Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 44
Þaö tekur aöeitts einn ■ ■ ■virkan dag aö koma póstinum /i/tiffm til ríií/ff þínum til skila PÓSTUR OC SlMI MfgtniUÍiifrttÞ CB> AS/400 er,... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Siðum íslendinga svipar til kaþólskra 90% hljóta hefðbundna greftrun ÍSLENDINGAR eru langt á eftir hinum Norðurlandaþjóðunum hvað varðar líkbrennslu, því hér kýs 90% þjóðarinnar hefðbundna greftrun. í Danmörku og Svíþjóð eru lík- brennslur hins vegar í kringum 65-70%. í Japan, þar sem einna mestur skortur er á landrými er lík- brennsla í kringum 99% á móti 1% hefðbundinnar greftrunar. I kaþólskum löndum er lík- brennsla fátíðari en annars staðar, þar sem tiltölulega stutt er síðan hún var leyfð. í Frakklandi er hún til dæmis aðeins 11%. Að sögn Þór- steins Ragnarssonar forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma telur hann skýringuna á íhaldssamri afstöðu Islendinga vera þá að landrými hér sé nægilegt. Nú eru tveir nýir kirkjugarðar á höfuðborgarsvæðinu í undirbúningi. Annars vegar í Leirdal í Kópavogi, sem reiknað er með að verði tekinn i notkun árið 2000-2001 og hins vegar í Stekkjarbrekkum við Vest- urlandsveg skammt frá Korpu. Mun hann taka við af Gufuneskirkju- garði, sem reiknað er með að verði fullgrafinn árið 2015. ■ Tveirnýir/4B Morgunblaðið/Golli Alvarleg fjárhagsstaða og sparnaðaraðgerðir undirbúnar í Háskóla íslands Útlit fyrir 60 milljóna rekstrarhalla á árinu HORFUR eru á að 50-60 milljóna kr. halli verði á rekstri Háskóla íslands á þessu ári, að sögn Sveinbjörns Björnssonar háskólarektors. Hann segir að fjárhagsstaða skólans sé svipuð og gert var ráð fyrir að hún yrði í desember sl. en þá fóru stjórnendur skólans fram á auknar fjárveit- ingar til kennslu og töldu að ella þyrfti háskól- inn að grípa til róttækra aðgerða til að komast hjá greiðsluþroti. Að sögn háskólarektors er mikill halli á rekstri kennsludeildanna og útlit fyrir að hann gæti orðið um 25 millj. kr. yfir árið. „Vegna fjölgun- ar nemenda í skólanum og vaxtandi starfsemi sem af því hefur leitt hefur kostnaður við rekst- ur húseigna einnig vaxið mikið. Við teljum að halli á þeim lið sé líka um 25 milljónir króna,“ sagði Sveinbjörn. Fækkun námskeiða og kennslustunda Nú eru í undirbúningi spamaðaraðgerðir í ein- stökum deildum háskólans sem koma til fram- kvæmda á haustmisseri og hafa í för með sér minni þjónustu við nemendur. Að sögn rektors verða færri námskeið í boði til að halda kostnaðin- um niðri og hugsanlega yrði kennslustundum í einhverjum námskeiðum einnig fækkað. Aðsókn að Háskólanum virðist ætla að vera svipuð í haust og á seinasta ári en endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir. Á undanfömum ámm hefur nemendum við HÍ fjölgað um 300 á ári án þess að fjárveitingar til skólans hafi hækkað að sama skapi en við fjölgun nemenda vex árleg- ur kostnaður a.m.k. um 30 milljónir. Lágmarks viðbótarkostnaður sem skólinn verður fyrir af hverjum nýjum nemanda sem hefur nám við skól- ann er um 100 þúsund kr., að sögn háskólarekt- ors. „Ef þetta heldur lengi áfram fer það að segja til sín í rekstri húsnæðisins,“ segir hann. * I lopa- peysum á strandblaki ÞAÐ var heldur kuldalegt um að litast á fyrsta strandblakmót- inu hérlendis sem haldið var í Nauthólsvík í Reylqavík í gær- morgun. I útlöndum er þessi íþrótt venjulega stunduð á sólrík- um baðströndum en í Nauthóls- víkinni bar meira á íslenskum lopapeysum en efnislitlum bað- fötum. Ný íslensk rannsókn Tíðni ein- hverfu tvö- faldast TÍÐNI einhverfu hefur tvöfaldast á síðustu 15 til 20 árum samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsókn- ar sem sálfræðingarnir Evald Sæ- mundsen og Páll Magnússon hafa gert á börnum fæddum á árunum 1984-1992. Þessi þróun hefur orð- ið í öðrum löndum einnig og skýrist af bættri greiningartækni, aukinni meðvitund fagfólks og foreldra og víkkaðri skilgreiningu á einhverfu. Áður hafa einhverf böm sem ekki voru skilgreind sem slík vænt- anlega verið greind með aðra þroskatruflun og fengið þjónustu innan þjónustukerfis þroskaheftra. Að sögn þeirra Evalds og Páls hefur þjónustukerfi einhverfra ekki þróast með aukinni tíðni einhverfu og nú er svo komið að Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, sem hefur meðhöndlað einhverf börn frá stofnun deildarinnar árið 1970, hefur lýst því yfir að hún geti ekki tekið við neinum nýjum tilfellum. Þetta hefur skapað mikla óvissu hjá aðstandendum barna, sem fengið hafa greiningu á þessu ári. Einhverfa er yfirleitt greind á fjórða aldursári barns en Páli og Evald segja erlendar rannsóknir benda til þess að hægt sé með nokkru öryggi að skilgreina áhættuhóp við 18 mánaða aldur sem síðan sé hægt að fylgja eftir á ákveðinn hátt en almennt er álit- ið að eftir því sem hægt er að hefja meðferð fyrr, því líklegri sé hún til að bera árangur. ■ Tíðni einhverfu/4 Einsetning grunnskólanna undirbúin í Reykjavík Starfsemi skóla og tón- listarskóla stokkuð upp Hlaup í Skaftá HLAUP er komið í Skaftá. Síðasta Skaftárhlaup var í júlí í fyrra og er ekki búist við miklu hlaupi að þessu sinni. Að sögn Oddsteins Kristjánsson- ar bónda í Hvammi í Skaftártung- a5m, virðist hlaupið hafa hafist að kvöldi föstudags og hafði áin vaxið um einn metra í gærmorgun. „Hlaupið er heldur að vaxa,“ sagði hann. Talið er að hlaupið komi úr minni katlinum að þessu sinni. Áin er dökk og brennisteinsfnyk leggnr af henni. Ekki er talið að mann- virki séu í hættu. Morgunblaðið/Ásdís Klifur EITT mikilvægasta og viðamesta verkefni Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, að mati Gerðar G. Óskarsdóttur nýráðsins fræðslu- stjóra, er að skipuleggja vinnudag nemenda eftir einsetningu grunn- skólanna árið 2003. Hún telur þó möguleika á að eitt hverfi geti haf- ið tilraunastarf skólaárið 1997-98, en segir að undirbúningur sé gífur- legur því málið snerti fjölmarga. Tengja þarf inn í vinnudag nem- enda allt það sem áður hefur verið utan hefðbundins skólatíma eins og tónlist, dans, íþrótta- og félags- starf. Þetta fyrirkomulag kallar jafnframt á breytingar á rekstri tónlistarskóla, sem Gerður segir að verði annað hvort að skipta á milli sín hverfum eða að stofna útibú. „Verði ekki eitthvað að gert er hætta á að tónlistarskólarnir deyi út,“ sagði hún. Einnig eru uppi hugmyndir jafn- vel í haust að skipta borginni upp í skólahverfí, sem hvert hefur sína skólanefnd. “ sagði Gerður. Á þróunarsviði Fræðslumiðstöðv- ar, verður unnið úr tölfræðilegum gögnum, sem notuð verða sem grunnur í áætlanagerð. Segir Gerð- ur að áætlanagerð hafi aldrei verið notuð sem markvisst stjórnunar- tæki í skólakerfinu. ■ Einsetning/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.