Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR OPEL Vectra 5 dyra hlaðbakur er fáanlegur með tveimur gerð- um véla, annars vegar 2,0 lítra, 16 ventla dísilvél sem er 136 hestöfl og hins vegar mjög öflugri V6 vél sem er 170 hestöfl. Bónda bættur skertur réttur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ríkis- sjóð til þess að greiða bónda, sem sviptur var bótalaust hluta fullvirð- isréttar til mjólkurframleiðslu rúm- lega 1 milljón króna í bætur með vöxtum frá 1993. Maðurinn hafði nýtt heimild í reglugerð til að selja 80% fullvirðis- réttar síns árið 1991. Samkvæmt reglugerðinni bar honum að halda eftir sérstaklega skráðum 20% rétt- arins og sagði í reglugerðinni að þann hluta mætti fella niður ef nauð- synlegt reynist að skerða fram- leiðsluréttinn til að ná jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar. Þegar almennur fullvirðisréttur var svo skertur um 4,4% voru öll 20% tekin af manninum. Honum var synj- að um þá 50 króna greiðslu fyrir hvern lítra sem þeir sem þoldu 4,4% skerðingu fengu í bætur. í dómi Hæstaréttar er vitnað til 69. greinar stjórnarskrárinnar sem segir að engin bönd megi leggja á atvinnufrelsi manna nema almenn- ingsheill krefji enda þurfi lagaboð til og 67. greinarinnar sem verndar eignarrétt og segir að með þeirri skipan sem reglugerðin mælti fyrir um og að ofan greinir hafí verið tek- ið upp skipulag sem gildandi lög gerðu ráð fyrir enda hafi ekki verið í þeim nein heimild um kaup og sölu fullvirðisréttar. Reglugerðin hafi því ekki haft lagastoð. Þá verði ekki taiið að bóndinn hafi notið jafnræðis á við aðra mjólk- urframleiðendur sem fengu 50 króna greiðslu fyrir hvern lítra er fram- leiðsluréttur þeirra var skertur um 4,4%. „Um þessi atvinnu- og fjár- munaréttindi bar að setja ótvíræð almenn fyrirmæli í settum lögum og gæta þar fyllsta jafnræðis," segir í dóminum. Ekki var fallist á að bóndanum skyldi bætt tjónið með þeim 120 krónum sem hann hafði fengið í meðalverð við sölu þeirra 80% rétt- arins en honum voru dæmdar 50 krónur á hvern lítra, eða alls 1.062.500 krónur með vöxtum frá 1993. 5 dyra Opel Vectra BÍLHEIMAR ehf., umboðsaðili Opel á íslandi, kynna um næstu helgi nýjan Opel Vectra fimm dyra hlaðbak. Bíllinn er viðbót við fernra dyra útfærslu sem var kynnt fyrr á þessu ári. Opel Vectra 5 dyra hlaðbakur er fáanlegur með tveimur gerðum véla, annars vegar 2,0 lítra, 16 ventla dísilvél sem er 136 hestöfl og hins vegar mjög öflugri V6 vél sem er 170 hestöfl. Bíllinn er fáan- legur beinskiptur og sjálfskiptur. Hann er vel búinn með m.a. loft- púða í stýri og fyrir farþega í fram- sæti, tölvustýrða spólvörn, ABS- hemlakerfi og margt fleira. Boðið verður upp á reynsluakstur um helgina. Opið er frá kl. 14-17, laugardag og sunnudag. ----»■ »■»-- Skipan kirkjuþings Biskup hlynntur breytingum Á KIRKJUÞINGI s.l. fimmtudag kom fram í máli herra Ólafs Skúla- sonar biskups að hann er hlynntur tillögum um breytingar á skipan kirkjuþings sem fela í sér að hlut- fall leikmanna verði aukið og að þingforseti verði skipaður úr þeirra röðum. Eins og málum er nú háttað skipar biskup það emb- ætti. Fyrirvari Ólafs er þó sá að þing- forseti verði aðeins ráðinn tíma- bundið á meðan á þinghaldi stend- ur en að ekki verði um nýja kirkju- stofnun að ræða. Sr. Sigurjón Einarsson, prestur á Klaustri, lýsti því hins vegar yfir að hann vildi að biskup ís- lands gegndi áfram starfi sem for- seti kirkjuþings. Dr. Einar Sigur- björnsson tók í sama streng. í flestum nágrannalöndum okk- ar hafa leikmenn i kirkjum mót- mælenda mun meiri völd en tíðk- ast hérlendis. HUGBÚNAÐUR FYRIR WIND0WS FRÁBÆR ÞJÓNUSTA H KERFISÞRÓUN HF. Fákaleni 11 - Sími 568 8055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.