Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT UPPGÖTVANIRNAR sem vísindamennirnir greindu frá verða birt- ar í vísindatímaritinu Science 16. ágúst. Aðrir vísinda- menn munu síðan hefja sínar eig- in athuganir á þessum uppgötvun- um, og einhveijir kunna að verða til þess að taka í sama streng og auka í þær sannanir sem fram hafa verið lagðar fyrir því að líf hafi þrifist á Mars. En aðrir vísindamenn munu að líkindum verða til þess að gagn- rýna uppgötvanirnar og túlkanirn- ar á þeim harðlega og gera sitt ítrasta til þess að afsanna að þarna séu á ferðinni vísbendingar um að líf hafi verið á Mars. Frá Mars til jarðar Árið 1984 fannst á Suður- skautslandinu loftsteinn sem tal- inn er vera 4,5 milljarða ára gam- all, en hafa borist frá Mars til jarðar fyrir 13 þúsund árum. Starfsfólk NASA hefur í fórum sínum rúmlega tug slíkra steina, og hafa þeir verið og eru enn rann- sakaðir í þaula. í einum þessara steina fundust vísbendingar um lífform; leifar af örverustein- gervingi sem talinn er hafa borist með steininum frá Mars. Flestir vísindamenn eru sam- mála um uppruna steinsins og ald- ur hans, en margir láta í ljósi efa- semdir um, að fullyrða megi að steinninn sanni að líf hafi verið á Mars. Þegar vísindamennirnir, sem uppgötvuðu steingervingsleif- arnar, héldu fréttamannafund í Washington í síðustu viku, ítrek- uðu þeir að ekki væri um að ræða afgerandi sönnun þess að líf hefði þrifist á Mars. „Við höfum nokkur form sem er ákaflega freistandi að túlka sem örverusteingervinga frá Mars, en við höfum ekkert í höndunum sem staðfestir að svo sé,“ sagði David McKay hjá Johnson geimvísinda- stöðinni í Bandaríkjunum. Með leysigeislagreiningu tókst vísindamönnunum að finna lífræn efni, svonefnd fjölhringtengd, arómatísk kolvatnsefni, í loftstein- inum. Þegar lífræn efni leysast upp verða þessi kolvatnsefni eftir, og efasemdamennirnir benda á, að fjölhringtengd, arómatísk kol- vatnsefni séu algeng í alheiminum og tengist ekki alltaf lifandi efni. „Þau er að finna allstaðar á jörðinni,“ segir Robert Clayton, efnafræðiprófessor við háskólann í Chicago. „Þessir sömu höfundar og hafa unnið með þessa Ioftsteina hafa fundið [kolvatnsefni] á öðr- um tegundum loftsteina, fundið þau í geimrykögnum og það er ekki ljóst hvernig þau verða til, en þau er alls staðar að finna. Ég held því, að það að finna þessi efni á Mars sé út af fyrir sig ekki vísbending um líf.“ Flestum skilyrðum fullnægt Höfundar rannsóknanna segja að ákveðnar forsendur séu fyrir uppgötvunum þeirra. Loftsteinn- inn hafi verið rétt aldursgreindur, örsmáir gerlasteingervingar hafí verið til staðar og lífmynduð stein- efni fundist í þeim. Kolvatnsefnin hafí sýnt fram á flókin efnasam- bönd. „Þannig að við komumst að þeirri niðurstöðu, byggðri á þeim forsendum sem við höfum, að við höfum uppfyllt mjög mörg, ef ekki öll, skilyrði sem uppfylla þarf til þess að geta talið sannað að líf hafí áður þrifist [á Mars],“ sagði Everett Gibson hjá Johnson geim- vísindastöðinni. Þeir sem efast segjast ekki hafa séð nægar sannanir. Þéir segja að vísindamönnum myndi reynast erfitt að gera sér í hugarlund hvernig lífvera á Mars hafi litið út. „Það eru engar sannanir fyrir því að hún hafi verið hólfskipt, eða frumuskipt,". sagði William Schopf, prófessor við Kaliforníu- háskóla í Los Angeles og sérfræð- ingur í fornum gerlum. „Hver Vísindamenn um allan heim huga að vísbendingum um líf á Mars í fyrndinni Reuter RAUÐA plánetan, eins og Mars er stundum nefndur, er minni en jörðin og lengra frá sólu, Því er margfalt kaldara á yfirborði Mars en á yfirborði jarðar. „Marsbúa“-kenningar vekja athygli, umtal og deilur BAKSVIÐ ÞEGAR yísindamenn við bandarísku geimferða- stofnunina NASA og aðrar vísindastofnanir til- kynntu í síðustu viku að þeir hefðu fundið vís- bendingar um að líf hefði þrifíst á plánetunni Mars fyrir margt löngu sperrti heimsbyggðin eyrun. Að vísu sló fólkið hjá NASA varnagla og bað menn vera rólega; það væri ekki hætta á að litlir, grænir karllar kæmu fljúgandi til jarðarinnar í misjöfnum tilgangi. vegna er það nauðsynlegt? Vegna þess að það er [í hólfunum] sem vessa lífveru er að fínna, þar eru efnin sem gera líf mögulegt." Við rannsóknina er notuð sneið af loftsteininum, og er breidd hennar um það bil einn fimm- hundruðasti úr hársbreidd, en vís- indamenn hafa áhuga á að skera hana enn þynnra. Andrúmsloftið á Mars er þynnra en á jörðinni og því getur ekki þrifíst þar samskonar líf. Engu að síður er Mars um margt svipað- ur jörðinni., Yfirborðið er grýtt, dagar eru um það bil jafnlangir og á jörðinni, árstíðir eru fjórar, vindar blása, ský myndast, há fjöll er að finna og eldstöðvar. Fyrir einhveijum milljörðum ára var hlýtt á Mars og líklega þykkt andrúmsloft. Þá hljóta gerl- arnir, sem nýlega fundust leifar af, að hafa verið til. Frumveröld í flöskum Vísindaleg leit að uppruna lífs- ÞESSI mynd var tekin með rafeindasmásjá í rann- sóknastofum NASA og sýn- ir form, sem talin eru vera steingerðar örverur af kyni gerla, sem kunna að hafa lifað á Mars fyrir milljörðum ára. ins hófst fyrir alvöru með þeirri hugmynd að hann mætti skilja með því að greina líkleg efna- og lífrænuferli á jörðinni í árdaga. Þessi hugmynd kom fram í ritgerð eftir rússneska lífefnafræðinginn Alexander Ivanovitsj Oparín, og birtist 1924 og markaði upphaf að nýjum tímum. Árið 1953 bjó Stanley Miller, sem þá var nemandi við háskólann í Chicago, til frumveröld með því að tengja saman tvær flöskur og var í annarri „haf“ úr vatni og í hinni kássa einfaldra efna sem þá þóttu iíkleg eftirmynd andrúms- loftsins eins og það var í árdaga. Þegar Miller sló eldingu gegnum þetta andrúmsloft komst hann að því, að innan fárra daga höfðu myndast í vatninu ákveðnar am- ínósýrur sem eru grunnefnin í hvítuefnum, sem eru nauðsynleg lífi á jörðinni. Síðan þá hefur miklu magni upplýsinga verið safnað. Leiða þær í ljós að mörg líffræðilega Clayton McKay mikilvæg mólikúl má búa til með svipuðum hætti. Önnur má búa til með aðstoð ljóss. Stjörnufræð- ingar hafa sýnt fram á, að þau sem upp á vantar gætu hafa bor- ist til jarðar með loftsteinum. Þótt þróun uppruna lífs á jörð- inni sé þannig að einhveiju leyti kunn eru vísindamenn ekki sam- mála um hvað beri að teljast „líf“. Líffræðingar nefna marga þætti sem lífverur búa yfir; hæfileikann til að fjölga sér, erfðavísa, marg- breytni, skipulag og svo framveg- is. En það má alltaf fínna undan- tekningar. Til dæmis geta veirur ekki fjölgað sér án hýsils. Ein magnaðasta hugmyndin er sú, að líf hljóti að vera tengt þróun, og engin ein lifvera búi yfir slíku heldur tilheyri þróun óhjákvæmi- lega heilu kerfí. Algengasta vinnuskilgreiningin á „lífi“ er sú sem er notuð í geim- líffræðiáætlun NASA. Samkvæmt henni er líf sjálfbært efnakerfi sem getur þróast eins og kenning Darwins lýsir. Auknar rannsóknir Þótt þessar síðustu uppgötvanir kunni að reynast umdeildar er búist við að þær hafi í för með sér stórauknar rannsóknir á Mars og öðrum plánetum. Að sögn fulltrúa NASA hyggur stofnunin á að senda mörg lítil, ómönnuð geimför til Mars og ann- arra pláneta í sólkerfinu. Síðar á þessu ári verður fyrsta geimfarið, sem nefnist Pathfínder, sent af stað til Mars, og mun væntanlega lenda þar 4. júlí á næsta ári. Markmiðið er að leita vísbendinga um líf. Gervitungl, notað til korta- gerðar, verður sent á braut um Mars 1998 í því skyni að senda nákvæmar myndir af yfirborði hans til jarðar. Bill Clinton fékk upplýsingar um nýjustu uppgötvanir starfs- fólksins hjá NASA í síðasta mán- uði. Hann hét því að kröftum NASA yrði enn frekar beitt til rannsókna á Mars - og líklega verður einnig veitt meira fjár- magni til þeirra rannsókna. Talið er að áðurnefnd tvö geimför muni hvort um sig kosta sem svarar rúmum tveim milljörðum íslenskra króna, og verða að líkindum ein- ungis byijunin á ítrekaðri Ieit að lífí IfciMíMH': Cable News Network, The Daily Telegrapli og Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.