Morgunblaðið - 06.10.1996, Side 11

Morgunblaðið - 06.10.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1996 11 Komið til umboðsmanns bama „Starfsmenn útideildar hafa unnið rosalega gott starf og hjálpað mörgnm. Þetta starf er ekki hægt að vinna úti í hverf- um,“ segir einn skjólstæðingur útideildar í samtali við Morgun- blaðið. Hún er að verða 16 ára og byrjaði að venja komur sínar þangað fyrir 1 Vi ári. í útideild- ina mætir hún þrisvar til fjórum sinnum í viku að jafnaði. „Eg og vinkonur mínar erum búnar að vera miður okkar allan síð- asta mánuð,“ segir hún. Þær fóru því á fund Láru Björnsdóttur félagsmálastjóra. „Við fengum ekki að vita neitt hvað verður og okkur var sagt að verið væri að vinna í málun- um. Ef eitthvað var fórum við ennþá reiðari þaðan út en við vorum áður. Okkur var bent á að við gætum farið í Hitt húsið, en þar er aldurstakmarkið 16 ára. Vinkona mín er 15 ára og hún mætti ekki fara þangað inn. Við fórum beint til umboðs- manns barna sem ætlar að kanna málið fyrir okkur. Það stendur í mannréttindasáttmála Samein- uðu þjóðanna að sé ákvörðun tekin sem varðar börn þá á að spyrja börnin," sagði stúlkan. Aðspurð um hvers vegna hún hafi farið að koma í útideildina segist hún aldrei hafa átt neina samleið með þeim sem sóttu félagsmiðstöðvarnar og því hafi þær vinkonurnar sótt I útideild- ina. Hún segist því ekki sjá fyr- ir sér að þó að starfsfólk úti- deildar færist út í hverfaskrif- stofurnar sæki þau þangað. „Eg bý í Skerjafirði og Skógarhlíð er mín hverfamiðtöð. Svona starfsemi verður að vera mið- svæðis, þar sem krakkarnir eru.“ Hún segist ekki mundu sækja félagsmiðstöðina þó að þar yrði komið á fót klúbba- starfi eða einhvers konar starf- semi fyrir hennar líka. Hún er ekki í neyslu en aftur á móti ein vinkona hennar. „Við bentum henni á að koma niður í útideild og ég er viss um að hún hefði hvergi annars staðar fengið svona aðstoð. Það er líka allt svo persónulegt og hlýlegt hérna.“ Þegar vinirnir eru félagsráðgjafar „MANNI er alltaf tekið vel hérna og við lítum á starfs- mennina sem vini okkar. Það er ekki verra þegar vinir manns eru félagsráðgjafar," segir ann- ar skjólstæðingur útideildar. Sá er 17 ára og hefur sótt útideild- ina síðan hann var 14 ára. Hann segist hafa verið í rugli þegar hann var í 9. bekk en nú er hann kominn yfir það og segist vera á móti eiturlyfjum. „Starfsmennirnir hér tala við mann eins og jafningja og mað- ur treystir þeim 100%. Þeir prédika ekki yfir okkur þó að þeir séu alltaf að segja sömu hlutina heldur koma skilaboð- um sínum áfram hægt og síg- andi. Þeir hjálpuðu mér að ná samræmdu prófunum og það var ekkert mál fyrir mig að koma hingað þó að enginn ann- ar krakki væri hér,“ segir liann. Nú er hann á öðru ári í fram- haldsskóla og vinnur með námi tvisvar í viku þannig að hann getur bara mætt á fimmtudags- kvöldum í útideildina. Þess vegna vildi hann gjarnan sjá hana opna oftar á kvöldin. Hann segist líka oft hitta starfsfólkið í miðbænum um helgar og það megi alltaf vera að því að tala við hann. Það vekur athygli blaðamanns að talsmáti og orða- forði þessara tveggja krakka er þannig að þau koma máli sínu vel frá sér og bera því vitni að tala mikið við sér eldri. Þegar hann ber saman félags- miðstöðvar og útideildina segir hann að í útideildinni sé allt svo persónulegt og heimilislegt, en fannst móttökurnar á sínum tíma ekki vera góðar í félags- miðstöðinni. Þangað sæki menn félagsskap við aðra krakka en í útideildinni sæki krakkarnir ekki síður í félagsskap starfs- fólksins. Hann segist ekki geta hugsað sér að verða númer á Félags- málaskrifstofu og þurfa að ræða við félagsráðgjafa sem sit- ur á bak við skrifborð. „Hér er allt á léttu nótunum og starfs- menn eru eins og foreldrar manns.“ „Götustarfið“ þróast Sigrún segir að starfsmenn úti- deildar taki oft fyrstu skrefin til að kynnast unglingunum og það vilji þeir auka. „Við byggjum upp traustið við unglinginn úti á götu. Útideildin hefur þróað „götustarf- ið“ í ýmsar áttir með aðstoð ungl- ingadeildar Félagsmálastofnunar. Það gerist margt á útivöktum hjá okkur og við höfum yfirlit yfir hvernig krakkar hafa það í hinum ýmsu hverfum. Oft eru tekin viðtöl úti á götu svipað og gert væri innanhúss. Þá er það akkúrat stað- urinn og stundin sem barnið þarf að ræða málin. Stundum vísum við þeim áfram eins og til dæmis á Stígamót, en líka er samstarf við ÍTR, lögreglu og námsráðgjafa í skólum mjög mikilvægt." Útideildin er opin virka daga á dagtíma auk þess sem opið er eitt kvöld í viku. Þar er veittur stuðn- ingur af ýmsum toga við unglinga s.s. aðstoð við atvinnuleit og námsaðstoð. Einnig fer þar fram hópavinna sem er forvamarstarf, stuðningsnámskeið fyrir foreldr- ana þegar börnin eru komin út í smábrot eða vegna ótímabærs kyn- lífs o.fl. Þá segir Hugo að hvergi annars staðar í höfuðborginni sé krökkum í neyslu sinnt, þ.e. þeim sem leita ekki aðstoðar sjálfir og hafa gefið skít í umhverfið. „Starfsfólk útideildar er eina fólkið sem þessi hópur leyfir að koma nálægt sér.“ Viðstödd yfirheyrslur Sigrún segir að útideildin hafi einnig sinnt svolítið jaðarhópnum, þ.e. þeim sem detta út úr skóla eða vinnu, eru rekin að heiman eða fara að heiman og festast ekki í hefðbundnu tómstundastarfi auk þeirra sem langt eru komnir í vímu- efnaneyslu. Það sem hefur einnig verið að þróast á undanfömum áram er forvarnarvinna varðandi unga afbrotahópa og mikill áhugi er fyrir því að vinna þau mál bet- ur. „Við höfum undanfarin 2 ár setið við yfirheyrslur þegar teknar era lögregluskýrslur af bömum undir 16 ára aldri,“ sagði Sigrún og bætir við að útideildin hafi upp á mjög margt að bjóða fyrir ungt fólk. Hún segir að kosturinn við út- deildina sé einmitt sá hvað allt er þar óform- legt. Krakkamir geti komið hvenær sem þeim hentar. „Það er mjög mikilvægt og ekki síst að þau hafa gert það. Við segjum stundum að við höfum alið upp krakka hér, verið eins og stuðn- ingsforeldrar. Þessir krakkar hafa oft engan annan til að spjalla við. Stundum er þetta nóg, en stundum er eðli mála þannig að vísa þarf á annars konar sérfræðiaðstoð.“ Lára segir að Félagsmálastofn- un hafi verulegar áhyggjur af þeim hópi ungs fólks sem er á „gráa svæðinu“. „Það er nýbúið að sam- þykkja í félagsmálaráði tillögu mína um að við tökum upp viðræð- ur við Vinnuskólann og Hitt húsið um að ungmenni án bótaréttar fái að taka þátt í starfsemi á þéirra vegum þó að þeir haldi bótum hjá okkur. Þá er ég sérstaklega að tala um þann hóp sem leitar til okkar. Við náum auðvitað aldrei utan um alla en nú erum við að leggja mjög mikla áherslu á að skoða mál þessa hóps.“ Aðspurð hvort þessir krakkar væra leitaðir uppi sagði Lára að einhverjir þeirra hafi komið fram hjá útideildinni eða unglingadeild- inni, öðram hafi verið vísað úr skóla. „Svo rekur þau á fjörur okk- ar, sem hafa ekki peninga til að lifa. Sá hópur fer stækkandi. Við aðstoðuðum t.d. í fyrra 49 ung- menni á aldrinum 16 og 17 ára. Þetta er aldurshópur sem við eigum ekki að veita fjárhagsaðstoð vegna þess að foreldramir era fram- færsluskyldir. Sum eru í námi með okkar aðstoð." Gísli Ámi Eggertsson segist alls ekki vilja sjá starfsemi ÍTR í æsku- lýðsmálum þróast út í að bera of mikinn meðferðarkeim. „Ég vil setja mjög skörp skil þar á milli en þó þannig að færam við mark- visst út á „gráa svæðið“ þá gerðum við það með sérstökum, afmörkuð- um hætti, vel skilgreindum úrræð- um, sem séu þá unnin í fullu sam- ræmi við fagmenn í bamavemdar- geiranum." Akveðið hirðuleysi Hann segist vera þeirrar skoðun- ar, að þrátt fyrir góðan vilja takist mönnum ekki að ná nógu vel utan um þennan málaflokk. Þetta birtist í mjög mikilli neyslu ungs fólks, í reiðileysi á unglingum, í sérstökum vandamálum 16-20 ára ungmenna sem dottin era út úr skóla, era at- vinnulaus og era þar af leiðandi komin í þunglyndisástand, era reið og bitur og hafa í raun mjög veika framtíðarsýn. „Það er ekki út í hött að sá hópur sem er í sjálfs- vígsáhættu hér á landi er svo stór. Það er ákveðið hirðuleysi varðandi þetta unga fólk.“ Margir era sammála þeirri skoð- un Gísla Árna að fleiri úrræði vanti fyrir þennan hóp. Sigrún Valgeirs- dóttir og Hugo Þórisson segja til- finnanlega vanta annað tilboð en hefðbundna skóla eða vinnu fyrir krakka 16 ára og eldri. „Það er enginn sem leitar þetta fólk uppi sem er ekki í skóla, hefur ekki at- vinnu og er ekki á bótum,“ sagði Oddur Albertsson skólastjóri Lýð- skólans, sem hefur miðað starfsemi Lýðskólans við þennan hóp. Eftir nokkurt óvissutímabil tókst nýlega áð fá framlag frá ITR og Norræna húsinu þannig að 20 ungmenni geta hafið nám um miðjan október í tíu vikur. Sömuleiðis segir Jón Amar Guð- mundson sem sér um barna- og unglingamál hjá forvarnardeild lög- reglunnar að til að aðstoða unglinga við að koma sér í réttan farveg verði úrræðin að vera fjölbreytt og nægjanleg, þannig að allir finni eitt- hvað sem þeir geti sökkt sér ofan í og fengið þannig stuðning og leið- beiningar. „Það þarf að auka og styrkja starf með ungl- ingum en alls ekki draga úr því, það er alveg ör- uggt mál,“ sagði hann. Niðurstaða Segja má að i megin- dráttum sé niðurstaða viðmælenda Morgun- blaðsins samhljóða bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi í fé- lagsmálaráði 28. júní sl. Þeir töldu tillögumar vera til einföldunar og til bóta að flestu leyti. „Við viljum þó setja fyrirvara um mikilvægi þess að leysa upp unglingadeildina og flytja starfsemi hennar út á hverfaskrifstofur að jafn miku leyti og tillagan gerir ráð fyrir,“ sagði þar. Viðmælendur blaðsins töldu margir að markmiðið „Ein fjöl- skylda - einn ráðgjafi“ hentaði ekki öllum unglingum þó að stór hluti þeirra félli kannski undir þá skilgreiningu. Þeir töldu jákvætt að styrkja hverfaskrifstofur, en menn vilja jafnframt sjá útideildina starfa á sama eða svipaðan hátt og hún hefur gert. Hún sé lykil- hlekkur í allri starfseminni. Breyt- ingar verði hratt hjá unglingum og til að stöðva framvindu mála þurfi að bregðast hratt við. Setja menn ákveðið spumingamerki við að það gerist með nýju fyrirkomulagi. Einnig þykir mörgum nauðsynlegt að hækka sjálfræðisaldur upp í 18 ár. „16 og 17 ára unglingar eru á framfærslu foreldra en hafa samt sjálfræði sem mörg þeirra kunna ekki að fará með“ eins og einn við- mælandi orðaði það. Ekki útíhött aö sá hópur sem er í sjálfsvígsá- hættu er svo fjölmennur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.