Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTA JÓNSDÓTTIR + Ásta Jónsdóttir fæddist á Akra- nesi 23. ágóst 1898. Hún lést á Elliheim- ilinu Grund 21. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Sigurðsson, smiður á Vindhæli á Akranesi, og Sig- ríður Lárusdóttir Ottesen, ljósmóðir. Ásta ólst upp á Akranesi. Ásta var elst í sínum systk- inahópi en önnur systkini: Anna, f. 1902, d. 1903. Ingólfur, f. 1906, kvæntur Svövu Finsen, þau eru bæði látin. Anna, f. 1912, maki Siguijón Jónsson, látinn. Ásta giftist 21. júlí 1926 Kristni Björnssyni lækni. Krist- inn var sonur Björns Jóhannes- sonar bónda á Hóli í Lundar- reykjadal og Steinunnar Sig- urðardóttur bónda frá Efstabæ. Þau Steinunn og Jón, faðir Ástu, voru systkini. Ásta og Kristinn eignuðust fjögur böm: 1) Björn, f. 1932, rafmagns- verkfræðingur og prófessor við HÍ. Fyrri kona hans var Verna Jónsdóttir, börn þeirra: Krist- inn, Inga, Ásta, Margrét, Helga, Jón og Hildur. Þau skildu. Seinni kona hans er Guðrún Húsið hennar Ástu ömmu varð- veitti sannan fjársjóð af samansöfn- uðu dóti. Hvað ég elskaði að vera þar og fá að rísla mér af hjartans ► lyst. Imyndið ykkur: Þungt loft í kjall- araherbergi, svo fullu af dóti, að vart er hægt að komast yfir gólfið. Á hillunum við vegginn eru raðir af flöskum, sumar yfir 70 ára gaml- ar fullar af krækibeija- eða rifs- beijasaft. Krukka ofan á krukku með sultu, rabarbara-, títubeija- og blábeija-, eða niðursoðnu kjöti. Allt var vandlega merkt með ártali og nafni; aldrei étið. Fötur fullar af þráum mör, óopnaðir kassar af rús- ínum, niðursuðudósir komnar að því að springa, kakódósir, sápukassar, stífelsi, kex, konfekt, súpur. Ásta amma bauð okkur upp á eina slíka í hádegismatinn. Inni- Hallgrímsdóttir. Þau eiga eina dótt- ur, Guðrúnu G. 2) Jón, f. 1936, arki- tekt og prófessor við háskólann i Delft. Maki Frede- rika Reitsema, börn þeirra: Rúloff Al- bert, Kristinn Kort, Ika Mai og Ásta Elín. 3) Helga, f. 1937, d. 1991. Eftir- lifandi maki Denis Philcox. 4) Ásta, f. 1940, myndlista- maður. Maki Ron- ald Wathen sem lést 1993, böm þeirra: Sunna og Séan. Ásta og Kristinn slitu samvistum. Þegar Ásta hafði komið bömum sínum á legg stofnaði hún og rak gistiheimili að Rán- argötu 21 í Reykjavík frá ámn- um 1959 til 1986. Hún var einn stofnenda og i stjórn Kvenfé- lags- og Leikfélag Akraness. Ásta var stöðvarsljóri símstöðv- arinnar á Akranesi 1920-1925. Afkomendur Ástu eru 30 sam- tals, barnabörnin em 14, barna- barnabörnin 10 og barnabarna- barnabörn 2. Útför Ástu fer fram frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 12. ágúst og hefst athöfnin klukkan 15.00. háldið var uppþornuð klessa. En mikið voru pakkningarnar fallegar. Dagblaðastaflar stóðu himinháir, léreftspokar fullir af upprúlluðum silkisokkum með lykkjuföllum, jóla- skraut frá öldinni sem leið. Hún geymdi sína eigin leikfangakassa frá því í byijun aldarinnar, kassa með leikföngum Ástu, mömmu minnar, og kassa með leikföngum frá minni eigin barnæsku. Allt var til staðar, heilt og óskaddað. Vanda- málið er, að ég hef erft söfnunar- áráttu hennar og ég verð að gera eitthvað í málinu sem fyrst. Ég var 4ra mánaða gömul þegar ég kom fyrst til íslands. Mamma áleit að það væri tímaspursmál að koma sem fyrst með barnið heim til að sýna það mömmu sinni því að hún væri nú farin að reskjast. Það var fyrir næstum því 32 árum. /------------------------------V Styrkveiting Stjórn Minningarsjóös Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóönum. Markmið sjóösins er stuðningur við nýjungar í læknisfræði, einkum á sviði heila- og hjartaaðgerða, augnlækninga og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísindastörf umsækjenda, ítariegar kostnaðar- áætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknarfrestur er til 20. október nk. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar: „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliöa Kristjánssonar." Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í nóvember. MIIMNINGAR Ásta amma hafði alveg ótrúlega krafta og viljaþrek. Þegar hún var 60 ára og bömin fjögur farin að heiman, hóf hún nýjan kafla í lífi sínu og opnaði gestaheimili, sem hún rak næstu 25 árin. Hún hafði svo gaman af öllu þessu fólki og sagði endalausar sögur af fólkinu frá 80 þjóðlöndum sem gisti’ hjá henni. Sumir hveijir urðu lífstíðar vinir hennar og komu árlega í heim- sókn. Hún sagði alltaf við mig: „Sunna! Megirðu lifa vel og lengi, í lukku og gengi.“ Þegar hún varð 91 árs lét ég hana lofa mér því að hún lifði í hundrað ár. Hún faðmaði mig að sér og hló. Henni tókst nærri því að halda það loforð. Ég elskaði hana. Ég finn til sakn- aðar við dauða hennar, en líka til fagnaðar og þakklætis að hafa átt hana fyrir ömmu og að hún lifði svona löngu og heilbrigðu lífí. Sunna Rónaldsdóttir Wathen. Sunna hafði varað mig við. Þessu með lyklana og það reyndist rétt. Þegar ég kom með henni í fyrsta skipti til íslands, var ég strax inn- leiddur í lyklaviðhafnarsiðinn (se- rímoníuna). Ásta amma sýndi mér um allt hús á Ránargötunni sem var á fjór- um hæðum, en við hveija hurð, sem við komum að, stóðum við frammi fyrir sömu þrekrauninni, að finna réttan lykil að skránni. Hún var níræð, en mér varð strax ljóst hví- líkan kraft og einbeitni hún hafði, þar sem þessi kynnisferð reyndi á mína þrautseigju út í ystu æsar. En dugur hennar og vilji til að lifa og njóta nýrrar reynslu reynd- ist smitandi. Hann var eins og hand- tak hennar, þegar hún tók um arm mér og dró mig áfram niður á höfn. Og ég sem hélt að ég væri að hjálpa gamalli og veikburða konu í smá- gönguferð. Þar misreiknaði ég mig. Ég mun ávallt minnast hennar með sannri ástúð. Mark Fletcher, London. Þröngt mega sáttir sitja. Við sitj- um hér átta, börn Björns Kristins- sonar, og viljum rifja upp nokkur minningabrot um Ástu ömmu. Kiddi: Þó að fyrstu minningar mínar frá Ránargötu 21 séu tengd- ar Nonna frænda og gotteríinu hans, þá held ég að engin ein mann- eskja hafi haft jafn mikil áhrif á líf mitt og Ástamma. Allt frá æsku til fullorðinsára hvatti hún mig til náms og góðra siða. Ég veit að henni tókst vel að koma mér til náms en ég verð að láta aðra dæma um siðavendnina. Ég held að hún hafi kynnst flestum eða öllum vin- um mínum og félögum. Hún hafði varla þekkt Asthildi nema í fáeina daga þegar hún kvað upp úr um, að hún væri stúlka að hennar skapi. Þetta gladdi mig því að ég var skot- inn í stúlkunni og varð hún síðar kona mín og eigum við tvær dætur - Lísu og Ástu. Þó að ég væri nú orðinn kvæntur maður sleppti hún hvorki hendinni af mér né okkur og var alltaf bakhjarl okkar í lífinu. Nú er komið að því að kveðja þig elsku Ástamma. Við þökkum þér allt og megir þú hvíla í friði. Inga: Minningabrotunum rignir yfir mig. Þau fyrstu eru föstu sunnudagshádegisboðin, þegar for- eldrar mínir ásamt okkur systkin- unum komu til þín. Lítil, ljóshærð 4 ára hnáta í svörtum og hvítum borðalögðum matrósafötum sat í rauða plussstólnum við borðstofu- borðið og náði varla upp fyrir borð- brúnina. Eftirrétturinn var alltaf rúsínugrautur, sem sú litla kunni ekki að meta fyrr en löngu seinna. í uppvexti mínum áttum við margar góðar stundir. Þú varst kennari í eðli þínu, hafsjór af fróðleik og visku sem þú útdeildir með glöðu geði. Oft sátum við saman fýrir fram- an hnattlíkanið þitt og létum okkur dreyma um fjarlæg lönd og þú sagð- ir mér frá menningu þeirra. Ég man hvað þig langaði að læra á flugvél, þann draum sást þú rætast hjá nöfnu þinni, Ástu. Áhugann á myndlist má ég þakka þér, þær voru ófáar sýningarnar sem við sáum saman og fórum síðan á kaffi- hús eða heim til þín og ræddum málin. Líf þitt var ekki dans á rós- um, þú fékkst þinn skerf af erfið- leikum. Þú varst mjög öguð, stund- um ströng, það kom mér oft á óvart hvað þú sýndir barnabömunum þín- um mikið umburðarlyndi, kímdir og gerðir gott úr hlutunum. Árin hafa liðið áfram, eitt af öðru, og þú hefðir orðið 98 ára 23. ágúst nk., þú varst orðin þreytt og þráðir að fá hvíldina, en þú hélst reisn þinni til hins síðasta og mikl- ar þakkir á starfsfólkið á Grund skilið fyrir umönnun þína. Við syst- umar vomm hjá þér og héldum í magra vinnulúna hönd þína er þú fékkst hvíldina langþráðu. Hvíl í friði, elsku amma mín. Ásta: Ég ber nafnið hennar ömmu og því þótti sjálfsagt að ég fengi að bera upphlutinn hennar á peysufatadeginum í Versló. Við vorum þijár systurnar og amma vildi gera okkur allar vel úr garði. Eldsnemma um morguninn var amma mætt og aðstoðaði stúlkurn- ar sínar í fötin, lagfærði af natni og kunnáttu. Þótt seinna yrði fjar- lægðin milli okkar mikil, landfræði- lega séð, þá var hugurinn alltaf hjá þér. Hvfl í friði amma mín. Magga: Hún amma var hörku- dugleg kona, rak alein gistiheimili fyrir erlenda ferðamenn í marga áratugi og þegar mikið var að gera þá urðu svefnstundimar fáar. Amma hafði alltaf opið hús á 17. júní fyrir vini og vandamenn. Árið 1972 þegar eldri bróðir okkar varð stúdent frá MR þá brá hún ekki út af þeirri venju. Við eldri systkin- in og makar vorum nokkuð seint á ferðinni þetta árið og reyndar vel við skál. Amma bar fram kaffi og meðlæti, brosti í laumi og hafði lúmskt gaman af ástandi okkar, sem við reyndum að leyna eftir bestu getu. Hún minntist þess oft síðar hve „kátir og glaðir allir voru“. Þetta sýndi hve fijálslynd amma gat verið, því varla dreypti hún sjálf á áfengi. Blessuð sé minning henn- ar. Helga: Ég sit inni í eldhúsinu hjá ömmu einu sinni sem oftar. Hún er að smyija marglaga rúgbrauð. Rúgbrauðið er smurt með smjöri og kæfu lagvisst fjórum til sex sinn- um, pressað þétt saman og síðan skorið í þunnar sneiðar. Með þessu fæ ég að drekka heitt sætt kakó með bræddum súkkulaðibitum í. Á meðan hún er að útbúa kræsingarn- ar skröfum við saman um heima og geima og hún segir mér sögur úr æsku sinni. Þegar hún reykti í fyrsta og eina skiptið. Þegar Ingólf- ur bróðir fæddist. Sagan af líning- unni á kjólermunum og fleiri svona smá minningabrot úr æsku sinni sem væru góðar í smásögusafni um uppvaxtarár stúlku frá síðustu öld. En amma náð nærri því að lifa á þremur öldum. Elsku amma, þakka þér fyrir sögumar og blessuð sé minning þín. Nonni: Amma hafði gaman af að segja frá ýmsum atburðum frá æsku sinni og því sem hún hafði upplifað. Einnig sagði hún mér oft frá því sem hún hafði gert með eldri systkinum mínum. Eitt var það sem hún sagði mér, þegar hún fór með Kidda bróður í bíó. Þau höfðu séð breska mynd um hin ýmsu hunda- kyn og tamningu þeirra. Mér fannst því upplagt að við amma færum saman á bíó og sagði ég henni að nú væri verið að sýna mynd um apa. Það varð úr að amma fór með mig á myndina. Ekki get ég sagt að amma hafí orðið par hrifín af efni myndarinnar. Að minnsta kosti sagði hún varla orð á leiðinni heim og nefndi þessa bíóferð aldrei fram- ar, enda skil ég það vel í dag að varla var Apaplánetan mynd við hennar hæfi. Aldrei skammaði hún mig fyrir þetta uppátæki enda sá ég eftir því. Blessuð sé minning þín. Hildur: Elsku amma mín, nú hafa leiðir okkar skilið um óákveð- inn tíma. Margir hlutir munu halda áfram að minna á þig og þá sérstak- lega krosssaumur, píanó, aðfanga- dagur, ómalaðar kaffibaunir og síð- ast en ekki síst heitt ijúkandi sætt kakó. Þar komst þú mér svo sannar- lega á bragðið. Manstu bollann „minn“ sem var hvítur og rauður með blómum? Og svo stígvélakött- urinn sem við saumuðum saman. Ofboðslega voru þessir krossar margir! Kaffíkvörnin var ekki síður spennandi viðfangsefni fyrir unga stúlku. Ég hefði glöð getað malað alla Brasilíu, alein! En nú er ég eiginlega komin í fullorðinna manna tölu og þá hugsa ég um æskuárin mín með söknuði og hefði svo innilega viljað nýta þau betur með þér. Á kveðjustundinni var ég ánægð með að hafa getað verið hjá þér og skilað þér í hendur forfeðranna sem vafalaust hafa tekið fagnandi við þér. Nú langar mig til að þakka þér fyrir að hafa verið mér svona góð amma og kveð þig innilega, í bili a.m.k. Mér mun ávallt þykja mjög vænt um þig. Guðrún: Elsku amma mín, það eru kannski ekki svo margar minn- ingar sem ég á um þig en þær sem ég á vil ég því síður missa. Þegar ég var átta ára sagðir þú mér að talan 8 væri þín uppáhaldstala vegna þess að hún væri endalaus. Þá spurði ég hvort þér þætti 0 ekki líka skemmtileg tala. Þú svaraðir að núll væri svo einfalt og talan 8 svo miklu fallegri. Það var líka gaman að koma í heimsókn með pabba sem þurfti kannski að gera við eitthvað. Þá bjóstu stundum til kakó handa mér, kaffi handa þér og ég fékk jafnvel að mala kaffíbaunirnar. í eldhúsinu hjá þér voru margar glerskúffur þar sem þú geymdir kakóið, kaffið og ýmis krydd. Ég skildi aldrei hvernig þú gast þekkt hillumar með kaffinu og kakóinu frá kryddinu. Svo borðuðum við súkkulaði og þú sagðir mér sögur. Einu sinni sagðir þú mér af því hvað þér þótti skiýtið, þegar þú varst lítil, að konurnar í Grænlandi gengu í buxum. Mér þótti það svo skrýtið af því að þú gekkst alltaf í buxum og varst svo fín. Stundum þegar Sunna frænka mín kom líka, lékum við okkur í garðinum, því að á sumrin voru plönturnar miklu hærri en við og þá var sko gaman að fara í feluleik eða eltingaleik. Alltaf þegar þú komst til okkar sagðir þú mér sögur frá því að þú varst lítil og frá því að pabbi var lítill. Þakka þér fyrir allt. Kristinn, Inga, Ásta, Margrét, Helga, Jón, Hildur og Guðrún. Ásta Jónsdóttir föðursystir mín er nú öll, nær níutíu og átta ára að aldri. Ásta tengist náið uppvexti mínum, uppeldi og mótun, en milli okkar mynþaðist sérstætt vináttu- samband. Ásta var einnig mótandi við uppvöxt og fræðslu foreldra minna, því svo hagaði til að hún kenndi þeim báðum barnungum að draga til stafs og lesa. Ásta „regina“. Goðsögnin Ásta, konan sem frá upphafi var langt á undan sinni samtíð: reisnin, virðu- leikinn, sjálfsbjargarvitundin, eljan og útsjónarsemin voru meiri en ég hef reynt eða fregnað af nokkurri manneskju annarri. Ásta var elst systkina sinna og minntist hún oft þeirrar gleði sem hún fylltist er faðir minn, sem var henni næstur að árum, fæddist því allt frá því hún fyrst mundi eftir sér þyrsti hana í félgsskap. Hún ólst upp á Akranesi með foreldrum sínum og systkinum og bjó lengst af á Vind- hæli, húsi sem faðir hennar Jón Sigurðsson trésmíðameistari byggði, en Jón var auk trésmíða- starfa þúsundþjalasmiður sem smíðaði hljóðfæri, gerði við úr og klukkur, en var fyrst og fremst sannur „mensch", manneskja, æðrulausí ljúfmenni síhugandi að velferð meðbræðra sinna. Ásta stofnaði ung að árum, þá nýlega fermd, ásamt vinkonu sinni smábarnaskóla á Akranesi og í þann skóla gengu foreldrar mínir ásamt jafnöldrum sínum og vitnaði móðir mín oft til þess tíma er hún gekk í skólann þeirra Ástu og Dínu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.