Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARÐÁGUR19. OKTÓBER1996
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
• •
Oryggi og giftusam-
leg starfsemi
IUPPHAFI ferða er farþegum í Flugieiðavélum sýnt myndband
þar sem lögð er áherzla á að fyrsta boðorð félagsins sé ör-
yggi farþega, enda mála sannast að lítið flugfélag hefði vart
bolmagn til að standast flugslys af þeirri stærðargráðu sem heim-
urinn þekkir; svo að ekki sé talað um sorg og sársauka. Það er
því viturlegt af ráðamönnum félagsins að leggja slíka áherzlu á
öryggismál sem raun ber vitni. Gæfan hefur fylgt þessu helzta
alþjóðlega fyrirtæki íslendinga og vonandi verður svo áfram. En
gæfan á ekki sízt rætur að rekja til fyrirhyggju og frábærra flug-
manna sem orð fer af og þá einnig þeirra sérfræðinga sem ann-
ast viðhald þotnanna, en það getur að sjálfsögðu ráðið úrslitum
um öryggi og velgengni, ásamt öruggri flugumferðarstjórnun.
Stjórn Flugleiða hefur nú skýrt frá því að hún hyggist festa
kaup á tveimur nýjum Boeing 757-þotum. Er það vel, ekki sízt
vegna þess að vélar þessar hafa reynzt félaginu mjög vel, auk
þess sem þær hafa á þeim fjórtán árum sem þær hafa verið í
notkun reynzt flestum öðrum flugvélum öruggari og reynslu-
betri. Nú hafa Boeing-verksmiðjurnar framleitt um 700 þotur af
þessari gerð, en um 2.800 þotur af 737-vélum, en þær eru minni
gerð þeirra millilandaflugvéla sem Flugleiðir nota, vinsæl farar-
tæki og hafa þótt í öruggara lagi þau 30 ár sem þær hafa verið
í notkun. Nú segja flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum að nauðsyn-
legt sé að gera á þessum vélum breytingar svo öruggar vélar
verði enn öruggari eins og sagt er.
Þrátt fyrir það sem sagt hefur verið hér að framan stinga þær
fréttir í augu að nauðsynlegt sé að gera verulegar breytingar á
stýrisútbúnaði 737-þotna vegna óskýrðra flugslysa, eins og getið
var um í fréttum Morgunblaðsins í gær og fyrradag. Það er að
vonum að menn hafi nokkrar áhyggjur af óskýrðum flugslysum
og allt sé reynt að gera til að koma í veg fyrir að þau endurtaki
sig. Og nú hefur öryggisstofnun á vegum bandaríska samgöngu-
ráðuneytisins óskað eftir breytingum á stýrisútbúnaði á hliðar-
stýri þessara þotna og auk þess lagt áherzlu á frekari þjálfun
flugmanna til að þeir séu betur í stakk búnir til að bregðast rétt
við ef stýrisútbúnaður brygðist. Af fréttum að dæma fylgjast
forráðamenn og sérfræðingar Flugleiða rækilega með þessari
þróun og er það í samræmi við yfirlýsta stefnu félagsins um
öryggismál. Við höfum ekki efni á öðru en fyllsta öryggi og aðgát
í þessari mikilvægu atvinnugrein þjóðarinnar.
Að því er bezt verður vitað hafa þrjú flugslys orðið á 757-þot-
um, öll á nýliðnum misserum, en talið er að tvö þeirra megi rekja
til mannlegra mistaka, en hið síðasta, þ.e. flugslysið á Boeing-
757 við Perú nú ekki alls fyrir löngu, virðist hafa orðið vegna
tæknilegra bilana. Talsmaður Boeing hélt því þó fram að nær
útilokað væri að öll tölvukerfi vélarinnar gætu brugðizt í einu,
en svo virðist af frásögn flugstjórans sem fórst ásamt áhöfn sinni
og farþegum með þessari sömu vél. Er nú kannað hver hin raun-
verulega orsök var, en veður var einnig óhagstætt, myrkur og
niðaþoka og sjónflug því útilokað. En hvað sem þessu líður, þá
er þetta slys skelfileg staðreynd og nauðsyniegt að gera allt til
þess að slíkur harmleikur endurtaki sig ekki. Mikið er í húfi,
ekki sízt fyrir flugfélag sem byggir afkomu sína og vinsældir á
þeim þotum sem hér hafa verið nefndar.
í tengslum við þetta mál er ástæða til að vitna til þess sem
Leifur Magnússon, forstöðumaður þróunarsviðs Flugleiða, sagði
hér í blaðinu, en hann komst m.a. svo að orði: „Við höfum ekki
áhyggjur af tækniástandi þessara véla [þ.e. 757-þotna], enda
höfum við notað þær síðan 1990 og þær hafa verið í flugi síðan
1983. Vitaskuld fylgjast öll flugfélög með niðurstöðum rannsókna
úr slysum sem þessum, en öll forðast þau að draga ályktanir of
fljótt.“ Þá minnti Leifur á að menn verði „að hafa mannlega
þáttinn í huga, enda sé ekki nóg að kaupa vélar með tölvuvædd-
um hátæknibúnaði ef t.d. þjálfun áhafna eða flugvirkja er ábóta-
vant“.
Öryggisstofnun samgöngumála í Bandaríkjunum hefur gert
tillögur um ýmsar lagfæringar á Boeing 757-þotum til að fyrir-
byggja slys, og segir Leifur Magnússon að ástæður þessa hafi
verið flugslys sem varð í Kólumbíu í fyrra.
I athugasemd forstöðumanns þróunarsviðs Fiugleiða sem birt-
ist hér í Morgunblaðinu í kjölfar fyrrnefndrar fréttar, segir að
fram til 20. desember 1995 hafi engin þota af gerðinni B-757
farizt „og að þessi flugvélargerð hafi því haft algerlega „hreinan
skjöld" hvað þetta varði“. Það er að sjálfsögðu frábær árangur
en slysin síðustu misseri varpa þó skugga á þennan árangur. En
þá er einnig ástæða til að hafa í huga að þessi þota á að baki
tólf milljón flugstundir og um 5,5 milljón brottfarir. Dagleg meðal-
nýting hennar er um 8,75 klukkustundir og brottfarartíðni án
tæknitafa er um 98,9%.
Ástæða er til að ætla að ungur og glæsilegur flugfloti Flug-
leiða verði íslenzku þjóðinni áfram til vegsauka og vonandi að
gæfan sitji þar áfram við stjórnvölinn. En til þess að svo verði
er Flugleiðum nauðsynlegt að bæta enn öryggi öruggra flugvéla
og gera þær breytingar á tækniútbúnaði þeirra sem sérfræðingar
í Bandaríkjunum telja nauðsynlegar. Að sögn forráðamanna Flug-
leiða hafa sumar þeirra verið gerðar en aðrar eru í athugun. Það
er mikið í húfi að fyrsta boðorð Flugleiða sé rækilega haldið,
öryggi í fyrirrúmi.
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR19. OKTÓBER1996 3i
Alls voru 3.066 á biðlista eftir skurðaðgerð á stóru sjúkrahúsunum í mars
SPARNAÐARAÐGERÐIR í
heilbrigðisþjónustunni hafa
valdið því að biðlistar í að-
gerðir á sjúkrahúsunum í
Reykjavík, á Akureyri og í Hafnar-
firði hafa smám saman verið að lengj-
ast undanfarin ár. Landlæknisemb-
ættið hefur varpað ljósi á þróunina
með því að taka saman tölur um helstu
biðlista stóru sjúkrahúsanna frá árinu
1991. Samanlagður biðlisti var 2.667
í lok ársins 1991, 2.608 í lok ársins
1992, 2.574 í lok ársins 1993, 2.819
í lok ársins 1994, 3.087 í Iok ársins
1995 og 3.066 í mars á þessu ári.
Ekki hafa borist upplýsingar frá
öllum sjúkrahúsunum vegna yfir-
standandi talningar landlæknisemb-
ættisins. Af fyrirliggjandi tölum er
hins vegar ljóst að lengsti biðlistinn
er á bæklunardeildir. Langflestir eða
830 bíða eftir að komast að á bæklun-
ardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Alls
bíða um 360 manns eftir að komast
að á Landspítalanum, 112 bíða eftir
aðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri og 65 eru á biðlista eftir að
komast í aðgerð á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Nú bíða því yfir 1.300
manns eftir að komast að á bæklunar-
deildum sjúkrahúsanna. Biðlisti á
bæklunardeildir sjúkrahúsanna var til
samanburðar 1.160 manns árið 1991,
920 árið 1992, 913 árið 1993, 1.164
árið 1994 og 1.350 árið 1995.
Af öðrum biðlistum er athyglisvert
að langur biðlisti er eftir aðgerðum á
háls-, nef- og eyrnadeildir eða yfir
1.100 manns. Þar af bíða 135 eftir
því að komast í aðgerð á St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði og 973 bíða eftir
að komast í aðgerð á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Ótalinn er flutningur 70
til 100 aðgerða af Landakoti um þess-
ar mundir. Fram hefur komið í fjöl-
miðlum að biðlisti hafi verið að mynd-
ast í augnaðgerðir á Landakoti. Að-
gerðum hefur verið fækkað umtals-
vert þar til augndeildin hefur verið
flutt á Landspítalann. Hins vegar er
gleðilegt að biðlisti hefur verið að
styttast á hjartaskurðlækningadeild
Landspítalans.
Biðlisti á bæklunardeild
ekki að styttast
Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir
bæklunarlækningadeildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur, sagði að fjölgað hefði á
biðlista eftir bæklunaraðgerðum úr
650 manns í um 830 manns á síðustu
10 mánuðum. Nú biðu á bilinu 160
til 170 manns eftir því að komast í
gerviliða-, hryggaðgerðir og skyldar
aðgerðir. Aðeins færri, eða um 150
manns, biðu eftir því að komast í
miðlungsþungar aðgerðir á borð við
krossbands- eða axlaraðgerðir. Af-
gangurinn biði eftir að komast í létt-
ari og upp í miðlungsþungar aðgerðir.
„Þetta er auðvitað spurning um
aðgengi að legurými og skurðstofum.
Ég get nefnt að við höfum haft eina
skurðstofu fimm daga í viku fyrir
miðlungi þungar og léttar aðgerðir á
Landakoti. Þar voru gerðar 1.000 að-
gerðir í fyrra. Nú höfum við hana
ekki lengur en fáum í staðinn þijá
skurðstofudaga í Fossvoginum. Á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur höfum við
haft um eina skurðstofu að jafnaði á
dag á viku. Þessar tíu skurðstofur á
viku í húsunum báðum hafa einfald-
lega ekki dugað,“ sagði Brynjólfur og
tók fram að gróflega áætlað sýndist
honum að þörfin á báðum sjúkrahús-
unum væri um 20 skurðstofudagar á
viku til að sinna því sem þyrfti að
sinna fyrir utan bráðaaðgerðir. Fram
kom að biðlisti í aðgerð á bæklunar-
deildinni væri mislangur en allt upp í
tvö ár.
Jónas Magnússon, yfirlæknir hand-
lækningadeildar Landspítalans, sagði
að því miður væru biðlistar ________
í bæklunaraðgerðir ekki að
styttast. „Núna bíða 180
manns eftir að komast í
hryggspengingu og sami
fjöldi bíður eftir að komast
í gerviliðaaðgerð. Miðað við
full afköst, tvær hrygg- ___________
spengingar og sex gervil-
iðaaðgerðir 45 vikur ársins, er um
tveggja ára bið eftir hryggspengingu
og um átta mánaða bið eftir gervil-
iðaaðgerð. Töluvert er um að ungt
fólk bíði eftir að komast í hryggspeng-
ingu og eru afleiðingamar oft mjög
alvarlegar. Fjárhagslegt tap vegna
atvinnumissis hefur t.a.m. valdið hús-
næðismissi og jafnvel gjaldþrotum.
Yfir 1.300 bíða eft-
ir bæklunaraðgerð
Spamaðaraðgerðir hafa valdið því að biðlistar eftir aðgerðum á
stóm sjúkrahúsunum hafa verið að lengjast. Anna G. Olafsdóttir
komst að því að lengsti biðlistinn, eða yfir 1.300 manns, er á bækl-
unardeildir sjúkrahúsanna. Læknar segja biðlista hafa í för með
sér óþarfa þjáningu fyrir sjúklingana svo ekki sé talað um kostnað
fyrir sjúklingana og samfélagið í heild.
Lyfábið-
tímanum
kosta jaf n
mikið og
sjálf aðgerðin
Ekki má heldur gleyma því að eftir
því sem fólk er lengur frá vinnu þeim
mun erfiðari verður endurhæfingin,"
sagði Jónas og tók fram að oft þyrfti
að venja fólkið sérstaklega af sterkum
lyfjum eftir bakaðgerðir.
Hann sagði að eldra fólk væri fjöl-
mennast á biðlista eftir gerviliðaað-
gerð. „Inn á þennan biðlista kemst
fólk ekki fyrr en halda verður verkjun-
um niðri með svo og svo miklu af lyfj-
um eða næturverkir eru farnir að
gera vart við sig,“ sagði hann og tók
fram að oft væri ekki um atvinnu-
missi að ræða. „Hins vegar teppa
sjúklingamir oft eftirsótt og dýr hjúkr-
unarrými. Hvað kostnað varðar hafa
rannsóknir vestan- og austanhafs sýnt
fram á að liðskiptaaðgerðir séu með
allra þjóðhagslega hagkvæmustu að-
gerðunum."
Biðlisti er að myndast í
almennar skurðaðgerðir
Smám saman hefur verið að mynd-
ast biðlisti í almennar skurðaðgerðir.
„Núna bíða á annað hundrað manns
eftir að komast í aðgerð og
hægt saxast á listann því
mikið er um bráðatilfelli,"
segir Jónas. „Verst er biðin
í kviðsjáraðgerðir vegna
þindarslits. Sjúklingár á
biðlista þurfa afar dýr lyf
og staðreynd að á a.m.k.
eins og hálfs árs biðtíma
kosta lyfin jafnmikið og sjálf aðgerð-
in. Aðgerðin felst í því að þindarslitið
er lagað með 4 til 5 litlum götum á
kviðarholið. Eftir aðgerðina losnar
sjúklingurinn úr lyfjameðferð."
Jónas segir að á fjórða hundrað
sjúklingar bíði eftir því að komast í
þvagfæraskurðaðgerð. „Afleiðingin 'af
langri bið verður oft að sjúklingamir
hætta að geta losað sig við þvag og
þurfa á bráðainnlögn að halda. Vinnan
fer því að snúast meira en eðlilegt er
um bráðatilfellin og hægar gengur að
vinna á almenna biðlistanum," segir
hann.
Svipaða sögu er að sögn Jónasar
að segja af lýtalækningadeildinni og
æðaskurðlækningadeildinni. „Á lýta-
lækningadeildinni er verið að vinna
með meðfædda sköpunargalla eins og
klofna vör eða góm en aðstaðan er
svo slæm að varla er hægt að sinna
nema bráðatilfellum. Hið sama er að
segja um æðaskurðdeildina," segir
hann og tók fram að höfuðvandi hand-
lækningadeildarinnar fælist í því að
rekstrarfé vantaði til að nýta betur
skurðstofurnar og taka fleiri skurð-
stofur í notkun.
Lengsti listinn á eina deild
er hátt í 1.000 manns
Kristján Guðmundsson, yfirlæknir
á háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur, sagði að háls-, nef- og
eyrnadeildin nyti væntanlega þess
vafasama heiðurs að vera með lengsta
biðlistann á eina deild. „Núna eru um
973 á biðlista og af þeim eru 278
böm yngri en 14 ára. Biðlistinn hefur
verið á svipuðu róli eða á bilinu 900
til 1.000 manns undanfarin ár. Síðan
eigum við von á því að 70 til 100
árlegar aðgerðir af Landakoti verði
fluttar hingað en meiningin er að
hægt verði að auka afköstin um leið
með mannafla þaðan,“ sagði Kristján
og bætti við að vonandi yrði með hag-
ræðingunni hægt að stytta biðlistann.
Alls bíða 135 eftir því að komast að
á St. Jósefsspítala.
Kristján gat sér til að ástæðan
fyrir því að ekki hefði verið tekið
sérstaklega á vandanum fælist í því
að sjúkdómarnir væru ekki álitnir
sérstaklega alvarlegir. „Á hinn bóg-
inn er biðtíminn auðvitað alltof lang-
ur eða eitt til tvö ár,“ sagði hann.
Um afleiðingarnar sagði hann að ef
t.d. beðið væri eftir hálskirtlatöku
vegna endurtekinnar hálsbólgu héldi
hálsbólgan áfram. Hálsbólgunni gætu
fylgt aðrar afleiðingar á borð við kýli
í hálsi. „Sjúklingarnir þurfa á læknis-
aðstoð að halda á meðan beðið er.
Þess hefði annars auðvitað ekki þurft
með. Ótalið er svo að hér eyðir ein
manneskja í 75% starfi töluverðu af
vinnutíma sínum í að halda utan um
biðlistana. Þarna er töluvert verkefni
enda reynum við að bóka eins mikið
inn og hægt er en æði oft þarf að
hætta við aðgerðir vegna bráðaað-
gerða.“
Færri bíða eftir
hjartaskurðaðgerð
Grétar Ólafsson, yfírlæknir
hjarta- og lungnaskurðdeild Landspít-
alans, segir að fjölgun kransæðavíkk-
ana á hjartalyflækningadeildinni hafí
smám saman létt á hjarta- ___________
og lungnaskurðdeildinni.
„Lengstur varð biðlistinn
um 100 manns árið 1994.
Mun færri eða 50 til 60
manns voru á biðlistanum
árið eftir. Nú erum við svo
komin niður í 30 til 34 síð-_______
ustu tvo mánuði. Aðeins
voru 29 á biðlista í síðustu viku,“ sagði
hann. '
Hann sagði afar mikilvægt að
tryggja að ekki myndaðist langur bið-
lisþi á deildinni. „Ef listinn lengist
eykst hættan á því að við missum
sjúklinga. Núna getum við látið alvar-
lega sjúka ganga fyrir,“ sagði hann
og tók fram að einn hefði látist af
á
þeim sem voru á biðlista á árinu.
Grétar sagði að mögulegt væri að
framkvæma 6 til 7 aðgerðir eða jafn-
vel fleiri á deildinni í hverri viku. Um
5 aðgerðir hefðu verið gerðar á deild-
inni í sumar og haust. Algengustu
aðgerðirnar eru hjáveituaðgerðir á
kransæðum og næstalgengastar eru
aðgerðir á lokum eða 31 til 35 á hveiju
ári.
Hjartaþræðingarrannsóknar-
stofa tekin í notkun í vor
Árni Kristinsson, yfirlæknir á
hjartalyflækningadeild Landspítalans,
sagði að ný tækni ylli því að hægt
væri að leysa vanda sífellt fleiri sjúkl-
inga án skurðaðgerða. „Við höfum
aðeins haft eina rannsóknarstofu fyrir
kransæðavíkkanirnar, hjartaþræðing-
arnar auk margháttaðrar annarrar
æðamyndatöku. Afleiðingin af því er
að hægar gengur að fara í gegnum
biðlistana en ella. Nú bíða 106 manns
eftir þræðingu og 52 eftir víkkun eða
158 manns allt í allt. Hins vegar er
meðalbiðin kannski ekki svo löng enda
höfum við gert 422 þræðingar og 260
víkkanir á árinu. Eftir erfiðan vetur
sjáum við svo fram á að með nýrri
hjartaþræðingarrannsóknarstofu birti
til og biðlistar hverfí vonandi með
vorinu,“ sagði hann en taka á nýja
hjartaþræðingarrannsóknarstofu í
notkun á Landspítalanum 1. apríl nk.
Hann sagði að reglulegt yfírlit væri
sent til lækna vegna sjúklinga frá
þeim á biðlista. Læknarnir létu vita
ef taka þyrfti sjúklingana fram yfír
aðra í aðgerð. Með því móti væri
hægt að koma í veg fyrir alvarlegar
afleiðingar af biðinni. Hins vegar
væri þvi ekki að leyna að bið hefði
afar slæm sálræn áhrif á fólk.
Ung börn á biðlista á barna-
og unglingageðdeild
Valgerður Baldursdóttir, yfírlæknir
bama- og unglingageðdeildar Land-
spítalans, sagði því ekki að leyna að
biðlisti inn á deildina hefði heldur lengst
á síðustu tveimur til þremur árum.
„Við vorum komin með ansi langan
biðlista eða um 90 böm sl. vor. Með
12 milljóna króna aukafjárveitingu til
göngudeildarstarfseminnar gekk held-
ur á biðlistann í sumar. Núna emm
við með um 60 börn á biðlista. Flest
era bömin innan við 12 ára því að
erfiðara er að fresta því að taka á
móti unglingunum," sagði Valgerður
og tók fram að aðsóknin færi stigvax-
andi eins og alltaf með haustinu.
Valgerður sagði að biðlistinn þýddi
að bömin þyrftu að bíða um sex mán-
uði eftir að komast í meðferð ef ekki
væri um bráðatilfelli að ræða. „Biðlist-
inn er auðvitað of langur og ólíkt
mörgum hópum hafa bömin heldur
ekki í önnur hús að venda. Hvergi
annars staðar er tekið á vanda barna
út frá sálfræðilegu, læknisfræðilegu,
félagsfræðilegu, námslegu og fjöl-
skylduiegu sjónarmiði," sagði hún.
Fram kom að langur biðtími gæti
haft í för með sér að vandamál, t.d.
hegðunartraflun, yrðu alvarlegri
og/eða yllu fleiri vandamálum. Ung-
mennin þyrftu því meiri aðstoð þegar
kæmi loks að meðferðinni.
Niðurskurður komið einna
verst niður á öldruðum
Þór Halidórsson, yfírlæknir á öldr-
unarlækningadeild Landspítalans,
sagði að niðurskurður í heilbrigðisþjón-
ustu hefði komið einna verst niður á
öldruðum. „Á Landspítalanum hefur
ein af þremur legudeildum öldranar-
lækningadeildar verið lokuð frá því í
apríl sl. og verður lokuð út árið. Alls
bíða 35 sjúklingar á öldrunarlækninga-
__________ deildinni og um 15 sjúkling-
ar á öðram deildum eftir
að komast inn á hjúkrunar-
heimili. Samkvæmt vistun-
armati eru um 200 sjúkling-
ar í brýnni þörf fyrir að
komast inn á hjúkruhar-
heimili. Þar af era um 140
með einkenni heilabilunar
Vandamálin
verða fleiri
og/eða valda
fleiri vanda-
málum
sem gerir umönnun þeirra mun þyngri.
Niðurskurðurinn kemur því einnig fram
í heimaþjónustu," sagði Þór og tók að
lokum fram að yfír helmingur þeirra
sem leituðu til bráðaþjónustu Landspít-
alans væra 70 ára og eldri. Samkvæmt
tölum frá landlæknisembættinu bíða
507 manns eftir að komast í endurhæf-
ingu á Reykjalundi.
Stórslys snertir
allt samfélagið
Morgunblaðið/Kristinn
OLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Islands, opnaði ráðstefnuna
Björgun ’96 í gær. Á myndinni heilsar hann Raimo Tiilikainen sem
hélt opnunarræðuna. Milli þeirra standa Gunnar Tómasson, for-
maður Slysavarnafélagsins, og Esther Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri þess.
Finninn Raimo Tiilika-
inen, sem stjórnaði
björgunaraðgerðum eftir
Estoniuferjuslysið, segir
að björgunarmenn hafí
verið vel undirbúnir fyrir
slíkan atburð. Hann er
nú staddur hér á landi
vegna ráðstefnunnar
Björgun ’96 og ræddi við
Helga Þorsteinsson um
þann lærdóm sem draga
má af einu stærsta sjó-
slysi sögunnar.
AÐ ERU ekki aðeins fórn-
arlömbin og aðstandendur
þeirra sem verða fyrir
áhrifum þegar stórslys
verða. Samfélagið allt verður fyrir
áfalli og huga þarf að viðbrögðum
almennings, fjölmiðla og annarra
þjóða. Þetta er einn helsti lær-
dómurinn sem Finnar hafa dregið
af Estoniafeijuslysinu, að sögn Ra-
imo Tiilikainen, en hann var yfir-
maður strandgæslunnar á svæðinu
þar sem feijan Estonia sökk og
stjórnaði björgunaraðgerðum. Tii-
likainen er nú orðinn þingmaður á
finnska þjóðþinginu, ekki síst vegna
þeirrar frægðar sem hann hlaut
fyrir björgunarstörfin.
Estonia var á siglingu milli
Stokkhólms og Eistlands þegar hún
fórst, milli klukkan 1 og 2 aðfara-
nótt 28. september 1994. Um níu
hundruð manns fórust, en 137
björguðust. Tiilikainen segir að
flestir farþeganna hafi lokast inni
í skipinu þegar það lagðist á hliðina
og sökk og því hafi enginn mögu-
leiki verið á að bjarga þeim. Aðeins
94 lík hafa fundist.
Aðstæður til björgunar voru
mjög erfiðar. Vindhraði var um 20
metrar á sekúndu að jafnaði og
sjávarhitinn 8-10 gráður. Mjög
dimmt var um nóttina og rigning.
Talið er að í slíkum sjávarkulda
tapi menn meðvitund eftir 15-60
mínútur og deyi eftir hálfa til tvær
klukkustundir.
Aðeins einn bjargaðist
úr sjónum
Farþegafeijur í grennd við Eston-
iu voru fyrstar á vettvang, en mjög
erfitt reyndist að bjarga fólki á
þeim. Um klukkustund leið þangað
til þyrlur lögðu af stað til björgunar
og þær fljótustu voru einn tíma á
leiðinni. Sá tími var of langur fyrir
þá sem ekki höfðu komist upp í
björgunarbáta, enda bjargaðist að-
eins einn maður beint úr sjónum.
Af þeim sem komust í björgunar-
báta fundust fimmtán látnir. Síð-
asti maðurinn sem fannst lifandi
var bjargað klukkan tíu morguninn
eftir slysið.
Tiilikainen segir að björgunar-
menn hafi verið vel undirbúnir fyrir
slysið. Sjálfur hafði hann stjórnað
þremur stórum alþjóðlegum sjó-
björgunaræfingum næstu árin á
undan og einnig ráðstefnu með
fjölmiðlamönnum þar sem rætt var
um upplýsingastreymi frá stórslys-
um.
Að sögn Tiilikainens skiptir það
miklu máli að björgunarmenn frá
mismunandi samtökum og stofnun-
um og ólíkum löndum hafi góð
tengsl sín í milli. Þessi tengsl þurfa
að vera á öllum stigum, ekki aðeins
milli yfirmanna. Samskiptin við
björgunarstörf verða mun greiðari
ef fólk hefur talast við áður og
best ef það þekkist persónulega.'
Ekki síst gildir þetta um fólk frá
ólíkum löndum, því fólk á oft í erfið-
leikum með að tala erlend tungu-
mál ef það þekkir ekki viðmæland-
ann.
Tiilikainen leggur mikla áherslu
á að samskipti við fjölmiðla séu í
góðum farvegi. Þegar stóratburðir
verða drífur mjög fljótt að 100-150
fréttamenn frá alþjóðlegum frétta-
stofum og stórum ijölmiðlum. Þessu
fólki og innlendum fjölmiðlamönn-
um þarf að sinna og tryggja að
réttar upplýsingar komist til skila.
Ef ekki er góð stjórn á þessum sam-
skiptum má búast við að fjölmiðl-
arnir taki yfir stjórnina á umræð-
unni. Það getur haft slæm áhrif á
björgunarstörfin. Meðan á björgun-
araðgerðum stóð vegna Estoniu-
slyssins bannaði Tiilikainen yfir-
mönnum björgunaraðgerða að fylgj-
ast með fjölmiðlum, til að umfjöllun
þeirra truflaði ekki starfið.
Seinvirkt útkallskerfi
Tiilikainen segir að það hafi taf-
ið nokkuð viðbrögð við Estoniaslys-
inu að útkallskerfið var seinvirkt.
Aðeins einn maður var á vakt í
símstöð þaðan sem björgunarmenn
voru kallaðir út. Útkallið vindur
upp á sig eins og snjóbolti eftir því
sem tíminn líður, því alltaf eru fleiri
sem hringja. Tiilikainen segir þó
að til þess að nógu hratt gangi í
upphafi þurfi útkallið að vera sjálf-
virkt. Að þessu marki hefur verið
unnið eftir slysið og einnig hefur
verið fjölgað á vakt á útkallsmið-
stöðinni.
Tiiliaanen segist lítið þekkja til
íslenskra björgunarmála, en hann
telur að ávallt sé hægt að læra af
stórslysum. Hann nefnir sem dæmi
að eitt það sem hafi hjálpað honum
mest við stjórnun á björgunarað-
gerðum í Estoniuslysinu var reynsla
sem gamall skipstjóri miðlaði hon-
um af feijuslysi sem varð í Zee-
briigge í Belgíu fyrir allnokkrum
árum. Þar fórust tvö hundruð
manns þegar feiju hvolfdi.
Tiilikainen segir að eitt einkenni
viðbrögð við stórslysum víða um
lönd, en það er að stöðugt sé verið
að leita að sökudólgum, bæði að
slysinu sjálfu ogþví að björgunarað-
gerðir hafi ekki tekist sem skyldi,
Þetta segir hann ranga stefnu, fyrst
og fremst eigi að reyna að læra af
slysum, svo að hægt verði að bregð-
ast betur við næst.
Getum lært af björgunarað-
gerðum eftir Estoniuslysið
ESTHER Guðmundsdóttir,
frarnkvæmdastjóri Slysavarn-
afélagsins, segir að Islendingar
geti lært af björgunaraðgerðum
eftir Estoniuslysið. „Þetta er miklu
stærra slys en nokkuð sem við höf-
um þurft að takast á við, og allt
skipuiag björgunarmála á Norður-
löndum er öðruvísi en hjá okkur.
Þar eru her og atvinnubjörgunar-
menn mikilvægastir en hjá okkur
sjálfboðaliðar. Samt er alltaf hægt
að læra af slíkum atburðum. Eftir
Estoniuslysið fórum við að ræða að
æfa þyrfti viðbrögð við ferjuslysi
hér á landi. Enn sem komið er höf-
um við þó aðeins haldið æfingu á
pappírnum.
Við eigum ákveðið skipulag fyrir
björgun úr sjó og æfum á hverju
ári með Landhelgisgæslunni. Það
sem þarf að auka eru æfingar við
raunverulegar aðstæður útí á sjó.
Við héldum reyndar eina slíka æf-
ingu í vetur úti á Faxaflóa.
Það er mikilvægt að Slysavarna-
félagið og Landhelgisgæslan geti
unnið vel saman. Við höfum ákveð-
in verksvið, Slysavarnafélagið
sljórnar björgun við strendur en
Landhelgisgæslan tekur við þegar
fara þarf lengra frá landi, en í báð-
um tilvikum er þörf á samvinnu.
Það sem Tiilikainen sagði um sam-
skipti við fjölmiðla er í anda þess sem
við höfum gert, til dæmis að segja
alltaf sannleikann. Mér finnst mikil-
vægt að trúnaður sé milli Ijölmiðla
og björgimarmanna, til dæmis þann-
ig að hægt sé að segja blaðamanni
eitthvað en biðja um að geymt verði
að birta það,“ segir Esther.