Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 25
f MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 25 I ------------------------------------ í en )>ar var hún í tvo til þrjá vetur. Asta hóf störf við símann á Akra- ’ nesi árið 1920 og sá um rekstur hans þar til skömmu áður hún gift- ist á árinu 1926. Eftir að Ásta stað- festi ráð sitt fór hún utan með manni sínum sem þá var að fara í framhaldsnám í læknisfræði. Hún dvaldi með honum í u.þ.b. 6 ár í Frakklandi og fékk þá heimskonan . Ásta að njóta sín meðal stúdent- anna og listamannanna er þar voru samtímis. Sköpuðust á þessum tíma vináttutengsl sem voru henni kær- 1 komin og hún vitnaði oft til. Ásta og Kristinn maður hennar eignuðust fjögur börn, tvær dætur og tvo syni, en Helga, eldri dóttir hennar, lést um aldur fram aðeins 54 ára síðla árs 1991. Hún var gift enskum manni og lengst af búsett í Englandi. Ásta fór nokkrum sinnum aftur utan með manni sínum, er hann sótti sér nýjungar í grein sinni, bæði til Sviss og Austurríkis. Dætur hennar, Ásta og Helga, voru á meðan sjálfsagðir gestir á heimili foreldra minna á Akranesi, en öll börn Ástu komu þar oft til gisting- ar og lengri dvalar og voru það ætíð hátíðistímar hjá foreldrum mínum að hafa þau í kringum sig. Alltaf var þó hátíðin mest þegar | Ásta sjálf kom og gisti í „kamesinu hans Inga bróður“, en það var lítið súðarherbergi sem faðir minn not- aði sem vinnuhebergi. Þá færði móðir mín gamla kennaranum sín- um og trúnaðarvinkonu kaffi í rúm- ið og við sátum hjá Ástu meðan hún drakk og hún sagði okkur frá því sem helst var á döfinni, bæði í Reykjavík og úti í heimi. Er ég var fimmtán ára og fór tii náms til Reykjavíkur hafði það yer- ið aftalað miili föður míns og Ástu með alllöngum fyrirvara, að ég skyldi búa á hennar heimili. Börn hennar voru farin eða voru að fara að heiman, Ásta yngsta dóttir henn- ar var þá að hefja síðasta ár sitt í menntaskóla, Björn og Jón voru við . nám erlendis og Helga var á förum til starfa í Englandi. Ég vissi að hverju ég gekk er ég flutti til frænku minnar, ég hafði heimsótt hana reglulega frá því ég fyrst mundi eftir mér og heimili hennar var í mínum augum ævintýraleg veröld. Upp frá því átti ég þar nær I árlega vetursetu og athvarf næstu tólf árin og nýtt og náið tímabil hófst í kynnum okkar Ástu. Fyrsta vetur minn í Reykjavík var hvað ógleymanlegast að horfa á eftir þeim Ástunum fara á frumsýningu í leikhúsinu, þær stigu út í dulúð- uga veröld og komu svo heim al- teknar af þeim verkum er þær sáu og sátu og ræddu fram og til baka um efni og leik. Ásta var svo ótrú- iega vel lesin. Hún hafði lesið I Brecht, Shakespeare, Verne, Lax- ness, en bókasafn hennar var stórt og engin bók ólesin. Hún sótti allf- lestar málverkasýningar er haldnar voru í Reykjavík, átti falleg málverk sumhver eftir vini sína frá Parísar- árunum og önnur sem hún viðaði að sér síðar. Hún þekkti þó ekki síður verk gömlu meistaranna og átti fjölda listaverkabóka. Raunar varð að fletta öllum bókum með mikilli varúð hjá henni Ástu. Virð- ing hennar fyrir meðferð bóka hafði enn aukist er hún á yngri árum lærði bókband. Leðurbundnu bæk- urnar hennar, er hún batt sjálf, bera meistara sínum lof. Samvistir við slíka konu höfðu óneitanlega áhrif á óreynda frænku hennar sem hún studdi og fræddi endalaust og hvatti unga til ársdval- ar erlendis. Ásta var að mörgu leyti örlagavaldur minn, en hugsjónir hennar og metnaður áttu mikinn þátt í mótun lífsviðhorfa minna og andsvara við umheiminum. Árið 1959 hófust kaflaskipti í lífi Ástu er hún fór að reka heimagist- ingu fyrir erlenda ferðamenn. Þessu nýja starfi helgaði hún sig næstu 27 árin. Ásta blómstraði í hlutverk- inu sínu sem „vert“ og vinur, en var samt áfram Ásta „regina“ sem naut þess að veita gestum sínum góðan gjörning og láta þeim líða vel og leitaðist við að uppfylla allar óskir þeirra. Hún hafði yndi af sam- skiptum við fólk af ólíkum uppruna sem að garði bar til að njóta gisting- ar hjá henni og hún innti störf sín af hendi með slíkri natni að ótrú- legt er að ein manneskja hafi megn- að að vinna allt sem til þurfti. Ásta talaði mörg tungumál og gat því tjáð sig fijálslega og eðlilega við gesti sína. Gestamóttakan hafði í för með sér mikla vinnu og stopula hvíld og oft á tíðum fannst mér Ásta konan sem aldrei svaf né nokkru sinni nærðist. Engu að síður man ég ekki eftir að hafa séð föður- systur mína þreytta á þessum árum eða kvarta yfir of miklu vinnu- álagi. Margir gesta hennar komu til hennar ár eftir ár eða með stuttu millibili og urðu góðir vinir hennar sem æ héldu við hana tryggð ýmist með áralöngum bréfaskriftum eða kveðjum. Fyrir nær átta árum, er Ásta varð níræð, ákváðu börn hennar í samráði við móður mína að halda upp á afmæli hennar á Akranesi og léði móðir mín heimili sitt til þess fagnaðar og fékk rútu og jeið- sögumann til að fara með Ástu, afkomendur, venslafólk og vini hennar um bæinn og rifja upp og kynna gömlu húsin sem eftir stóðu og leiksvæðin hennar frá bernsku- árum. Einnig var farið að Ytra- Hólmi þar sem Ásta dvaldi löngum með móður sinni á æskuárunum og þar hitti hún ættingja og leit í síð- asta skiptið þá staði sem hún svo oft ræddi um og voru henni kærir. Þessi stund með Ástu á Akranesi var öllum sem með henni dvöldu þar, sérstæð og eftirminnileg. Systir Ástu, Anna, maður henn- ar, Siguijón, sem nú er látinn, og börn þeirra, Sigríður og Jón Rafn, voru henni afar náin og hugulsöm og studdu hana af alhug. Jón Rafn var óþreytandi að hjálpa henni við hvers konar viðgerðir og viðvik og var það til hans sem hún jafnan leitaði þegar á bjátaði. _ Síðustu árin dvaldi Ásta á Elli- heimilinu Grund og sýndu þau henni þá sína eðlislægu ræktarsemi, Ásta dóttir hennar og Jón sonur hennar sem bæði búa erlendis, með því að heimsækja móður sína svo oft á ári sem þau mögulega gátu. Björn son- ur hennar, sá eini af börnum henn- ar sem festi rætur hér á landi, og Guðrún kona hans reyndust henni ómetanleg stoð og hið sama er að segja um dætur Björns, Ingu, sem bjó hjá ömmu sinni og stundaði hana mánuðum saman eftir að Ásta hafði orðið fyrir fallslysi, og Helgu, en hún var ömmu sinni hin síðari ár trúr bakhjarl. Að leiðarlokum þakka ég Ástu frænku minni fyrir allt það sem hún hefur veitt mér, manni mínum og dóttur, en okkur öllum hefur hún sýnt gnægð umhyggju og velvildar. Er ég gifti mig fannst henni það svo sjálfsagt að litla brúðkaups- veislan okkar Jóns yrði haldin í hennar húsum, enda værum við varla að flytja í burtu þar sem að- eins ftmm hús yrðu milli heimila okkar. Hún deildi með okkur ómet- anlegri vitneskju um uppvöxt sinn og reynslu sem veitti okkur sýn í aðra veröld, aðra tíma. Blessuð sé minning hennar. Inga Svava Ingólfsdóttir. Ásta frænka min lést þann 21. ágúst sl. þá orðin háöldruð, hún hefði orðið 98 ára núna í ágúst. Þessi stórmerka frænka mín hafði upplifað báðar heimsstyijald- irnar og fleira merkilegt sem gerð- ist á öldinni bæði hér innanlands og erlendis. Ég á margar góðar minningar um hana alveg frá því að ég man eftir mér. Hún var alltaf fastur fjölskyldumeðlimur, eins konar langamma. Mamma mín leit á hana sem hálfgerða ömmu sína. Ásta frænka var alltaf að segja okkur frá einhveijum atburðum sem gerðust jafnvel fyrir 60-70 árum, og var þetta svo ljóslifandi að maður lifði sig inn í frásagnirnar sennilega vegna þess hve gott vald hún hafði á íslenskri_ tungu og hversu fróð hún var. Ég sótti því fast að fá að fara í heimsókn til Ástu á Ránargötuna og þiggja kakó og sögur, oft var ég þar svo tímun- um skipti. Stundum fannst öðrum fjölskyldumeðlimum nóg um allt spjallið. Þegar ég var 10 ára komst Ásta að því að ég hafði aldrei farið í sveit. Þetta fannst henni alveg ótækt ástand og að viku liðinni var hún búin að útvega mér pláss hjá frænda okkar Jóni Ottesen að Ytra- Hólmi við Akranes. Henni þótti ákaflega vænt um þennan stað og sagði mér frá ýmsu varðandi hann. Ásta eignaðist fjögur börn, Björn, Jón, Helgu og Ástu (Diddu). Jón, Helga og Didda voru búsett lengst af erlendis. Helga lést fyrir nokkrum árum. Ásta frænka eign- aðist 14 barnabörn þannig að af- komendurnir eru orðnir fjölmargir. Anna Sigurborg systir mín og ég höfum átt mjög gott vinasam- band við börn Jóns sem búa í De- venter í Hollandi, við höfum farið þangað og verið tekið með kostum og kynjum, eins hafa þau heimsótt okkur þegar þau hafa verið hér á landi. Einnig höfum við kynnst vel þeim Sunnu og Sean börnum Diddu frænku. Blessuð sé minning Ástu Jóns- dóttur frænku minnar. Ingi Rafn Ólafsson. t Litla dóttir okkar ÓSK ÞORSTEINSDÓTTIR, sem lést á vökudeild Landspítala 7. ágúst, verður kvödd í Borgarneskirkju miðvikudaginn 14. ágúst kl. 14.00. Guðbjörg Sólveig Sigurðardóttir, Þorsteinn Þorsteinsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA JÓHANNESDÓTTIR, Hlíðartúni 8, Mosfellsbæ, er lést 4. ágúst síðastliðinn, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 12. ágúst kl. 15.00 Jóhannes Helgi Jónsson, Björg Sigriður Jónsdóttir, Helga Elsa Jónsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, Matthildur Jónsdóttir, Marsibil Jónsdóttir, Óiafur Jónsson, Ingibjörg Kristfn Jónsdóttir, Elín Jónsdóttir, Matthias Jón Jónsson, Margrét Guttormsdóttir, Jón Guðmundsson. Björn Stefán Bjartmarz, Bolli Þ. Gústavsson, Ferdinand Þ. Ferdinandsson, Jóhanna Sigríður Einarsdóttir, Ingólfur Þ. Hjartarson, Elías B. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, t JÓHANN P. JÓNSSON, Kirkjuvegi 37, Keflavik, andaðist á heimili sínu föstudaginn 9. ágúst. Sigríður Gísladóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, HALLDÓRA Ó. ZOÉGA, sem andaðist 2. ágúst verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 13. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda hinnar látnu, GeirZoéga, HelgaZoéga. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN S. ÞORLEIFSSON fyrrv. verkstjóri, Grandavegi 47, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Emilía Jónsdóttir, Duane K. Anderson, Jón Hákon Jónsson, Guðlaug Jónsdóttir, Anna Ágústa Jónsdóttir, Guðlaugur Long, Haukur Jónsson, Guðlaug Árnadóttir, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON frá Hóli á Langanesi, Nökkvavogi 42, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. ágúst kl. 13.30. Sólveig Kristjánsdóttir, Páll Gunnarsson, Esther Þorgrímsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Bjarma Didriksen, Sigurður D. Gunnarsson, Anna Gunnarsdóttir, Oddur Gunnarsson, Áslaug Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÓLAFSSON fyrrv. deildarstjóri, Furugrund 70, Kópavogi, sem lést á gjörgæsludeild Landspítal- ans laugardaginn 3. ágúst, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. ágúst kl. 1 3.30. Þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Aðalheiður P. Guðmundsdóttir, Baldur Sveinsson, Kristín Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Linda Rogers Sveinsson, Guðný Ása Sveinsdóttir, Lennart Bernram, Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ást- kæru móður, tengdamóður og ömmu, GYÐU JÓHANNSDÓTTUR, Engihjalla 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við öllu starfs- fólki á deild A6, Borgarspítala, og heimahlynningu Karítas. Eysteinn S. Torfason, Lilja S. Haraldsdóttir, Halla G. Torfadóttir, Hjörtur M. Jónsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.