Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 43 I I ! I í 1 ! i ; i i < i < < < < < < < < < < < < ÁRNI PÉTURSSON + Árni Pétursson fæddist í Vestmannaeyjum 4. febrúar 1941. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 9. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 18. október. Hvað er langlífi? Lífsnautnin fijóa, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. (Jónas Hallgr.) Arni Pétursson er fallinn frá langt um aldur fram. Hann var borinn og barnfæddur í Vestmanna- eyjum, sonur hjónanna Lilju Sigfús- dóttur og Péturs Guðjónssonar í Kirkjubæ. Árni ólst upp í Eyjum í stórum systkinahópi í nábýli við stóran frændgarð sem setti mikinn svip á samfélagið þar. Árni var sannur Vestmannaey- ingur, eins og þeir gerast bestir. Hann var afar skoðanafastur en ávallt glaður og reifur og hvers manns hugljúfi. Hann kunni að efla andann og féll sjaldan verk úr hendi. Hann leyfði sér líka að njóta lífsins í ríkum mæli þegar tækifæri gafst. Árni varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1962 og lauk kennaraprófi vorið 1965. Það haust réðst hann til starfa við Hlíðaskóia í Reykjavík þar sem hann starfaði til dauða- dags. Mörg undanfarin ár gegndi hann starfi aðstoðarskólastjóra. Árni var í námsleyfi í vetur og stundaði nám í íslensku við Há- skóla íslands en sú grein var honum jafnan hugleikin. Árna fórst kennarastarfið með afbrigðum vel úr hendi. Hann var fæddur kennari og naut hverrar stundar í kennslunni. Frá upphafí kenndi hann unglingum og mátti vart á milli sjá hvorir voru ánægð- ari með samstarfið hann eða nem- endur og fóru þeir ekki dult með það hversu vel þeir kunnu að meta hann, bæði sem kennara og félaga. Árni naut ekki síður vinsælda með- al samstarfsmanna sinna enda fylgdi honum ávallt hressandi blær og jglaðværð. Arni kvæntist Láru Guðmunds- dóttur árið 1974. Þeim varð tveggja barna auðið. Þau eru Þórunn Anna, tvítugur laganemi, og Þorsteinn Júlíus, átta ára. Árni var einstakur eiginmaður og heimilisfaðir. Sam- heldni þeirra Láru og gestrisni var við brugðið en þau bjuggu sér glæsi- legt heimili í Garðabæ. Það var gott að eiga Árna að frænda og vini. Frá barnsaldri fannst mér fátt skemmtilegra en fá að heimsækja fjölskyldu Árna en við vorum systraböm og jafn- aldra. Með mæðrum okkar var mjög kært og hvert tækifæri nýtt til að komast til Eyja. Ég naut þeirrar ánægju að fá að dveljast þar heilt sumar í fiskvinnu á unglingsaldri og þá var margt brallað sem geym- ist í minningunni. Sem starfssystkin áttum við ýmislegt sameiginlegt og gott að hafa samráð við hann í fag- legum efnum. Nú er komið að kveðjustund fýrr en skyldi. Ég og fjölskylda mín biðj- um konu hans, börnum og öðrum ástvinum huggunar í þungri raun og þökkum langa og góða sam- fyigd. Veri hann kært kvaddur. Þóra Kristín Jónsdóttir. Við erum þakklát fyrir að hafa haft Árna P. okkur til leiðsagnar og stuðnings á þeim mótunarárum sem gagnfræðaskólinn svo sannar- lega er. Flest kynntumst við Árna fyrst í barnaskóla sem manninum með mjólkurmiðana, þegar hann geyst- ist inn í stofuna okkar sönglandi, kastaði bindinu upp á vinstri öxl, smellti saman klossunum og bauð góðan daginn. Manninum á bak við þessa kraftmiklu framkomu kynnt- umst við svo betur þegar við urðum umsjónarbekkur hans í gagnfræða- skóla. Allt frá byrjun náði hann mjög góðu sambandi við bekkinn, bæði sem kennari og vinur. Árni setti sig aldrei á háan stall en naut þó ávallt ómældrar virðingar. Hann innrætti okkur metnað, ekki aðeins í námi heldur einnig í lífínu öllu. Sem dæmi um sannfæringarkraft Árna tókst honum þrátt fyrir að vera reykingamaður sjálfur að láta okkur líta reykingar homauga. Með lífsgleði sinni og lifandi kennsluað- ferðum vakti hann mikla samkennd og væntumþykju innan bekkjarins. Árni var greinilega á réttri hillu í lífinu. Árni er veigamikiil og ómetanleg- ur þáttur af æsku okkar og er okk- ur afar sárt að kveðja hann. Minn- ing hans mun lifa með okkur um aldur og ævi. Fyrir hönd Á.P. bekkjarins árin ’89-’92. Gerður Beta, Flóki, Ragnheiður og Stefán Ingi. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfveg- is barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi lífið sér dyra og nú er það farið. (Jón Helgason) Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur öllum án þess að við fengjum að kveðja þig, en við gerum það í þessari grein. Okkur finnst eins og það hafí verið í gær þegar þú söngst fyrir okkur óákveðnu fornöfnin og rakst okkur úr skónum. Þú hafðir það fyrir vana að hefja aldrei kennslu fyrr en allir voru farnir úr skónum. Éða þegar við fórum í skólaferðalag MINNINGAR í Landmannalaugar og við spiluðum tónlist alla nóttina og héldum fyrir þér og Kristjáni vöku, en daginn eftir vakti þú okkur klukkan 8 með því að kveikja á græjunum og hækka í botn. Líka þegar þú komst í Levi’s 501 buxunum þínum í skól- ann og tilkynntir það öllum sem mættir voru og varst mjög stoltur af því að vera eins og við. Það var oft sagt að við værum erfíðasti bekkurinn í skólanum og enginn gæti ráðið við okkur, en þú fékkst það erfíða verk að aga okkur þegar við fórum í 8. ÁP til þín. Þú náðir strax góðu sambandi við okk- ur og varst mjög stoltur af okkur, sama hvað við gerðum. Þú skildir okkur og hlustaðir á okkur kvarta en kvartaðir samt aldrei sjálfur og við höldum að þú hafír lært álíka mikið af okkur og við af þér. Það verður leiðinlegt og sárt að geta aldrei fengið að sjá þig aftur, og þín mun verða sárt saknað með- al okkar. Þú munt alltaf eiga góðan stað í hjarta okkar sem besti kenn- arinn okkar. Að endingu viljum við votta nán- ustu ættingjum dýpstu samúð okk- ar. Við vonum að Guð styrki þá í sorginni. Því hamingjan þín mælist við það, sem þér er tapað, og þá er lífið fagurt og eftirsóknarvert, ef aldrei hafa fegurri himinstjörnur hrapað en himinstjömur þær, er þú sjálfur hefur gert. (Tómas Guðm.) 8. ÁP-10. ÁP 1992-1995. Með örfáum orðum langar mig sem foreldri að minnast Árna Pét- urssonar kennara og aðstoðarskóla- stjóra Hlíðaskóla, sem nú er fallinn frá. Kynni mín af Áma urðu nokkuð náin síðastliðinn vetur, er hann gegndi stöðu skólastjóra í árs leyfí Árna Magnússonar. Vegna áfalls innan fjölskyldu minnar þurfti ég oft að leita til Árna og þessi rólyndi maður var alltaf jafn skilningsríkur, réttsýnn og tilbúinn til aðstoðar. Allt hans fas, bjart brosið og hlýjan í augum hans, bar þess vitni að þarna fór einstakur mannvinur. Missir allra þeirra bama og ungl- inga sem urðu þess að njótandi að fá að kynnast Áma á einn eða ann- an hátt er mikill. Ég vil votta þeim, fjölskyldu Árna, samkennurum og öllu starfs- fólki Hlíðaskóla mína dýpstu sam- úð. Minning um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar allra. Kristjana Snæland. t Elskulegur faðir okkar, ÉRLING RAGNARSSON, Raufarhöfn, lést á heimili sínu 16. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hins látna. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTJÁN ÓLASON klæðskeri og fyrrverandi kennari við Iðnskólann í Reykjavík, Funafold 69, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Elín Sólveig Guðjónsdóttir, Brynjar Kristjánsson, Elín Sesselja Guðmundsdóttir, Ingólfur Kristjánsson, Brynhildur Bragadóttir, Helgí Kristjánsson, Magnús Kristjánsson, Guðrún Marfa Þórðardóttir, Guðbjörg Torfhildur Kristjánsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, er látin. Bálför hennar hefur farið fram. Helga Rúna Gústafsdóttir, Stefán Örn Hauksson, Margrét Gústafsdóttir, Kristín Gústafsdóttir, Guðmundur Teitur Gústafsson, Katrín Guðjónsdóttir, Páll Gústaf Gústafsson og barnabörn. + Systir okkar, GUÐBJÖRG BERGSTEINSDÓTTIR, Baldursgötu 15, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 21. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vin- samlega bent á Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna, sími 588 7555. Opið frá kl. 10.00-15.00. Sigrún Bergsteinsdóttir, Sigriður Bergsteinsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginkonu minnar, ELÍNAR STEFÁNSDÓTTUR frá Varðgjá, Vi'ðilundi 24, Akureyri. Kjartan Guðmundsson. + Innilegar þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, ÞIÐRIKS BALDVINSSONAR, Þorsteinsgötu 5, Borgarnesi. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Magnúsdóttir, Rebekka Björk Þiðriksdóttir, Viðar Pétursson, Hjalti Viðarsson, Kári Viðarsson, Ingibjörg Viðarsdóttir, Þiðrik Örn Viðarsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR JÚLÍU SIGURJÓNSDÓTTUR, áðurtil heimilis á Suðurbraut 12, Hafnarfirði. Alexander Guðjónsson, Aðalheiður Alexandersdóttir, Magnús Ingi Ingvarsson, Hulda Alexandersdóttir, Magnús Nikulásson, Svanhildur Alexandersdóttir, Ágúst B. Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar og stjúpföður, JÓNS ÁSGEIRS JÓNSSONAR, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til læknishjónanna og annars starfsfólks Sjúkrahúss Bolung- arvíkur fyrir góða umönnun. Lfna Dalrós Gfsladóttir, Alda Jónsdóttir, Sigurvin Jónsson, Sveinn Viðar Jónsson, Guðmunda Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, ÓskarJóhannsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Jóhann Líndal Jóhannsson, Ingibergur Jensen, Steinunn Felixdóttir, Auður Vésteinsdóttir, Kristján Pálsson, Elsa Friðriksdóttir, Elsa Gestsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.