. Ef hægt væri að finna fyrr hvað líklega er að, þeim mun fyrr ætti að vera hægt að koma við meðferð og stytta hinn erfiða óvissutíma," segir Páll. Myndi nýtast vegna annarra þroskafrávika „Við myndum aldrei finna öll börn á þennan hátt en ákveðinn áhættu- hóp væri hægt að greina við 18 mánaða aldur og fylgja síðan eftir með ákveðnum hætti. Þetta myndi ekki aðeins snerta einhverf börn heldur er líklegt að vinnubrögð af þessu tagi myndu skerpa fólk gagn- vart öðrum þroskafrávikum líka. Það er yfírleitt reyndin."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.