Morgunblaðið - 15.09.1996, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
fBRIDSSKÓUNN-~~
<*)(?♦)
Síðustu innritunardagar.
Námskeið í byrjenda- og
framhaldsflokki hefjast eftir helgi.
Upplýsingar í síma 564 4247.
Byrjendur: 10 þriðjudagskvöld, byrjar 17. september.
Framhald: 10 fimmtudagskvöld, byrjar 19. september.
Bæði námskeið fara fram í húsnæði BSÍ,
Þönglabakka 1 í Mjódd.
Næstu námskeið
■ p-r-TA um næstu helgi
DANSSVEIFLU
Á TVEIM
DÖGUMi
Áhugahópur um almenna dansþátttoku á íslandi
557 7700
hringdu núna
í sátt við
umhverfíð
Aurion Barnagrautar
* hrein náttúruafurð
úr lífrænt ræktuðu korni
* bragðgóðir og næringaríkir
demeter gæðavottun útsöiustaðir:
Yggdrasill, Kárastíg 1,
Hagkaup, Kringlunni,
Heilsuhúsið, Kringlunni.
fullorðinsfræðslan
Matshæft eininganám: skólanám eða fjarnám
Grunnnám, fornám og fyrstu 4 áfangar
framhaldsskóla i kjarnagreinum allt árið og
enska, þýska og þýska f. ferðaþjón., spænska, norska,
danska, sænska, tölvugrunnur, kynning á interneti, stærðfr.,
eðlisfr., ICELANDIC. NÁMSAÐSTOÐ: öll stig.
mp-r-"Tt
fullorðínslpæðslan
Sími 557 1155 tlU I Ijl Qerðubergi 1
Heimasíða: http://www.ice.is/f-f Netfang: f-f@ice.is
JAPÖNSK BOGFIMI
KYUDO
Þriggja mdnaöa ndmskeiö hefst
18. sept. n.k.
Kyudo, hin aldagamla japanska
bogfimi er ósvikin Budo-hefð
sem endurspeglar það
göfugasta í arfleifð samurai-
anna. Lögð er áhersla á rétta
líkamsstöðu, öndun og einbeit-
ingu, sem leiðir til þess að örin
flýgur áreynslulaust af
strengnum.
Kennari: Tryggvi Sigurðsson
Renshi 6.dan frá Japanska
Kyudosambandinu.
Upplýsingar og skráning í
síma 553 3431 (Elsa)
IDAG
SKAK
Umsjón Margcir
Pctursson
SVARTUR leikur
og vinnur
Staðan kom upp á litlu
alþjóðlegu skákmóti í Árós-
um í Danmörku í ágúst.
Ungverski alþjóðlegi
meistarinn E. Anka
(2.400) var með hvítt, en
Daninn Mads Boe (2.340)
hafði svart og átti leik.
45. — Hg2! og hvítur gafst
upp. Drottningin getur
ekki vikið sér undan án
þess að riddarinn á e4 falli
og 46. Dxg2 er auðvitað
svarað með „röntgenskák-
inni“ 46. — Db7+. Þá verð-
ur hvíti kóngurinn að víkja
sér undan og
drottningin
fellur.
Þar með
tryggði Mads
Boe sér sigur-
inn á mótinu
með 6 vinninga
af 9 möguleg-
um og áfanga
að alþjóðlegum
meistaratitli. 2.
Piigaard 5 'A v.
3-4. Ja-
snikowski, Pól-
landi og U. Ni-
elsen 5 v. 5—6.
Anka og Rödgaard, Fær-
eyjum Ó'A v. o.s.frv.
OLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
er sett í dag og fyrsta um-
ferðin hefst á morgun. Þeir
sem hafa aðgang að Inter-
netinu geta fylgst með því
á heimasíðu mótsins. Slóðin
þangað er
http://www.arm-
inco.com/Armenpress-
/olimp.html
Með morgunkaffinu
Ast er..
að skipuleggja
brúðkaupið.
TM Rag. U.S. PM.Oft - U rtghta ra
IÖT71
ÞÚ hefur farið of langt,
veiðimennirnir eru á
sjöttu himnahæð.
ÞÚ þarft að borga þetta
við kassann, bjáninn
þinn.
HINSTA ósk mín er sú
að lögfræðingur minn, sá
mæti og góði maður, erfi
allar eigur minar.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga(á)mbl.is
50 ára afmæli
Melaskóla
HINN 5. október næst-
komandi eru liðin 50 ár
frá því að Melaskóli tók
til starfa. Af því tilefni
er fyrirhugað að efna til
myndasýningar í
skólanum. Allmikið er
til í skólanum af mynd-
um frá þessu tímabili,
en þó eru þar eyður í.
Hér er fyrst og fremst
átt við bekkjarmyndir
og aðrar hópmyndir frá
því fyrir 1960. Það væri
því þegið með þökkum
ef „gamlir" nemendur,
kennarar og aðrir sem
tengst hafa skólanum
og eiga slíkar myndir
vildu lána þær um tíma.
Hafið samband við
Rögnu Ólafsdóttur,
skólastjóra Melaskóla, í
síma 5513004 eða
5510630 milli kl. 16 og
17 síðdegis.
Ragna Ólafsdóttir.
Tapað/fundið
Frakki tapapist
NÝR ljósdrapplitaður
herrafrakki með beinu
sniði var tekinn í misgrip-
um úr fatahengi í félags-
og þjónustumiðstöðinni á
Vesturgötu 7 á miðviku-
daginn 4. september sl.
Annar frakki var skilinn
eftir. Sá sem kannast við
þetta mál er beðinn að
hafa samband í síma
562-7077 á Vesturgötu 7.
Hanskar og
myndarammi
tapaðist
TVENNIR ónotaðir
hanskar og lítill silfur-
plettmyndarammi töpuð-
ust á Laugaveginum fyrir
nokkrum dögum. Munirn-
ir voru í hvítum plast-
poka. Finnandi er vinsam-
lega beðinn að hringja í
síma 565-8618, Kristín.
COSPER
EN sú ósvífni. Guðríður er enn að njósna um okk-
ur. Hún er að horfa hingað með sjónauka.
Víkveiji skrifar...
AÐ ÞYKJA ekki lengur tíðindi
að konur eru dijúgum fleiri
en karlar í Háskóla Íslands. Þannig
er það og í flestum framhaldsskól-
um. Trúlega kemur þó á óvart að
af 34 nemendum við Bændaskólann
að Hólum í Hjaltadal eru 28 konur.
Sunnan heiða er staðan heldur lak-
ari, frá sjónarhóli kvenna séð. Við
Bændaskólann á Hvanneyri i Borg-
arfirði eru konur aðeins þriðjungur
nemenda.
Mennt er máttur, segir gamalt
máltæki. Menntun og þekking
verða ómissandi vopn í lífsbaráttu
fólks í flóknu samfélagi á nýrri öld
sem komin er í hlaðvarpann. Vík-
veiji hefur það fyrir satt að mennt-
un og starfsréttindi muni mestu
ráða um skipan fólks á kjarabekki
næstu áratugi. Svo er að sjá sem
karlar megi herða menntaróður
sinn ef þeir ætla standa konum á
sporði næstu áratugi!
XXX
BJARNI F. Einarsson fornleifa-
fræðingur segir í grein í Sveit-
arstjórnarmálum að fornleifaskrán-
ing hér á landi sé 100 árum á eftir
skráningu hjá grannþjóðum. Orð-
rétt segir í grein hans:
„Saga okkar er að hluta til skráð
í umhverfi okkar, umhverfí sem við
höfum skapað smátt og smátt í ald-
anna rás. Sjálf skilgreinum við okk-
ur sem einstaklinga gegnum um-
hverfið og þjóðin sem slík skilgrein-
ir sig út frá þessu umhverfi og því
sem þar kann að leynast. Við berum
öll ábyrgð á sögu okkar og menn-
ingu og þar eru fornleifarnar engin
undantekning."
Þetta eru íhugunarverð orð. Ekki
sízt fyrir sveitarstjórnarmenn. Þeir
ættu að hafa forgöngu um forn-
leifaskráningu (og reyndar einnig
örnefnaskráningu og lýsingu á
staðháttum) í viðkomandi byggðar-
lögum. Þetta er ekki sízt brýnt í
þéttbýlisbyggðarlögum, sem eru að
leggja sífellt stærri svæði undir
malbik og steinsteypu!
xxx
ERU ÍSLENZK heimili enn að
auka skuldir sínar? Þessi
spurning leitaði á Víkveija þegar
hann las Hagvísa um mánaðamótin
síðustu. Þar segir að útlán banka-
kerfisins til heimila í landinu hafi
farið vaxandi undanfarið og reynzt
11,5% meiri í endaðan júlí þetta ár
en á sama tíma í fyrra. Þar segir
og að „töluverð aukning hafi orðið
í kreditkortaviðskiptum á fyrsta og
öðrum ársfjórðungi [1996] miðað
við sama tíma í fyrra.“ Þessi kredit-
kortaaukning var reyndar meiri í
kaupum erlendis er innanlands.
Getur það verið að byrjandi efna-
hagsbati, sem reyndar er sýnd veiði
en ekki gefin hjá mörgum, veki upp
í okkur eyðsluhvötina (bílar, ferða-
lög o.s.frv.); að við hömumst við
að eyða lánsfé í von urn betri tíð
með blóm í haga? Hætt er þó við
þeir finni þessa margumræddu
„betri tíð“ fyrr og varanlegar sem
nota uppsveifluna til að greiða nið-
ur skuldir sínar.
xxx
ORVALDUR Gylfason prófess-
or ritar grein í Vísbendingu
um hagþróun í ríkjum Afríku en
þar búa rösklega fimmtíu fullvalda
þjóðir. Fróðlegt er að lesa um það
hvernig Tansaníumenn, sem
„stunduðu áæltunarbúskap að
sovézkri fyrirmynd," reyndu þann
veruleika, að „þegar fjárfestingin
er rofin úr sambandi við markaðinn
hrynur framleiðslan". Orðrétt segir
prófessor Þorvaldur í grein sinni:
„Það er eftirtektarvert, að áætl-
unarbúskapur undir forustu Nyer-
eres forseta, fágaðs menntamanns,
sem hefur auk annars þýtt tvö leik-
rit Shakespeares á svahíli, hefur
valdið meiri og langvinnari skaða í
efnahagslífi Tansaníu en ofboðsleg
skemmdarverk villimannsins Amíns
og vina hans í Úgöndu. Eyðilegg-
ingarmáttur misheppnaðrar hag-
stjómar er ægilegur."
Afríkuríkið Botswana á heims-
met í hagvexti, segir greinarhöf-
undur. Þau eru þó fleiri Áfríkulönd-
in „þar sem allt er í kalda koli vegna
misheppnaðrar hagstjórnar".