Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 33 ÍDAG l t i I I ( I í i I I i i I STJÖRNUSPA LJON Afmælisbarn dagsins: Bjartsýniþín ogaðlaðandi framkoma tryggirþér trausta vini. Hrútur 21. mars-19. april) Fjölskyldan kemur saman í dag til að ræða sameiginleg hagsmunamál og njóta frí- stundanna. Þegar kvöidar er ástin í öndvegi. Naut (20. apríl - 20. maí) (fýfj Þú endurnýjar gömul vin- áttubönd í dag þegar óvænt- an gest ber að garði. Góður andi ríkir innan fjölskyld- unnar í kvöld. Tvíburar (21. maí-20. júní) Í&i Þótt þú hafir ákveðnar skoð- anir, er óþarfi að láta þær valda deilum í dag. Vinur gefur þér góð ráð, sem þú ættir að fara eftir. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þú ert fær um að leysa smá vandamál heima í dag ef þú lætur skynsemina ráða ferð- inni. Gamall vinur lætur frá sér heyra í kvöld. Ljón (23. júlí — 22. ágiist) *jjg^ Þú þarft að ganga frá ýms- um lausum endum heima í dag áður en þér gefst tími til að sækja spennandi mannfagnað með vinum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú færð hugmynd, sem hlýt- ur góðar undirtektir í fjöl- skyldunni. Einhugur ríkir hjá ástvinum, og kvöldið verður mjög ánægjulegt. Vog (23. sept. - 22. október) Þú sækir skemmtilegan fund í dag, og góðar fréttir berast síðdegis. I kvöld ættir þú að vera heima og sinna fjöl- skyldunni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Cjj(0 Þú tekur ákvörðun varðandi heimilið, sem fjölskyldan er mjög sátt við. Mundu að standa við loforð, sem þú gafst átvini. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú íhugar að skipta um starf, og þarft að taka ákvörðun fljótlega. Þér verður vel ágengnt í dag, og þú nýtur kvöldsins með vinum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nýtur þess að fá tæki- færi til að sinna þörfum yngstu kynslóðarinnar í dag. Svo átt þú rólegt kvöld heima með ástvini. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) (ýfy. Hagsmunir heimilisins hafa forgang í dag, en þegar kvöldar geta ástvinir slakað á og jafnvel skroppið út að skemmta sér. Fiskar (19. febrúar-20. mars) Vinur getur valdið þér von- brigðum í dag með fram- komu sinni. En fjölskyldan bætir þar úr, og þú átt ánægjulegt kvöld heima. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. OriÁRA afmæli. Þriðju- Ovrdaginn 13. ágúst nk. verður áttræður Sig- urbergur Magnússon, frá Steinum undir Eyjafjöll- um. Þau hjónin Sigurbergur og Elín Siguijónsdóttir taka á móti gestum í Félags- heimilinu að Skógum frá kl. 15-19 á afmælisdaginn. Sigurbergur frábiður sér gjafir og blóm, en vonast til að vinir og kunningjar komi í kaffí til þeirra hjóna. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. apríl sl. í Hvals- neskirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Guðrún Ósk Sæmundsdóttir og Kirk G. LaCombe. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 30. júní hjá borgar- dómara Andrea Sompit og Arnar Bragason. Heimili þeirra er í Hrísmóum 2B, Garðabæ. OrkARA afmæli.A OV/morgun, mánudag- inn 12. ágúst, verður átt- ræð Laufey S. Jónsdóttir, Mávahlíð 11, Reykjavík. Maður hennar er Ólafur Guðfinnsson. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. apríl sl. í Út- skálakirkju af sr. Sigfúsi B. Ingvasyni Júlía Elsa Ævarsdóttir og Ómar Örn Borgþórsson. Heimili þeirra er á Ránarvöllum 16, Keflavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. júní í Háteigs- kirkju_af sr. Tómasi Sveins- syni íris Norðquist og Ragnar Guðmundsson. Heimili þeirra er á Austur- strönd 12, Seltjarnarnesi. Ljósmyndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Háteigs- kirkju af sr. Árna Bergi Sigurbergssyni Herdís Jónsdóttir og Haraldur Pétursson. Heimili þeirra er í Skipasundi 27, Reykja- vík. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. júní sl. í Keflavík- urkirkju af sr. Ólafi 0. Jóns- syni Helena Guðjónsdóttir og Ingólfur Karlsson. Heimili þeirra er í Heiðar- hvammi 9, Keflavík. Ljósmyndastofan Nærmynd BRUÐKAUP. Gefin voru saman 6. júlí í Garðákirkju af sr. Braga Friðrikssyni Margrét Tómasdóttir og Þór Egilsson. Heimili þeirra er á Hjallabraut 25, Hafnarfírði. ORÐABÓKIN Brngð, verð og vín Fyrir mörgum árum ræddi kunningi minn við mig um þá áráttu margra að mynda fleirtölu af orð- um, sem hefðu í upphafi aðeins verið í eintölu. Má nefna ýmis dæmi þessa. Eitt þessara orða er nafn- orðið verð, sem er upp- haflega eintöluorð. Þá er talað um, að verð ein- hverrar vöru sé lágt eða hátt eftir atvikum. Eins er þá talað um tvenns konar eða margs konar verð á hlutunum. Nú orð- ið heyrist hins vegar nær daglega talað um, að verðin séu lág eða há, þ.e. notuð fleirtala.. Þá virðist fara mjög í vöxt, ekki sízt meðal verzlun- armanna, að tala um mörg verð á hlutunum. Þeir, sem enn vilja halda í gamla beygingu, forðast þessa fleirtöluáráttu. Þá minntist ágætur smekk- maður um íslenzkt mál eitt sinn á það við mig, að hann hefði haft spurn- ir af því, að starfsmenn ÁTVR töluðu um vínin í sömu merkingu og vín- tegundir. Það skal játað, að þessa fleirtölu hef ég sjálfur tæplega heyrt, en miðað við margt annað er ekki ótrúlegt, að svo geti vel verið. Eitt sinn var í þessum pistlum minnzt á það, að no. bragð í merkingunni smekkur, sbr. að fínna bragð af einhveiju, væri komið með fleirtölu: brögð.. Ég heyrði einmitt einn mann tala um, að konfekt fengist með mörgum brögðum. Að sjálfsögðu eiga þessar fleirtölumyndir ekki að heyrast í vönduðu máli. - J.A.J. Arnað heilla 4 Morgwnverðarfundur miðvikudaginn 14. ágúst 1996 kl. 8.00 - 9.30, í Sunnusal Hótels Sögu ÓGNAR GÓDARID STÖDUGIEIKANUM? VERDUR 1997 s 1987? Nö virðist flest ganga íslensku efnahagslífi í haginn. Atvinna og neysla eykst og verðlag er áfram stöðugt. En nú stefnir í viðskiptahalla og ýmis þenslumerki eru sjáanleg. Mun sagan frá 1987 endurtaka sig, þegar vöxtur efnahagslífsins fór úr böndunum? Framsögumenn: Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSI. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. Umræður og fyrirspurnir. Fundargjald er kr. 1.200,- (morgunverður innifalinn). Fundurinn er opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 8.00-16.00). VERSLUNARRAÐ ISLANDS f verslunarkjarnanum Engihjalla 8 hefur verið opnað nýtt apótek: ENGIHJALLAAPOTEK -----------o------------- Opið virka daga kl. 8.30 - 19.00 Laugardaga kl. 10-14. Sími544 5250. Fax 544 5251. Læknasími 544 5252. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.