Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. SEFfEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
A
ÞÚ þarft ekki að búast við að það verði barn í brók svona einn, tveir og þrír Ágúst
minn. Hann getur verið ansi þrálátur þessi pólitíski höfuðverkur . . .
Upplýsingar um norrænar kvikmyndir
Samið um útgáfu á geisladiski
ÍSLENSKA fyrirtækið Nova Media-
nýmiðlun ehf., hefur undirritað
samning við Norræna kvikmynda-
sjóðinn um framleiðslu á geisladisk-
um, ætluðum blaðamönnum og sjón-
varpsstöðvum, sem fjalla um nýjar
norrænar kvikmyndir.
Jón Hjaitalín Magnússon, stjórn-
arformaður og einn af eigendum
fyrirtækisins, segir að geisladiskur-
inn sé samstarfsverkefni Nova Me-
dia, norska fyrirtækisins Sygna og
Háskólans í Bergen. „Á geisladiskin-
um er að finna upplýsingar um nýj-
ar norrænar kvikmyndir, ljósmyndir
og hljóð úr kvikmyndunum og mynd-
band, þar sem söguþráður kvik-
myndanna er rakinn í stórum drátt-
,um.“
„Síðar er ætlunin að dreifa ná-
kvæmari upplýsingum um kvik-
myndirnar á alnetinu en þar sem
ennþá er seinvirkt að dreifa há-
gæðamyndum og myndböndum á
netinu þá nýtist geisladiskurinn
gagnrýnendum betur,“ segir Jón
Hjaltalín.
Geisladiskurinn fer í almenna
dreifingu í desember og Jón Hjalta-
lín segir að frumútgáfan hafi fengið
góðar viðtökur hjá kvikmyndagagn-
rýnendum og kvikmyndaframleið-
endum á Norðurlöndunum.
Morgunblaðið/Halldór
NEMENDURNIR sýndu skemmtiatriði á skemmtikvöldinu í Álftamýrarskóla.
Danskir unglingar heimsækja íslenska jafnaldra
Hvetjandi í dönskunáminu
TVEIR danskir unglingabekkir úr
Lajtegárdskóla í Kaupmannahöfn
eru nú í heimsókn hjá jafnöldrum
sínum í Álftamýrarskóla. Þau eru
að endurgjalda heimsókn íslensku
krakkanna til Danmerkur í vor.
Þessi nemendaskipti eru til-
raunaverkefni á vegum norrænu
ráðherranefndarinnar og styrkt af
Reykjavíkurborg. Kennarar ís-
lensku unglinganna segja að heim-
sóknirnar séu mjög hvetjandi í
dönskunáminu og gefi því nýtt
gildi.
Danirnir verða í viku. Þeir búa
heima hjá íslenskum félögum sínum
og fara með þeim í ferðalög. I fyrra-
dag var haldið skemmtikvöld með
veitingum í boði foreldra íslensku
nemendanna. Nemendur beggja
þjóða sýndu skemmtiatriði. Á
myndinni eru íslendingar að
skemmta en Danirnir horfa hug-
fangnir á. Aðspurðir vildu þeir sem
minnst láta hafa eftir sér um dans-
list Íslendinga en voru hrifnir af
dönskukunnáttu þeirra. Sjálfír
höfðu þeir ekki mikið lært í ís-
lensku, annað en „hvað“, „egg“ og
nokkur óprenthæf orð.
Samtök hjjúkrunarfræðinga
Baráttan hefur ver-
ið hörð undanfarið
Dagana 17. og 18.
september verður
haldið norrænt
þing í Reykjavík um kjör
og vinnuaðstæður hjúkr-
unarfræðinga á Norður-
löndum. Sextíu og fimm
hjúkrunarfræðingar og
starfsmenn samtaka
þeirra frá Danmörku, Nor-
egi, Svíþjóð og Finnlandi
koma til landsins af þessu
tilefni. Samtök hjúkrunar-
fræðinga á Norðurlöndun-
um halda ráðstefnu um
kaup og kjör á fimm ára
fresti til að skiptast á upp-
lýsingum, fræðast og meta
hvað hefur áunnist í bar-
áttunni. Vigdís Jónsdóttir
hagfræðingur annast
skipulagningu hennar
núna fyrir hönd Félags
hjúkrunarfræðinga.
- Hver verða aðalmálin á ráð-
stefnunni?
„Þijú viðamikil mál verða á
dagskrá. í fyrsta lagi verður
glímt við spurninguna: Hvernig
verða launin til? Undir þeim mála-
flokki verður til dæmis reynt að
kanna hvaða áhrif framboð og
eftirspurn hafa á laun. Einnig
hvaða þýðingu það hefur að iaun
eru ákvörðuð á mismunandi hátt,
hvort þau eru að fullu ákveðin í
miðstýrðum kjarasamningum
stéttarfélags og atvinnurekenda
eða hvort starfsmaðurinn hafi
möguleika á að semja beint við
yfirmenn sína á þeirri stofnun
sem hann vinnur.
Annar málaflokkurinn fjallar
um jafnréttismál og starfsmat.
Spurt verður hvort og þá hvernig
nýta megi jafnréttislöggjöfina til
að bæta launin. Líka hvernig
starfsmat á vinnustöðum geti
nýst hjúkrunarfræðingum.
Vandamáiið snýst um hvernig
hægt sé að mæla vinnuna á hlut-
lægan hátt; er til dæmis hægt
að mæla og meta andlegt álag í
starfí?
Þriðja umræðuefnið er um bar-
áttuna fyrir bættum kjörum.
Rýnt verður í aðferðir sem notað-
ar hafa verið, eins og verkföll,
en þess má geta að undanfarin
tvö ár hafa hjúkrunarfræðingar
á Norðurlöndum, nema á íslandi,
staðið í verkföllum.
Undir þriðja lið er líka spurt
hvort verkföllin hafi skilað ár-
angri og hvaða aðferðir beri að
nota í framtíðinni. Að lokum mun
Jón Kalmansson frá Siðfræði-
stofnun flytja erindi um siðfræði
kjarabaráttunar."
- Hvort er talið æskilegra að
laun séu ákveðin í miðstýrðum
kjarasamningum eða að einstakl-
ingar semji um kjör sín
við yfirmenn sína.
„Svörin við þessari
spurningu eru ekki á
eina leið. í Svíþjóð ___________
semja hjúkrunarfræð-
ingar við vinnuveitendur sína um
svokallaðan rammasamning, um
lágmarkslaun og launahækkanir
til heildarinnar. Samningurinn er
síðan útfærður á vinnustöðum,
bæði milli fulltrúa félagsins og
vinnuveitenda og milli einstakl-
inga og vinnuveitenda. Danskir
hjúkrunarfræðingar hafa hins
vegar ekki viljað færa launaá-
kvarðanir í svo miklum mæli frá
miðstýrðum kjarasamningum til
vinnustaðanna. Laun íslenskra
hjúkrunarfræðinga hafa verið
frekar miðstýrð, en þó er það
misjafnt eftir vinnustöðum.
Hér á landi hafa opinberir
vinnuveitendur lýst áhuga á að
færa launaákvarðanir frá mið-
VIGDÍS JÓNSDÓTTIR
► VIGDÍS Jónsdóttir er fædd
í Reykjavík árið 1965. Hún varð
stúdent frá Flensborgarskólan-
um í Hafnarfirði árið 1984 og
viðskiptafræðingur af iiag-
stjórnarsviði Háskóla íslands
árið 1991. Hún hefur starfað
sem hagfræðingur Félags
hjúkrunarfræðinga síðastliðin
fjögur ár. Eiginmaður hennar
er Daníel Helgason og eiga þau
þijú börn.
stýrðum kjarasamningum inn á
stofnanir. I dag fá margir hópar
ríkisstarfsmanna greiddar yfir-
borganir umfram lágmarksá-
kvæði kjarasamnings og það er
mjög misjafnt hvernig þessar
greiðslur dreifast á starfsmenn
og hver tekur ákvörðun um að
greiða þær. Við höfum haldið því
fram að hjúkrunarfræðingar, eins
og aðrar kvennastéttir og reyndar
konur almennt hjá ríkinu, njóti
ekki yfirborgana í sama mæli og
aðrir hópar með sambærilega
menntun og ábyrgð og úr þessu
þarf að bæta.“
- Getur þú nefnt dæmi um
hvað hefur verið aðgerast í kjara-
málum hjá gestunum sem koma
á ráðstefnuna?
„Norskir hjúkrunarfræðingar
hafa staðið í baráttu til að hækka
laun sín til jafns við aðrar starfs-
stéttir sem bera sambærilega
ábyrgð í starfí, en verulega hefur
vantað upp á að svo sé. Þeir fóru
í verkfall '94 og '95.
Sænskir hjúkrunarfræðingar
voru í verkfalli á síðasta ári og
reyndu að nýta jafnréttislögin um
að greiða skuli jöfn laun fyrir
jafnverðmæt störf.
Danskir hjúkrunarfræðingar
nýttu sér verkfallsvopnið í maí á
síðasta ári. Verkfallinu lauk með
-------- lagasetningu þar sem
ákvæði var um það að
kjör og starfsaðstæður
hjúkrunarfræðinga
skyldu athuguð af sér-
stökum starfshópi. Síð-
an var aðilum gefinn einn mánuð-
ur til samninga sem tókust ekki,
en sáttasemjari skar úr þeim
ágreiningsefnum sem stóðu eftir
og ákvarðaði dönskum hjúkr-
unarfræðingum heldur meiri
launahækkun en aðrir launþegar
fengu á þessu tímabili.
Finnskir hjúkrunarfræðingar
voru líka í verkfalli í fyrra. Það
stóð í mánuð en 5.000 króna
launahækkun fékkst á föst mán-
aðarlaun.“
- Hvernig ætlið þið svo að
skemmta ráðstefnugestunum?
„Við ætlum að koma þeim á
óvart og bjóða þeim á hestbak í
Laxnesi og í viðeigandi veiting-
ar.“
Ráðstefna um
kjör og vinnu-
aðstæður