Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 24
Er að marka persónuleikapróf? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR FJALLAR UM FURÐUR SÁLARLÍFSINS Spurning: Fyrir nokkru fór ég til sálfræðings af sérstökum ástæðum. Hann lét mig taka per- sónuleikapróf. Pað voru mörg hundruð spurningar, margar mjög furðulegar og sumar fannst mér asnalegar. Ég get ómögulega skilið til hvers þetta er og hvað hann geti fundið út úr þessu. Er eitthvað að marka svona próf? Svar: Sálfræðileg próf eru hjálp- artæki sálfræðinga til þess að komast að hlutlægari niðurstöðu um sálarástand skjólstæðinga en viðtal og skoðun ein geta gefið. Þau byggjast á tölfræðilegum grunni og mikil undirbúnings- vinna liggur að baki þeirra áður en þau geta talist nothæf. Meðal áreiðaníegustu sálfræðilegra prófa eru sum almenn greindar- próf, en einnig eru nokkur per- sónuleikapróf sem hafa reynst áreiðanleg og góð greiningartæki. Persónuleikapróf eru margs kon- ar, mismunandi flókin og viðamik- il. Sum mæla aðeins einn eða fáa persónuleikaþætti, eins og t.d. út- hverfu-innhverfu. Önnur mæla fjölda persónuleikaþátta og geð- rænna einkenna og eru mikið not- uð við greiningu á geðsjúkdómum. Eitt þessara prófa ber skamm- stöfunarheitið MMPI og gæti ver- ið það próf sem spyrjandi gekkst undir. Það er all umfangsmikið og samanstendur af 566 fullyrðing- um, sem lýsa hugsunum, tilfinn- ingum, skoðun og hegðun, og á hinn prófaði að ákveða hvort þær eigi við hann eða ekki. Við upp- runalega gerð prófsins var fyrst safnað fjölmörgum atriðum sem voru lýsandi fyrir tiltekna þætti geðsjúkdóma eða persónuaf- brigða. Þau voru síðanprófuð bæði á heilbrigðum almenningi og sjúklingum sem .eftir öðrum mæli- kvörðum höfðu þessi tilteknu sjúkdóms- eða persónuleikaein- kenni og þau atriði valin úr sem greindu best á milli hins sjúka og heilbrigða. Eftir það er prófíð staðlað, þannig að það er lagt fyr- ir hóp fólks sem endurspeglar al- menning. Fundin eru meðaltöl og dreifmg stiga og þessar tölur not- aðar sem viðmið þegar einstak- lingur er prófaður. Einnig er prófið lagt fyrir hópa sjúklinga með tiltekin sjúkdómseinkenni og er þá einnig hægt að meta niður- Sálfræðileg próf stöðu úr prófi einstaklings með tilliti til þess. Prófið er upprunnið í Bandaríkjunum, en hefur verið gert nothæft við íslenskar aðstæð- ur. í meira en tvo áratugi hefur það verið notað hér á landi með góðum árangri, eitt af mörgum í áhaldasafni sálfræðinga, og reikn- aðar hafa verið viðmiðunartölur bæði fyrir almenning og sjúk- dómshópa. Við úrvinnslu prófsins, sem nú orðið er oftast tölvuunnin, er fúnd- ið hvar og hve mikið hinn prófaði víkur frá meðallagi í einstökum þáttum prófsins og þar með leidd- ar líkur að því að hann hafi til- tekna sjúkdómsmynd eða per- sónuleikagerð. Sem dæmi má taka þætti sem mæla þunglyndi og kvíða. Ákveðin meðaltöl hafa fund- ist við stöðlun prófsins á almenn- ingi og því meira sem einstakling- urinn víkur frá þessum meðaltöl- um, þ.e. fær fleiri stig, því meiri líkur eru á því að hann þjáist af þessum einkennum og í meira mæli. A sama hátt má mæla ýmsa persónuleikaþætti eins og inn- hverfu-úthverfu, ráðríki eða skap- stjórn. Samspil allra þessara þátta gefur síðan ákveðna heildarmynd af persónugerð og andlegu ástandi hins prófaða og er þá oft hægt að draga ályktun um sjúkdómsgrein- ingu, ef tilgangurinn með prófun- inni var sá. Er hægt að treysta því að nið- urstöðurnar gefi rétta mynd af einstaklingnum? Getur hann ekki gefið af sér ranga eða villandi mynd ef honum sýnist svo? Því er til að svara að engin sálfræðileg próf gefa ,,rétta“ mynd af einstak- lingnum. I fyrsta lagi er sálarlífið svo flókið og margslungið, að eng- in leið er að lýsa því til hlítar. Nið- urstöður persónuleikaprófs eru í besta falli eins og ófullkomin teikning, þar sem útlínur eru dregnar skörpum línum, en myndin að öðru leyti óskýr. Próf leiðir líkur að ákveðnum þáttum sem máli skipta, en alltaf má gera ráð fyrir nokkurri óvissu eða skekkju í mælingunni. Þá skiptir það máli undir hvaða kringum- stæðum viðkomandi tekur prófið. Vill hann koma sem hæfastur og heilbrigðastur út úr prófinu, eins og t.d. þegar menn eru prófaðir til að meta hæfni þeirra til starfa. Eða vill hann gera sem mest úr því hvað honum líður illa og hve mikið er að, eins og stundum er þegar sjúklingur leitar sér hjálp- ar. Tilhneigingu í hvora áttina sem er má sjá af niðurstöðunum og jafnvel leiðrétta þær að ein- hverju leyti. Þó má gera ráð fyrir að tilhneiging til að villa á sér heimildir eða ónákvæmni í svörun geti valdið einhverri skekkju. Til þess að fá sem gleggsta mynd af einstaklingnum, og m.a. til að leið- rétta hugsanlegar skekkjur, eru oftast notuð fleiri en eitt sálfræði- legt próf við mat á fólki og fæst þá mynd af sálarlífinu frá fleiri en einni hlið og gefur því meiri dýpt og skýrari línur. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðiuginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 i síma 5691100 og bréfum eða símhréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 hennar Ijóma. Skipti um gír og smokra mér í gegnum mannfjöldann. Stansa og fylli á. Hún víbrar ekki en trekkist loks í gang aftur. Eg þen hana og tækið flýgur áfram. Hvflíkt tól! Bónuð glansar hún betur en allar aðrar og gripið er gott. Dagurinn rennur svo sannarlega fljótt en augu hennar lýsa gegnum myrkrið og það er gaman að þjóta á henni hvert sem hugurinn girnist. En svo deyr hún. Ég hvfli mig drykklanga stund og reyni svo að trekkja hana aftur upp. Hún þykist dauð úr öllum æðum en tjúnast svo upp þegar hún ber aftur kennsl á hrunið hringleikahúsið. „Hvflík tilkeyrsla,“ segi ég á áfangastað. „Ég ætla að taka hana,“ tilkynni ég sölumanninum sem er að springa af ánægju og upplýsir að það sé fimmtíu ára reynsla af henni. Svo hverf ég burt með rign- inguna í áralöngu hárinu og svarið vinur minn blæs í vindinum — en fall- byssukúluna ber enn við himininn. Þegar ég kem heim upp á hótel og Ieggst þreyttur í sardínurúmið rifja ég upp það s'em fyrir augu bar: Hamlandi hraðamælir og sól í aug- um. Skutlur, önnur við stjórn, hin með bros á stýri. Eitthvað sem ekki sést oft í'London, París, Reykjavík, New York eða Tókyó, heldur miklu fremur á Ital- íu. Skutlan mín heitir Velocifero. Fimmtíu ára gömul veltir hún því fyrir sér að leggja land undir fót og er jafnvel svo djörf að fmynda sér Ameríkana við fót- skör sína. Vonir hennar vöknuðu þegar meðlimir hljómsveit- arinnar Oasis urðu aðdáendur hennar og tfskan leit hana hýru auga. Velocifero er dóttir hins sextíu og þriggja ára mótorhjóla- hönnuðar Leopoldo Tartarini. Móðir hennar heitir Morini en hún er fræg fyrir keppnisakstur. „Ég var eldri þá en ég er yngri núna,“ segir Valocifero, nýfædd eftir hálfrar aldar líf og spengilegust þeirra allra. Kemst tæplega fimmtíu kfló- metra á klukkustund — eins og aldurinn gefur til kynna. Vespan er lipurt farartæki sem á stórafmæli. Gunnar Hersveinn skutlaðist á henni í draumi annars manns. AUGU hennar eru rauð ljós og hvít, og krókódflalitað- ur lfkaminn titrar rólega á götunni. Önnur græn og sú þriðja gul eins og götuljósin. Þær anda hljóðlátar ásamt einni blárri sem stendur við gangstéttina. Ég stíg á bak. Það er hiti á Italfu og skutlurnar brenna með sólgleraugu um þröngar hellulagðar göturnar. Tíminn aftur á móti líður áfram og sagan hrannast upp f baksýnis- speglinum, en manneskjan er alltaf ný og verk hennar líka — kynslóð eftir kynslóð og núna, árið 1996, leit nýtt tæki sem þrátt fyrir allt er fímmtíu ára gamalt dagsins ljós á götum Rómaborgar. Hún er með tvo fætur eins og allar hinar og tvö augu eins og flestar og tvær hend- ur láréttar til að halda jafnvægi. Hún er rennileg á að líta og við- bragðið fínt. Hún smýgur um þröngar göturnar og strýkur stundum kantinn. Ég strýk henni hins vegar um kviðinn og augu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.