Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 26

Morgunblaðið - 11.08.1996, Side 26
26 SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sveinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. des- ember 1917. Hann lést 3. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Sveinsson prentari, f. 1.11. 1890 á Hvanneyri, d. 19.2. 1965, Sveins Sveinssonar skóla- stjóra að Hvan- neyri, og Elínborg B.J. Kristjánsdótt- ir, f. 10.9. 1898, d. 4.5. 1975. Sveinn var elstur sjö systkina en þau voru: Valborg, f. 9.1. 1920, Agnar, f. 24.12. 1922, d. 12.2. 1996, Stefán, f. 21.7. 1924, d. 14.1. 1975, Anna Þorkelsdóttir, f. 6.9. 1939, Sigríður Ása Ólafs- dóttir, f. 1.9. 1943, Jóhanna Valgerður Ólafsdóttir, f. 14.8. 1950, d. 9.2. 1971. Sveinn kvæntist 30. septem- ber 1939 eftirlifandi eiginkonu sinni Aðalheiði P. Guðmunds- dóttur. Þau eignuðust 4 börn sem öll eru á lífi. Þau eru 1) Baldur Sveinsson kennari, f. 21.1. 1942, kvæntur Kristínu Ingunni Jónsdóttur kennara, f. 12.8. 1943. Þeirra börn eru Sveinn tölvunarfræðingur, f. 28.12. 1962. Kona hans er Bára Traustadóttir og eiga þau son- inn Baldur Benjamín, f. 16.1. 1996. Árni Jón, f. 16.6. 1968 en unnusta hans er Margrét Lísa Óskarsdóttur. Sonur Árna er Hlöðver Kristinn, f. 31.01.1991. Og Sigríði Björk Baldursdóttir, •f. 24.10. 1980. 2) Hjálmar Sveinsson verkfræðingur, f. 6.6. 1944, giftur Lindu Rogers „Eitt sinn skal hver maður deyja“ - það er það eina sem við vitum þegar við fæðumst. Hinn alvitri og algóði skapari okkar verndar okkur hinsvegar frá þvi að vita hvenær tími okkar hér á jörðinni er útrunn- inn. Þann sannleika gætum við mennirnir ekki meðhöndlað, hvorki okkur sjálfum né neinum öðrum til góðs. Þess vegna kemur kallið allt- af á óvart. Faðir minn, Sveinn Ól- afsson, var ekkert unglamb þegar hann lést - en sökum andlegs og líkamlegs atgervis hans gleymdum við stundum aldri hans - tæplega 79 árum. Að leiðarlokum langar mig til að þakka föður mínum með nokkrum orðum allt það sem hann gaf mér í gegnum lífið; fyrir kærleika hans og alla þá visku sem hann miðlaði mér svo ríkulega af. Útskýringar hans til mín á mannlegu eðli hafa bæði kennt mér mikið og styrkt mig á lífsleiðinni. Hann skildi og þekkti breyskleika mannanna, en einnig leiðir sem gætu hjálpað okk- ur til framfara í andlegri þroskaleit okkar. Eftir því sem árin liðu urðu tengsl okkar nánari og hann var mér ekki bara faðir heldur varð hann einnig andlegur lærifaðir minn, sem studdi mig og hvatti til jákvæðra hugsana og gjörða í líf- inu. Frímúrarahugsjónin tengdi okkur enn sterkar og á þeirri göngu munu leiðbeiningar föður míns hjálpa mér svo mér auðnist að starfa þar með réttu hugarfari. Faðir minn var víðlesinn og margfróður maður. Andleg málefni voru honum þó mest hugleikin. Þar stóðu fræði Emanuels Swedenborgs honum næst. Hann þreyttist aldrei á að kynna þau hveijum sem sýndi áhuga á andlegum málefnum og 'var jafnan viljugur, stundum næst- um of viljugur, til að leiðbeina fólki og aðstoða til að það gæti öðlast innsýn inn í þau - ef það mætti verða til að opna þeim þann stór- kostlega sannleika sem Sweden- borg hafði opnað honum Víst er að faðir minn hefur skilið eftir í hugskoti mínu frækorn til Sveinsson, tölvun- arverkfræðingi. 3) Guðný Ása Sveins- dóttir læknir, f. 18.7. 1952, gift Haf- liða P. Gíslasyni prófessor en þau skildu 1982. Gift Lennart Bernram rafmagnsverkfræð- ingi 1986. 4)Jó- hanna Elínborg Sveinsdóttir við- skiptafræðingur, f. 20.5. 1954, ógift. Sveinn starfaði mestan hluta lífs síns á skrifstofu Eimskipa- félags íslands, síðast sem deild- arsljóri, eða alls í 49 ár. Hann var einnig framkvæmdastjóri þjá Sveini Egilssyni um þriggja ára skeið, hjá B.M. Vallá og rak um tíma Heildverslun John Lindsay. Sat í hreppsnefnd Garðahrepps á árunum 1962- 1970 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir hann. Sveinn var með einkaflugmannspróf og stofnaði einn fyrsta flug- skóla landsins, Flugskólann Pegasus, ásamt Sverri Jónssyni flugsljóra. Eftir Svein liggja fjölmargar þýðingar úr ensku, dönsku og þýsku, aðallega um andleg málefni. Bókin „Þér veitist innsýn“ kom út 1979 í þýðingu Sveins og einnig bókin Himinn og Hel eftir Emanuel Swedenborg árið 1988, en fræði Swedenborgs stóðu nærri hjarta Sveins. Utför Sveins verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. ágúst og hefst athöfnin klukkan 13.30. betra og viturra lífs. Þau hverfa ekki þótt hann sé nú horfinn til annars tilvistarstigs heldur búa þau með mér og hafa vonandi skotið nægilega sterkum rótum í huga mér til þess að mér megi auðnast að nýta þá fræðslu allt til loka æviskeiðs míns, sjálfri mér til styrktar og vonandi einnig vegfar- endum í lífi mínu. Fullvissa mín um líf að loknu þessu styrktist enn frekar í hug mér þær vikur sem faðir minn var veikur. Síðasta gullkornið sem hann benti mér á var að lesa litla bók „Tunnel to Eternity" eftir vin föður míns, Leon Rhodes. Bók þessi fjall- ar, út frá viðhorfi Swedenborgar- sinna, um reynslu þeirra sem hafa upplifað dauðastund sína en horfið aftur til jarðlífsins. Við lestur bók- arinnar sannfærðist ég enn frekar um kærleika Guðs til okkar mann- anna og í gegnum hana fannst mér sem ég fylgdist að hluta með göngu föður míns til annars tilvistarstigs, - til ljóssins í faðmi kærleika Drott- ins. Föður mínum fylgja bestu óskir um velferð í starfí á nýju tilvistar- stigi. Eg þakka honum af alhug fyrir að hafa auðgað líf mitt og fyrir að að benda mér á leiðir sem gáfu mér fullvissu um að kærleikur Drottins tryggi jafnan að reynsla okkar á hveijum tímapunkti leiði okkur til eilífrar hamingju - á mælistiku eilífðarinnar. í Guðs friði. Jóhanna E. Sveinsdóttir. Góður vinur er horfmn á braut. Sveinn Ólafsson lést 3. ágúst sl. á Landspítalanum eftir stutta en harða baráttu við manninn með ljá- inn, sem alltaf sigrar að lokum. Sveinn var 78 ára gamall og hafði hlotið þá blessun að vera að mestu leyti laus við veikindi allt sitt líf og ekki þurft að gista á sjúkrahúsum né leita aðstoðar lækna að neinu ráði. Ég kynntist Sveini fyrir u.þ.b. 25 árum og þá á fundum í Frímúr- arareglunni. Sú regla var okkur mikilvægt sameiginlegt áhugamál, og hún tengdi okkur saman og skapaði þá vináttu á milli okkar, sem þróaðist á þessum árum síðan. Við Sveinn höfðum mikið og gott samband og verður sannarlega skarð fyrir skildi, þegar hann er nú látinn. Ég kem til með að sakna heimsókna hans og símtala okkar í gegnum árum, því að fáa þekki ég, sem skemmtilegra var að tala við en Svein. Sveinn var óvenjulega fróður maður og vel lesinn. Hann var afar atorkusamur og afkastamikill og eftir hann liggur fjöldi þýddra bóka og frumsaminna rita. Hann mun ekki hafa hlotið mikla skólagöngu sem ungur maður, en hann vissi þrátt fyrir það svo margfalt meira um mörg fræðasvið lífs og dauða en flestir langskólagengnir menn, sem ég hef þekkt. Allir sem þekktu Svein vissu um áhuga hans á Swedenborg, þeim merka sænska vísinda- og andans manni. Eftir Swedenborg liggur óhemjumikið af ritverkum bæði um jarðfræði, en þó einkum um líffæra- fræði, lífið sjálft og lífið eftir dauð- ann. Ritverk Swedenborgs eru afar torlesin, en þau eru áreiðanlega þess virði að vera lesin og þá með sérstöku hugarfari og á sérstakan hátt. Ég hygg, að enginn hér á landi hafí vitað meira um Swedenborg en Sveinn. Hann var virkur meðlim- ur í Swedenborgarsamtökum og það, sem sá merki maður Sweden- borg ritaði, virtist liggja svo ljóst og tært fyrir Sveini að undravert var. Sveinn gaf mér margar bækur um og eftir Swedenborg, og ég reyndi vissulega að lesa þær flest- ar, en skilningur minn á þeim mál- um, sem þar var fjallað um, var svo takmarkaður, að ég játaði það oft fyrir Sveini, að ég hefði hreinlega ekki nægilega víðsýni og innsæi til að skilja Swedenborg. Sveinn var ákaflega þolinmóður og skilnings- ríkur við þessar aðstæður og reyndi hvað hann gat til þess að kenna mér að njóta þessara merku rit- verka. Hvað viðkemur fræðum Frímúr- arareglunnar voru þau eitt mesta áhugamál Sveins, og þar var hann afar vel lesinn og eftir þann liggur mikið ritað á því sviði. Ég leyfi mér að fullyrða, að Sveinn þekkti best fræði þessarar reglu af öllum þeim, sem ég þekki. Sveinn las mikið og skrifaði mik- ið. Þegar tölvuöldin gekk í garð var Sveinn fljótur að tileinka sér kosti tölvunnar sem tæki fyrir rithöfund og þýðanda eins og hann var, og hann notaði tölvu mikið nú síðustu árin við skriftir. Sveinn var, eins og kallað er, mikill grúskari. Hann var einnig afar minnugur og gat því haldið uppi skemmtilegum samræðum um allt mögulegt og gat þá um leið veitt öðrum úr sínum viskubrunni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á bæði dægurmálum og eins æðri andans málum og átti létt með að rökstyðja skoðanir sínar. Hann var einstaklega heill maður og heiðar- legur, og hann var alltof gáfaður til að vera á móti mönnum eða láta sér vera illa við menn. Hann þekkti afar marga og hélt virku sambandi við vini sína og kunningja. Sveinn starfaði i fjölda ára hjá Eimskipafélagi íslands hf. og var þar eins og alls staðar mjög virkur og áreiðanlega góður starfskraftur. Eimskipafélagið var honum alltaf ofarlega í huga, og hann talaði oft um starfsárin sín þar og minntist þeirra greinilega með ánægju. Eftir að hann hætti störfum þar fyrir aldurs sakir var langt frá því að hann settist í helgan stein, heldur sinnti hann ofangreindum áhuga- málum af enn meiri krafti en áður. Sveinn var ákaflega tónelskur maður og spilaði prýðilega á píanó og orgel. Margir nutu góðs af því, að Sveinn var alltaf reiðubúinn til að spila enda veitti það honum sjálf- um augljóslega mikla ánægju, og hvað það snertir eiga íslenskir frí- múrarabræður honum mikið að þakka auk margs annars. Sveinn var á þeim árum, sem ég þekkti hann eins og áður kemur fram, mjög virkur maður bæði í félagslífi og að öðru leyti einkum hvað snerti andleg málefni. Þrátt fyrir það var hann heimakær og mikill fjölskyldumaður. Hann var svo lánsamur að eiga góða og elsku- lega eiginkonu og fjögur börn, sem öll hafa komist til góðs þroska. Ég vil enda þessi fáu orð með því að votta Aðalheiði eiginkonu hans mína dýpstu hluttekningu sem og börnum hans. Við eigum öll minn- inguna um góðan og heilsteyptan mann, sem nú hefur kvatt okkur um stundarsakir. Guðmundur S. Jónsson. Minningar um horfinn starfs- bróður minn og vin vakna í hug- skoti mínu. Þótt fáar verði hér færð- ar í búning orðanna varpa þær allar birtu inn í skugga saknaðar og færa heim sanninn um að skin og skýjafar skiptist á í lífi mannsins og að þegar stund hans er komin muni lífið sjálft leiða hann heim. Sveinn Olafsson hóf fyrst störf hjá Eimskipafélaginu í byijun októ- ber 1931 og var fastráðinn til starfa á skrifstofu félagsins árið 1936. Hann vann allan sinn starfsdag hjá Eimskipafélaginu utan áranna 1955 til 1963, er hann var fram- kvæmdastjóri, fyrst hjá Ford- umboðinu Sveini Egilssyni hf. og síðar Steypustöð BM Vallá hf. Það var á vordögum árið 1942 að leiðir okkar Sveins lágu saman á skrifstofu Eimskipafélagsins. Hann hafði starfað þar í sex ár og var í augum mínum, nýgræðings- ins, einn hinna innvígðu kunnáttu- manna. Hann reyndist okkur íjórum nýliðunum, sem útskrifuðumst þá um vorið úr Verslunarskólanum og hófum störf hjá Eimskipafélaginu, góður lærifaðir og blés nýju lífi í það veganesti sem við höfðum í farteskinu frá skólanum. Leiðbein- ingar hans um leyndardóma starfs- ins í Ijósi reynslunnar voru okkur gagnlegar. Góðvild og greiðvikni hans fór ekki framhjá okkur og við nánari kynni sáum við hve þetta var honum beinlínis í blóð borið. Viðskiptavinir leituðu oft til hans þegar mikið reyndi á og lipurð og skilning þurfti til að greiða úr mál- um. Hæfileikar Sveins og trú- mennska leiddu til þess að Eim- skipafélagið fól honum meðal ann- ars ábyrgðarmiklar og oft vanda- samar samningagerðir bæði við er- lenda og innlenda viðskiptavini fé- lagsins. Fórust honum störf vel úr hendi og voru félaginu til vegs- auka. Hann ávann sér traust við- skipavina félagsins og naut vin- sælda meðal starfsfélaga. Að sínu leyti má segja að ævifer- ill Sveins hafi verið dæmafár. Hann var gæddur góðri greind, fróðleiksf- ús og lét sig varða hin ólíkustu málefni. Hann vann alla tíð að því að auka þekkingu sína og kafaði djúpt í hlutina. Hann var sjálf- menntaður og fór lærdómur hans langt fram úr fræðum skrifstofu- mannsins. Á honum sannaðist áþreifanlega að löng skólaganga og menntun hárra skólastiga í flóknum fræðum er ekki alltaf það sem til þarf og reynist best, og þó skal ekki dregið úr gildi góðrar menntunar í nútíma þjóðfélagi. Það má aldrei vanmeta þann lærdóm sem lífið sjálft miðlar manninum því hann er grundvöllur allrar far- sældar. Þessi sannindi hafði Sveinn tileinkað sér og þess vegna entist honum námsefnið til hinstu stund- ar. Hver stund varð námstími, eitt- hvað nýtt mátti alltaf uppgötva, auðgun andans eru engin takmörk sett. Sveinn Ólafsson hafði jafnan fleiri en eitt járn í eldinum og vann samtímis að ræktun líkama og sál- ar. Námsgreinarnar sem hann lagði stund á voru margvíslegar, fluglist, tónlist, tungumál og andans vís- dómur svo fátt eitt sé nefnt. Hann tók um tíma virkan þátt í félagsmál- um innan sveitarfélags síns, íþrótta- hreyfingarinnar og fleiri samtaka, auk þess að rita margar blaðagrein- ar um hin margvíslegustu málefni SVEINN ÓLAFSSON sem vörðuðu samtíð og samfélag. Hann þýddi margt úr bókmenntum andans, samdi tónverk og lét sér í raun og veru fátt mannlegt óvið- komandi. Mörgum er hann kunnur fyrir þýðingu bókarinnar „Þér veit- ist innsýn“ og þýðingar úr verkum Emanuels Swedenborgs, sem gefn- ar hafa verið út og eru lesnar af mörgum. Sveinn var öllum, sem ég þekki til, fróðari um fræði þess fjöl- hæfa merkismanns. Það er af mörgu að taka sem ekki verður rakið í þessum fáu kveðjuorðum. Víst er um það, að sjaldan féll Sveini verk úr hendi. Þekki ég ekki til þess að hann hafi nokkru sinni verið iðjulaus um dagana. Um hann verður sagt með sanni, að iðnin hafi verið óður hans til lífsins og að í verkum sínum hafi hann opinber- að, svo ekki verður um villst, trú á lífið og höfund þess. í lífi og starfi fann hann auðlind dýpstu leyndar- dóma og uppskar vísdóm, sem hann miðlaði okkur meðbræðrunum af örlæti. Frá starfslokum hjá Eimskipa- félginu árið 1988 vann Sveinn við þýðingar og önnur ritstörf. Mest af því var unnið í kyrrþey. Hann var virkur félagi í Frímúrararegl- unni og á ég honum mikið að þakka fyrir stuðning og hollráð á þeim vettvangi. Reglubræður munu njóta góðs af verkum hans um ókomna tíð og minnast hans af hlýhug og þakklæti. Að leiðarlokum þakka ég Sveini Ólafssyni fyrir langa og ánægjulega samfylgd. Megi viska og kærleikur lýsa honum á þeirri vegferð sem nú er hafin. Ég minnist þáttar eiginkonu Sveins, Aðalheiðar Pálínu Guð- mundsdóttur, í lífi hans og starfi. Ég flyt henni, börnum þeirra, barnabörnum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur mínar. Sigurlaugur Þorkelsson. Kæri vinur Sveinn. Nokkur kveðjuorð. Yfirleitt verður manni hverft við, þegar maður heyrir lát einhvers, sem maður kannast við og einkum, ef hlutaðeigandi var nákominn eða góður vinur. Mér varð því mjög hverft við, þegar mér barst fréttin um lát þitt. Mér varð strax hugsað til þess, að aðeins nokkrum dögum áður sátum við saman í stofunni heima hjá mér og ræddum ýmis mál, þar á meðal um dauðann, sem bíður okkar allra. Ekki gat mann þá rennt í grun, að við værum að hittast i siðasta sinn. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 35 árum. Síðustu ár hafa þau auk- ist jafnt og þétt í sterka vináttu. Og þegar minningarnar hrannast upp hugsa ég með þakklæti til þess að hafa fengið að kynnast þér og njóta vináttu þinnar. Einkum mun ég minnast hinna mörgu og oft löngu símtala okkar og þær mörgu, en þó alltof fáu stundir, sem við sátum saman heima í stofu og ræddum um lífið og tilveruna. Þú vars hafsjór af þekkingu á mörgum sviðum og ætíð reiðubúinn til að miðla öðrum af þeim gnægtar- brunni. Ég man þig sem hlýjan og þægi- legan mann, sem vildi allra vanda leysa. Hins vegar varstu fastur fyr- ir, ef þér fannst farið með rangt mál. Alla ævi muntu hafa verið starfsamur maður, bæði í vinnu og frítíma. Og ætíð heyrði ég vel um þig talað, en slíkt orðspor er erfitt að ávinna sér hér í heimi. Þú varst mjög trúaður maður og eftir þig liggja þýðingar og skrif um marg- vísleg efni, einkum á trúarlegum og vísindalegum sviðum, og held ég, að þýðing þín á bókinni Himinn og hel eftir Swedenborg sé hvað stærsta verk þitt á þessu sviði. Þú varst félagslyndur maður og mannlegt gildi hafðir þú ætíð í há- vegum. Fyrir 44 árum gekkstu í Frímúrararegluna og starfaðir þar mikið og óslitið að margvíslegum verkefnum. Ljóst er, að nú er skarð fyrir skildi og þín verður sárt sakn- að. Sveinn minn. Ég vil að lokum endurtaka þakklæti mitt til þín og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.