Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C *r0un(liifeife STOFNAÐ 1913 239. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 19. OKTOBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kvefveiruafbrigði Vopn gegn illkynja æxlum Washington. Reuter. BREYTT afbrigði ósköp venjulegrar kvefveiru getur ráðið niðurlögum krabbameinsfrumna sé því sprautað í æxli. Hefur þetta komið í ljós við tilraunir á músum og er nú farið að prófa það á mönnum. Vísindamenn segja í grein, sem birtist í tímaritinu Science í gær, að þegar búið sé að breyta erfðaeigin- leikum algengrar kvefpestarveiru, „adenovirus", geti hún drepið krabbameinsfrumur, sem ekki hafa genið P53. Um það bil helming allra krabbameinsfrumna í mönnum skortir það. Það sem gerist, þegar veirunni er sprautað í æxli, er að hún breyt- ir frumunum í eins konar verk'smiðju þar sem fleiri veirur verða til. Eftir einn eða tvo daga deyr fruman og þá losnar um enn fleiri veirur, sem sýkja nálægar krabbameinsfrumur. Við tilraunir á æxlum úr mönnum, sem höfðu verið grædd í mýs, hurfu þau alveg í 60% músanna þegar þessum aðferðum var beitt. Heilbrigt P53-gen kemur í veg fyrir krabbamein með því að greina gallað DNA þegar fruman skiptir sér. Ef um er að ræða afbrigðilegt DNA gerir P53 annaðhvort að stöðva skiptinguna eða drepa frum- una. í mörgum krabbameinsgerðum er það hins vegar ýmist, að P53 er gallað eða vantar alveg og þá geta krabbameinsfrumurnar skipt sér stjórnlaust. Þrífst ekki í heilbrigðum frumum Kvefveiran fyrrnefnda starfar þannig óbreytt, að hún gerir P53 óvirkt og leggur undir sig frumuna og drepur. Breytta fruman, sem þró- uð var í Kaliforníuháskóla, lætur hins vegar P53-genið ósnert og get- ur því ekki þrifist í heilbrigðum frumum, aðeins krabbameinsfrum- Dúman tekur undir gagn- rýni á Lebed Reuter Kosningar undirbúnar FYRRI umferð þingkosninga verður í Litháen á morgun og á myndinni sjást tveir drengir í Vilnius líma upp áróðursspjöld. Síðari umferðin verður 10. nóv- ember en þá verður kosið inilli tveggja efstu í hverju kjördæmi úr fyrri umferðinni hafi enginn hlotið þar hreinan meirihluta. Alls bjóða 24 flokkar fram en kannanir benda til þess að hægrimenn í flokki Vytautas Landsbergis, sem var forseti er landið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum, verði sigursælir. í þingkosningunum 1992 sigraði flokkur fyrrverandi kommún- ista og ári síðar varð leiðtogi þeirra, Algirdas Brazauskas, forseti. Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, fyrrver- andi yfirmaður öryggismála í Rúss- landi, bar sig vel í gær, þrátt fyrir valdamissinn, og virtist staðráðinn í að komast til áhrifa á ný. Hann er enn formaður samninganefndar Rússa í viðræðum við uppreisnar- menn Tsjetsjena en talsmaður Bor- ís Jeltsíns forseta sagði að Lebed yrði einnig vikið úr því embætti. Forsetinn rak í gær bráðabirgðafor- seta herráðsins, Míkhaíl Kolesn- íkov, og virtist sem um væri að ræða hreinsun meðal gamla valda- kjarnans í varnarmálaráðuneytinu. Á fundi í gær í neðri deild þings- ins, Dúmunnar, þar sem kommún- istar eru öflugasti flokkurinn, var tekið vel undir gagnrýni keppinauta Lebeds á hann. Kommúnistar og aðrir andstæðingar hershöfðingjans fyrrverandi hafa sakað hann um að sýna Tsjetsjenum glæpsamlega undanlátssemi í friðarsamningum og hefur hann jafnvel verið kallaður landráðamaður. Dúman lagði til að hafin yrði opinber rannsókn um leið og einhver yrði grunaður um að æsa til uppreisnar og atlögu gegn einingu ríkisins. í samningum Lebeds og Tsjetsj- ena er kveðið á um að beðið verði í fimm ár með að taka á sjálfstæð- iskröfunum. Er Lebed var sakaður um að undirbúa valdarán í vikunni var m.a. fullyrt að hann hefði feng- ið fyrirheit um stuðning 1.500 manna sveitar þrautþjálfaðra her- manna úr röðum Tsjetsjena. Reynslu- og féleysi Lebed var forkunnarvel tekið í gær er hann fór að sjá leikrit um dauða keisarans ívan grimma, aðrir gestir klöppuðu ákaft er þeir sáu hver var á ferð. Verkið fjallar um baktjalda- makk Kreml- verja sem vilja taka við af keis- aranum. Lebed var spurður hvort hann hefði lært eitthvað nytsamlegt af sýningunni. „Ég lærði hvernig á ekki að stjórna landi," svaraði hann og brosti breitt. Stjórnmálaskýrendur eru flestir á því að staða Lebeds sé enn mjög sterk, hann njóti vinsælda í hernum og mikils trausts meðal almenn- ings. Ljóst sé þó að hann skorti mjög reynslu í stjórnmálum og hafi enga mótaða stefnu í mörgum mik- ilvægum málum. Það geti einnig háð honum að hafa engin stjórn- málasamtök á bak við sig og auk þess sé óljóst hvort nokkrir fjár- málamenn muni styðja hann. Andstæðingar Lebeds, jafnt úr herbúðum Jeltsíns sem meðal kommúnista, ráða nær alveg yfír fjölmiðlum landsins og hafa notað þá óspart síðustu vikurnar í ófræg- ingarherferð gegn Lebed. Margir rifja á hinn bóginn upp að Míkhaíl Gorbatsjov losaði sig við Jeltsín árið 1987 og nafni hans brá ekki fyrir í fjölmiðlum næstu árin. Árið 1991 var hann samt sem áður orð- inn forseti Rússlands og varð þjóð- hetja er hann afstýrði valdaráninu sem varð upphafið að endalokum Sovétríkjanna. ¦ „Þegar köttur er króaður"/22 Albert Belgíukonungur um afleiðingar máls barnaníðinganna Boðar rót- tæk umskipti Brussel. Reuter. ALBERT Belgíukonungur hvatti í gær til þess að barnaklámsmálið og morð í tengslum við það yrðu upp- lýst að fullu. Sagði hann mistök hafa verið gerð við rannsókn málsins en bað fólk um að taka þátt í fyrirhug- uðum mótmælafundi á morgun í Brussel „með uppbyggilegu hugarf- ari". Tugþúsundir manna efndu í gær til mótmæla í Ghent og Antwerpen gegn stjórnvöldum sem sökuð eru um að reyna að spilla rannsókninni. Háskólanemar hrópuðu ókvæðisorð að lögreglumönnum. Konungur landsins skiptir sér að jafnaði ekki af svo viðkvæmum deilu- málum. Albert og Paola drottning tóku í gær þátt í pallborðsumræðum með dómsmálaráðherra Belgíu og foreldrum fórnarlamba Marcs Dutro- ux sem sakaður er um að hafa mis- notað fj'ölda ungra stúlkna og myrt nokkrar í slagtogi við aðra menn. „Drottningin og ég erum sannfærð um að þessi harmleikur verði að hafa í för með sér siðferðilega end- urnýjun og róttæk umskipti í landinu okkar," sagði konungur. Grunsemdir hafa verið um að hátt- settir menn tengist barnaklámsmál- inu og haldið sé yfir þeim hlífiskildi í valdakerfinu. Reiði almennings hef- ur enn færst í aukana eftir að virtur embættismaður, Jean-Marc Conne- rotte, var látinn hætta störfum sem rannsóknadómari í máli Dutroux Reuter ALBERT Belgíukonungur (fyrir miðju) ásamt Paolu drottningu og Stefaan De Clerck dómsmálaráðherra á fundi í gær með foreldrum fórnarlamba barnaníðinganna. vegna þess að hann hafði þegið pastarétt á fundi með foreldrum fórnarlambanna. Telja margir að um tylliástæðu sé að ræða til að losna við hann. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu vegna útifundarins á morgun sem nefnd er Hvíta gangan. Gert er ráð fyrir að allt að 100.000 manns muni taka þátt í mótmælunum. Jean Luc- Dehaene forsætisráðherra sagði að aðgerðir til að krefjast réttlátara og mannlegra samfélags mættu ekki enda með ofbeldi. Lili ógnar Bahama- eyjum Havana. Reuter. MIKILL viðbúnaður var um hríð á Kúbu í gærkvöldi vegna fellibylsins Lili sem í gærmorgun var talið að myndi sneiða að mestu hjá eynni. Hann skipti skyndilega um stefnu og nálgaðist á ný en seint í gær- kvöldi var bylurinn á leið til Bahama- eyja, að sögn veðurfræðinga. Vindhraði Lili var allt að 125 km á klukkustund. Ríkisútvarp Kúbu sagði að 176.000 manns hefðu verið flutt úr varasömum húsum í land- inu, einkum í Havana. Nokkurt eignatjón varð í landinu, 20 hús hrundu af völdum óveðursins í borg- inni Matanzas. Óveðrið olli miklum usla víða í Mið-Ameríku áður en það náði strönd Kúbu á leið sinni norður á bóginn, var vitað um 10 manns sem létu lífið af völdum hans undanfarna sólar- hringa í Nicaragua og Costa Rica.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.