Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 26
Maður fínnur uft fyrir þsssari spennu Hvað eru skýstrokkar og hvað gefur veður- fræðingurinn Einar Sveinbjörnsson mynd- inni Stormi eða „Twister“ margar stjörn- ur? Arnaldur Indriðason fór með Einari í bíó og fékk sérfræðiálit hans á myndinni og komst að því m.a. að kýr mundu aldrei geta fokið láréttí skýstrokki. EG HAFÐI mest gaman af stórslysamyndunum í gamla daga eins og Jarðskjálfta og hvað hún nú hét þarna með eldinum ... Logandi víti,“ sagði Einar Svein- bjömsson veðurfræðingur þar sem við sátum og biðum þess að stór- slysamyndin Stormur eða „Twister“ hæfist í Háskólabíói. Þú ert þá búinn að sjá „ID4“? „Já, já. Hún var afar skemmtileg hátæknivædd útgáfa af gömlu stór- slysamyndunum.“ Úti var „venjuleg íslensk rigning vegna hægfara uppstreymis í and- rúmsloftinu" að sögn Einars og inni yrði bráðlega fárviðri. Stormur fjall- ar um veðurfræðilegt fyrirbrigði sem kallast skýstrokkar og skjóta sér handahófskennt niður úr óveð- ursskýjum með miklum látum og eyðileggingarafli. Einar hefur kynnt sér fyrirbærið og það þótti upplagt að fá hann með á bíó til að ræða um myndina og strokkana og hvemig honum þætti kvikmyndagerðar- mönnunum takast upp. Skýstrokkar em ekki fellibyljir eða hvirfilbyljir. „Það er ekki einfalt að skilja þetta fyrirbæri," sagði Ein- ar og maulaði poppkorn. „Líklega er best að nota samlíkinguna við vatn í baðkari. Þegar þú tekur tappann úr baðinu lætur það undan þunga sín- um og við sjáum hringiðu myndast. Það sama getur gerst með loftið nema það streymir uppá við. Loft- hjúpurinn hvílir nokkuð stöðugur vegna eigin þunga. Loftið er í jafn- vægi. Þyngdarkraftur jarðar heldur því niðri. Það sem gerist yfir sléttun- um miklu í Bandaríkjunum, í Kansas og Oklahóma þar sem Stormur er tekin, er að síðla vetrar og á vorin kemur heitt og rakt loft inn frá Mexíkóflóa í lægri loftlögum. Enn ríkir þá hálfgerð vetrarveðrátta yfir meginlandi N-Ameríku. Kalda loftið er ákveðin fyrirstaða og hið hlýja loft frá Mexíkóflóa treður sér undir hið kalda sem myndar einskonar lok í um 1.000 til 1.500 metra hæð. Kalda loftið í efri lögunum liggur þá þungt og þurrt ofan á heita loftinu. Hlýja og raka loftið er í eðli sínu létt og óstöðugt og vill leita upp en kalda loftið heldur því niðri eins og lok.“ Einar opnaði kókdós og tók sér drjúgan sopa. Popp og kók er ómiss- andi í bíó og Einar nennir ekki að íslenskur skýstrokkur; mynd af . Morpmblaðið/Árni Sæberg skýstrokki sem send var Veður- SA ALLAR stórslysamyndir í gamla daga; Emar Sveinbjörnsson 1 bio. stofunni vestan af miðunum. Þetta er allt mjög sannfærandi; veð- urfræðingurinn skemmti sér dável á kvikmyndinni Stormi. bíða eftir myndinni til að gæða sér á bíósnarlinu. „Þegar svo sólin fer að skína og vermir landið hækkar hit- inn við yfirborðið og loftið verður óstöðugra. Þrýstingur á uppstreymi eykst og lokið rofnar. Það myndast gat í kalda loftið eins og þegar tappi er tekinn úr baði og heita loftið ryðst upp í gegnum þetta gat. Upp- streymið er gríðarlegt og er alveg eins og í hringiðunni i bað- inu nema loftið sogast upp með firnakrafti. Þegar við bætast háloftavindar af suð- vestri togast loftið enn lengra upp.“ Fyrirbærið er þekkt hér á landi líka, er það ekki? „Jú, minniháttar ský- strokkar geta myndast hér. Ég hef séð pínulítinn fxls- rana á Bláfjallasvæðinu. Við á Veðurstofunni höfum til að mynda fengið mynd af mið- unum iyrir vestan land af vel greinilegum skýstrokk. Kannski eitt frægasta dæm- ið um skýstrokk hér á landi sé frá árinu 1949 þegar rigndi síld í Eyjum í Kjós við Meðalfellsvatnið. Ský- strokkur yfir Hvalfirði er langsennilegasta skýringin á því fyr- irbæri." Og áfram hélt Einar: „Það er ekki hægt að segja til um það hvar lokið rofnar fyrirfram og það geta mynd- ast margir skýstrokkar í einu í sama fylkinu í Bandaríkjunum. Hinn 26. apríl árið 1991 mynduðustu 39 ský- strokkar í Andoversýslu í Kansas og 17 manns létust.“ Það dimmdi í salnum og auglýs- ingar birtust á tjaldinu. Einar ákvað strax í menntaskóla að gerast veður- fræðingur. Veðurfræði var sú grein innan náttúrufræðinnar sem heillaði hann mest. Veður er ekki aðeins vinna heldur líka áhugamál hjá Ein- ari og hefur alltaf verið. „Eg hef áhuga á tengingu veðurs og tiðarfars við afkomu okkar til lands og sjávar. Til dæmis hvaða áhrif ein hafískoma fyrir norðan getur haft á sjávarafla eða tengja þessi óvenjulegu hlýindi nú við lægðabrautir og hegðun veð- urkerfa hér við Atlantshafið. A Is- landi er oft um líf og dauða að tefla vegna veðurs ekkert síður en í þess- ari bíómynd. Þegar stórir hlutir eru í uppsiglingu verður að vanda sig sér- staklega og gæta vel að orðalagi í veðurspá. Þegar veður eru hvað brjáluðust hér vildi ég helst komast í nálægð við haminn til dæmis á Rjúpnahæð ofan Breiðholts eða í Öskjuhlíðinni. Ég veit það ekki. Kannski er þetta geggjun. Mín æðsta ósk er að vera á Djúpalóns- sandi á Snæfellsnesi 1 hvassri suð- vestanátt og fá að sjá aflmikla öld- una beint af úthafi.“ Stormur hófst. Aðalpersónan er kallaður Ofsi af félögum sínum. Er einhver kallaður Ofsi á Veðurstof- unni? „Nei, alls ekki,“ svaraði Einar og gaf ekki mikið fyrir lýsinguna á veð- urfræðingum í myndinni. Ymist líta þeir út eins og þungarokkarar á ster- um eða eru svipljót illmenni í kol- svartri bílalest. Einar vildi ekkert kannast við þessa karaktera en hann skildi hvað þeir voru að tala um; Dopplerradar, stöðugleikastuðull, Mesonet, Fujitakvarði. „Þetta virkar mjög vel í mín eyru. Allt tæknimál er mjög sannfærandi. Það er greinilegt að handritshöfundarnir hafa kynnt sér efnið vel. Faglega hliðin er mjög vel unnin. Og ég skil vel spennuna sem þessir veðurfræðingar finna þeg- ar þeir eru að elta uppi skýstrokkana. Maður finnur oft fyrir þessari spennu þegar miklir hlutir eru í uppsiglingu. Það er nokkuð sambærilegt við það sem gerist myndinni." Myndin lýsir miklum illdeilum á milli veðurfræðinga. Er svona lág- þrýstisvæði á Veðurstofu í slands? „Ég þvertek fyrir það. Ég held ég geti fullyrt að engin illindi eða óheil- indi séu á milli veðurfræðinga þótt vissulega sé faglegur metnaður og samkeppni til staðar.“ Ofsi virðist treysta mjög á reynslu sína og innsæi. „Reynsla og innsæi skiptir miklu máli í veðurfræði. Það er æði margt í veðurfarinu illviðráðanlegt og óút- reiknanlegt." Aðalmálið í myndinni er að koma fjölda lítilla skynjara inn í skýstrokk og fá svör við brennandi spurningum um hegðun hans og atferli. „Þetta eru þau vandamál sem menn eru að fást við, akkúrat hvaða kraftar eni þarna að verki og þetta er góð hug- mynd með þessar litlu kúlur eða skynjara sem reynt er að þeyta upp í strokkinn. Þarna virðast vera sam- bærileg mælitæki við okkar hálofta- tæki sem send eru upp með loftbelg eitt í einu á Keflavíkurflugvelli tvi- svar á sólarhring. En þetta virkar allt saman voðalega áhugavert." Svo flaug kýr þvert yfir tjaldið og skömmu seinna flaug hún til baka aftur. Einar hnippti í sessunautinn. „Þetta getur ekki gerst. Hún hefði átt að lyftast og detta niður aftur. Það eru engir láréttir vindar í ský- strokkum, bara upp og niður.“ Það leið á myndina og Einar hrós- aði mjög tölvuteikningunum sem gera skýstrokkana svo raunverulega í myndinni. „En stundum sést í heið- an himin á bak við strokkana í stað þess að þar eiga að vera þykkir skýjabakkar. Og annað er það að skýstrokkar vara í einhverjar mínút- ur í mesta lagi en ekki klukkustund- um saman eins og við sjáum hér.“ Og lokahnykkurinn, stærsti og öflugasti skýstrokkur myndarinnar sem rífur upp í sig landbúnaðartæki, bifreiðar og hlaðinn olíuflutningabíl ásamt öðru, fannst Einari „svolítið ýkju- kenndur". „Innst inni,“ sagði Einar þegar af- kynningin rann yfir tjaldið í lok myndarinnar, „vona ég að myndin veki áhuga menntaskólakrakka á veðurfræði og veðurfræðinámi." Og að lokum kemur hér stjörnugjöf Einars. Hún er í tvennu lagi. Sem veðurfræðingur gefur hann Stormi ★★★ Sem almennur áhorfandi gef- ur hann. ★★ SÉRKENNILEGUR LEIKUR Bridge Deiuxe ii Bríds er sérkennileg og torræð kepnisíþrótt. Ami Matthiasson brá sér í kennslustund til Om- ars Sharífs og komst að því að Vínarkerfíð dugði lítið þegar á reyndi. BRIDS ER sérkennilegur leikur sem á köflum á lítið skylt við aðra spilaleiki, að minnsta kosti í augum þeirra sem þekkja lítið til keppnisbrids. Al- mennt brids er aftur á móti víða spil- að og víst sannað mál að því lengur sem menn spila það því háðari verða þeir spilunum. Á áralangri sjó- mennsku lærðist mér að spila brids, með svokölluðu Vínarkerfi, sem allir bridsfróðir hlæja að í dag, og náði það langt að vera ráðinn á togara fyr- ir austan út á það eitt að kunna brids; ekki var spurt um kunnáttu til sjós. Það var því fróðlegt að komast yfir bridsforrit sem kennt er við flagar- ann fræga Omar Shariff, sem hefur meðal annars leikið brids hér á landi. Bridsfróðir segja að Omar Sharif hafi mikið gert fyrir bridsáhuga í heiminum og sé að auki liðtækur spil- ari eins og sannast á kennslu- og spiladisknum Bridge Deluxe II with Omar Sharif. Sá er ætlaður til að kenna brids, ekki síður en gefa kost á að taka nokkrar rúbertur við tölv- una, og er kennslan í höndum Sharifs. Leikurinn hefst með valmynd þar sem velja má hvort viðkomandi vill fara í byrjendakennslustund, kennslu fyrir lengra komna, taka rúbertu eða leggja í keppnisbrids. Ef taka á kennslustund kem- ur á skjáinn hreyfimynd af Omar Sharif, sem út- skýrir grunnatriði spils- ins. Hann er þó ekki einn á ferð, því stúlkurödd sér um að útskýra það sem hann nennir ekki að segja frá. Hluti af kennslunni eru tíu leikir þar sem búið er að gefa og jafnvel segja fyrir- fram, en slíka leiki má líka búa til sjálfur, meðal annars með þvi að velja spU á hendi og síðan vista leik- inn. Fleini má stýra, tU að mynda má velja sagnakerfi, en sjálfvalið er Styman & Blackwood American Standard, spilahraða, og fyrir vikið ætti snjall bridsleikari að geta gert sér svo erfitt fyrir að honum þyki nokkurs um vert að dunda við tölv- una. Tölvan gerir ráð fyrir því að mennskur spilari sé einn og það sé hennar að sjá um aðra þátttak- endur, en einnig gefst kostur á því að fieiri leiki samtímis yfir tölvunet. Bridge Deluxe II ger- ir kröfu um 25 MHz 80386 tölvu hið minnsta, sem verður að teljast vel sloppið, svo framarlega sem innra minni sé yfir 2 Mb og skjákortið SVGA með 2 Mb minni. Það stóð heima að á slíkri tölvu mátti vel keyra leikinn í DOS- ham, en á Pentium-vél varð hann eðlilega töluvert þægilegri og snarp- ari. Hreyfimyndirnar með Omar Sharif keyrðu mjög vel á 386-tölv- unni og hljóðið fylgdi myndskeiðinu vel..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.