Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 37
- MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 37 AÐSENDAR GREINAR Ljótur blettur á samfélaginu Fjölskyldur líf- eyrisþega í viðjumjað- arskatta HVER ER munurinn á fram- færsluþörf þess sem er atvinnulaus og þess sem er óvinnufær? Er ódýr- ara að draga fram lífið sjúkur eða fatlaður og óvinnufær en frískur og atvinnulaus? Það mætti halda það ef litið er til þess hvernig vel- ferðarþjónustan mismunar þeim sem sem þurfa á stuðningi hennar að halda. Tekjur maka skerða lífeyrinn Fjölskyldumanneskja, karl eða kona, sem missir vinnuna og hefur áunnið sér rétt til atvinnuleysisbóta fær um 50 þúsund krónur greiddar mán- aðarlega óháð tekjum maka. Það er réttlætis- mál og hefur verið sátt um það í samfélaginu. Missi þessi sami ein- staklingur heilsuna og verði óvinnufær á hann rétt á örorkubót- um almannatrygginga en þær eru aftur á móti tekjutengdar við sameiginlegar tekjur öryrkjans og maka hans. Það þýðir að tekjur makans skerða ör- orkubætumar og eftir því sem makinn leggur á sig meiri vinnu til að endar nái saman því minna fær öryrkinn greitt. Þess má geta að sjaldnast ná óskertar örorkubætur fjölskyldu- manns 50 þúsund krónum á mán- uði. Reyndar em 50 þúsund krónur ekki nein ofrausn til framfærslu á mánuði en því miður eru lægstu laun nú undir þeirri fjárhæð en það er eitt af því sem verður að breytast. Jaðarskattar hæstir hjá lífeyrisþegum Tekjutengingin sem öryrkinn lendir í er oft nefnd jaðarskattur, því vegna tekjutengingar tekur rík- ið til baka bætur sem öryrkinn ætti að fá. Tekjutengingin á lífeyrisgreiðslum almannatrygginga er orðin slík að hún er 77-100% á ákveðnu tekju- bili. Það þýðir að ríkið tekur til baka í sumum tilfellum hverja krónu sem kemur til viðbótar lífeyr- isgreiðslunum. Stefnt gegn fjölskyldunni Reglan um að sameiginlegar tekjur hjóna skerði bætur lífeyris- þega hefur verið sérstaklega fjand- samleg fjölskyldum þeirra sem misst hafa heilsuna. Reglan virkar þannig að eftir því sem makinn vinnur meira, þ.e. fær meiri tekjur, skerðast greiðslur öryrkjans. Ör- orkubæturnar byija að skerðast þegar tekjurnar fara yfír rúmar 36 þúsund krónur hjá makanum, hafi öryrkinn engar aðrar greiðslur en frá Tryggingastofnun. Vegna þess að ég hef það á til- finningunni að almenningur geri sér ekki grein fyrir því í hvaða blind- götu þetta fólk er, ætla ég að nefna raunverulegt dæmi sem er eitt af mögum svipuðum. Að missa heilsuna á besta aldri Hjón á miðjum aldri með börn á framfæri lenda í því fyrir rúmum tveimur árum að það uppgötvast mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fjöl- skylduföðurnum og hann er úr- skurðaður 75% öryrki. Bætur hans á síðasta ári skertust vegna tekna þeirra beggja árið áður, en hluta þess árs höfðu þau bæði unnið fulla vinnu fýrir heimilinu. Bætur öryrkja eru reiknaðar út ár hvert og miðað við að fjölskyldan hafí sambærileg- ar tekjur og árið áður samkvæmt skattframtali. Síðasta ár var þeim mjög erfítt fjárhagslega þar sem örorkubæt- urnar slöguðu alls ekki upp í helm- ing tekna hans árið áður. Eiginmað- urinn, sem þá var orðinn óvinnu- fær, gat ekki lagt annað til heimilis- ins en skertar örorkubætumar. Endar ná ekki saman Það gerði það að verkum að eig- inkonan tók að sér mikla yfírvinnu auk þess að sinna sínum veika manni og heimilinu til að ná endum saman. Og hvaða afleiðingar hafði það á afkomu þeirra nú? Jú, þau fá bréf frá Tryggingastofnun nú í sumarlok með tilkynn- ingu um, að þar sem tekjur þeirra hjóna hafí verið meiri en gert var ráð fyrir (þ.e. eigin- konunnar), skerðist ör- orkubætur eigin- mannsins enn meira og verði tæpar 10 þúsund krónur á mánuði næsta árið. í ár verður hann nefnilega einnig að endurgreiða Trygg- ingastofnun þá upp- hæð sem hann fékk ofgreidda í fyrra, vegna þess að þá var miðað við lægri tekjur en raun varð á. Reyndar skerða tekjur maka Lífeyrisþegar eiga að hafa sambærilegan framfærslueyri og aðrir sem ekki geta unnið fyrir sér. Asta R. Jó- hannesdóttir segir það réttlætismál. ekki grunnlífeyri öryrkjans, en end- urgreiðslu má taka af honum og það er gert. Þessi fjölskylda lifir ekki á tekjunum sem hún hafði í fýrra því þá náðu endar ekki sam- an, hvað þá nú! Vítahringur Fjárhagsafkoma þessa heimilis er hrunin. Fáar eða engar leiðir eru framundan til að ná endum saman. Eiginkonan treystir sér ekki til að auka við sig vinnuna enda.myndi sólarhringurinn ekki duga til. Það myndi einnig skerða bætur eigin- mannsins enn meir. Þessi fjölskylda á enga leið út úr þessum vítahring. Fársjúku fólki er ekki gefinn kostur á að takast á við veikindi sín með reisn, það er brotið niður með ómannlegum tekjutengingum, sem reka það út í að grípa til öþrif- aráða. Afleiðingin of oft hjónaskilnaður Ef þessi sjúki öryrki hefði verið atvinnulaus en ekki óvinnufær líf- eyrisþegi hefði hann haldið sínum 50 þúsund króna atvinnuleysisbót- Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! um hvað sem liði tekjum maka hans. En af því að hann er á örorkubót- um, af því að hann er fársjúkur og óvinnufær en ekki t.d. atvinnulaus, skal hrifsa af honum stuðninginn frá samfélaginu, vegna þess að kona hans leggur á sig meiri vinnu til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Ég þekki til nokkurra dæma þess að fjölskyldur S þessari stöðu hafa sundrast og endað með raunveruleg- um skilnaði, vegna þess að það er eina leiðin til að komast af fjárhags- lega. Þá fær lífeyrisþeginn fullar bætur, reyndar hærri en þegar hann var með fjölskyldu á framfæri og makinn heldur sínum tekjum. Það er nóg að þurfa að takast á við erfíð veikindi, þó að fólk þurfí ekki að glíma við fjárhagsáhyggjur og sundraða fjölskyldu. Ómannúðleg fátæktargildra Þessar fjölskyldur eru lentar í ómannúðlegustu fátæktargildru hins íslenska jaðarskattasamfélags. Ef bæta á lífskjörin eru verkefn- in víða brýn en ég held að þetta sé einn ljótasti bletturinn á samfé- lagi okkar. Lífskjör þessara fjölskyldna verð- ur að bæta. Það er réttlætismál að lífeyrisþegar hafi a.m.k. sama -«€ framfærslueyri og aðrir sem þarfn- ast stuðnings í velferðarsamfélagi okkar og ekki geta unnið fyrir sér. Stuðningur samfélagsins má ekki vera undir framfærslumörkum, hver sem í hlut á. Höfundur er alþingismaður. 0PINN FUNDUR A GRAND HOTEL Hvar er meðferð fyrir börnin okkar? í dag, laugardag kl.14, á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík, afhendir hópur foreldra vímuefnabarna Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, undirskriftir 10 þúsund íslendinga um að stofnað verði meðferðarheimili fyrir börn á ný. Stutt ávörp og umrœður Fundarstjóri Ingvi Hrafn Jónsson Sýnum samstöðu, mætum öll! FORELDRAHÓPURINN SJ OVA DlinALM E N N AR Traustur þáttur í tilverunni D (múmw tilted á sjónvarpsskápum frá IS^elodjS 4 Verð frá kr. stgr. Snúningsplata, hjól og læsing. Verö kr. 13,100 stgr. Opið laugardag kl. 10.00-16.00 og sunnudag kl. 12.00-16.00 Gerð L D H Rétt verö Kynningarverö 998 165 60 72 59.100 49.680 8880 80 59 65 30.770 25.850 780 80 60 65 27.360 22.980 800 80 60 64 22.870 19.250 72 70 59 65 16.220 13.620 566 60 49 59 12.300 10.320 Borgartúni 29, símar 552 7095 og 562 7474, fax 562 2340 ÁstaR. Jóhannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.