Morgunblaðið - 06.10.1996, Page 4

Morgunblaðið - 06.10.1996, Page 4
4 SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 29/9 - 5/10 Eldgos í Vatnajökli ► ÍSLENDINGAR lentu í 8.-12. sæti á Ólympíuskák- mótinu í Jerevan í Armeníu sem lauk á þriðjudag. Rúss- ar unnu mótið en íslenzka liðið taðaði fyrir því rúss- neska í síðustu umferð mótsins með minnsta mun, 1 Vi vinningi gegn 2Vi. Alls hlutu íslendingar 33 vinn- inga, 5Vi vinningum færri en sigurliðið. (►HELGI Skúlason leikari lézt á 64. aldursári á mánu- dagskvöld. Helgi var einn þekktasti og virtasti leikari landsins, bæði á sviði og i kvikmyndum, en hann átti ELDGOS hófst í 4-6 km langri sprungu undir Vatnajökli á milli Bárðarbungu og Grímsvatna á ellefta tímanum á mánu- dagskvöld. Fyrsta sólarhring gossins mynduðust þrír stórir sigkatlar yfir eld- stöðvunum, en á miðvikudag brutu gos- efni sér leið upp úr jöklinum. Á fímmtu- dag færðist eldvirknin norðar og er gossprungan nú talin vera um 8 km löng. Mikið magn bræðsluvatns streymir frá eldstöðvunum í Grímsvötn, og var vatns- borð þeirra orðið hærra í lok vikunnar en nokkru sinni eftir að mælingar hóf- ust. Þvf er búizt við hlaupi úr Grímsvötn- um, sem gæti orðið það stærsta síðan 1938, en það varð einnig í kjölfar eldsum- brota á sömu slóðum og nú. Hlaupið gæti valdið hundruð milljóna króna tjóni á mannvirkjum á Skeiðarársandi. 42 ára leikferil að baki. Eft- irlifandi eiginkona Helga er Helga Bachmann, leikkona og leiksljóri. Þau áttu fjög- ur böm, þar af eitt stjúp- bara. ►DÝRASTA kvikmynd, sem gerðhefur verið hér- lendis, Djöflaeyja Friðriks Þórs Friðrikssonar, var frumsýnd á fimmtudag. Myndin er gerð eftir sögum og handriti Einars Kárason- ar um lífið i braggahverfi i Reykjavík á sjötta áratugn- um og hefur verið 3 ár í vinnslu. Var myndinni feiki- vel tekið af frumsýningar- gestum. ►MENNTAÞING var hald- ið í Háskólabíói og Þjóðar- bóklöðu á laugardag. Menntamálaráðherra boð- aði til þingsins þar sem margar hliðar skólastarfs á öllum stigum voru ræddar. Námsmenn héldu eigið menntaþing i tjaldi fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna. Alþingí sett ALÞINGI, 121. löggjafarþing, kom sam- an 1. október. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti þingið, í fvrsta sinn á kjörtímabili sínu. Þingsetningin fór fram með hefðbundnum hætti eftir að tillögur að breyttu fyrirkomulagi höfðu strandað á andstöðu eins þing- flokksins, en þær snerust fyrst og fremst um að gera umræður um stefnuræðu forsætisráðherra liflegri. Davíð Oddsson forsætisráðherrá flutti stefnuræðu sína á miðvikudagskvöld. í henni hvatti hann aðila vinnumarkaðarins til að sýna still- ingu í komandi kjarasamningum og boð- aði skattalækkanir á næstu árum. Fjárlög lögð fram SAMKVÆMT fjárlagafrumvarpi ríkis- stjómarinnar, sem lagt var fram við setn- ingu Alþingis, er gert ráð fyrir tæplega 1,1 milljarðs króna afgangi í rekstri ríkis- sjóðs á næsta ári, en það yrði í fyrsta sinn sem ekki yrði halli á ríkisrekstrinum frá árinu 1984. Útgjöld ríkissjóðs eru áætluð 124,3 milljarðar og tekjur 125,4 milljarðar, en reiknað er með aukningu ríkistekna vegna áframhaldandi vaxtar þjóðarútgjalda. Málum miðlað í Washington YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, og Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, héldu til Wash- ington fyrir milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta og komust að sam- komulagi um að heíja friðarsamninga á ný, Boðað var til fundarins í kjölfar þess að tugir Palestlnumanna og ísra- ela létu lífið í átökum sem blossuðu upp þegar ísraelsk stjómvöld opnuðu um- deild göng I gamla hluta Jerúsalem. ísraelar voru ánægðir með niðurstöð- ur fujidarihs en Palestínumenn sögðu að harjn hefði mistekist vegna ósveigj- anleik'a ísraela. Sggði Arafat að framtíð friðarferlisiris væri undir ísraelum kom- in. Mikill öryggisviðbúnaður er enn f Jerúsalem og á sjálfstjómarsvæðum Palestínumanna af ótta við að upp úr sjóði á ný. Pólverji fær bók- menntaverðlaunin PÓLSKA ljóðskáldið Wislawa Szym- borska hlaut Nóbels- verðlaunin í bók- menntum á fimmtu- dag. Þessi ákvörðun sænsku akademíunnar í Stokkhólmi kom nokkuð á óvart og hafði ekki verið búist við því að ljóðskáld hlyti verðlaunin annað árið í röð. Ljóð Szym- borska hafa verið þýdd á nokkur tungu- mál, þar á meðal íslensku. Áhyggjur vegna Afganistan NÝIR valdhafar í Afganistan hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þeirrar bók- stafstrúar sem liðsmenn Taleban-hreyf- ingarinnar boða. Afganskar konur verða nú að hylja allan líkama sinn er þær eru utan heimilis, þeim er bannað að ganga í skóla og vinna úti. Fregnir hafa borist af því að konur hafí verið barðar fyrir að hlíta ekki fyrirmælum. ►BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti útvarpsá- varp i vikunni og kvaðst þar hæfur til að stjórna um leið og hann iýsti yfir stuðningi við Alexander Lebed, yfir- mann öryggismála í Rúss- landi. Sagt var að Lebed hefði hótað afsögn. Á haustfundi Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, hafði verið sótt hart að Jeltsín og var þvi haldið fram að Rússland væri án leiðtoga. ►BRESKI verkamanna- flokkurinn hélt flokksþing í Blackpool og sögðu fjölmiðl- ar að leiðtoga flokksins, Tony Blair, hefði tekist að hleypa nýjum eldmóði i flokksmenn með málflutningi sínum. Sagt var að Blair hefði tekist að bera vinstra arm flokksins ofurliði þegar flokksþingið hafnaði tillögu um að tekjutengja ellilífeyri kæmist flokkurinn til valda. ►ÞOTA af gerðinni Boeing 757 fórst undan ströndum Perú á þriðjudag. Allir um borð fórust, 61 farþegi og niu manna áhöfn. Talið er að vélin hafi farist vegna bil- unar í tölvubúnaði en öflugir straumar hafa borið brak vélarinnar brott og er því ósennilegt að nokkru sinni verið hægt að segja fyrir víst hvað gerðist. ►FJÓRIR slösuðust og gluggar brotnuðu i heilu h verfi þegar tíu kilóa sprengja sprakk I einu af ibúðahverfum Málmeyjar á flmmtudag. Sprengingin var rakin til deilna mótorhjóla- gengja. Sprengjan sprakk við hús í eigu svokallaðra Vítis- engla. FRÉTTIR Fjárreiðufrumvarp lagt fram án breytinga RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum á föstudag að leggja fram frumvarp að fjárreiðum ríkis- ins. Þingflokkar stjórnarflokkanna fjalla um frumvarpið á mánudag og ráðgert er að leggja það fyrir Alþingi um miðja næstu viku. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta ári en var vísað til þing- kjörinnar sémefndar, sem skilaði áliti til Alþingis á síðasta þingi. Þar var það rætt allítarlega en var ekki afgreitt. Að sögn Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra hefur ríkis- reikningsnefnd síðan farið yfir frumvarpið og skoðað það meðal annars í ljósi niðurstöðu sémefndar- innar en einnig gert breytingar á frumvarpinu með tilliti til athuga- semda sem hafa komið frá öðmm, þ.á m. ríkisstofnunum, sem verða í nýjum C-hluta fjárlaga. Fjárlög verði virt Ríkisstjórnin samþykkti að senda frumvarpið til umföllunar hjá þing- flokkunum með breytingum sem þó ekki eru allar eins og sémefndin gekk frá þeim. Fyrst og fremst felur fmmvarpið í sér reglur um uppsetningu og framkvæmd á fjárlögum, gerð árs- reikninga ráðuneyta, ríkisstofnana o.fl. Eftir sem áður mun verða gert ráð fyrir að ráðuneyti og ríkisstofn- anir geti bmgðist við ófyrirséðum útgjöldum, sem ekki var gert ráð fyrir á fjárlögum, en með takmörk- unum þó. Ríkisstjómin vill leggja mikla áherzlu á að útgjaldarammi íjárlaganna verði virtur. Friðrik segist eiga von á að þing- flokkarnir taki fmmvarpið fyrir á mánudag og ráðgert er að leggja það fyrir þingið í næstu viku. Morgunblaíið/J6n Sigurðsson Haustið kom með ísnum Blönduósi. Morgunblaðið. MYNDARLEGUR borgarísjaki lónar nú skammt frá landi um 3 til 4 kílómetra norðan við höfnina á Blönduósi. Bæjarbú- ar sáu ísjakann á föstudags- morgun og að sögn Ágústs Friðgeirssonar mun hann hafa borist hratt með skammvinn- um norðanvindi sem næddi um Húnaflóa. Með sanni má segja að þessi borgarís hafi haft með sér haustið þvi eftir einmuna veð- ursæld kólnaði snögglega á fimmtudag og gránuðu fjöll niður í miðjar hlíðar. Að sögn sjófarenda eru fleiri borgarís- jakar á reki um Húnaflóa og því líklegt að Blönduósingar fái að sjá fleiri jaka næstu daga. Forsetinn opnar norræna sýningu ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti íslands opnaði á föstudag norrænu landkönnuðasýninguna í Haag. Sýningin er samstarfsverkefni Norðurlanda og mun á næstu árum fara víða um Evrópu. í ræðu sinni við opnunina minnti forsetinn á ferðir íslenskra sæfara fyrr á öldum og þá sérstaklega á ferðir Leifs Eiríkssonar, Guðríðar Féll af svölum FIMMTÁN ára gömul stúlka slas- aðist alvarlega eftir að hún féll af þriðju hæð á svölum íjölbýlishúss við Torfufell í Breiðholti. Stúlkan var stödd þar í gleðskap unglinga þar sem áfengi var meðal annars haft um hönd. Foreldrar gestgjafans komu heim um mið- nætti og mun þá stúlkan hafa stokkið út á svalir og á einhvem óskiljanlegan hátt fallið niður af þeim. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er talið að stúlkan hafí hrygg- brotnað við fallið. Þorbjamardóttur og Þorfinns Karlsefnis til Vesturheims. Hvatti hann til þess að árið 2000 yrði þess sérstaklega minnst að 1000 ár yrðu liðin síðan íslenskir víking- ar urðu fyrstir Evrópubúa til að nema land í Ameríku. Leifur Ei- ríksson hefði fundið álfuna, en Snorri sonur Guðríðar og Þorfínns hefði verið fyrsti Evrópubúinn sem fæddist á meginlandi Ameríku. Rakti hann síðan þá hættur sem nú steðja að loftslagi, úthöfum og lífríki jarðar í heild. Nefndi hann sérstaklega nýlega skýrslu IPCC, vísindaráðs sem Qallar um breyt- ingar á loftslagi jarðar. Niðurstaða vísindaráðsins er meðal annars að á næstu öld geti yfirborð sjávar hækkað um hálfan til heilan metra. Slík þróun geti haft alvar- legar afleiðingar fyrir mörg lönd. Einnig telur vísindaráðið að haf- straumar eins og Golfstraumurinn geti tekið verulegum stakkaskipt- um, en það gæti gjörbreytt til hins verra öllumlífsskilyrðum í norðan- verðri Evrópu, einkum á íslandi. Hvatti forsetinn til víðtæks alþjóð- legs samstarfs um verndun hafsins og lífríkis jarðar. Laxós gjaldþrota LAXÓS hf. ( Ólafsfirði var úrskurð- aður gjaldþrota á föstudag. Fynrtæk- ið rak hafbeitarstöð og var á sínum tíma stofnað á rústum forvera síns Laxóss þegar það félag varð gjald- þrota. Engin starfsemi hefur verið á veg- um Laxóss síðustu misseri, en ein- staklingar í Ólafsfírði keyptu fyrir um einu og hálfu ári eignir þess og starf- rækja bleikjueldi. __ Rangárvallarsýsla Heyskapur í október JÓN Bjamason, bóndi á Duf- þaksholti í Hvolshreppi, var við heyannir fyrir helgi. „Við vorum að snúa í dag og þetta er fínasta hey sem ég hef verið að hirða undanfarið, sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Óþurrkur hefur verið í hátt á fímmtu viku og því hafa nokkr- ir bændur notað undanfama daga í heyslátt, að sögn Jóns. „Við erum óvenju seint á ferð- inni en ef blettimir haldast góð- ir, er aldrei að vita nema ég slái meira á næstunni," sagði Jón.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.