Morgunblaðið - 15.09.1996, Side 28

Morgunblaðið - 15.09.1996, Side 28
28 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SKÓGRÆKT OG LANDGRÆÐSLA Við opinbera rann- sóknastöð í skógrækt í nágrenni Reykjavíkur, segir Steinn Kárason, er nú hafið þarft og metnaðarfullt verkefni í birkikynbótum. Fyrir- hugað er að koma upp sex stofnum af úrvals- birki, einum stofni fyrir hvern landsfjórðung og tveim hálendisstofnum. FLESTIR VITA að samspil nátt- úru og búseta manna í landinu hefur í gegnum tíðina stuðlað að hnignun upprunalegra birkiskóga. Þjóðin hefur barist fyrir lífí sínu í landinu með kjafti og klóm og lái henni hver sem vill. Varla er mannsaldur siðan farið var að girða af og friða fornan birkiskóg. Brenn- andi hugsjón ungmennafélagsfólks í upphafí aldarinnar um að klæða ísland skógi að nýju fór um eins og eldur í sinu. Frá lokum síðustu heimsstyrjaldar hafa framfarir í íslenskri skógrækt orðið gríðar- miklar og liggur að baki óbilandi trú, elja og þrautseigja frumkvöðl- anna. Á síðustu árum hafa æ mark- vissari tilraunir og rannsóknir verið gerðar í íslenskri skógrækt. Menn hafa lært af dýrkeyptri reynslu og mistökum, en í heildina er árangur- inn frábær; nytjaskógrækt á ís- landi er staðreynd. Síðastliðið sumar var greint frá því að hæsta tré á íslandi, lerki í Hallormsstaðaskógi hefði náð 20 metra hæð. Þetta eru ánægjuleg tíðindi m.a. í ljósi orða sem for- sætisráðherra landsins lét falla af því tilefni; nefnilega eitthvað á þá leið að þessi mikli tijávöxtur yrði vonandi til að auka hagvöxt í land- inu. Aukin þekking, skilningur og víðsýni sem flestra lands- manna á umhverfí og náttúru er af hinu góða og verður til að styrkja og efla það starf sem framundan er í landnýtingu á eyj- unni íslandi. Líta þarf á landið sem sameigin- legan þjóðgarð. Við stefnumótun þarf að hafa í huga að við eigum aðeins eitt ísland og höfum ekki annað til skiptanna. Undirstaða þess að við íslendingar getum tekið skynsamlegar og for- dómalitlar ákvarðanir í umhverfis- málum nú og í framtíðinni er aukin fræðsla og þar með bætt umhverf- isvitund fólksins í landinu. Ásýnd Iandsins Hér hefur verið ræktaður skógur innfluttra trjátegunda, sem eru kostameiri en þær innlendu. Land- nám þessara plantna er staðreynd, þær æxlast hér og fjölga sér og hafa unnið sér þegnrétt í íslenskri náttúru, hvort sem fólki finnst það ljúft eða leitt. Ásýnd landsins breyt- ist við þetta hægt og bítandi, nán- ast án þess að við tökum eftir því og ný skordýr og fuglar bætast í lífríkið stundum til góðs og stund- um til ills. Með þessu framferði er ekki verið að endurheimta land- gæði, heldur er verið að búa til ný landgæði, frábrugðin þeim sem voru. Birkiskógunum okkar hefur lítill sómi verið sýndur umfram þann sóma ef sóma skyldi kalla að bíta þá og brenna, en þó, vel að merkja sauðkindinni og þar með þjóðinni til lífs. Frumkvöðlarnir í skógræktinni gerðu tilraunir með innfluttar tijá- tegundir innan girðinga í skjóli ís- lenska birkisins og áttu vart annarra kosta völ. Síðan hafa umhverfisviðhorf og þjóðfélagsaðstæður breyst og fækkun sauðijár leiðir hugann að þeim möguleika að í stað þess að girða af skógana megi girða af sauðkindur og hross. Veimegun hef- ur aukist með þjóðinni og umhverfisvitund okkar íslendinga er smám saman að vakna af þúsund ára þyrnirósarsvefni. En hvert er ástand og ásýnd ís- lensku birkiskóganna í dag? Um 25% skógarins eru í afturför, um 40% eru stöðnuð og um 30% í fram- för. Mjög víða hafa verið gróðursett- ar erlendar tegundir í bland innan um birkið og er það miður. Hins vegar er ánægjulegt að nýyfírlýst opinber stefna er að því skuli linna. Á Þingvöllum, í Þórsmörk og í Þjórsárdal eru útlendir barrviðir. í Bæjarstaðaskógi er lúpína og í Ásbyrgi getur að líta föngulegt lerki og sígræn innflutt barrtré, þ.ám. furur sem hvorki lifa né deyja. Það er fróðlegt að velta fyrir sér mismunandi skoðunum á tegunda- notkun í landgræðslu og skógrækt, skoðunum sem í mörgu eru öfga- fullar. Þjóðgarðar Við eigum þijá þjóðgarða; á Þingvöllum, í Skaftafelli og í Jök- ulsárgljúfrum. Sá fjórði bætist væntanlega við á Snæfellsnesi í nánustu framtíð. Markmið með stofnun þjóðgarða eru m.a. þau að taka frá fyrir framtíðina óspillt eða lítt spillt landsvæði af manna völd- um, landsvæði sem talin eru einstök að náttúrufari og náttúrufegurð. Um þjóðgarða gilda ákveðin lög og reglur sem hníga að því að varð- veita landið óspillt af manna hönd- WEMA-SYSTEIvr Mælistöðvar fyrir 2 eða 7 tanka með skynjurum í öllum lengdum fyrir olíu og vatn, lekaviðvörunarkerfi, lensi- dælustýringar, rofa með öryggi og gaumljósi, siglingaljósaeftirlitsbúnað auk ýmissa annarra sérhæfðra lausna á sviði eftirlits um borð í bátum og skipum ^t^^SLiiiarailio lil._ Fiskislóð 94 Reykjavík sími: 552 0230 fax 562 0230 í tilefm 20 ára afmælis okkar bjóðum við afslátt Gluggatjaldaefni frá 200 kr./m. Komið og gerið góð kaup! Síðumúla 32, Reykjavík Símar 553 1870 & 568 8770 Tjarnargötu 12, Keflavík Sími 421 2061 Steinn Kárason um til komandi kynslóða. Lögmál náttúrunnar eiga þar að ríkja án afskipta mannsins. Samkvæmt því er m.a. óheimilt að fjölga plöntu- tegundum f þjóðgörðum né heldur má spilla þar gróðri. Nú vill svo til að vagga íslenskr- ar skógræktar stendur á helgasta stað þjóðarinnar, á Þingvöllum. Á þessum fornfræga helgistað vaxa innflutt barrtré, lifandi minnisvarði um hugsjónir og framsýni frum- kvöðla á sviði skógræktar á ís- landi. En samkvæmt ítrustu kenn- ingum og skoðunum náttúruvernd- arsinna um þjóðgarða eiga þessi tré að víkja. Landgræðsla Á Mýrdalssandi hefur mikið verk verið unnið við að stöðva sandfok. Notaðar eru til landgræðslu, með prýðilegum árangri, nokkrar gras- tegundir ásamt alaskalúpínu sem án efa er ein mikilvirkasta land- græðsluplanta sem völ er á. í Bæjarstaðaskógi flæðir þessi mikilvirka landgræðsluplanta um brekkur, gil og áreyrar á um 25 hekturum lands. Þar var henni komið fyrir 3. maí 1954, að sögn til að bjarga Bæjarstaðaskógi, einni mestu náttúruperlu þjóðarinnar frá eyðingu. Nú vex lúpínan yfír nátt- úrulegan gróður sem að öðrum kosti ætti sér uppdráttar von, eftir að svæðið hefur fengið frið fyrir sauðfjárbeit. Undanfarin sumur hefur náttúruverndarráð látið eyða lúpínu í Bæjarstaðaskógi og í Mors- árdal. Sjálfgræðsla í Suðursveit, skammt austan við bernskuheimili meistara Þórbergs Þórðarsonar, falla Steinavötn til sjávar. Landsháttum þar svipar í mörgu til aðstæðna í Morsárdal og í Bæjarstaðaskógi; en þar er sjálf- græðsla í gangi. Mosinn nemur fyrst land, síðan blóðberg og lág- vaxnar blómplöntur ásamt víði og loks kemur birkið og kórónar sköp- unarverkið. Stöðvun sandfoks, áfoks og friðun er algjör forsenda sjálfgræðslu. Augljós dæmi sjálf- græðslu síðustu áratugi eru innan flugvallagirðinga á Akureyri og við Sauðárkrók. Ég spyr, ef þjóðin stæði nú á byijunarreit með þá þekkingu og reynslu sem áunnist hefur í skóg- rækt og landgræðslu, myndum við þá planta mnfluttum barrviðum á Þingvöll, í Ásbyrgi eða í Þórsmörk? Myndum við hefta sandfok á Mýrdalssandi til að forða tjóni og koma í veg fyrir frekari uppblástur á Hólasandi og nota til þess lúpínu ef ekki vill betra til? Myndum við vinna ötullega að því að alaskalúpína fái sem mesta og besta útbreiðslu í væntanlegum þjóðgarði á Snæfellsnesi eins og hún hefur nú í Bæjarstaðaskógi? Hér gæti komið amen eftir efn- inu, sagði séra Sigvaldi, en í um- ræðunni um þessi málefni hef ég heyrt svo að orði komist: „Við fyrir- gefum þeim því þeir vissu ekki betur.“ Og er þá átt við stórfellda misnotkun á lúpínu til ræktunar og landgræðslu. Það ætti að vera þeim huggun harmi gegn sem aðhyllast svarta landvernd að enn verða talsverðar auðnir, auðnir þó Mýrdalssandur breytist í bleika akra og slegin tún. Fyrir andstæðinga innfluttra barr- viða ætti einnig að vera léttir að einungis lítill hluti landsins hentar til skógræktar. Við þurfum að sjá skóginn fyrir tijánum. Uppgræðsla á Haukadals- heiði hefur verið ævintýri líkust. Einnig uppgræðsla við Skógey í Hornafirði, en öll ræktun hefur áhrif á ásýnd landsins og kallar því á vel ígrundaða stefnumótun vegna landnýtingar og við plöntu- val. Birkið í öndvegi íslenska birkið er ekki bara hrísla á grænum bala, því í flestum skógum og skógarleifum má finna úrvalstré. I Skagafírði, sem virðist skógvana hérað frá náttúrunnar hendi, má finna birki sem þraukað hefur í þúsundir ára. Þetta eru náttúruperlur, ekki á margra vit- orði en tilvalinn efniviður til rækt- unar á úrvals birki. Vistfræðilegt þolsvið birkisins er sérstakt og það virðist aðlaga sig mjög staðbundnum aðstæðum. Samkvæmt norskum og finnskum rannsóknum bendir allt til þess að birki þrói mjög sérhæfð staðbrigði og ætti söfnunarstaður birkifræs að vera u.þ.b. 150 kílómetra sunn- an eða norðan við fyrirhugaðan ræktunar- og vaxtarstað. Islenst birki hefur einnig í tímans rás að- lagað sig staðbundnu loftslagi og birtuskilyrðum á hveijum stað og hentar því líklega best til ræktunar sem næst upprunalegum vaxtar- stað. Samkvæmt því ættu Eyfirð- ingar t.d. að sækja sinn efnivið til birkikynbóta í Garðsárgil, Leyn- ingshóla og Vaglaskóg en Skag- fírðingar í Fögruhlíð, Merkigil eða Geirmundarhólaskóg. Sú ræktun- arreynsla sem fyrir hendi er bendir til þess að besta birkið úr Bæjar- staðaskógi henti til ræktunar um mest allt landið. En flutningur á norðlensku vaglabirki á suðvestur- horn landsins hefur reynst mun verr. Birkikynbætur Um miðjan áttunda áratuginn fór opinbert verkefni við birkikyn- bætur að mestu forgörðum af ýms- um orsökum. En ræktun, úrval og kynbætur á birkinu munu halda áfram, væntanlega metnaðarfyllri og öflugri en áður með vaxandi skilningi ráðamanna og fyrirtækja í landinu. Árið 1986 var gerð verkáætlun og verklýsing um kynbætt birki fyrir íslenska tijárækt, yrki sem einkum hentaði á suðvesturhorni landsins. Að þessu framfaraverki stendur áhugahópur; þ.e. einstakl- ingar, garðplöntuframleiðendur, skógræktarfélög og opinberir aðil- ar. I haust sem leið fékkst af yrk- inu fræuppskera í 6. sinn og samanburðartilraunir standa yfir. Yrkið hefur hlotið nafnið Embla og eiga allir hlutaðeigendur skilið mikið hrós og þakkir. Við opinbera rannsóknarstöð í skógrækt í nágrenni Reykjavíkur er nú hafíð þarft og metnaðarfullt verkefni í birkikynbótum. Fyrir- hugað er að koma upp 6 stofnum af úrvalsbirki, einum stofni fyrir hvern landsfjórðung og tveim há- lendisstofnum. En viturlegt væri að ganga skrefi lengra og koma upp einum úrvalsbirkistofni fyrir hvert hérað. Við þurfum að halda í uppruna- legt yfírbragð og ásýnd íslensku birkiskóganna svo í þá megi sækja óspilltan efnivið í framtíðinni. Hvaða heilvita manni dytti í hug að reyna að betrumbæta Þingvallamynd eftir Jóhannes S. Kjarval eða vatnslita- mynd eftir Ásgrím Jónsson með því að mála þar inn jólatré? Ef landið aðeins fengi frið myndi náttúrulegur viðargróður vaxa mjög víða upp úr sverðinum. Sjálfgræðsla með mann- gerðum gróðureyjum með innlend- um belgjurtum, víði og birki er vitur- legt og skynsamlegt fyrirkomulag. Á þann hátt væri m.a. hægt að forðast ægileg umhverfisslys á borð við útrýmingu geirfuglsins, óbætan- legar skemmdir á veiðisvæði Sogs svo og á Blönduheiði, án þess að notast við óyndisúrræðið; hina af- kastamiklu uppgræðsluplöntu, lúp- ínu. Ekki ætti að láta staðar numið við kynbætur á birkinu heldur ætt- um við líka að ná fram því besta úr öðrum innlendum viðartegund- um. Við eigum ilmreyni sem getur orðið a.m.k. 12 metra hár, fallegan eini, vöxtulegan gulvíði og íslenska blæösp. Samhliða ræktun inn- fluttra tijátegunda til viðar og fræ- framleiðslu þarf að sinna sómasam- lega ræktun innlendra tegunda sem vissulega hafa verið ein af forsend- um búsetu í landinu í 1100 ár. Þjóð- in á skilið að fá að vita hvern fjár- sjóð hún geymir í eigin garði. Höfundur er garðyrkjufræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.