Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR ll.ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR BEIÐNI Verzlunarráðs ís- lands til menntamálaráð- herra um að ríkissjóður taki þátt í kostnaði vegna launa- greiðslna og reksturs verzlunar- háskóla Verzlunarskóla íslands, sem fyrirhugað er að stofna, orkar af ýmsum sökum tvímælis. í fyrsta lagi er ljóst að starf- semi skólans yrði í samkeppni við viðskiptaskor Háskóla Is- lands og að fengi skólinn fjár- veitingu af almannafé, keppti hann sömuleiðis við Hásjcólann um fjárveitingar. Háskóli íslands er nú í þvílíku fjársvelti að færa má rök fyrir að hann eigi í erfið- leikum með að bjóða upp á nám, sem er samkeppnishæft við það, sem námsmönnum býðst við há- skóla í nágrannalöndunum. Það er nær að efla Háskóla íslands til að bjóða upp á gott nám í viðskiptafræðum en að dreifa kröftunum frekar en orðið er. í öðru lagi eru flestar þær hugmyndir, sem tengjast stofn- un hins nýja verzlunarháskóla, framkvæmanlegar á vettvangi Háskóla íslands. Þar má nefna aukið samstarf skóla og atvinnu- lífs, styttra og hagnýtara BA- eða BS-nám og þátttöku at- vinnulífsins í kostnaði við námið. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra hefur áður lýst yfir að nær sé að leggja niður einhveija Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. starfsemi á vegum ríkisins en að svelta þær stofnanir, sem undir það heyra. Á sama hátt má segja að lítil ástæða sé til að setja á fót nýja menntastofn- un með þátttöku ríkisins þegar þær, sem eru fyrir, eru í fjár- svelti. Ekki er ósennilegt að vegna takmarkaðra fjárveitinga af hálfu ríkisins muni Háskóli ís- lands í auknum mæli þurfa að leita til atvinnulífsins um fjár- mögnun á starfsemi sinni. Ekk- ert stendur heldur í vegi fyrir því að einstaklingar og samtök, sem vilja setja á stofn einkarek- inn viðskiptaháskóla, geri slíkt hið sama. Hins vegar er ekki sjálfsagt að menn geti ákveðið að koma á fót slíkri stofnun og fái sjálfkrafa fjárveitingu frá ríkinu. ÚTÞENSLU- STEFNA P&S GUÐMUNDUR Sigurðsson, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofn- unar, hittir naglann á höfuðið í samtali við Morgunblaðið í gær, þar sem hann segir að ástæða sé fyrir stofnunina að taka til athugunar smásölu Pósts og síma á alnetstengingum vegna þess að með því sé ríkisfyrirtæki að fara inn á markað sem aðrir hafa byggt upp. Morgunblaðið hefur undanfarin misseri bent á ijölmörg dæmi þess að ríkið er að þenja út rekstur sinn á mörg- um sviðum í samkeppni við einkaaðila, jafnvel í þeim at- vinnugreinum sem eiga að geta orðið helzti vaxtarbroddur at- vinnulífsins, til dæmis fjarskipt- um og hugbúnaðargerð. Póstur og sími sækir nú inn á markað, sem hefur verið ágæt- lega sinnt af einkafyrirtækjum. í krafti stærðarinnar og yfirráða yfir símakerfi landsins getur samkeppnissvið Pósts og síma komið upp rándýrum innhringi- búnaði um allt land og þannig boðið viðskiptavinum sínum alls staðar á landinu upp á samband á kostnaði staðarsímtals. Við- skiptavinum einkarekinna fyrir- tækja er hins vegar gert að greiða Pósti og síma verð langl- ínusímtals fyrir notkun á alnets- tengingu um símalínu. Einkafyr- irtækin hafa ekki bolmagn til að ráðast í sömu fjárfestingar og Póstur og sími. Brynjólfur Þor- varðarson, framkvæmdastjóri Treknet, bendir á það í Morgun- blaðinu í gær að Póstur og sími þyrfti hreinlega að eiga allan markaðinn eða hafa tugi þús- unda viðskiptavina til að tekjur af sölu alnetstenginga stæðu undir kostnaði við fjárfesting- una. Þetta er óþolandi aðstöðumun- ur og vonandi að Samkeppnis- stofnun veiti Pósti og síma það aðhald, sem fyrirtækið þarf aug- Ijóslega á að halda. Jafnframt hlýtur það að vera áleitin spurn- ing fyrir Halldór Blöndal sam- gönguráðherra, og aðra ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hvort það er í samræmi við stefnu flokksins eða ríkisstjórnarinnar að ríkis- stofnun þenji stöðugt út umsvif sín í samkeppni við einkafyrir- tæki. EKKISJÁLFSÖGÐ FJÁRVEITING 14 K TÓN- A^ÉtJ.skáldið Saint-Saéns sagði um Berlioz að hann hefði einsog aðrir góðir listamenn haft of- næmi fýrir því grófa og óheflaða í þjóðfélaginu og því ekki þolað það. Hann hafi hatað það sem hann kallar profanum vulgus. Berlioz var viðkvæmur og gat tárazt af minnsta tilefni. En hann gat einnig verið harður í horn að taka einsog sjá má á ævisögu hans, Líf ástar og tónlist- ar, sem hann er næstum því eins frægur fyrir og tónverk sín, enda má skipa þessu merka riti við hlið- ina á helztu ævisögum heimsbók- menntanna einsog Játningum Ág- ústínusar og Rousseaus. Fáar skáldsögur jafnast á við slík rit að bókmenntalegu gildi, en auk þess fellir Berlioz gömul bréf inní frá- sögn sína og gefur henni þannig aukinn slagkraft. Hún verður sér- stæðari fyrir bragðið vegna þess að bréfin segja mikla sögu um merkan mann og samtíð hans. Þau eru auk þess listilega skrifuð einsog annað sem tónskáldið festi á blað. Lífíð tekur skáldskapnum ávallt fram og þau rit sem eiga ekki for- sendur í reynslu merkra höfunda eru sjaldnast mikill skáldskapur, hvaðþá miklar bókmenntir. Afstaða Berlioz til meðalmennsk- unnar í París um hans daga minnir á ballettmeistarann Dombasle sem einnig starfaði þar í borg en varð fyrir þeirri ógæfu undir lok listfer- ils síns að missa trúna á ballettlist- ina(!) Karen Blixen segir frá því í ófullgerðri sögu sinni, Anna. Berlioz notar engin vettlingatök þegar hann lýsir villimönnunum í París og vandar þeim ekki kveðjur. En eftirminnilegust er lýsing hans á því þegar Henriette, fyrri kona hans, er grafin upp úr kirkju- garði á Mont Martre og lögð til hvfldar í nýjum grafreit vegna þess að hinn fyrri var tekinn undir annað. Tónskáldið segir það hafi haft mikil áhrif á sig að fylgjast með uppgreftrinum. Á heldur dapurleg- um morgni fór hann í kirkjugarðinn að vera viðstaddur athöfnina. Gröf- in hafði þá þegar verið opnuð og “þegar ég kom, stökk grafarinn niður í gröfína. Kistan var enn heil þóað hún hafí verið tíu ár í jörð- inni. Einungis lokið hafði brotnað í rakanum. I staðinn fyrir að lyfta allri kistunni upp kippti grafarinn fúnandi borðunum í burtu og þau losnuðu með herfilegum bresti og innihald kistunnar kom í ljós. Graf- arinn beygði sig niður og tók upp höfuðið tveimur höndum, en það hafði losnað frá bolnum - þetta skrælnaða hárlausa höfuð “veslings Ófelíu" - og lét það í nýja kistu sem beið þess við grafarbakkann. Síðan beygði hann sig niður og tók með erfiðismunum höfuðlausan bolinn og limina í fangið, svartar hrúgur fastar við líkklæðið einsog rakur poki með tjöruklump. Það losnaði frá með daufu hljóði. Embættis- maður borgarinnar stóð í nokkurra feta fjarlægð og fylgdist með. Þeg- ar hann sá mig þarsem ég hallaðist að kýpurtré kallaði hann: “Standið ekki þama, herra Berlioz, komið hingað, komið hingað!...“ Nokkrum andartökum síðar fylgdum við lík- vagninum eftir niður hæðina inní stærri kirkjugarðinn þarsem nýja grafhvelfíngin stóð opin. Jarðnesk- um leifum Henriette var komið þar fyrir...“ Jafnvel þetta var á tónskáldið lagt. Hann missti allt, einnig einka- son sinn ef ég man rétt. Lífíð sjálft skákar alltaf skáld- skapnum þegar ganga á framaf fólki. Þarna stóð Berlioz í kirkju- garðinum í sporum Hamlets og upplifði skáldskapinn með þeim grimmilega hætti sem lífíð eitt krefst. Ef ég ætti að nefna þá lýsingu sem mér þykir einna áleitnust í bókmenntum vegna óhugnaðar og áminningar um tortímingu, hikaði ég ekki við að vitna í þessa endur- minningu Berlioz þarsem hann skrifar sig inní harmleik Hamlets. Þarna eru Ófelía og grafarinn mætt til leiks andspænis áhorfanda sem getur ekki staðið upp að sýn- ingu lokinni og gleymt því sem fyr- ir augu ber. Þarna lék dauðinn sjálf- ur af þeirri list sem honum einum er lagið. Hann lék sig inní merg og bein á þeim manni sem ásamt Verdi hefur sterkast upplifað Shakespeare í tónlist. Lífið er áskorun. Við erum dæmd til að taka henni. Það er grimmt og margir hafa ekki það þanþol sem krafizt er. Jafnvel hetjurnar gráta. Þannig grætur helzta hetjan í Tijó- justríðinu, Akkilles, sem var goð- kynjaður í móðurætt. Og hann leit- ar skjóls hjá móður sinni sem hugg- ar hann einsog stórt bam. Jafnvel Akkilles getur grátið. Gott er fyrir okkur sem erum ekki hetjur og höfum minna þanþol að hafa það í huga þegar við stöndum andspænis sjálfum okkur og um- hverfinu - og sjáum ekki útúr auga. Þóað miklar bókmenntir komi ekki í stað lífsins sjálfs, getum við margt af þeim lært. Og mönnum einsog Berlioz. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. ágúst Það hefur legið ljóst fyrir um allnokkurt skeið að það allsheijar- bann við áfengisauglýs- ingum, sem í gildi hefur verið á íslandi um ára- tugaskeið, er tæpast framkvæmanlegt. Ný tækni og breytt viðhorf gera það að verkum að auglýsingabannið tekur á sig heldur hjákátlegar myndir. Fjölmiðlaumhverfi heimsins hefur tekið slíkum breytingum á skömmum tíma að erfitt er að viðhalda sérstökum reglum af þessu tagi er einungis gilda á litlu, afmörk- uðu svæði. Út af fyrir sig má segja, að áfengisaug- lýsingar hafi verið aðgengilegar á Islandi allan þann tíma sem áfengisauglýsinga- bannið hefur verið í gildi. Hver einasti íslendingur hefur haft tök á að kaupa erlend dagblöð og tímarit í áskrift eða lausasölu þar sem áfengisauglýsingar er að finna. Auðvitað hefur ekki verið nokkur leið að koma í veg fyrir að þessar auglýs- ingar næðu til íslenskra lesenda nema með því að banna innflutning erlends lesefnis eða hefja stórfellda ritskoðun. Þá birtast áfengisauglýsingar, er bein- ast að íslenskum neytendum, í útgáfu á enskri tungu fyrir fríhafnir og farþega í millilandaflugi. mmmmmmmm mesta breyt- Giörbreytt inginsemorðiðhef- J ur i þessum efnum umhverri á síðustu árum er hins vegar ekki í prentmiðlum heldur í ljósvakamiðlum og á sviði margmiðlunar. Útbreiðsla gervihnattasjónvarps og tækniframfarir varðandi móttöku slíks efnis gera það að verkum að öll landa- mæri á sviði fjölmiðlunar eru smám saman að þurrkast út. Rétt eins og Islendingar hafa til þessa getað keypt erlend dagblöð og tímarit í áskrift stendur mönnum nú til boða að gerast áskrifendur að erlendum sjónvarps- stöðvum með milligöngu íslenskra sjón- varpsstöðva eða með því að taka beint á móti slíku efni í gegnum móttökudiska fyrir gervihnattasendingar. Þrátt fyrir að ekki megi auglýsa áfengi í íslenskum sjónvarpsstöðvum eru reglur um slíkar auglýsingar mun sveigjanlegri í flestum öðrum ríkjum. Við stöndum því frammi fyrir því, að Islendingar geta keypt sér aðgang að nokkrum sjónvarpsstöðvum, sumum íslenskum, öðrum erlendum, þar sem mismunandi reglur gilda varðandi auglýsingar. Þá er átt við að áskrift að bæði Fjölvarpi íslenzka útvarpsfélagsins hf. og Stöð 3 veitir áskrifendum aðgang að áfengisauglýsingum. Svonefnd margmiðlun hefur haft í för með sér byltingu í upplýsingaflæði. Alnet- ið er landamæralaust og þar geta notend- ur nálgast nær hvaða efni sem er. Tækni- lega er því hægt að beina auglýsingum um áfengi rakleiðis inn á íslenska markað- inn í gegnum alnetið þó svo að „staðsetn- ing“ auglýsingarinnar sé í raun utan lög- sögu íslands. Þróunin á þessu sviði er ótrúlega hröð og engin leið að sjá fyrir hvemig fjölmiðl- un lítur út að nokkrum árum liðnum. Eitt er hins vegar ljóst. Það mun ekki hægja á þeirri þróun, sem hér hefur verið rakin, heldur þvert á móti. Auðvitað á þetta ekki einungis við um auglýsingar heldur alla fréttaumfjöllun og annað upplýsingaflæði. Aðgangur að frétt- um og upplýsingum er nú þegar margfalt greiðari en fyrir örfáum árum. Með ein- faldri tölvuskipun er hægt að fá aðgang að og lesa samdægurs öll helstu stórblöð heimsins. Gagnabankar af öllu tagi og sérhæfð upplýsingamiðlun er aðgengileg öllum sem hafa aðgang að tölvubúnaði. Landamæri og svæðisbundnar reglur munu því litlu máli skipta í framtíðinni. Þar sem ritskoðun hefur verið við lýði mun það hafa í för með sér að tök valdhafanna á umræðunni verða að engu. Það hefur raunar þegar gerzt. Margir telja að ein helzta ástæða þess, að sovézka veldið hrundi á skömmum tíma hafi verið sú, að þjóðirnar í leppríkjum Sovétríkjanna í Mið- Evrópu höfðu sumar hveijar greiðan að- gang að sjónvarpsstöðvum í Vestur-Evr- ópu. Valdhafarnir í Kreml gátu með engu móti lokað fyrir þann aðgang. Þar sem sérstök lög hafa gilt um auglýsingar, eins og til dæmis á íslandi og hinum Norður- löndunum, leiðir þessi þróun til þess að slík lög missa gildi sitt. Auglýsingabannið kemur því ekki í veg fyrir að almenningur sjái „bannaðar" aug- lýsingar. Mikil breyting hefur orðið í þess- um efnum á síðustu misserum. Duldar áfengisauglýsingar blasa við á fjölmörgum stöðum og má nefna sem dæmi hvernig margir veitingastaðir auðkenna húsnæði sitt með vörumerkjum framleiðenda. Þetta mál snýr með sérstökum hætti að innlendum bjórframleiðendum, sem eru í samkeppni við innfluttan bjór. Þeir hafa óskað eftir því, að Samtök iðnaðarins skoði sérstaklega samkeppnisstöðu þeirra í ljósi EES-reglna. Þeirra staða er augljóslega sú, að þeir geta ekki auglýst sína fram- leiðsluvöru á sama tíma og erlendir sam- keppnisaðilar þeirra geta komið auglýsing- um frá sér á framfæri á islenzkum mark- aði í gegnum t.d. gervihnattastöðvar. Þeir sem lengst hafa gengið í auglýsing- um, sem taldar hafa verið álitamál eru einmitt bjórinnflytjendur og innlendir framleiðendur áfengs öls sem auglýsa vöru sína í nær öllum miðlum, þar með töldum helstu ljósvaka- og prentmiðlum. Oftast er þess getið að um „léttöl“ sé að ræða, þó að enginn fari í grafgötur um hvað raunverulega er verið að auglýsa. Aðrar auglýsingar gefa í skyn hvað verið sé að auglýsa án þess þó að taka skrefíð til fulls. Þegar slíkar auglýsingar berast Morgun- blaðinu eru þær vandlega metnar hver um sig og þær auglýsingar birtar, sem ekki er hægt að fínna nokkur efnisleg rök fyr- ir að hafna. Er þá tekið mið af lagaákvæð- um um þetta efni. Það má segja að farsakennt ástand ríki á þessu sviði. Auglýsingarnar eru til stað- ar, jafnt í innlendum sem erlendum miðl- um. Viðbrögð fólks eru mjög mismunandi. Sumir bregðast reiðir við en aðrir telja þessar auglýsingar sjálfsagðar. Að mörgu leyti stefnir auglýsingabannið í svipaðan farveg og bjórbannið á sínum tíma. Það byggir tæpast á almennum viðhorfum í samfélaginu, það er ekki virt og það marg- ar smugur er að finna á banninu að það er marklaust þegar á reynir. Alþingi ákvað hins vegar að herða á banninu um áfengisauglýsingar á síðasta ári. Sú ákvörðun byggðist á málamiðlun í þinginu þannig að hægt yrði að knýja í gegn breytingar á lögum um áfengissölu í samræmi við skuldbindingar íslendinga í tengslum við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Hefur Áfengisvarn- arráð nýlega farið fram á að kannað verði hvort ýmsar auglýsingar, er birst hafa í fjölmiðlum síðustu mánuði, standist gild- andi lög. Það eru eðlileg viðbrögð af hálfu Áfengisvamarráðs og æskilegt að á þetta verði látið reyna. Fyrir fjölmiðla, sem standa frammi fyrir álitamálum í þessum efnum er mikilvægt að línur séu skýrar. Lögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins skýrði frá því í lok síðasta mánaðar að aðgerðir væru í undirbúningi til að fram- fylgja þessum lögum. Hvað sem líður þeirri þróun, sem hér hefur verið rakin má auðvitað margt um þetta segja efnislega. Það má t.d. benda á það með fullum rökum, að í mörgum þeirra erlendu fjölmiðla, sem hér hafa ver- ið nefndir og íslendingar hafa aðgang að, birtast tóbaksauglýsingar. Nú er ekki leng- ur spuming um að tóbak er eitur, sem getur leitt neytanda þess til dauða og hef- ur gert í fjölmörgum tilvikum. Á að leyfa birtingu tóbaksauglýsinga á íslandi á ný eingöngu vegna þess að tóbaksauglýsingar birtast í erlendum fjölmiðlum, sem við höfum aðgang að? Tæpast væri meirihluta- vilji fyrir því í landinu og jafnvel þótt slík- ar auglýsingar væru leyfðar mundu fjöl- miðlar vafalaust hugsa sig um tvisvar áður en þeir tækju slíkar auglýsingar til birtingar. Skoðanir eru skiptari um áhrif áfengis. Það er auðvelt að benda á fjölmörg dæmi þess að óhófleg neyzla áfengis hafi hörmu- legar afleiðingar fyrir neytendur þess og ekki síður fyrir nánasta umhverfi, svo sem fyrir maka og börn. Á hinn bóginn er því sí og æ haldið fram að hófleg neyzla áfengra drykkja geti haft jákvæð áhrif á heilsu fólks. Því má samt ekki gleyma, að áfengi er oft upphafið að hörmungum, ekki síður en tóbak og önnur fíkniefni, sem geta leitt til dauða, en sala fíkniefna er einn versti glæpur samtímans. Talsmenn þess að leyfa áfengisauglýs- ingar halda því fram, að slíkar auglýsing- ar mundu ekki auka neyzlu áfengis, held- ur væri spurningin fyrst og fremst sú, hvaða áhrif þær mundu hafa á neyzlu ákveðinna vörumerkja. Það eru því fleiri sjónarmið, sem hér hljóta að koma við sögu en einungis þau, sem snúa að aðgengi Islendinga að áfeng- isauglýsingum í erlendum fjölmiðlum. Hins vegar er tímabært, að menn ræði þetta vandamál af raunsæi og hreinskilni, Umræður á villigötum UMRÆÐUR UM áfengismál á ís- landi hafa lengi verið á villigötum. Það er ekki hægt að heyja baráttuna gegn misnotkun áfeng- is á sömu forsendum og gert var fyrr á öldinni. Viðhorf almennings en þó ekki sízt ungs fólks, sem kynnzt hefur um- gengni við áfengi í öðrum Iöndum, hefur gjörbreytzt. Áfengisneysla hefur ávallt verið til og mun líklega ávallt verða til. Hún er hluti af vestrænum neyzlusiðum, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Ef markmið áfengisstefnunnar er að útrýma áfengi úr samfélaginu, er það óraunsætt. Markmið okkar í áfengismálum ætti að vera að sporna gegn misnotkun áfengis og reyna að skapa forsendur fyrir heil- brigðari viðhorfum til áfengisneyslu. Að vísu er það reynsla margra, að bezt fari á því að neyta einskis áfengis. En það er ákvörðun, sem hver og einn verður að taka fyrir sig. Hornsteinn áfengisstefnunnar á íslandi, og raunar Norðurlöndunum öllum eftir að áfengisbanni var aflétt, hefur verið að tak- marka aðgang að áfengi með ríkisrekstri og draga úr eftirspum með háu verðlagi. Færa má sterk rök fyrir því að þessi stefna hafí fyrir löngu beðið skipbrot. Hið háa áfengisverð, líklega eitt hið hæsta í heimi, hefur greinilega ekki stuðlað að heilbrigðari neysluvenjum heldur þvert á móti. Það ástand sem skapast árlega á útihátíðum um verslunarmannahelgina ætti að vera vísbending um að einhvers staðar sé pottur brotinn. Líklega er ein ástæðan sú að haftastefn- an ýtir ekki undir að fólk umgangist áfengi sem eðlilega neysluvöru heldur miklu frek- ar forboðinn og þar með spennandi vímu- gjafa. Að sama skapi má færa rök fyrir því, að verðlagningarstefna undanfarinna ára hafi stuðlað að óæskilegu neyzlumynstri er byggist annars vegar á ódýrum tegund- um áfengis með miklu áfengismagni og hins vegar ólöglegu áfengi, landa og smygli. Það sem helst virðist raska þessu mynstri er lögleiðing bjórsins, sem gert hefur að verkum að hann verður sífellt stærra hlutfall neyzlunnar, á kostnað sterkari áfengistegunda s.s. brennivíns og vodka. Það torveldar þó allt mat á töluleg- um staðreyndum varðandi áfengisneyzlu Íslendinga að engar tölur liggja fyrir, eðli málsins samkvæmt, um hlutfall ólöglegs áfengis í neyslunni. Verðlagning áfengis hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum upp á síð- kastið enda liggur fyrir að Svíar og Finnar gætu hugsanlega þurft að gera grundvall- Á AUSTURVELLI Morgunblaðið/Golli arbreytingar á áfengisstefnu sinni innan nokkurra ára sökum aðildarinnar að Evr- ópusambandinu. Nú þegar hefur heildsala áfengis verið gefín frjáls á öllum Norður- löndunum í tengslum við EES-samninginn. Deilt er um áhrif Evrópuréttar á smásölu- fyrirkomulagið. Hugsanlegt er að einka- salan standist Evrópurétt að því tilskyldu að hún mismuni ekki framleiðendum. Eigi að uppfylla það skilyrði gæti hins vegar komið til þess, að gera yrði það miklar breytingar í fijálsræðisátt á kerfinu að ríkisrekstur yrði tilgangslaus. Verðlag á áfengi í Svíþjóð og Finnlandi hefur um margra ára skeið verið töluvert lægra en á íslandi en samt eru þar uppi kröfur um að verð verði fært nær því sem gengur og gerist annars staðar í Evrópu. Meðal þeirra röksemda, er heyrzt hafa í norrænu umræðunni, er að hið háa verð- lag valdi óþolandi mismunun í þjóðfélag- inu. Valdastéttin er mótar áfengisstefn- una, stjórnmálamenn og embættismenn, búi við allt annað fyrirkomulag en hinn almenni kjósandi. Þessar stéttir hafi vegna starfa sinna aðgang að áfengi á mun hag- stæðari kjörum en aðrir, jafnt vegna áfengisveitinga á vegum hins opinbera og ekki sízt tíðra ferðalaga til útlanda og þar með aðgangs að tollfrjálsum varningi. Það sama á við hér á landi og annars staðar á Norðurlöndunum að viðhorfs- breyting er að eiga sér stað. Þúsundir ís- lendinga hafa dvalizt erlendis í lengri eða skemmri tíma og kynnst þar öðrum við- horfum til áfengismála en ráðið hafa ríkj- um hér á landi. Fólk spyr sig: fyrst óhætt er að selja áfengi í almennum verzlunum í nágrannaríkjum okkar ætti þá ekki að vera hægt að gera slíkt hið sama hér? Aðrir telja, að með þvf væri of langt geng- ið, en að til greina kæmi að prófa sölu bjórs og jafnvel léttvína í almennum verzl- unum. Það gæti þó reynzt varasamt. STURLA NORD- lund, foi-stöðumað- ur þeirrar opinberu stofnunar í Noregi, sem annast rann- sóknir á sviði áfengis- og vímuefnamála, rekur í grein í dagblaðinu Aftenposten fýrr á þessu ári, hvernig viðhorf hafa breyzt í Noregi. Fyr- ir rúmum áratug hafi menn gengið út frá því sem vísu að einkasalan myndi vara að eilífu. Viðhorfskannanir bendi til að mikil Viðhorfs- breyting í Noregi breyting hafi orðið á almenningsálitinu á síðustu fimm árum og verulegur meiri- hluti Norðmanna sé nú hlynntur því að borðvín sé selt í matvörubúðum. Telur hann þetta stafa annars vegar af auknum ferðalögum Norðmanna til útlanda og hins vegar þeim breytingum sem orðið hafa á einkasölufyrirkomulaginu með EES-samn- ingnum. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að það sem helst ógni norsku áfengiseinka- sölunni sé ekki nánari tenging við Evrópu- sambandið heldur viðhorfsbreyting meðal norsku þjóðarinnar. Auðvitað er ekki skynsamlegt að fara kollsteypu í þessum málum frekar en öðr- um. Það er hins vegar nauðsynlegt að líta fram á veginn og spyija hvernig æskilegt væri að þróunin yrði í framtíðinni. Það er óeðlilegt af mörgum ástæðum að ríkið stundi einkasölu á áfengi. Einokun er aldr- ei af hinu góða og ýtir undir brengluð við- horf og viðskiptahætti. Meginverkeftii opinberra aðila á, eðli málsins skv. að vera að móta almenna stefnu er ýtir undir breytt viðhorf og heil- brigðari umgengni við áfengi en tíðkast hefur hér á Islandi. Til þess þarf að beita nútímalegri aðferðum m.a. með aðstoð og milligöngu fjölmiðla til að upplýsa almenn- ing um þær hættur, sem leiða af óhóflegri notkun áfengis. Þær fjölskyldur eru marg- ar, sem eiga um sárt að binda vegna áfengi- sneyzlu og þær fjölskyldur eiga eftir að verða margar, sem kynnast þeirri sáru lífs- reynslu. A undanförnum áratugum hafa verið framkvæmdar merkilegar rannsóknar á áhrifum áfengisneyzlu á notendur, maka, böm og annað nánasta umhverfi þess, sem misnotar áfengi. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós, að ofnotkun einstaklings getur haft ótrúleg og hörmuleg áhrif fyrir afkom- endur hans alla þeirra ævi. Með víðtæku upplýsinga-, fræðslu- og leiðbeiningarstarfi er hægt að draga mjög úr þessum áhrifum. Fyrir hálfri öld vissu menn lítið um þessi áhrif. Nú liggur þessi vitneskja fyrir. Þess vegna er tímabært að hefja umræður um endurskoðun þeirrar stefnu, sem hér hefur ríkt á öllum sviðum áfengismála, hvort sem um er að ræða fyrirkomulag á sölu áfeng- is, auglýsingar um áfengi, en þó ekki sízt um það í hvaða farveg á að beina skipu- legu átaki samfélagsins til þess annars vegar að draga úr óhóflegri neyzlu áfengis og hins vegar til þess að draga úr ömurleg- um afleiðingum slíkrar óhófsneyzlu á að- standendur. „Það má segja að farsakennt ástand ríki á þessu sviði. Auglýsingarnar eru til staðar, jafnt í innlend- um sem erlend- um miðlum. Við- brögð fólks eru mjög mismun- andi. Sumir bregðast reiðir við en aðrir telja þessar auglýs- ingar sjálfsagð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.